Morgunblaðið - 30.01.2003, Qupperneq 18
SUÐURNES
18 FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BÚMENN munu byggja upp miðbæ
Sandgerðis ef samningar nást við
Sandgerðisbæ að lokinni undirbún-
ingsvinnu sem hafin er. Þeir reisa
tvö hús við Miðnestorg ásamt tengi-
byggingu. Í þeim verða íbúðir af
ýmsu tagi, bæjarskrifstofur, bóka-
safn og þjónusta við aldraða auk
þess sem gert er ráð fyrir aðstöðu
fyrir aðra þjónustu við bæjarbúa,
svo sem heilsugæslustöð, banka-
útibú og endurskoðunarskrifstofu.
Húsnæðissamvinnufélagið Bú-
menn byggði átta íbúðir við Miðhús
þar sem fyrir voru tíu íbúðir fyrir
aldraða og þjónusturými. Íbúðirnar
sem Búmenn byggðu eru ætlaðar
fyrir 50 ára og eldri, eins og aðrar
íbúðir sem félagið byggir. Í fram-
haldi af því náðist samkomulag um
að Búmenn tækju smám saman við
íbúðunum í Miðhúsum af Sandgerð-
isbæ, þegar þær losnuðu.
Bæjarstjórn Sandgerðis hefur
haft áform um uppbyggingu miðbæj-
arkjarna, á svæði sem nefnt er
Miðnestorg en þar er nú risið versl-
unarhús Samkaupa. Þar hefur meðal
annars verið gert ráð fyrir ráðhúsi.
Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjar-
stjóri segir að fyrri samvinna við Bú-
menn hafi leitt til þreifinga um að fé-
lagið kæmi að uppbyggingu í
miðbænum og hafi þá einkum verið
hugað að byggingu íbúða. Málið hafi
síðan þróast í það að félagið hafi
komið fram með hugmyndir um að
annast uppbyggingu þeirra mann-
virkja sem þar eru fyrirhuguð.
Daníel Hafsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Búmanna, segir að fé-
lagið hafi áhuga á að útvíkka starf-
semi sína, einkum á sviði þjónustu
við aldraða. Hafi félagið sýnt áhuga á
að byggja ákveðna gerð að dvalar-
heimili á þessu svæði ásamt þjón-
ustumiðstöð fyrir aldraða, auk íbúða,
og hugmyndin síðan þróast út í það
að félagið hafi tekið að sér að kanna
möguleika á að taka að sér byggingu
þessara húsa í heild. Það sé vissulega
nýtt í starfsemi Búmanna sem hafa
einbeitt sér að byggingu íbúða fyrir
50 ára og eldri.
700 milljóna króna fjárfesting
Undirritaður hefur verið ramma-
samningur milli Sandgerðisbæjar og
Búmanna um undirbúning þessarar
uppbyggingar. Að sögn Daníels felst
hann meðal annars í hönnun bygg-
inganna og athugun á fjármögnun.
Að þeirri vinnu lokinni verði gengið
frá samningum um uppbygginguna.
Byggð verða tvö hús, annað
tveggja hæða og hitt þriggja og
tengibygging á milli. Íbúðir verða á
efstu hæð beggja húsanna. Ekki hef-
ur verið ákveðið hvernig íbúðirnar
verða leigðar út, það verður að sögn
Sigurðar að fara eftir þörfinni. Ljóst
er þó að bæði yngri og eldri íbúar
bæjarins munu eiga kost á að komast
þangað inn. Íbúðirnar munu ýmist
fara inn í leigukerfi Búmanna, fé-
lagslega leiguíbúðakerfið eða á al-
mennan leigumarkað.
Bæjarskrifstofurnar fá aðra hæð
þriggja hæða hússins til afnota og á
jarðhæðinni verður bókasafn, þjón-
usturými fyrir aldraða og jafnvel
aðrar stofnanir. Á neðri hæð hins
hússins er gert ráð fyrir heilsu-
gæslu, og öðrum þjónustustofnunum
svo sem bankaútibúi og endurskoð-
unarskrifstofu. Markmiðið með
þessu er að safna sem flestum þjón-
ustustofnunum bæjarbúa á einn
stað, í miðbæ Sandgerðis.
Heildarstærð húsanna er um 3000
fermetrar og má búast við að kostn-
aður við byggingu þeirra nálgist 700
milljónir króna. Gert er ráð fyrir að
stærra húsið verði tekið í notkun á
næsta ári og hitt um ári síðar.
Uppbyggingu lýkur
Reynir Sveinsson, formaður bæj-
arráðs Sandgerðis, segir að með því
að semja við Búmenn um uppbygg-
ingu miðbæjarins með fyrirkomulagi
einkaframkvæmdar sé hægt að
byggja hann upp á stuttum tíma og
ljúka uppbyggingunni eins og nauð-
synlegt sé til þess að hann verði að-
laðandi og aðgengilegur.
Segir Reynir að mikil þörf sé orðin
á því að koma bæjarskrifstofunum í
betra og stærra húsnæði. Búið sé að
byggja upp alla aðra vinnustaði bæj-
arfélagsins og koma til nútímahorfs.
Hins vegar sé uppbygging ráðhúss
dýr framkvæmd. Bærinn hafi staðið
í mikilli uppbyggingu á síðustu ár-
um, meðal annars í skólamálum, og
hann hafi ekki bolmagn til að byggja
ráðhúsið fyrir eigin reikning.
Sandgerðisbær mun taka á leigu
húsnæði bæjarskrifstofanna og ann-
arra stofnana bæjarins sem þar
verða. Sigurður Valur vekur athygli
á því að þær nýju tekjur af fasteigna-
gjöldum sem renni til bæjarsjóðs af
húsunum í miðbænum muni duga til
að greiða leigugjald bæjarins. Þá
segir hann að eftir ákveðinn ára-
fjölda geti bærinn fengið kauprétt á
því húsnæði sem hann leigir.
Búmenn byggja upp
miðbæ með ráðhúsi
Forystumenn Sandgerðisbæjar við Miðnestorg þar sem byggður verður upp miðbæjarkjarni, f.v. Reynir Sveins-
son, formaður bæjarráðs, Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri og Óskar Gunnarsson, forseti bæjarstjórnar.
Sandgerði
FIMMTÁN ára stúlka hefur í hér-
aðsdómi verið dæmd í 40 daga skil-
orðsbundið fangelsi fyrir eignaspjöll
og þjófnað í tveimur afbrotum í
Keflavík í fyrrasumar. Ákvörðun um
refsingu þriggja samverkamanna
hennar, á aldrinum 15-17 ára, var
frestað.
Ungmennin fjögur, þrjár stúlkur
og einn piltur, játuðu brot sín ský-
laust. Saman brutust þau fjögur í
ágúst í fyrrasumar inn í Heilbrigð-
isstofnun Suðurnesja og ollu
skemmdum og eyðilögðu tölvuprent-
ara auk þess að stela tölvulyklaborði,
tölvumús og segulbandsupptöku-
tæki.
Stúlkan sem dæmd var braust
ásamt annarri 15 ára stúlku inn í
söluturn í Keflavík að nóttu til í októ-
ber og stal 3.000 krónum í seðlum
auk skiptimyntar og 80 pökkum af
sígarettum.
Við refsiákvörðun var höfð hlið-
sjón af því að ákærðu voru mörg
saman er þau frömdu brotin og að
seinna innbrotið var fyrirfram skipu-
lagt. Á hinn bóginn var litið til ungs
aldurs fjórmenninganna og til þess
að ekki var mikið tjón af brotunum.
Var refsiákvörðun í máli þriggja
frestað um tvö ár þar sem þau hafa
ekki áður gerst sek um auðgunar-
brot og kemur ekki til hennar haldi
þau almennt skilorð.
Sömuleiðis var fullnustu refsingar
stúlkunnar sem dóminn hlaut frestað
og fellur hún einnig niður að liðnum
tveimur árum standist hún skilorðið.
Bótakrafa Heilbrigðisstofnunar
Suðurnesja í málinu þótti ekki studd
nægilegum gögnum til þess að lagð-
ur yrði á hana dómur gegn mótmæl-
um og var henni því vísað frá dómi.
Stúlka dæmd fyrir
eignaspjöll og þjófnað
Keflavík
SKEMMDIR reyndust ekki veru-
legar á botni togarans Berglínar GK
300 sem strandaði í innsiglingunni
til Sandgerðis í gærmorgun. Þó varð
að taka skipið í slipp og var það gert
í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í gær.
Upp úr klukkan níu í gærmorgun
drapst á vélum Berglínar þar sem
skipið var að sigla inn til Sandgerð-
ishafnar til löndunar. Skipverjunum
tókst ekki að koma vélunum strax í
gang svo skipið rak í áttina að landi.
Starfsmenn stjórnstöðvar Land-
helgisgæslunnar heyrðu tilkynn-
inguna klukkan 9.17 og fór björg-
unarskip Slysavarnafélagsins
Landsbjargar í Sandgerði, Hannes
Þ. Hafstein, til aðstoðar ásamt nær-
stöddum bátum. Fljótlega tókst
skipverjum á dragnótarbátnum
Rúnu RE að koma taug í togarann
til að reyna að halda honum frá
landi. Um klukkan tíu slitnaði taugin
og togarann rak hratt að landi þar
til hann tók niðri á grynningum.
Brimskaflar gengu þar yfir skipið.
Var þá áhöfn þyrlu Landhelgis-
gæslunnar kölluð út enda ljóst að
um neyðarástand var að ræða. Um
kortér yfir tíu komu skipverjar á
Hannesi og Rúnu taugum um borð í
Berglínu og um svipað leyti komust
vélar skipsins aftur í gang. Tókst
skipunum í sameiningu að ná togar-
anum á frían sjó.
TF-LÍF var lögð af stað frá
Reykjavík þegar togarinn losnaði.
Var þó farið á staðinn þar sem
áhöfnin fullvissaði sig um að hennar
aðstoðar væri ekki þörf.
Skipstjórinn taldi að ekki hefði
komið leki að skipinu og var því siglt
fyrir eigin vélarafli til Njarðvíkur
þar sem aflanum var landað og kaf-
arar könnuðu skemmdir. Ingibergur
Þorgeirsson, útgerðarstjóri hjá Nes-
fiski, segir að skemmdir séu litlar,
helst á hæl og botnstykki. Verði þó
að taka skipið í slipp til að kanna
skemmdirnar nánar og gera við
þær.
Tekinn í
slipp til
skoðunar
og viðgerða
Sandgerði
bílar
ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM
SMÁAUGLÝSING
AÐEINS 995 KR.*
Áskrifendum Morgunblaðsins
býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.*
Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum.
* 4 línur og mynd.
HAFÐU SAMBAND!
Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is
, -
3
$%,
.
1
. -( /& 0( & &!1 &% &
2 ( & %
+
'%
.
'
.(
$$*
'
!
$%,
4%
$
&
&
'
$)
',
+
'
$%,
&
$ '$
$/ $! 2 *3 !4 %
-'
%!
$%,
)' ' * ' !+ # !
5 %- $! 2
.%!
&
$%,
567
*3 !4 %
$'*%!
-%!!
5
)
8
$
9&8