Morgunblaðið - 30.01.2003, Síða 21

Morgunblaðið - 30.01.2003, Síða 21
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 21 Í IÐNÓ í kvöld kl. 20 stíga á svið 4Klassískar, söngkonurnar Björk Jónsdóttir, Jóhanna V. Þórhalls- dóttir og Signý Sæmundsdóttir ásamt píanóleikaranum Aðalheiði Þorsteinsdóttur. Yfirskrift tónleika þeirra er Kvöldskemmtun á þorra, með vísun í þann árstíma sem nú fer í hönd, þar sem söngkonurnar munu flytja efnisskrá, samansetta af létt- klassískum og klassískum lögum, ásamt söngleikjatónlist og ljúfum kaffihúsatónum. Gestur þeirra á tónleikunum er bassaleikarinn Tóm- as R. Einarsson. „Það tíðkaðist oft í gamla daga að halda slíkar kvöldskemmtanir, til dæmis í Austubæjarbíói og víðar. Dagskráin okkar er einskonar bland í poka, allt frá háklassískum lögum til dægurlaga. Þar verður víða kom- ið við,“ segir Björk Jónsdóttir. Björk segir þó ekki standa til að flytja sérstök þorralög, en þó nokk- ur íslensk lög verða á efnisskránni. „Við tökum meðal annars Maístjörn- una eftir Atla Heimi Sveinsson, sem hefur lítið heyrst. Þetta er ljóð Hall- dórs Laxness sem oftar er sungið við lag Jóns Ásgeirssonar. Við feng- um þetta lag Atla Heimis, sem samið var um 1972, upp í hendurnar og urðum svo hrifnar af því að við ákváðum að útsetja það fyrir þrjár raddir. Svo syngjum við Ljúflings- hól og fleiri íslensk lög – í raun meiri íslenska tónlist en oft áður.“ Þetta er í fyrsta sinn sem 4Klass- ískar halda tónleika á þessum tíma árs, og að sögn Bjarkar hafa þær ekki flutt þessa efnisskrá áður. Að- alheiður Þorsteinsdóttir er aðal- útsetjari hópsins, en lögin eru oftast flutt af söngkonunum þremur sam- an, auk nokkurra einsöngslaga og dúetta. „Lögin sem við veljum koma úr ýmsum áttum. Við reynum líka að grafa upp lög sem heyrast ekki oft, en aðalatriðið er að syngja það sem okkur finnst skemmtilegast.“ 4Klassískar hlutu styrk til tón- leikanna úr sjóði sem úthlutað var úr í tilefni af 70 ára afmæli Félags íslenskra hljómlistarmanna. Hóp- urinn hefur starfað saman um nokk- urt skeið og haldið fjölda tónleika innan sem utan höfuðborgarsvæð- isins. Síðastliðið sumar fóru þær í tónleikaferð til Svíþjóðar og Dan- merkur og fengu þar mikið hrós bæði fyrir söng sinn og samstarf í krafti kvenna. Fyrir rúmu ári gáfu þær út geisladiskinn „Fyrir austan mána og vestan sól“. Tónleikarnir verða endurteknir í Hafnarborg 6. febrúar á sama tíma. Skemmt á þorra í Iðnó LJÓÐADAGSKRÁ verður í Borg- arleikhúsinu í kvöld kl. 20. Dag- skráin er helguð bandarísku ljóð- skáldunum Walt Whitman og William Carlos Williams. Þar koma fram rithöfundarnir og þýðendurn- ir Árni Ibsen og Sigurður A. Magnússon, ásamt Sigurði Skúla- syni leikara. Whitman og Williams eru óum- deildir risar í bandarískri ljóð- list 19. og 20. aldar. Fyrir fá- einum vikum gaf Bjartur út tvær bækur með ís- lenskum þýðing- um ljóða þeirra beggja. Annars vegar var um að ræða frumútgáfu á þýðingum Árna Ibsens á úrvali ljóða Williams undir titlinum Myndir frá Bruegel, hins vegar endurút- gáfu á þýðingu Sigurðar A. Magnússonar á þekktasta verki Whitmans, Söngnum um sjálfan mig. Árni Ibsen segir að Williams sé alþýðlegt skáld og aðgengilegt, þótt hann eigi fjölbreytilegan tón í ljóðum sínum. Þróunin í verkum hans hafi því verið mikil á langri skáldskaparævi. „Í fyrri bókinni, Rauðum hjólbörum, sem kom út fyrir nokkrum árum eru ljóð frá fyrra skeiði hans; gjarnan mjög stutt og ljós, stemmningar, stund- um undir austrænum áhrifum - eitthvað sem hefur verið marg- stælt síðan. Þau ljóð eru oft á mörkum þess að geta kallast ljóð því þau eru svo lítil og látlaus. Í seinni bókinni, sem kom út núna, er meira um lengri ljóð og hugleið- ingar og ljóðin eru skemmtilega rabbkennd og íhugul. Þetta eru oft ljóð gamals manns, sem finnur að þessu fer öllu að ljúka.“ Árni segir að Williams sé skemmtilega laus úr öllum viðjum, óbundinn af hefðum, en búi um leið til sína eigin hefð. „Samt er hann alla ævi að slást við ljóðið, því hann vill ekki sleppa því frjálsu. Hann hugsaði mikið um formið alla tíð, og seint á ævinni þóttist hann hafa komist að niðurstöðu með því að búa til nýtt ljóðform. Maður sér það líka á ljóðunum hans að þau eru ákaflega vel smíðuð, þótt þau virki látlaus og blátt áfram. Það sem heillaði mig strax við hann var einmitt þetta látleysi og það hvað hann er aðgengilegur.“ Það eru komin rétt þrjátíu ár síðan Árni byrjaði að glíma við ljóð Williams. Hann segir að í fyrstu hafi það verið aðferð hans til að lesa ljóðin. „Það er ekki auðvelt að lesa ljóð á erlendum málum, og til þess að ná betur utan um þankann, byrjar maður að snúa þessu, og fyrr en varir er þetta orðið heljarmikið safn. En nú er ég líka búinn og hættur með Williams. En eftir stendur að því betur sem maður kynnist honum, því vænna þykir manni um hann.“ Búið að stela bókinni Þýðingar Sigurðar A. Magnús- sonar á ljóðum Walts Whitmans komu út árið 1994, en seldust fljótt upp. „Upplagið var nú frekar lítið,“ segir Sigurður. „Ég var nú að biðja um að hún yrði gefin út aftur og það hafði staðið til í nokkur ár. Svo gerðist það í fyrra, að það kom hingað maður frá Bandaríkjunum, sem fór í hlutverk Whitmans: klæddi sig eins og hann og fór með ljóðin, sem hann kunni utanað, og flutti þetta á einhverjum skemmti- stað. En þegar fólkið sem stóð að þessu ætlaði að fara á bókasafnið að fá bókina lánaða til að kynna sér ljóðin, þá var búið að stela henni - hún fannst hvergi á bóka- safninu. Þá loks var drifið í því að gefa hana út aftur. Það var mjög skemmtilegt.“ Sigurður segist ekki viss um að ljóð Whitmans höfði eitthvað sér- staklega til Íslendinga umfram aðra, þótt ásókn í bókina hfi verið svona mikil á sínum tíma. „Þeir sem á annað borð vita eitthvað um bókmenntir, vita um hans stöðu í heimsbókmenntunum og í amerísk- um bókmenntum. Hann var fyrsta hreinræktaða ameríska skáldið. Öll önnur eldri skáld höfðu tekið mið af Evrópu og mátu Ameríku í hlut- falli við Evrópu. Whitman gleymdi öllu slíku og tekur fyrir þessa nýju álfu og reynir að lýsa henni á nýj- an hátt. Það var bylting í amerísk- um bókmenntum. Það hefur heldur ekki spillt að Einar Ben.var fyrst- ur til að þýða hann, og þeir höfðu svipðaða afstöðu til lífsins. Whit- man var algyðistrúarmarður, og það hefur alltaf höfðað til Íslend- inga. Whitman var óvenju opinskár bæði um sjálfan sig og lífið í kring- um sig og sleppti öllum hömlum, og vera má að það falli í kramið hjá mörgum. En fyrst og fremst eru það sam-mannlegir hlutir sem hann fæst við. Hann er að lýsa manninum í alheiminum.“ Það er Leikfélag Reykjavíkur, Borgarbókasafnið og bókaforlagið Bjartur sem standa að dagskránni. Aðgangur er ókeypis. Ljóðaveisla í Borgarleikhúsinu William Carlos Williams Walt Whitman Útsala – enn meiri verðlækkun Langur laugardagur, opið frá kl. 10-17 Klapparstíg 44 - sími 562 3614 • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • Föstudaginn 31. janúar verður opnuð myndlistarsýning í Félags- og þjónustumiðstöð aldraðra í Árskógum 4 Þeir sem sýna eru Indriði Sigurðsson og Óskar Theodórsson. Á sýningunni eru verk unnin með blandaðri tækni, öll gerð á þessu og síðasta ári. Myndir Óskars eru verk úr ýmsum áttum, en Indriði túlkar íslenska náttúru á sinn perónulega hátt. Sýningin er opin allan febrúarmánuð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.