Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 31
HAFRÓ lagði til veiðar á 179 þús.
tonnum af þorski þetta fiskveiðiár.
Þetta var 11 þús. tonnum minna en
síðasta ár og þvert ofan í yfirlýs-
ingar, sem forstjóri Hafró gaf þá um
nýjan árgang, sem kæmi inn í veiði-
stofninn í ár og mundi bæta 20 – 30
þús. tonnum við þorskaflakvóta
þessa árs. Jafnframt gaf tillagan til
kynna, að þekking stofnunarinnar
hrökkvi til ákvarðana með ná-
kvæmninni 1.000 tonn. Rík ástæða
er til að ætla, að þekkingin standi
ekki undir nákvæmninni 10.000
tonn, – öllu frekar kannski 50.000
tonnum. Allt minnir þetta á árið,
þegar stofnunin lagði með sams
konar nákvæmni til 203 þús. tonna
þorskveiði um þær sömu mundir
sem stofnunin týndi fyrst 200 þús.
tonnum og næsta ár á eftir nær 400
þús. tonnum. Þar veitti ekkert af
ýtrustu tölfræðilegum skekkju-
mörkum til að sýna fram á, að í raun
hefðu reikningarnir verið réttir. Töl-
fræði er til ýmissa hluta nytsamleg.
Tillaga Hafró var gerð og ráð-
herra tók að mestu mark á henni.
Eitt hliðarspor er vert að taka áður
en sú niðurstaða er rædd. Sam-
kvæmt fréttum frá Hafró s.l. sumar
fannst þá nánast ekkert á miðunum
af þorski, sem var eldri en 5 ára.
Leikmanni, sem æðilengi hefur
fengist við viðskipti og fjármál, sýn-
ist hér gefast einstakt tækifæri til
uppgjörs og sæmilegrar afstemmn-
ingar á því, hvað varð um þennan
eldri fisk, sem Hafró hafði svo ná-
kvæmlega metið og mælt. Hversu
mikið af honum var veitt og hversu
mikið gufaði upp? Áhugasömum
leikmanni þykir Hafró skulda þjóð-
inni þess háttar fróðlegt uppgjör um
afrakstur og óþekktar stærðir þess-
ara síðustu ára, sem varða stærð og
afdrif þorskstofnanna. Það væri ör-
lítil uppbót á staðhæfinguna um of-
mat, sem enginn sjómaður trúir, af
því að þeir, rétt eins og Hafró, fundu
þennan fisk í óvenjugóðu fiskiríi.
Hafi sá sem þetta skrifar tekið
rétt eftir undanfarna áratugi, miðar
Hafró allt sitt starf við þrjár meg-
inforsendur: Þorskstofninn er einn,
– eitt mengi, sem í allri tillögugerð
má fara með sem slíkan. Í öðru lagi,
að þorskinn megi alltaf geyma í
sjónum, – friða, með sjálfgefnum
ávinningi fyrir þjóðarbúið. Í þriðja
lagi, að engu máli skipti hvernig
þorskurinn er veiddur.
Fyrsta forsendan er kannski
merkilegust fyrir þá sök, að Hafró
sjálf hefur með sínum eigin rann-
sóknum sýnt fram á, að hún er röng.
Víðs vegar umhverfis landið eru
staðbundnir þorskstofnar, sem þar
lifa lífi sínu og hrygna og halda
stofnunum við með eða án utanað-
komandi nýliðunar. Genarannsóknir
í nýlegu doktorsverkefni hafa meira
að segja sannað, að stofnarnir við
Suðurland eru alla vega tveir.
Hvernig getur þá Hafró gert til-
lögur um veiðar á þorski eins og
stofninn sé einn? Þetta er beinlínis
ávísun Hafró á, að sumum þessara
stofna megi ofbjóða eða eyða með
veiðum, meðan aðrir kunna að vera
vannýttir. Fréttir undangenginna
mánaða hafa staðfest mikla þorsk-
gengd víða á grunnslóð og jafn-
framt, að hann sé a.m.k. sums stað-
ar horaður og illa haldinn. Á þeim
slóðum er því meiri fiskur en slóðin
ber. Fiskveiðistjórnin er svo dásam-
lega löguð, að þennan fisk, sem
nauðsynlega þyrfti að veiða, veiðir
enginn, af því hversu verðlítill hann
yrði á markaði, svo að enginn sóar
verðmætum kvóta á hann. Eftir sit-
ur, að Hafró veitir ráðgjöf þvert of-
an í sína eigin þekkingu.
Ekkert er sjálfgefið í því, að
þorskinn geti menn allaf geymt í
sjónum. Mælingar Hafró um stærð
þorskstofnanna, þegar þeir mældust
400 og 200 þús. tonnum stærri en
síðar var talið, þurfa ekki að hafa
verið rangar. Allt eins gæti verið, að
forsenda stofnunarinnar um að allt-
af megi geyma þorskinn í sjónum og
ganga síðar að honum vísum, sé
röng. Gamla reglan, sem Íslending-
ar hafa lifað með og af um aldirnar,
að afla þarf að grípa, þegar hann
gefst, kann að halda gildi sínu.
Loks er þriðja forsendan, að engu
máli skipti, hvernig þorskurinn er
veiddur. Sú forsenda heldur ekki
vatni og allra síst þessa síðustu
mánuði, þegar dr. Jónas Bjarnason
hefur sýnt fram á, að stærðarvelj-
andi veiðarfæri eins og stórriðnar
botnvörpur og stórriðin net hrein-
rækti eftir því sem tíminn líður sein-
vaxinn fisk í stórum stíl inn í stofn-
inn, sem þar á ofan verður
kynþroska ungur og hættir þá að
heilmiklu leyti að vaxa. Þessi fræði
dr. Jónasar eru of vel rökstudd til að
láta þeim ósinnt.
Gagnvart fyrstu forsendunni, sem
hér var rakin, velur Hafró að þjóna
frekar kerfinu, sem hún hefur orðið
áhrifamikill aðili að, heldur en því,
sem hún veit best. Ásökunin er al-
varleg, en rökin að baki henni duga
til að draga þorskveiðiráðgjöfina
mjög í efa.
Er heil brú í fiskveiði-
ráðgjöfinni?
Eftir Jón
Sigurðsson
„Ekkert er
sjálfgefið í
því, að
þorskinn
geti menn
allaf geymt í sjónum.“
Höfundur er fyrrverandi
framkvæmdastjóri.
Í TVEIMUR aðsendum grein-
um í Morgunblaðinu síðustu daga
hefur verið vegið að starfsheiðri
okkar sem vinnum að gerð Íslend-
ingabókar, en hún var sem kunn-
ugt er gerð aðgengileg almenn-
ingi á Netinu fyrir skömmu.
Aðdróttanir af svipuðum toga
urðu á sínum tíma tilefni mála-
rekstrar á hendur aðstandendum
Íslendingabókar og að kröfu
stefnenda voru fengnir tveir dóm-
kvaddir matsmenn til að meta fag-
leg vinnubrögð við gerð gagna-
grunnsins og hvort misgert hefði
verið við höfunda áður útgefinna
ættfræðirita. Í samantekt þeirra
segir m.a. eftirfarandi:
„Niðurstöður okkar eru í stuttu
máli þessar: Íslendingabók er sem
ættfræðigrunnur grundvölluð á
upplýsingum úr frumheimildum,
en við gerð hennar hefur einnig
verið nýtt mikið magn prentheim-
ilda eða útgefinna rita. Hvarvetna
er vísað til þeirra heimilda sem
notaðar hafa verið. Þetta vinnulag
ber vitni fræðilegum vinnubrögð-
um og samræmist því besta, sem
ættfræðingar seinni tíma hafa við-
haft við samantekt rita sinna“......
„Hefðu höfundar Íslendingabókar
valið gagnstæða leið, þ.e. að
byggja gagnasafnið fyrst og
fremst á þeim upplýsingum sem
fást með kerfisbundnum innslætti
úr útgefnum ritum og borið þær
síðan saman við frumheimildir,
hefði verkið tvímælalaust reynst
langtum torsóttara og með því
vinnulagi aldrei fengist heildstæð
skrá yfir landsmenn á þessu tíma-
bili eða öðrum öldum Íslands-
byggðar“.
Þarf frekari staðfestingu á að
við höfum unnið verk okkar af
fræðilegri samviskusemi og heið-
arleika gagnvart þeim ættfræð-
ingum sem á undan fóru? Við
frábiðjum okkur aðdróttanir af
fyrrgreindu tagi.
Ósannar aðdróttanir
Elín Klara Grétarsd. Bender,
mannfræðingur og ættfræðingur,
Guðmundur Sigurður Jóhanns-
son, ættfræðingur,
Inga Lára Sigurðardóttir,
þjóðfræðingur og ættfræðingur,
Kristrún Halla Helgadóttir,
sagnfræðingur og ættfræðingur,
Sigurður Kristjánsson,
ættfræðingur,
Sólveig Ólafsdóttir,
sagnfræðingur og ættfræðingur,
Svava Guðrún Sigurðardóttir,
ættfræðingur,
Þórunn Guðmundsdóttir,
sagnfræðingur.
Kringlan sími: 570-7550
Smáralind sími: 570-7597
www.hanspetersen.is
AFSLÁ
TTUR
DX4900 EasyShare. Verð áður 54.900.-
Ixus Z-70. Verð áður 38.990.-
AFSLÁ
TTUR
Digital MV 4i. Verð áður 139.900.-
AFSLÁ
TTUR
MYNDAVÉLAR
STAFRÆNAR MYNDAVÉLAR
VIDEOUPPTÖKUVÉLAR
O.FL.
TAKMARKAÐMAGN!