Morgunblaðið - 30.01.2003, Page 30

Morgunblaðið - 30.01.2003, Page 30
UMRÆÐAN 30 FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ N efnd án hliðstæðu á vegum Alþingis lætur nú af störf- um. Nafn hennar er Nefnd um auk- inn hlut kvenna í stjórnmálum og hóf hún störf 1998 (http:// fleirikonuristjornmal.is). Mig langar til að kveðja hana með því að tvinna saman tvenn sjón- armið sem snúast um það mark- mið að auka hlut kvenna í stjórn- málum. Annað sjónarmiðið er kennt við réttlæti, en hitt má kenna við gagnsemi eða nyt- semd. Augljóst er að réttlátt er að bæði kynin sitji saman á valda- stólum og hafi samráð sín á milli um helstu efni ákvarðana sinna. Réttur kynjanna til að hafa jafn- an aðgang að völdum og til að skipta þeim bróðurlega á milli sín, er óvefengj- anlegur. En réttlæti er barasta ekki nóg, því hugtakið bróðurlega virðist fela í sér kynjaskekkju, það merkir sennilega að bróðirinn fái aðeins meira en systirin. Það er sama þótt konur hafi stokkið yfir allar hindranir á hlaupabrautinni, þær hafa ekki enn komist í mark. Ýmsar ósýni- legar hindranir valda því. Og það er sama hversu margar reglur eru afnumdar og aðrar betri settar í staðinn, eitthvað er und- arlega bogið við niðurstöðuna. Það er líka sama hvernig rað- að er á framboðslista fyrir kosn- ingar, staðreyndin er áfram sú að karlar hönnuðu valdaborðið og að þeir hafa ekki enn séð nógu góða ástæðu til að standa upp frá því. Fremur reyna þeir að verja það. Sagt er að stundum taki karl- ar ákvarðanir fyrir fundi sem þeir eiga að sitja með konum, eins og t.d. í (karla)gufubaðinu, á golfvellinum eða hvar sem þeir finna sér skjól. Í raunveruleika- sjónvarpsþættinum Survivor, þar sem þátttakendur velja ávallt einn úr liðinu í hverjum þætti þangað til sigurvegarinn einn stendur eftir, kemur í ljós einnig þar að karlarnir ákveða oft fyrir fundi hvaða konu á að senda heim (konurnar plotta auðvitað líka). Karlar hafa mótað aðferðir til að beita valdinu og af þeim sök- um hefur valdið iðulega reynst hinu kvenlæga hált eins og fisk- ur og það smýgur úr hendi – og karlarnir synda með það eitt- hvert annað. Ef aðeins er ein- blínt á það að fjölga konum í stjórnmálum út frá hugmyndum um réttlæti, eru sterkar líkur á því að valdið læðist af þingi og skjóti upp kollinum í viðskiptalíf- inu og í stórfyrirtækjum, í út- boðunum og hlutafélögunum. Það hefur þegar gerst og í raun verið algengt síðastliðin ár. Í bókinni Gegnum glerþakið – valdahandbók kvenna, stendur m.a. að sænskar sveitarstjórna- konur hafi uppgötvað að þær væru bara að færa bókhald – því búið væri að bjóða alla helstu valdaþætti sveitarfélaganna út, þeir væru komnir á almennan markað þar sem karlar hefðu töglin og hagldirnar. Í dótturfyr- irtækjum eru nú unnin mörg mikilvæg störf sem áður voru á hendi sveitarfélaganna. Þau eru armur af hlutafélagavæðingunni. Í bókinni segir t.d. Berit Magn- usson sveitarstjórnarkona í Köp- ing: „Það var búið til nýtt batterí og hlutverk okkar varð eingöngu það að sjá um fundi og kaupa og selja heilbrigðisþjónustu.“ (Bls.128.) Kyn er pólitísk breyta sem hefur áhrif. Kyn þarf þó ekki nauðsynlega um alla framtíð að skipta máli í stjórnmálum, en það virðist nokkuð augljóslega gera það núna. Kyn er áhrifarík pólitísk breyta, þótt erfitt geti verið að höndla hana og færa sönnur á hana. En þegar rýnt er í hana sést að karlinn situr fast við stjórnvölinn. Fræðikonan Anne Phillips segir að óréttlátt sé að karlmenn einoki valdasvið stjórnmálanna. Hún segir að sérstakir hags- munir kvenna hljóti ekki áheyrn án þátttöku kvenna og að konur nálgist og kynni viðfangsefni sín með öðum hætti en karlmenn. Flestallir geta sennilega verið sammála þessu og einnig því að ólík nálgun kynjanna kalli á sam- ráð þeirra þegar ákvarðanir eru teknar. Samráð kynjanna merkir jafna ábyrgð þeirra og gagn- kvæma virðingu. Það er réttlæti! En réttlæti er ekki nóg. Réttlætissjónarmiðið dugar ekki eitt og sér til að lokka sáttahönd karla upp úr vasanum, til að fá þá til að vinna að brýn- asta verkefninu: Að vinna að nýju valdakerfi með konum. Það vantar nefnilega einhverja feita og girnilega beitu á öngulinn! Hinn „hvíti miðaldra karl- maður“ mun ekki standa upp frá hinu aldagamla valdaborði sínu og hanna og smíða nýtt valda- borð með konum nema hann fái eitthvað í staðinn. Nema hann sjái sér hag í því. Nema það sé alveg kristaltært, eins og stjórn- málamenn segja, að hann græði meira á því en að vera einráður/ launráður. Þetta er nytsemd- arsjónarmiðið, en því miður er ekki ennþá ljóst hver beitan á að vera, því sjóðirnir sem hann sit- ur á eins og ormur á gulli eru svo gildir. Það er hins vegar að- steðjandi verkefni að finna væna beitu. Hún yrði gagnlegt vopn í baráttu kynjanna. Og ef það tekst að fá karla til að setjast að samningaborðinu mun valdið breytast með tím- anum og láta af sínum karllægu einkennum, sem eru aðeins nú- verandi klæði þess. Konur ættu því að vera fleiri í stjórnmálum: Í fyrsta lagi til að breyta valdinu og tryggja með því virðingu og ábyrgð beggja kynja. Og í öðru lagi til að breyta samfélaginu. Núna skiptir aðeins eitt máli fyrir karla, aðeins eitt – að þora. Konur þora, vilja og geta og þurfa eitthvað meira en nefnd sem er að hætta störfum, þær þurfa sennilega aukinn sam- takamátt, beitu á öngulinn og gagnkvæman áhuga. Konur og stjórnmál I birtist á þessum vettvangi fimmtudaginn 16. janúar sl. Konur og stjórnmál II Réttlætissjónarmiðið dugar ekki til að fá karla til að vinna að brýnasta verk- efninu: Að vinna að nýju valdakerfi með konum. Það vantar einhverja feita og girnilega beitu á öngulinn! VIÐHORF Eftir Gunnar Hersvein guhe@mbl.is ALLUNDARLEG og sérkennileg umræða hefur farið fram í ýmsum fjölmiðlum undanfarna mánuði um einkavæðingu og einkarekstur í heil- brigðiskerfinu. Hér hafa átt hlut að máli heilbrigðisráðherra, aðstoðar- maður hans og fjölmargir þingmenn úr öllum flokkum og jafnvel nokkrir læknar. Þessi umræða byggist á því að orðið einkavæðing er notað í röngu samhengi og umræðan hefur því oft verið mjög undarleg. Það er því kominn tími til að þeir sem taka þátt í umræðunni komi sér niður á rétta skilgreiningu. Samkvæmt skilgreiningu ýmissa orðabóka og erindisbréfi einkavæð- ingarnefndar er orðið einkavæðing notað um það ferli sem felst í því að koma opinberum rekstri í einka- rekstur. Undanfarna mánuði hefur að undirlagi einkavæðingarnefndar staðið yfir einkavæðing bankanna og daginn sem samningar voru undir- ritaðir lauk því ferli og einkarekstur tók við. Þeir sem eru fylgjandi einka- rekstri ákveðins þáttar hljóta því að styðja einkavæðingu á því sviði. Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu hefur verið skilgreindur þannig að ríkið geri samkomulag við aðra um rekstur einstakra þátta þjónustunn- ar en greiðsla fyrir hana komi áfram úr ríkissjóði. Einkavæðing í heilbrigðisþjón- ustu þýði á hinn bóginn að bæði rekstur og fjármögnun er færð til einkaaðila. Þetta þýðir að það al- mannatryggingakerfi sem við höfum búið við yrði lagt niður og sumir bæta við að með því yrði „ameríska kerfið“ tekið upp, sem er eitthvað voðalegt. Þannig hefur t.d. heilbrigðisráð- herra lýst því yfir að hann sé með einkarekstri í kerfinu en algerlega á móti einkavæðingu. Hér er sem sagt verið að fara rangt með og láta orð þýða allt annað en þau gera. Heilbrigðiskerfi okkar er byggt á tveimur meginþáttum. Almanna- tryggingakerfi sem ríkið sér um og innheimtir framlög landsmanna í gegnum skattakerfið. Á móti koma réttindi ríkisborgara hér á landi til þjónustu vegna veikinda en þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum um heilbrigðisþjónustu og lögum um réttindi sjúklinga. Engin umræða hefur verið hér á landi um að breyta þessu fyrirkomulagi. Þegar verið er að tala um einka- væðingu og einkarekstur í heilbrigð- isþjónustu er eingöngu átt við rekstrarþáttinn. Í dag er sérfræði- þjónusta að miklu leyti einkarekin (og hefur verið einkavædd í 70 ár!), mikið af öldrunarþjónustu er það líka (Grund, DAS, Sóltún). Trygg- ingakerfið greiðir kostnaðinn við reksturinn samkvæmt samkomulagi milli aðila að verulegu leyti. Spítalar eru ríkisreknir og heilsugæslan að mestu leyti einnig. Heilbrigðisráð- herra hefur nú lagt til að rekstur nýrrar heilsugæslustöðvar í Kópa- vogi verði einkavæddur og samning- ar gerðir við lækna um einkarekstur. Ríkið mun reisa og eiga bygginguna og greiðir að sjálfsögðu fyrir rekst- urinn þannig að þeir sem fá þar þjón- ustu njóta sjálfsagðra réttinda. Það er nauðsynlegt að þeir sem fjalla um heilbrigðismál noti ofan- greind orð á sama hátt og aðrir í þjóðfélaginu þannig að allir skilji um hvað er verið að ræða. Einkavæðing og einka- rekstur í heilbrigðiskerfinu Eftir Ólaf Örn Arnarson „Tal um einkavæð- ingu og einkarekst- ur í heil- brigðisþjónustu á eingöngu við rekstr- arþáttinn.“ Höfundur er læknir. UNDANFARIÐ hefur nokkuð verið ritað um val á Íþróttamanni ársins sem er valinn af samtökum íþróttafréttamanna. Flestir eru sammála um að Ólafur Stefánsson sé vel að þessum titli kominn í ár og er ég vissulega einn þeirra. Ég er samt á því að fötluðum íþrótta- mönnum sé ekki gert jafn hátt undir höfði og þeir eiga skilið. Þeir sem eru á þeirri skoðun að íþróttir fatlaðra séu ekki sambærilegar við aðrar greinar innan ÍSÍ hafa ekki kynnt sér málið nógu vel. Mig langar hér að svara nokkrum þeim rökum sem hafa komið gegn afrek- um fatlaðra íþróttamanna. 1. Þetta er svo ung grein, er þetta nokkuð sambærilegt? Íþróttir fatlaðra eru vissulega ung grein samanborið við marg- ar aðrar sem við erum að bera okkur saman við, vissulega mun yngri en t.d. knattspyrna en mun eldri en t.d. keppnisþolfimi og alþjóðleg mót íslenska hests- ins. 2. Þetta er allt svo flokkaskipt, er þetta ekki eins og verið væri að keppa í flokki örvhentra og ljós- hærðra spjótkastara? Þessu er vissulega ekki auðvelt að svara nema þá að háralitur og kasthendi skiptir ekki miklu máli fyrir spjótkastarann. Flokkarnir sem fatlaðir íþrótta- mennirnir eru settir í eru til þess að þeir eigi kost á sann- gjarnri keppni. Fjöldi annarra íþróttamanna keppir í flokkum, júdómaðurinn Bjarni Friðriks- son og lyftingamaðurinn Skúli Óskarsson voru báðir í ákveðnum þyngdarflokkum þeg- ar þeir unnu sín mestu afrek og voru valdir Íþróttamenn ársins. Það eru vissulega mismargir í hverjum flokki hjá fötluðum eins og hjá hinum en t.d. í flokki Kristínar Rósar Hákonardóttur eru 27 einstaklingar á heimslist- anum en það eru bara þeir sem keppt hafa á alþjóðlegum mót- um, þá eru ótaldir allir þeir sem ekki ná lágmörkum á þessi al- þjóðlegu mót. 3. Það er engin samkeppni í þess- um greinum fatlaðra. Það á vissulega stundum við, sérstaklega í flokkum mikið fatl- aðra íþróttamanna, S1–S3, því það eru bara ekki svo margir í heiminum svona mikið fatlaðir sem stunda hverja grein. En þegar ofar kemur í fötlunarskal- ann er um mun meiri samkeppni að ræða. En samkeppnin eða breiddin í flokki S7 í 100 m bak- sundi kvenna í heiminum er svipuð og breiddin í kúluvarpi kvenna í Evrópu, þ.e. 3. sæti á afrekslistunum er hlutfallslega álíka langt frá 1. sætinu í báðum greinum og sömuleiðis 10. sæti og 20. sæti. Það væri erfitt að útskýra fyrir ófatlaðri konu sem væri yfirburðakona í kúluvarpi í Evrópu að hún kæmi ekki til álita sem Íþróttamaður ársins því það er svo lítil samkeppni í hennar grein. 4. Þetta er alltaf sama fólkið sem er að keppa á þessum stórmót- um. Þegar Kristín Rós varð Ólymp- íumótsmeistari fyrst í Atlanta 1996 voru allt aðrar stelpur að keppa við hana en eru að keppa við hana í dag. Það er því komin ný kynslóð af stelpum sem vilja vinna okkar manneskju en þær geta það einfaldlega ekki. 5. Þetta er hvergi gert í heiminum. Ó jú, það eru til nokkur dæmi um að fatlaðir íþróttamenn hafi verið valdir íþróttamenn ársins í sínum löndum. Nærtækasta dæmið er frá Færeyjum þar sem fötluð sundkona, Katrina Johannsen, var valin íþrótta- maður ársins fyrir nokkrum ár- um. Hún var meðal annars valin fram yfir frægan keppanda í keppninni Sterkasti maður heims, Regin Vagdal. Frægasta dæmið er svo væntanlega frá Ástralíu þegar Louise Savage sem keppir í hjólastólakapp- akstri var valin íþróttakona Ástralíu árið 1999. Hún var valin fram yfir heimsfræga íþrótta- menn eins og Cathy Freemann og margfaldan heimsmeistara og heimsmethafa í sundi, Susie O’Neill. 6. Fötluðu keppendurnir setja kannski 10 heimsmet á hverju ári, þarf þá ekki að velja þá allt- af? Síður en svo! Ekki frekar en það þurfi að velja Ólaf Stefánsson aftur á næsta ári ef hann stend- ur sig jafnvel aftur í ár og hann gerði í fyrra. Ekkert frekar en að það þurfi að velja Örn Arn- arson á hverju ári þó hann haldi áfram að verða Evrópumeistari. Ég vil að lokum taka það skýrt fram að ég tel að Ólafur Stef- ánsson sé mjög vel að titlinum kominn. Hann er góð fyrirmynd fyrir alla íþróttaæsku okkar. Það hafa líka flestir ef ekki allir þeir íþróttamenn sem valdir hafa verið átt sameiginlegt. Enda geri ég ráð fyrir að fólk sem verður þessa heiðurs aðnjótandi að vera valið Íþróttamaður ársins sé ekki bara valið vegna árangurs á vellinum heldur líka vegna þess að þeir séu sterkir einstaklingar sem eru til fyrirmyndar. Kristín Rós Há- konardóttir er einn þeirra íþrótta- manna sem hefur skarað fram úr í heiminum árum saman í sinni grein. Ég tel að íþróttafréttamenn hafi ekki sýnt henni þann heiður sem hún á skilið. Val á íþrótta- manni ársins Eftir Inga Þór Einarsson „Ég tel að íþrótta- fréttamenn hafi ekki sýnt Krist- ínu Rós Hákonardóttur þann heiður sem hún á skilið.“ Höfundur er sundþjálfari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.