Morgunblaðið - 30.01.2003, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
BANDARÍKJAMENN munu leggja fram
nýjar sannanir um vopnaáætlanir Íraka í
öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í næstu
viku. Þetta kom fram í stefnuræðu George
W. Bush Bandaríkjaforseta í fyrrakvöld en
Bush fullyrti m.a. í ræðunni að tengsl væru
á milli stjórnvalda í Bagdad og al-Qaeda-
hryðjuverkasamtakanna. Sagði forsetinn að
Bandaríkin myndu ekki skirrast við að fara
með hernaði gegn Írak ef þarlend stjórn-
völd yrðu ekki við kröfum öryggisráðsins
um afvopnun.
„Við munum hafa samráð [við aðra] en
það þarf enginn að velkjast í vafa um að ef
Saddam Hussein [forseti Íraks] afvopnast
ekki að fullu þannig að öryggi okkar borg-
ara sé að fullu tryggt, og til að tryggja frið í
heiminum, þá munum við fara fyrir banda-
lagi ríkja með það í huga að afvopna hann,“
sagði Bush m.a. í stefnuræðunni sem var
sjónvarpað beint í Bandaríkjunum.
Forsetinn vék að ýmsum öðrum stefnu-
málum, s.s. þeim skattalækkunum sem
hann vill að Bandaríkjaþing samþykki og
umbótum á heilbrigðis- og sjúkratrygginga-
kerfinu. Þá hvatti hann þingið til að afgreiða
áætlun stjórnarinnar í orkumálum sem þar
dagaði uppi í fyrra. Ennfremur tilkynnti
Bush að hann vildi eyða 15 milljörðum
Bandaríkjadala á næstu fimm árunum til
baráttunnar gegn alnæmi (AIDS) í þriðja
heiminum.
Voru demókratar ekki lengi að gagnrýna
ræðu forsetans hvað þessi mál varðar en
þeir segja að halli á ríkissjóði og skatta-
lækkanir forsetans muni gera það að verk-
um að stjórnin hafi ekki efni á að uppfylla
þau loforð sem Bush gaf á þriðjudag.
„Ef þetta er ekki illska“
Íraksmálin svifu þó alltaf yfir vötnum
þegar forsetinn flutti ávarp sitt og telja má
víst að sá ásetningur Bush að ná sínu fram í
Íraksdeilunni, muni skyggja á öll önnur
verk hans á næstu misserum. Bush lýsti því
ekki yfir að stríð væri óumflýjanlegt en af
tóni ræðunnar mátti ráða að hann teldi
tímabært að búa bandarísku þjóðina undir
það að sennilega muni koma til hernaðar-
átaka.
Vitað var að fylgst yrði vel með þessari
ræðu Bush, bæði heima og heiman. Forset-
inn varð hins vegar ekki að þessu sinni við
kröfum um beinharðar sannanir á þeim full-
yrðingum Bandaríkjastjórnar að Írakar
væru brotlegir við ályktun öryggisráðsins
frá því í haust. Í staðinn lagði Bush áherslu
á að reyna að eyða efasemdum, sem tekið
hafa að gera vart við sig meðal almennings í
Bandaríkjunum, um nauðsyn þess að ráðast
á Írak ef Saddam verður ekki við kröfum
um afvopnun.
Gerði hann því m.a. skóna að um siðferði-
legt álitamál væri að ræða. „Ef þetta er ekki
illska,“ sagði Bush eftir að hann hafði rakið
hvernig Saddam hefði pyntað eigin þjóð,
„þá hefur orðið illska enga merkingu.“
„Fyrir næstum þremur mánuðum gaf ör-
yggisráð Sameinuðu þjóðanna Saddam
Hussein lokatækifæri til að afvopnast,“
sagði Bush. „Hann hefur hins vegar sýnt
Sameinuðu þjóðunum megnustu fyrirlitn-
ingu og um leið íbúum þessa heims. Einræð-
isherrann í Írak er ekkert að afvopnast.
Þvert á móti þá er hann að blekkja fólk.“
Sagði Bush að Saddam myndi ekki breyta
hegðun sinni fyrr en hann væri neyddur til
þess. „Hann hefur greinilega margt að
fela,“ sagði forsetinn. Þá tengdi Bush Írak
beint við baráttuna gegn hryðjuverkum og
þó að hann færði engar sannanir fyrir stað-
hæfingu sinni fullyrti hann að stjórnvöld í
Bagdad hefðu átt samvinnu við al-Qaeda.
„Ýmis njósnagögn, leynilegar fullyrðing-
ar og framburður manna, sem nú eru í haldi,
sýna að Saddam Hussein hjálpar og heldur
hlífiskildi yfir hryðjuverkamönnum, þ. á m.
liðsmönnum al-Qaeda,“ sagði Bush.
Powell færir öryggisráðinu
sönnunargögn í næstu viku
Bush lagði áherslu á að sönnunarbyrðin
væri ekki á Bandaríkjunum eða vopnaeft-
irlitsmönnum SÞ. Það væri Íraka að sanna
að þeir ættu ekki gereyðingarvopn. „Sumir
hafa sagt að við ættum ekki að beita valdi
fyrr en ógnin [af Írak] er yfirvofandi,“ sagði
Bush. „En síðan hvenær hafa hryðjuverka-
menn og harðstjórar tilkynnt fyrirfram um
áætlanir sínar? [...] Að leggja traust sitt á
geðheilbrigði Saddams Husseins og getu
hans til að sýna stillingu er ekki gáfulegt og
kemur ekki til greina.“
Þrátt fyrir þessi orð forsetans brást hann
engu að síður við óánægju Evrópumanna og
ýmissa í Bandaríkjunum er tengist afstöðu
Fullyrti að
tengsl væru
milli Íraks
og al-Qaeda
George W
Cheney va
Washington. AFP, Los Angeles Times, Washington Post.
George W. Bush Bandaríkjaforseti tók á þriðju-
dagskvöld að búa þjóð sína undir hernaðarátök við
Írak en þá flutti hann stefnuræðu sína í húsakynn-
um Bandaríkjaþings. Hann boðar sönnunargögn
um brot Íraka á ályktunum öryggisráðs SÞ.
MARGIR b
eftir því að
Colins Pow
isráðherra
með örygg
þjóðanna n
verður jaf
fundur öry
25. októbe
Í eftirm
skiptum þ
dag skora
þáverandi
Bandaríkj
erian Zori
étríkjanna
ist tafarla
„Neitar þú
herra, að S
séu að kom
orkuflaug
beinskeytt
eftir því að
spurningu
Fe
sp
KÝRIN Skræpa, sem er í eigu Jó-
hanns Nikulássonar og Hildar
Ragnarsdóttur, bænda í Stóru-
Hildisey II í A-Landeyjum, mjólk-
aði mest allra kúa á Íslandi í fyrra.
Hún er ekki óvön því að vera á
toppnum því að hún var í þessu
sama sæti árið 2001 og hún var í
öðru sæti árið 2000. Frá því að
Skræpa bar í fyrsta skipti árið 1995
hefur hún mjólkað rösklega 50
tonn.
Í fyrra mjólkaði Skræpa 10.523
kg, árið 2001 mjólkaði hún 12.038
kg og árið 2000 mjólkaði hún
11.519 kg. Meðalafurðir hennar í
þau rúmlega fimm ár sem hún er
búin að mjólka eru nálægt 9.000 kg.
Hildisey II að meðaltali 7.1
Þetta er annað afurðamest
landinu, næst á eftir félags
Baldursheimi í Mývatnssve
það hefur verið á toppnum
toppinn í mörg ár.
Jóhann og Hildur bjuggu
Jón Viðar Jónmundsson naut-
griparæktarráðunautur segir þetta
frábæran árangur. Fá dæmi væru
um jafnmiklar og stöðugar afurðir
hjá einum grip.
„Skræpa er einstaklega góður
gripur. Hún er þægileg í allri um-
gengni og gott að mjólka hana,“
sagði Jóhann í Stóru-Hildisey.
Skræpa er heilsuhraust að sögn
Jóhanns og sagðist hann ekki sjá
fram á annað en að hún ætti nokk-
ur ár eftir enn. Jóhann hefur eign-
ast þrjár kýr sem eru undan
Skræpu og sagði hann að ein af
þeim ætlaði að koma mjög vel út en
hinum hefur verið slátrað.
Í fyrra mjólkuðu kýrnar í Stóru-
Skræpa heldur
fyrsta sætinu
Skræpa hefur mjólkað um
FLEIRI KOSTIR EN STÓRIÐJA
Sú fullyrðing Halldórs Halldórs-sonar, bæjarstjóra Ísafjarðar-bæjar, að hann vilji nýta kraft-
inn sem býr í unnendum náttúrunnar
til uppbyggingar á Vestfjörðum verð-
skuldar athygli. Ekki einungis vegna
þess að á Vestfjörðum eru ekki sömu
möguleikar á sviði stóriðju og í öðrum
landshlutum, heldur einnig vegna
þess að náttúruverndarsinnar hafa
legið undir ámæli fyrir að leggja ekki
fram raunhæfar tillögur er komið
gætu í stað stóriðju til lausnar bág-
bornu atvinnuástandi, svo sem á Aust-
fjörðum.
Enginn sem lætur sig framtíð Ís-
lands varða getur horft framhjá þeim
djúpstæða ágreiningi sem fyrirhuguð
Kárahnjúkavirkjun hefur valdið með-
al þjóðarinnar. En þó að hæpið megi
teljast að hægt verði að sætta þær
fylkingar er greinir svo mjög á í þessu
máli, er fullvíst að margir í báðum
fylkingum hafa mátt kljást við æði
blendnar tilfinningar í afstöðu sinni,
þar sem langtímahagsmunir þeirra
kynslóða sem erfa munu landið eru
vegnir á móti hagsmunum þeirra sem
hér og nú standa frammi fyrir því að
sjá sér og sínum farborða á stöðum
þar sem atvinnumöguleikar eru mjög
takmarkaðir. Nýjar leiðir í atvinnu-
uppbyggingu gætu því skipt sköpum
varðandi afstöðu almennings í fram-
tíðinni.
Bæjarstjóri Ísafjarðar telur Vest-
firðinga eiga samleið með fólki sem
vill nýta náttúruna á annan hátt en
með virkjun fallvatna og stóriðju.
Áeggjan hans er eftirtektarverð að
því leyti að ef náttúruverndarsinnar
taka henni af alvöru mætti nota Vest-
firði – þótt þeir séu ekki í bráðri
hættu frá náttúruverndarsjónarmiði –
til þróunarstarfs, þar sem sýnt væri
og sannað að aðrar leiðir en stóriðja
séu færar í atvinnuuppbyggingu og
eflingu efnahagslífsins. Þær forsend-
ur sem þannig yrðu til á Vestfjörðum
gætu, ef vel tekst til, orðið raunhæfur
valkostur við stóriðju í framtíðinni og
þannig komið í veg fyrir að enn lengra
sé seilst í þá átt að skerða ósnortin
öræfi landsins.
Náttúrufegurð á Vestfjörðum er
stórbrotin og sérstök hvort heldur
sem litið er til þeirra staða sem enn
eru í byggð eða hinna sem afskekktari
eru og nánast ósnortnir af mannavöld-
um. Þó að möguleikar á sviði nýsköp-
unar virðist ekki margir í sjónmáli nú,
mætti með samstilltu átaki þróa nýjar
leiðir auk þeirra sem oftast eru nefnd-
ar á sviði ferðaþjónustu, hátækni og
matvælaframleiðslu. Áform um Kára-
hnjúkavirkjun voru m.a. knúin fram
með fyrirheiti um bætta afkomu allrar
þjóðarinnar. Það er því ekki nema
sanngjarnt að einhver hluti þess arðs
sem fæst fyrir það sem þjóðin hefur
fórnað af hálendinu skili sér til baka
með þeim hætti að fjárfest sé í nýjum
lausnum annars staðar. Til þess að
slíkt fyrirbyggjandi starf eigi sér stað
gætu andstæðingar stóriðju og virkj-
anaframkvæmda í óbyggðum snúið
vörn á þeim vígstöðvum sem tapast í
sókn á öðrum.
TILNEFNING ÞINGVALLA
Á HEIMSMINJASKRÁ
Því heyrist iðulega fleygt að við bú-um um þessar mundir í heims-
þorpi, svo hafi heimurinn skroppið
saman á tímum greiðra samgangna og
fjölmiðlunar sem tryggir að unnt sé að
fylgjast með atburðum hinum megin á
hnettinum um leið og þeir gerast. En
heimsþorpið vísar ekki aðeins til fjöl-
miðlunar og samgangna, heldur einnig
þess að hversu ólíkar, sem þjóðir
heims kunna að vera, er menningar-
arfur mannkyns sameiginlegur í allri
sinni fjölbreytni og fjöldi staða í heim-
inum er einstakur og á ábyrgð viðkom-
andi lands að tryggja að þeim verði
ekki fargað, heldur haldið við og þeir
verndaðir.
Á vegum Menningarstofnunar Sam-
einuðu þjóðanna er svokölluð heims-
minjaskrá. Á henni eru 730 staðir í 125
löndum. Þeir eru taldir einstakir í
heiminum og hluti af sameiginlegri
arfleifð mannkyns. Á heimsminjaskrá
UNESCO eru meðal annars pýramíd-
arnir í Egyptalandi, Stonehenge á
Englandi, Kínamúrinn, Taj Mahal á
Indlandi, Galapagos-eyjar og Mikla-
gljúfur í Bandaríkjunum.
Á þriðjudag var undirritað í Þjóð-
menningarhúsinu samkomulag um að
tilnefna Þingvelli á heimsminjaskrá
Sameinuðu þjóðanna og verður til-
nefningin afhent í höfuðstöðvum
UNESCO í París fyrir 1. febrúar.
Það er rökrétt að hefjast handa á því
að tilnefna Þingvelli á heimsminja-
skrána. Þingvellir gegna ekki aðeins
stóru hlutverki í huga og sögu okkar
Íslendinga heldur má segja að það
þinghald, sem þar fór fram eftir að
landið byggðist sé einn liðurinn í þróun
þess stjórnarfars sem við nú búum við
og er fólgið í því að dreifa valdi og til-
urð réttarríkisins. Um leið eru Þing-
vellir einstök náttúruperla þar sem
álfurnar mætast í jarðfræðilegum
skilningi, Evrópa og Ameríka, gamli
og nýi heimurinn, ef svo má að orði
komast.
Tilnefningunni fylgir rækileg grein-
argerð um staðinn með nákvæmum
staðarlýsingum og rökstuðningi fyrir
vægi Þingvalla í menningarsögulegum
og náttúrufarslegum skilningi. Einnig
er gerð grein fyrir réttarstöðu stað-
arins og verndun hans. Björn Bjarna-
son, formaður Þingvallanefndar, og
Davíð Oddsson forsætisráðherra und-
irrituðu tilnefninguna. Kvaðst Björn
telja að enn frekar yrði vandað til
verka í tengslum við uppbyggingu á
Þingvöllum fengi staðurinn þá viður-
kenningu, sem felst í að komast á
heimsminjaskrá, enda gerðu menn sér
miklar væntingar þegar þeir kæmu á
slíka staði.
Nú tekur við mat nefndar um arf-
leifð þjóðanna og er niðurstöðu hennar
að vænta á næsta ári þegar lýðveldið
verður 60 ára. Einnig hefur verið
ákveðið að tilnefna Skaftafell á heims-
minjaskrá og er stefnt að tilnefningu
fyrir 1. febrúar á næsta ári. Aðrir stað-
ir, sem hugsanlegt er að verði tilnefnd-
ir eru Breiðafjörður, Núpsstaður,
Keldur, Gásir, Reykholt, Víðimýri,
Surtsey, Mývatn, Herðubreiðarlindir
og Askja.
Þessar tilnefningar eru mikilvægur
þáttur í að varðveita þjóðlega og
menningarlega arfleifð okkar Íslend-
inga.