Morgunblaðið - 30.01.2003, Síða 10

Morgunblaðið - 30.01.2003, Síða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að skýrsla Deloitte & Touche um hugsanlegan kostnað Íslendinga við aðild að Evrópusambandinu sé til þess fallin að eyða að einhverju leyti deilum um hugsanlegar greiðslur Íslendinga til ESB fyrir stækkun sambandsins. Hins vegar skakki miklu þegar lagt sé mat á kostnað eftir stækkun sambandsins. Deloitte & Touche birti á þriðju- dag skýrslu um rannsókn, sem gerð var að beiðni utanríkisráðuneytisins um hugsanlegan kostnað Íslands við aðild að ESB. Davíð sagði, að sára- litlu muni á niðurstöðum þessarar skýrslu og skýrslu Hagfræðistofn- unar Háskóla Íslands, sem birt var á síðasta ári, þegar lagt sé mat á kostnað fyrir stækkun ESB. Hins vegar skakki miklu þegar lagt sé mat á kostnað eftir stækkun sam- bandsins. „Þar finnst mér höfundar skýrslu Deloitte & Touche skauta býsna létt yfir málið og færa aðeins í annan dálkinn en ekki hinn,“ sagði Davíð. Hann bætti við að augljóst væri að kostnaðurinn við ESB-aðild yrði miklu meiri en fyrirtækið teldi, þeg- ar þjóðir sem hefðu ekki nema brot af þjóðartekjum Íslendinga kæmu inn í ESB og augljóst, að þær myndu ekki sætta sig við að fá nema brot af þeim styrkjum sem aðrar þjóðir innan sambandsins njóta. Deloitte & Touche komst að þeirri niðurstöðu að kostnaður Ís- lands til Evrópusambandsins við hugsanlega aðild verði allt að 8,2 milljarðar króna á ári að stækk- unarferli sambandsins loknu, þ.e. eftir 2013. Á móti megi gera ráð fyrir að 4,2 milljarðar króna skili sér aftur í formi styrkja og stuðn- ings, einkum við land- búnað og byggðaverk- efni. Þetta er nokkuð lægri kostnaður en Hagfræðistofnun komst að raun um í skýrslu sinni í fyrra. en munurinn á niður- stöðum skýrslnanna liggur að stórum hluta í mismun- andi mati á áhrifum stækkunar Evrópusambandsins. Davíð sagði að skýrsluhöfundar Deloitte & Touche og Hagfræði- stofnunar Háskólans væru sammála um kostnað Íslands af aðild að ESB fyrir stækkun. Hann væri að lágmarki 3,5 millj- arðar og upp í 7 millj- arða á ári. „Hins vegar kemur fram skekkja milli þessara stofnana þeg- ar horft er á hlutina eftir stækkun. Þar finnst mér endurskoð- unarskrifstofan skauta dálítið létt yfir málið, því þá virðist stækk- unin vera orðin okkur afar hagstæð og okkar kostnaður vaxa sáralít- ið þegar fátæku ríkin ganga inn – ríki með tekjur sem eru þriðjungur eða fjórðungur á við okkar tekjur. Það er ekki mjög trúverðugt. Það byggist á því að þeir taka í raun stækkunina ekki til greina. Þeir miða við árið 2006 og tala eins og að eftir það sé um að ræða tölur sem þeir hafi þurft að bíða eftir. Þær hafa legið lengi fyrir en það var hins vegar ákveðið að nefna ekki neinar endanlegar tölur um stækkunarferlið fyrr en síðar. En það er alveg augljóst í mínum huga að þegar fátæku þjóðirnar koma inn – sem hafa aðeins um fjórðung af okkar tekjum – þá verð- ur kostnaðurinn miklum mun meiri. Hver er vísbendingin sem við get- um haft? Hún er sú, að núna höfum við verið að borga 100 milljónir á ári til ESB fyrir stækkun og eftir stækkun heimtar sambandið að þessi upphæð verði hækkuð um 3–4 milljarða vegna hins mikla kostn- aðar sem af stækkuninni hlýst, eins og þeir hafa orðað það. Og í kröfu- gerðinni segja samningamenn ESB að þessi tala sé aðeins brot af því sem þeir ætla okkur að borga ef við göngum inn í Evrópusambandið. Það er afar sérstakt að þetta atriði skyldi hafa farið framhjá endur- skoðunarskrifstofunni sem fengin var til verksins,“ sagði Davíð við fjölmiðla í gær. Davíð sagði aukinheldur að í skýrslu Deloitte & Touche væru hlutir sem ekki fengjust staðist og nefndi í því sambandi frádrátt kostnaðar vegna Evrópska efna- hagssvæðisins. Eins væri því alveg sleppt að taka tillit til kostnaðar við íslensk sendiráð, sem talið væri að stofna þyrfti í hverju ESB-landi fyrir sig með aðild. Með því mætti segja að við útreikningana væri af miklum vilja verið að færa hlutinn í annan dálkinn en ekki hinn. Davíð sagði meginatriði skýrslu Deloitte & Touche vera að hún stað- festi niðurstöður Hagfræðistofnun- ar Háskólans um hinn mikla kostn- að sem af ESB-aðild hlytist fyrir stækkun. „Og ég hygg að því trúi ekki nokkur maður að stækkunin sem slík muni í raun – eins og þarna er reynt að setja fram – verða til þess að við græðum á henni. Eins og sést á skýrslunni hafa þeir ekki enn hjá sér kostnað eftir stækkunina, en gefa sér að ríki sem komi inn – ríki eins og Pólland – muni sætta sig við að fá í sinn hlut aðeins fjórðung af því sem hin ríkin hafa fengið. Það hygg ég að sé alveg fráleitt,“ sagði Davíð og gat þess að leiðtogar ESB hafi reyndar forðast að taka endanlega niðurstöðu um það við stækkunarákvörðunina. Ósammála skýrslu um kostnað við ESB- aðild eftir stækkun Davíð Oddsson VALGERÐUR Sverrisdóttir við- skiptaráðherra sagði á Alþingi í gær að lagaramminn sem Alþingi hefði sett um mál sem varða starfsloka- samninga og aðra sambærilega samninga í skráðum fyrirtækjum hefði það að markmiði að tryggja upplýsingagjöf til hluthafa, al- mennra fjárfesta á markaðnum og góða reikningsskilavenju. „Engin sérstök þörf er á endurskoðun þess- ara lagaákvæða,“ sagði hún. Ráð- herra tók þó fram að henni „væri kunnugt um,“ eins og hún orðaði það að Kauphöll Íslands væri nú að vinna að nýjum reglum um upplýsingar um kjör æðstu stjórnenda í skráðum félögum. „Samkvæmt þeim verður væntanlega skylda að greina frá ráðningarsamningum við æðstu stjórnendur. Þá verður einnig skylda að greina frá óvenjulegum samning- um við æðstu stjórnendur skráðra félaga. Því má ætla að skylt verði skv. þessum reglum að veita upplýs- ingar um starfslokakjör æðstu stjórnenda skráðra félaga. Vonast er til að þessar reglur taki gildi um mitt árið.“ Þetta kom fram í máli ráðherra í umræðu utan dagskrár á Alþingi um starfslokasamninga og aðra sam- bærilega samninga í skráðum fyrir- tækjum. Umræðan fór fram að frumkvæði Lúðvíks Bergvinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. „Til- efni þessarar umræðu er fréttaflutn- ingur af starfsloksamningi Vátrygg- ingafélags Íslands við fyrrverandi forstjóra þess [Axel Gíslason] og yf- irlýsingu stjórnar félagsins um að samningurinn sé trúnaðarmál sem komi ekki öðrum við,“ sagði Lúðvík. Bætti hann því við að því hefði verið haldið fram í fjölmiðlum að samning- urinn kvæði á um skuldbindingar VÍS og tengdra félaga upp á um 200 til 250 milljónir kr. „Spurningin sem vaknar er sú hvaða áhrif það muni hafa á trú almennings og fjárfesta á þeim verðbréfamarkaði sem hér hef- ur verið að myndast ef stjórn félags sem skráð er í Kauphöll Íslands kemst upp með það að gera starfs- lokasamning upp á tugi eða hundruð milljóna kr. án þess að þurfa að gera Kauphöll Íslands grein fyrir gern- ingnum.“ Lúðvík sagði að efni starfs- lokasaminga gæti haft mikil áhrif á fjárhagsstöðu félags. „Það er því grundvallaratriði að þeir séu uppi á borðinu; að engin leynd hvíli yfir sík- um gerningi hjá skráðum félögum.“ Í máli margra þeirra þingmanna sem til máls tóku í umræðunni í gær kom þessi afstaða einnig fram þ.e. að engin leynd mætti hvíla yfir starfs- lokasamningum. Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einn þeirra. Hann benti á að það væri ákvörðun viðkomandi stjórnar fyrirtækis hvort hún vildi upplýsa um efni starfslokasamninga eða ekki. „Og þetta gildir um öll hluta- félög hvort sem þau er í eigu ríkisins eða ekki.“ Hann bætti því þó við að þótt upplýsingar um laun og launa- kjör væru viðkvæmar væri oft betra að gera grein fyrir þeim í stað þess að sitja á þeim. Það að leyna þeim gæti ýtt undir gróusögur. „Það er mín skoðun að starfslokasamningar og aðrir sambærilegir samningar skuli vera aðgengilegir hluthöfum.“ Í máli Ögmundar Jónassonar, þingmanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, kom einnig fram að hann vildi að upplýst yrði um alla starfslokasamninga og sambærilega samninga og í sama streng tók Guð- jón A. Kristjánsson, þingmaður Frjálslynda flokksins. „Herra forseti, hvað er að gerast í þjóðfélaginu?“ spurði Jóhanna Sig- urðardóttir, þingmaður Samfylking- arinnar og hélt áfram. „Fólk er yfir sig gáttað vegna ofurkjara stjórn- enda fyrirtækja á almennum opin- berum markaði.“ Hún sagði að þessi ofurkjör „dúkkuðu“ öðru hverju upp á yfirborðið frá heimi toppanna í at- vinnu- og fjármálalífinu. Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði grund- vallaratriði málsins hins vegar vera það að starfslokasamningar upp á tugi milljóna króna endurspegluðu græðgina í þjóðfélaginu; græðgi sem kæmi fram alls staðar í þjóðfélaginu. Formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Steingrímur J. Sigfússon, gat ekki tekið undir þau orð og benti á að menn gerðu ekki þessa starfslokasamninga við sjálfa sig. „Það eru ófáir svona samningar sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa verið að gera á undanförnum misserum. Það dugar ekki fyrir hátt- virtan þingmann, Hjálmar Árnason, að vísa þessu vandamáli út í bæ, eins og það sé ríkisstjórninni og Fram- sóknarflokknum gjörsamlega óvið- komandi. Maður líttu þér nær.“ Einar Oddur Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það væri öllum fyrir bestu ef upplýs- ingar um starfslokasamninga og sambærilega samninga væru uppi á borðinu og spurði hvort ekki væri rétt að efnahags- og viðskiptanefnd þingsins skoðaði þetta mál með það í huga. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tók undir þau orð. „Við skulum einhenda okkur í þá vinnu,“ sagði hann. Utandagskrárumræða um starfslokasamninga sem gerðir eru í skráðum fyrirtækjum Greina skal frá samningum við æðstu stjórnendur Morgunblaðið/Golli Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, Þuríður Backman, VG, og Svanfríður Jónasdóttir, Samfylkingu, hlýða á umræður. ÞINGFLOKKUR Samfylking- arinnar hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að samgönguráðherra verði falið að birta nú þegar skýrslu þá sem tekin var saman af Ríkisendurskoðun um starfslok Þórarins V. Þórarins- sonar, fyrrverandi forstjóra Lands- síma Íslands hf., og tengd efni á árinu 2002. Guðmundur Árni Stef- ánsson er fyrsti flutningsmaður til- lögunnar. Í greinargerð tillögunnar kemur m.a. fram að einstakir þingmenn Samfylkingarinnar hafi óskað eftir því við samgönguráðherra, Sturlu Böðvarsson, [á síðasta ár] að hann upplýsti innihald skýrslu Ríkisend- urskoðunar sem tekin var saman um mitt árið 2002 að beiðni þáver- andi stjórnarformanns Landssíma Íslands hf., Friðriks Pálssonar, um starfslok Þórarins V. Þórarinssonar og tengd efni. „Þessu hefur sam- gönguráðherra, sem er handhafi meira en 90% hlutafjár í fyrirtækinu fyrir hönd ríkissjóðs, ítrekað hafn- að.“ Í greinargerðinni segir síðan frá því að í kjölfarið eða hinn 6. nóv- ember á síðasta ári hafi allur þing- flokkur Samfylkingarinnar óskað eftir því að Ríkisendurskoðun yrði falið að taka saman skýrslu um sama efni, eins og þingsköp heimili og gert sé ráð fyrir í lögum um Rík- isendurskoðun. „Forseti Alþingis, Halldór Blöndal, hafnaði þeirri skýrslubeiðni á fundi forsæt- isnefndar 28. janúar 2003. Aðrir fulltrúar stjórnarflokkanna í for- sætisnefnd Alþingis gerðu ekki at- hugasemdir við þessa einstæðu af- greiðslu forseta þingsins.“ Í greinargerðinni segir að Guð- mundur Árni, 1. varaforseti þings- ins, hafi á fundi forsætisnefnd- arinnar lagt fram bókun þar sem segir m.a. að þess séu fá dæmi í þingsögunni að forsætisnefnd Al- þingis, sem eðli máls samkvæmt hefði það hlutverk helst að styðja og styrkja þingmenn í störfum sínum, hamli því að þingmenn geti sinnt stjórnarskrárbundnum skyldum sín- um, þ.e. að hafa eftirlit með fram- kvæmdarvaldinu. „Sú afgreiðsla forseta Alþingis, Halldórs Blöndals, án athugasemda frá fulltrúum stjórnarflokkanna í nefndinni, að hafna sjálfsagðri beiðni 17 manna þingflokks Samfylkingarinnar, um skýrslu frá Ríkisendurskoðun, er dapurleg og er ekki til þess fallin að styrkja stöðu Alþingis,“ segir í bók- un Guðmundar Árna. Í greinargerð tillögunnar sem nú hefur verið lögð fram segir að ljóst sé að þingmenn Samfylkingarinnar þurfi að leita annarra leiða til að tryggja að þingmenn geti sinnt m.a. skyldu sinni til eftirlits með fram- kvæmdavaldinu Birt verði skýrsla um starfslok ÞINGFUNDUR hefst kl. 10.30 í dag. Sautján þingmál eru á dagskrá þingsins, bæði mál lögð fram af þingmönnum og ráðherrum. Í upphafi fundar fer m.a. fram umræða um raf- orkulög iðnaðarráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.