Morgunblaðið - 30.01.2003, Side 34
MINNINGAR
34 FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ SkarphéðinnGuðmundsson
fæddist á Siglufirði
7. apríl 1930. Hann
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 20. jan-
úar síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Guðmundur Skarp-
héðinsson skóla-
stjóri, f. 1895, d.
1932, og Ebba Guð-
rún Brynhildur Fló-
ventsdóttir, f. 1907,
d. 1935. Systkini
Skarphéðins eru: 1)
Ari, f. 1927, kvæntur
Birgit Gudmundsson, búsett í Sví-
þjóð, 2) Birgir, f. 1929, kvæntur
Mary A. Marinósdóttur, búsett í
Hafnarfirði og 3) Brynhildur Guð-
munda, f. 1932, d. 1933.
Skarphéðinn kvæntist árið 1951
Esther Önnu Jóhannsdóttur, f.
13.8. 1930, dóttur hjónanna Guð-
nýjar Kristjánsdóttur, f. 1907, d.
2000, og Jóhanns Byström Jóns-
sonar, f. 1900, d. 1955. Börn
Skarphéðins og Estherar eru: 1)
Ebba leikskólastarfsmaður, f.
1949, sambýlismaður Hjálmar Þ.
Baldursson vélfræðingur, f. 1945.
Sonur Ebbu er Róbert Benedikts-
son verkamaður, f. 1971, unnusta
Lára Tryggvadóttir, f. 1978. 2)
Guðmundur fjármálastjóri, f.
1951, maki Margrét Sigmanns-
dóttir sjúkraliði, f. 1951. Börn
þeirra eru: a) Skarphéðinn sagn-
fræðingur og blaðamaður, f. 1972,
maki Hrund Þrándardóttir sál-
fræðingur, f. 1972, sonur þeirra er
Guðmundur, f. 2000, og b) Mar-
hildur húsmóðir, f. 1965, maki
Valur Blomsterberg markaðs-
fræðingur, f. 1959, synir þeirra
eru Bjarni, f. 1991, og Valur, f.
1993.
Skarphéðinn útskrifaðist frá
Samvinnuskólanum árið 1950 og
hóf síðan störf hjá Kaupfélagi
Siglfirðinga, við verslunar- og
skrifstofustörf til ársins 1961, er
hann tók við sem kaupfélagsstjóri
félagsins, og gegndi því starfi til
ársins 1971, en þá hóf hann störf
hjá Kaupfélagi V-Skaftfellinga í
Vík í Mýrdal og starfaði þar til
ársins 1972. Hann hóf störf sem
skrifstofustjóri Kaupfélags Hafn-
firðinga árið 1972 og gegndi því
starfi til ársins 1974 er hann tók
við stöðu skrifstofustjóra Sam-
vinnubankans í Hafnarfirði (síðar
Landsbanki Íslands), og gegndi
hann því starfi þar til hann veikt-
ist mjög skyndilega í maí 1993.
Skarphéðinn tók þátt í ýmsum fé-
lagsstörfum, meðal annars var
hann í stjórn Skíðafélags Siglu-
fjarðar, Skíðaborg, í stjórn
Íþróttabandalags Siglufjarðar, í
stjórn Skíðasambands Íslands og
Bláfjallanefndar. Hann var einn af
stofnendum Félags aldraðra í
Hafnarfirði og í stjórn þess, einnig
var hann í stjórn og starfaði í ýms-
um nefndum fyrir Alþýðuflokkinn
á Siglufirði og í Hafnarfirði:
Skarphéðinn var félagi í Oddfell-
ow-reglunni Bjarna riddara í
Hafnarfirði. Skarphéðinn keppti í
skíðastökki á flestum landsmótum
frá 1948–1964 og varð Íslands-
meistari í þeirri grein 1953, 1958,
1960 og 1962. Árið 1960 keppti
hann í skíðastökki á vetrarólymp-
íuleikunum í Squaw Walley í Kali-
forníu.
Útför Skarphéðins verður gerð
frá Seljakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
grét þjónustustarfs-
maður, f. 1979, unn-
usti Kjartan Rútsson,
f. 1980. Fyrir átti
Guðmundur soninn
Kára Arnar, f. 1971.
3) Guðný kirkjuvörð-
ur, f. 1952, maki Sig-
urður Emil Einarsson
verslunarmaður, f.
1950. Börn þeirra eru:
a) Davíð lagermaður,
f. 1971, sambýliskona
Gréta Guðmundsdótt-
ir verslunarmaður, f.
1973, dóttir þeirra er
Hólmfríður Erla, f.
2002. b) Erla skrifstofumaður, f.
1970, sambýlismaður Marsel Ost-
heimer framkvæmdastjóri, f.
1967. c) Esther leikskólastarfs-
maður, f. 1978, sambýlismaður
Friðrik Egilsson bakari, f. 1976,
dætur þeirra eru Anita Björk, f.
1996 og Eva Rut, f. 1998. 4) Jó-
hann skrifstofumaður, f. 1953,
maki var Hanna Jóna Björnsdóttir
bankastarfsmaður, f. 1959, þau
skildu. Börn þeirra eru: a) Inga
Björk nemi, f. 1981, unnusti Guð-
jón Hildibrandsson verkamaður, f.
1980, b) Brynjar Örn, f. 1983, c)
Sandra Björk, f. 1995. Fyrir átti
Jóhann dótturina Esther Önnu
skrifstofumann, f. 1970, sonur
hennar er Hafþór, f. 1989. 5) Val-
ur auglýsingateiknari, f. 1956, d.
2. júní 2000. 6) Gunnar Rafn far-
maður, f. 1964, maki Bergþóra K
Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðing-
ur, f. 1961, synir þeirra eru Jó-
hann Andri, f. 1989, Davíð Þór, f.
1993, og Hafþór, f. 1995. 7) Bryn-
Í dag verður jarðsunginn ástkær
faðir minn, sem hefur háð langa bar-
áttu við erfið veikindi undanfarin 10
ár. Það kom eins og reiðarslag á okk-
ar stóru fjölskyldu þegar faðir okkar
veiktist mjög skyndilega þann 26.
maí 1993, þá aðeins 63 ára að aldri.
Hann hafði varla kennt sér nokkurs
meins fyrr en að áfallið reið yfir
þennan örlagaríka dag.
Það var ótrúlegt á sínum tíma,
miðað við allar tækniframfarir og
nýjungar sem höfðu orðið í læknavís-
indum, að ekki skyldi vera hægt að
koma þér fyrr til frekari hjálpar, til
að gera þér lífið léttbærara, heldur
en raun varð á. Vera má að veikindi
þín hafi í fyrstu ekki verið álitin eins
alvarleg og kom á daginn, vegna þess
hversu vel þú barst þig. Viðkvæði
þitt var nefnilega ætíð: „Það er allt í
lagi með mig.“ En við þínir nánustu
vissum miklu betur, strax á fyrstu
dögum misstir þú þína fallegu skrift,
og lesturinn fór fljótlega. Fór þér
mjög hrakandi, og var mjög erfitt að
horfa uppá hversu af þér dró núna á
síðustu vikum. Því var það mikil líkn
fyrir þig að fá hvíldina langþráðu.
Það hefur verið aðdáunarvert að
fylgjast með ykkur foreldrunum í
gegnum þessi erfiðu veikindi, hversu
mamma hefur hjúkrað þér og stutt
þig að öllu leyti, verið vakin og sofin
öll þessi ár, með umhyggju fyrir þér
til að létta þér þessa erfiðu baráttu
eftir fremsta megni.
Þegar maður sest niður og lætur
hugann reika til uppvaxtaráranna á
Siglufirði kemur margt upp í hug-
ann. Þar standa uppúr allar skíða-
ferðirnar, veiðiferðirnar, vinnan í
síldinni, útilegurnar, o.fl. o.fl. En
ávallt skal ég minnast þess hversu
natinn og skapgóður þú varst við all-
an barnaskarann þinn. Ég man varla
eftir því að þú hafir skammað okkur
að nokkru ráði, heldur hafðir þú lag á
okkur með þinni léttu lund, sem þú
hélst til hinstu stundar. Þó maður
væri ekki meðvitaður um hvað þú
skynjaðir síðustu vikurnar, þá gat
maður greint kímnina úr andlits-
drætti þínum ef maður var með grín
eða glens, og þá sérstaklega ef við
vorum með góðlátlegt grín gagnvart
mömmu, eins og þú sýndir svo oft
með stríðni þinni, sem sumir hafa
sem betur fer erft frá þér og telja
góðan kost.
Við kveðjum þig, pabbi minn, og
þökkum fyrir samfylgdina. Við vitum
að hvíldin var þér orðin kærkomin og
nú getur þú verið samvistum við Val
bróður, foreldra, systur og tengda-
foreldra í nýjum heimkynnum. Við
systkinin munum gera okkar besta
til að styrkja mömmu og gera henni
lífið sem léttbærast, reyna að fylla
það tómarúm sem þú hefur skilið eft-
ir í lífi hennar. En hún veit það
manna best og skynjaði að hvíldin
var orðin þér svo sannarlega kær-
komin, þó að við höfum kvatt þig með
miklum trega og eftirsjá. Að lokum
vil ég fyrir hönd fjölskyldu okkar
þakka vinum foreldra minna, fé-
lögum úr Oddfellow-reglunni Bjarna
riddara fyrir stuðninginn í erfiðri
baráttu, og þó sérstaklega vil ég
SKARPHÉÐINN
GUÐMUNDSSON
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir Olsen,
útfararstjóri.
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri.
Bryndís Valbjarnardóttir,
útfararstjóri.
Baldur Frederiksen,
útfararstjóri.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
hjartkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
SVÖVU ÞORGERÐAR JOHANSEN,
Sóltúni 2,
áður Kirkjusandi 1,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
hjúkrunarheimilisins í Sóltúni 2.
Guð blessi ykkur öll.
Rolf Johansen, Kristín Johansen,
Bertha Ingibjörg Johansen, Hörður Sigurjónsson,
Kitty Johansen, Gunnar Ingimundarson,
Hulda Gerður Johansen, Steindór I. Ólafsson,
Þórhallur Dan Johansen, Anna Lilja Gunnarsdóttir,
Thulin Johansen, Sjöfn Har,
barnabörn og barnabarnabörn.
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir,
stjúpfaðir, afi og langafi,
PÁLL M. GUÐMUNDSSON,
Engjahlíð 1,
Hafnarfirði,
lést á Sólvangi, Hafnarfirði, föstudaginn
17. janúar.
Útför hefur farið fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á deild 3 á Sólvangi fyrir frábæra
umönnun og hjúkrun. Þökkum hlýhug og samúð.
Esther Halldórsdóttir,
Anna Pálsdóttir, Eiður Hilmarsson,
Guðrún Pálsdóttir, Sigurgeir Þór Jónasson,
Rúnar Pálsson, Sif Eiðsdóttir,
Reynir Pálsson,
Elín Pálsdóttir, Aðalsteinn Ísaksson,
stjúpbörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ELÍN ÞÓRÐARDÓTTIR,
Sæviðarsundi 35,
Reykjavík,
sem lést sunnudaginn 26. janúar, verður jarð-
sungin frá Hvalsneskirkju laugardaginn
1. febrúar kl. 14.00.
Bergdís Kristjánsdóttir, Guðmundur Bjarnason,
Sævar Örn Kristjánsson, Kristín Þórðardóttir,
Guðmundur Óli Hreggviðsson, Brynja Ingadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir mín, amma og systir,
ÞÓRHILDUR BJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR,
Ketilsbraut 5,
Húsavík,
verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju laugar-
daginn 1. febrúar kl. 14.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir,
en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
minningarkort Styrktarsjóðs Landssambands hjartasjúklinga í símum
552 5744 og 464 1178.
Margrét Sigríður Árnadóttir,
Hanna Björg Guðmunsdóttir,
Guðrún Anna Kristjánsdóttir.
Útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
GUÐMUNDAR KRISTJÁNS
SIGURÐSSONAR,
sem lést af slysförum þriðjudaginn 21. janúar,
fer fram frá Hafnarkirkju laugardaginn 1. febrú-
ar kl. 14.00.
Sigríður Jóhannesdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.