Morgunblaðið - 30.01.2003, Page 8
FRÉTTIR
8 FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Viltu frekar að ég slái þig eldsnöggt í hausinn, ormurinn þinn.
Málþing um samkynhneigða á vinnumarkaði
Áherslurnar
eru fjölbreyttar
SAMTÖKIN ’78 efnaá morgun, föstu-dag, til málþings
um atvinnumál í sam-
vinnu við Mannréttinda-
skrifstofu Íslands. Það er
haldið í Norræna húsinu
og hefst klukkan 15. Flutt
verða sex stutt erindi á
þinginu sem er öllum op-
ið. Ragnar Aðalsteinsson
hæstaréttarlögmaður
stýrir fundi og umræðum.
Þorvaldur Kristinsson er
formaður Samtakanna ’78
og svaraði hann nokkrum
spurningum Morgun-
blaðsins.
– Hverjar verða áhersl-
urnar á málþinginu,
hverjir taka til máls og
um hvað ætla viðkomandi
að tala?
„Áherslurnar eru fjölbreyttar.
Rætt er um reynslu samkyn-
hneigðra á vinnustöðum, lög og
rétt, sýnileika og feluleik, einka-
líf og siðferði og nýjar áherslur í
starfsmannamálum. Rannveig
Traustadóttir dósent segir frá
erlendum rannsóknum á reynslu
lesbía og homma á vinnumark-
aði. Halldór Guðmundsson útgef-
andi skoðar málin frá sjónarhóli
atvinnurekenda. Árelía E. Guð-
mundsdóttir lektor svarar spurn-
ingunni „Skiptir kynhneigð máli
á vinnustað?“ og Atli Gíslason
hæstaréttarlögmaður fjallar um
lagaumhverfið. Páll Hreinsson
prófessor lýsir almennum
reglum um meðferð persónuupp-
lýsinga við ráðningu í starf og
Bergþóra Ingólfsdóttir fulltrúi
fjallar um persónuvernd og
ráðningar í erindi sínu „Spurt og
svarað um kynhneigð vegna sér-
stakra aðstæðna“.“
– Hvers vegna er ástæða til að
efna til slíks málþings?
„Á hverju ári leita þó nokkrir
til Samtakanna ’78 vegna mis-
mununar á vinnumarkaði, þeim
hefur þá verið sagt upp starfi
eða neitað um ráðningu þegar
ljóst varð um kynhneigð viðkom-
andi. En vandinn er sá að erfitt
er að sanna að kynhneigð hafi
verið tilefni uppsagnar. Ef
ástæða er tilgreind þá gerist það
gjarnan á tveggja manna tali án
vitna og hvergi staf um það að
finna. En dæmi eru um að mál
komist í dagsljósið og það nær-
tækasta var ákvörðun félags-
málastjóra Kópavogs um að gera
kynhneigð umsækjenda um starf
að ásteytingarsteini í viðtali sem
fylgdi atvinnuumsókn viðkom-
andi sl. vor. Fjölmiðlar fjölluðu á
ábyrgan hátt um það mál, við-
komandi hefur nú leitað réttar
síns fyrir dómstólum en því máli
er ekki lokið.“
– Hefur ástandið ekki skánað
síðustu árin?
„Tvímælalaust. Mestu skiptir,
að samkynhneigt fólk, sem ekki
leynir kynhneigð sinni, er víða í
áhrifastöðum á virtum vinnu-
stöðum og sú staðreynd felur
auðvitað í sér ein-
dregna afstöðu at-
vinnurekanda. Þá
nefna einstaka vinnu-
staðir nú samkyn-
hneigða í jafnréttis-
ákvæðum starfs-
mannastefnu sinnar. Þetta er
það sterkasta sem hægt er að
gera til að breyta viðhorfum og
tryggja jafnrétti.“
– Hvað segja nokkur dæmi um
misrétti eða áreitni á vinnustöð-
um um útbreiðslu vandans?
„Sennilega berst aðeins brot
af illri reynslu samkynhneigðra á
vinnustöðum til Samtakanna ’78
vegna þess að þeir sem helst
verða fyrir slíku leyna iðulega
kynhneigð sinni og treysta sér
ekki til að ræða vandann. Stund-
um ber þetta fólk sig upp við
jafnréttisfulltrúa stéttarfélaga.
Eina svarið við þessu er opinská
umræða. Um leið skora ég á alla
samkynheigða sem verða fyrir
misrétti eða einelti á vinnustað
að segja okkur sögu sína. Sam-
tökin ’78 fara með slíkt sem
trúnaðarmál, en vitneskjan er
okkur nauðsynleg til að geta
„kortlagt landið“.
– Samtökin ’78 eru 25 ára á
þessu ári, væntanlega hefur
margt breyst í málefnum sam-
kynhneigðra á aldarfjórðungi?
„Já, með réttarbótum síðustu
ára og opinni umræðu hefur
landslagið gjörbreyst. Þar ber
ekki síst að þakka íslenskum
fjölmiðlum sem að mínu viti bera
núna af öðrum slíkum á Vest-
urlöndum þegar kemur að mál-
efnalegri umfjöllun og skilningi á
þörf fyrir umræðu og upplýs-
ingu. Enda sýna rannsóknir að
Íslendingar eru komnir í fremstu
röð þjóða þegar kemur að for-
dómaleysi gagnvart hommum og
lesbíum. Nú brennur fyrst og
fremst á okkur að efla vandað og
málefnalegt fræðslustarf og að
upplýsa betur það unga fólk sem
er að vakna til vitundar um sam-
kynhneigð sína.“
– Hvað verður gert til hátíð-
arbrigða?
„Nú er hafin röð fyrirlestra í
Háskóla Íslands sem Samtökin
’78 efna til í samstarfi við fé-
lagsvísindadeild há-
skólans og önnur
mannréttindasamtök.
Fyrsta íslenska kvik-
myndin um líf og
reynslu samkyn-
hneigðra er frumsýnd
í apríl og í haust er von á kvik-
myndahátíð. Að vanda tökum við
höndum saman við önnur félög
um að halda „Hinsegin daga –
Gay Pride“ í ágúst og minnumst
afmælisins sérstaklega með
veislu á vordögum. Þegar litið er
til baka hafa samkynhneigðir á
Íslandi sannarlega drjúga
ástæðu til að gleðjast.“
Þorvaldur Kristinsson
Þorvaldur Kristinsson fæddist
í Hrísey á Eyjafirði 1950. Hann
nam íslensku og bókmenntafræði
við Háskóla Íslands og stundaði
einnig nám í bókmenntafræðum
við háskóla í Bandaríkjunum og
Danmörku. Í tvo áratugi hefur
hann verið bókmenntaritstjóri í
Reykjavík, síðustu árin hjá Eddu
hf. Þorvaldur hóf störf að mál-
efnum samkynhneigðra í Kaup-
mannahöfn árið 1980 og er nú
formaður Samtakanna ’78.
… það sterk-
asta sem
hægt er að
gera