Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003 13 bílar ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM SMÁAUGLÝSING AÐEINS 995 KR.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.* Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. * 4 línur og mynd. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is BANDARÍKJAMENN íhugðu í desembermánuði að gera árás á Norður-Kóreu. Roh Moo-Hyun, sem tekur við embætti forseta Suð- ur-Kóreu í næsta mánuði, greindi frá þessu í gær. Roh sagði að er hann var kjörinn forseti í desember hafi háttsettir menn innan Bandaríkjastjórnar rætt um hvort gera bæri árás á Norður-Kóreu til að binda enda á kjarnorkuáætlun stjórnvalda þar. „Ég hugsaði þá með mér að ég yrði að koma í veg fyrir árás á Norður- Kóreu án tillits til þess hvaða áhrif það hefði á samband mitt við Bandaríkjamenn,“ sagði Roh. Afstaða ráðamanna í Bandaríkj- unum hefði hins vegar blessunar- lega breyst og ákveðið hefði verið að freista þess að leysa deiluna með friðsamlegum hætti. Hvatti Roh til þess að reynt yrði að rjúfa ein- angrun Norður-Kóreu á alþjóða- vettvangi. Krefjast viðræðna Stjórnvöld í Norður-Kóreu höfn- uðu í gær tilraunum alþjóðasam- félagsins til að miðla málum í kjarn- orkudeilunni, en nú síðast reyndu Rússar að leggja þar lóð á vog- arskálarnar. Var sérstaklega tekið fram að milligöngu Sameinuðu þjóð- anna væri hafnað. Einungis kæmi til álita að semja við Bandaríkja- stjórn og þörf væri á tvíhliða við- ræðum um kjarnorkumál á Kóreu- skaga. Allt annað yrði aðeins til þess að flækja deiluna enn frekar. „Því meira sem heimsvaldasinnarn- ir reyna að einangra og hefta Al- þýðulýðveldið Norður-Kóreu því harðar munu þjóð og her vinna að því að skapa öflugt ríki,“ sagði Kim Jong-Il, leiðtogi Norður-Kóreu, að því er opinber fréttastofa landsins greindi frá í gær. Reuters Um 30.000 manns komu saman í Seoul í S-Kóreu í gær til að hvetja N-Kóreustjórn til að hætta við áform sín. Íhuguðu árás á N-Kóreu N-Kóreustjórn hafnar allri milli- göngu og krefst viðræðna við Bandaríkjamenn Seoul. AFP. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.