Morgunblaðið - 30.01.2003, Page 36
MINNINGAR
36 FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Magnús KristinnKristjánsson
fæddist á Hreðavatni
í Norðurárdal í
Mýrasýslu hinn 28.
júní 1916. Hann lést á
Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi í
Fossvogi hinn 20.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Kristján Eggert
Gestsson frá Tungu í
Hörðudal í Dala-
sýslu, f. 21. desember
1880, d. 22. septem-
ber 1949, og Sigur-
laug Daníelsdóttir frá Stórugröf í
Stafholtstungum í Mýrasýslu, f. 7.
febrúar 1877, d. 8. febrúar 1974.
Bræður Magnúsar voru: Daníel, f.
25. ágúst 1908, d. 24 apríl 1982,
Gestur, f. 3. nóvember 1910, d. 26.
nóvember 2000, Ingimundur, f. 24.
maí 1912, d. 7. apríl 2000, Haukur,
f. 3. september 1913, d. 8. maí 2001,
ús var kvæntur Inger Oddfríði
Traustadóttur, f. 13. jan 1951, og
eiga þau fimm börn. Þau skildu. 3)
Sigurlaug, f. 10. júlí 1947, gift
Skúla Bergmann Hákonarsyni, f.
13. janúar 1940, og eiga þau þrjú
börn. 4) Guðbjörg, f. 4. nóvember
1952, gift Hreini Heiðari Árnasyni,
f. 31. mars 1949, d. 24. september
1972, eignuðust þau eina dóttur.
Guðbjörg á einnig dóttur með Ing-
ólfi Kristni Þorsteinssyni, f. 7. októ-
ber 1956. 5) Davíð, f. 31. mars 1956,
kvæntur Margréti Guðjónsdóttur,
f. 7. janúar 1962, og eiga þau þrjú
börn.
Dóttir Andreu af fyrra hjóna-
bandi og stjúpdóttir Magnúsar er
Hrafnhildur Sveinsdóttir, f. 28. maí
1936, gift Sigurði Magnússyni, f. 2.
mars 1933, og eiga þau sex syni.
Magnús og Andrea bjuggu
fyrstu tvö hjúskaparár sín á Arn-
bjargarlæk en búskap hófu þau á
Hreðavatni árið 1944. Þau keyptu
síðan jörðina Norðtungu í Þverár-
hlíð árið 1948 og bjuggu þar alla
sína búskapartíð.
Útför Magnúsar fer fram frá
Reykholtskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14. Jarðsett verður
í Norðtungukirkjugarði.
og Þórður, f. 8. júní
1921. Uppeldisbróðir
Magnúsar er Reynir
Ásberg Níelsson, f. 26.
apríl 1931.
Hinn 20. september
1942 kvæntist Magnús
Andreu Davíðsdóttur
frá Arnbjargarlæk í
Þverárhlíð, f. 9. nóv-
ember 1916, d. 24. apr-
íl 1999. Foreldrar
hennar voru Davíð
Þorsteinsson frá Arn-
bjargarlæk, f. 22. sept-
ember 1877, d. 1. októ-
ber 1967, og Guðrún
Erlendsdóttir frá Sturlureykjum í
Reykholtsdal, f. 3. júní 1887, d. 14.
júní 1968. Börn Magnúsar og And-
reu eru: 1) Þorsteinn, f. 6. apríl
1943, á hann eina dóttur. Barns-
móðir hans er Björk Emilsdóttir, f.
2. september 1954. 2) Magnús, f. 13.
nóvember 1944, kvæntur Björgu
Ólafsdóttur, f. 13. maí 1959. Magn-
Ég minnist Magnúsar tengdaafa
míns með söknuði í hjarta og inni-
legu þakklæti fyrir þau ár sem ég og
Magnús barnabarn hans ásamt
drengjunum okkar þremur, Skúla,
Magnúsi og Jóhannesi, áttum með
honum og Andreu heitinni konu
hans í Norðtungu.
Þegar ég flyt að Norðtungu er
Magnús orðinn nokkuð fullorðinn.
Þá vissi ég löngu fyrr af afspurn að
hann væri höfðingi heim að sækja og
bærist á í sínum búskaparstörfum
heima sem og út á við í félagsmálum.
Magnúsi fylgdi sérstakur hressi-
leiki, hvað hann hafðist að eða hvar
hann kom, þá skildi hann einatt eftir
sig litla minningu eða sögubrot.
Hann var mikill atorkumaður og
vildi láta hlutina ganga. Hann var
stjórnsamur í eðli sínu og ósjaldan
rak hann á eftir þeim sem voru í
kringum hann. En hann hlífði heldur
aldrei sjálfum sér. Það lýsir kraft-
inum og hvernig hugurinn bar hann
ávallt áfram að síðastliðið vor var
hann byrjaður að líta til ánna löngu
fyrir burð og minnti drengina á að
nú gæti farið að bera. Yfir heyannir
var hann yfirleitt órólegur ef ekki
var vél í gangi. Hann tók þá daginn
snemma og unni sér vart hvíldar eða
hafði ró í beinum sér fyrr en heyskap
lauk. Síðustu sumrin var það helst að
Magnús vildi slá. Við á torfunni vor-
um að vonum stundum áhyggjufull
yfir því að þessi aldraði maður of-
gerði sér en hvað hugsar maður
horfandi á hann álengdar klöngrast
niður úr dráttarvél allan stirðan og
þreyttan á skrokkinn en skynjar
þessu sælu og ánægju sem fylgir því
að skila góðu dagsverki.
Magnús vildi alltaf hafast eitthvað
að. Hann afrekaði ótrúlegustu hluti
með aðstoð drengjanna eða annarra
barna og unglinga sem algengt var
að dvöldu hjá afa sínum og ömmu á
vorin eða hluta úr sumri. Alltaf var
það gert af góðum hug til að létta
undir eða flýta fyrir verkum okkar
hinna á bænum en ósjaldan urðu til
sögur um afa þegar hann festi sig
eða missti hrossin yfir ána eða hvað
það var. Þessar sögur munu lifa í
minningunni um verkin þar sem
mættust barnslófinn eða unglings-
höndin og lúin hönd gamals manns
til að hjálpast að. Það hafa reyndar
alltaf verið til sögur um Magnús.
Hann var kappsfullur maður og
slapp oft naumlega frá vandræðum.
Ég hugsaði oft að það væri einn sér-
stakur verndarengill sem fylgdi
Magnúsi eftir og gætti hans.
Magnús, ásamt því að vera bóndi,
tók í gegnum árin mikinn og virkan
þátt í félagsmálum fyrir sína sveit og
sitt hérað. Hann gegndi ýmsum
ábyrgðarstörfum í stjórnum og fé-
lögum, hann var m.a. oddviti Þver-
árhlíðar til fjölda ára. Hann fylgdist
alla tíð vel með stjórnmálum og allri
þjóðmálaumræðu. Hann var mikið á
ferðinni og hitti marga. Hann ræddi
oft um ýmis þjóðmál og hafði sínar
skoðanir á því sem var að gerast í
kringum hann. Undir brynju þessa
manns sem alla sína ævi barst mikið
á, var síðan tilfinningaríkur og við-
kvæmur maður. Hann átti margt
fyrir sig sem kannski aldrei var sagt
en það var gott og honum var inni-
lega annt um hag barna sinna og
fjölskyldna þeirra.
Magnús var sterkur maður líkam-
lega og hlífði sér lítt þótt síðustu
misserin hafi á stundum kennt sér
meins. Þegar leið á sl. haust var
auðsjáanlegt að farið var að ganga á
þrekið, það var hljóðara í návist
hans. Magnús kenndi sér meins í
lungum og var orðinn alvarlega veik-
ur þegar hann var lagður inn á
sjúkrahús 3. janúar sl. Hann lést síð-
an á Landspítala Fossvogi þann 20.
janúar. Í heimsóknum á spítalann
mátti allt fram undir það síðasta
greina sama sterka Magnús, hugur-
inn var til staðar en hann var orðinn
mikið þreyttur, baráttan við veikind-
in tók á hann og þessi atorkumaður
þráði hvíld eftir langt og mikið ævi-
starf. Hann naut elsku barna sinna
allt fram í andlátið og átti með þeim
góðar stundir sem ég veit að munu
aldrei gleymast. Það er sjónarsviptir
að Magnúsi í Norðtungu sem hverf-
ur nú til Andreu konu sinnar og ann-
arra horfinna ástvina, guð blessi
minningu þessara öðlingshjóna.
Ég votta öllum afkomendum og
ástvinum Magnúsar mína innileg-
ustu samúð.
Kolfinna Jóhannesdóttir.
Elsku langafi minn. Þú hvarfst frá
öllu lifandi mánudaginn 20. janúar
og mun ég ávallt muna þig.
Mér fannst það þung byrði að
frétta að þú hefðir verið lagður inn á
spítala mikið veikur og líklegt væri
að þú myndir yfirgefa þennan ósann-
gjarna heim. En síðan varst þú lengi
á spítalanum veikur og ég fór að
gera mér vonir um að þú fengir að
vera hér lengur. En aldrei er gott að
gera sér of miklar vonir því þann 20.
janúar fékk ég þær sorgarfréttir
sem ég vildi óska að væru ekki sann-
ar en þú varst dáinn og ég verð víst
að sætta mig við það að svona geng-
ur lífið fyrir sig.
Ég sakna þín yfirþyrmandi mikið
og get víst aldrei jafnað mig full vel
eftir að missa þig og ömmu. Ég er nú
samt fegin því þetta var það sem þú
vildir og þetta var bara það sem var
best því þú varst það mikið veikur.
Ég er viss um að þér líður bara vel
núna.
Ég vildi að ég hefði fengið að sjá
þig í síðasta sinn en ég get ekki
breytt neinu núna. Ég mun sakna
þín mjög mikið og þegar tíminn er
kominn þá blessast þetta allt enda er
sagt að tíminn lækni öll sár og ég
vona bara að hann standi við sitt í
þetta sinn.
Telma Geirsdóttir.
„Það er nú meiri orkuboltinn,“
mælti ungur maður fyrir örfáum
misserum, sjálfur vel að manni, en
undraðist kraftinn sem einkenndi
fas hins aldna bónda. Þá, er þessi orð
féllu um Magnús í Norðtungu, hafði
hann nokkur ár yfir áttrætt og að
líkum farinn að gefa nokkuð eftir af
sínu líkamlega atgervi en þó furðu
lítið og hugurinn varla nokkuð. En
öllum er mæld stundin og í dag verð-
ur Magnús til moldar borinn í Norð-
tungukirkjugarði, skammt austan
bæjarins í Norðtungu, einmitt þar
sem ungi maðurinn opinberaði við-
horf sitt af kynnunum við Magnús.
Umhverfis er töðuvöllurinn, gras-
gefinn, starfsvettvangurinn í meira
en hálfa öld, allt um kring jörðin sem
hann arði; við ána, sem var honum
svo hugstæð og liðast þar niður hjá
bænum þar sem hún hverfur í streng
undir elstu uppihangandi
strengjabrú landsins og áfram niður
hjá kirkjunni á klöppinni, kirkjunni
sem árstrengurinn er kenndur við
og þykir fengsæll veiðistaður. Þar
vitjaði Magnús iðulegast veiði-
manna, tók þá tali og fregnaði af
veiðiskap og öðru eftir atvikum. Og
óvíða er líklegra að rekast á máls-
metandi menn en einmitt þar á ár-
bakkanum, sumir jafnvel langt að
komnir, alla leið vestan um haf, úr
hvítkölkuðu húsi í Washington, og að
ógleymdum ýmsum kóngum íslensk-
um.
Þó tilvitnuð lýsing hér í upphafi
hafi átt vel við um Magnús í Norð-
tungu þá er hún engan veginn einhlít
því maðurinn var margbrotinn og
þeirrar gerðar að ekki er auðvelt að
gefa af honum mynd í fáum orðum.
Raunar er mynd hans svo sterk að
við sem eftir stöndum skynjum vel
hversu sviðið er breytt eftir burtför
hans. Hann varð eftirminnilegur
samferðamönnum sínum við fyrstu
kynni og er mér til efs að hann hafi
þurft að kynna sig í tvígang fyrir
nokkum manni. Magnús var valinn
til margháttaðra trúnaðarstafa inn-
an sveitar og utan. Ekki er þó ætl-
unin að tíunda þau öll hér en þessi
störf kölluðu á ýmiss konar erind-
rekstur gagnvart sveitungum.
Nefna má að hann var oddvitinn, for-
maður búnaðarfélagsins, umboðs-
maður Brunabótafélagsins svo fátt
eitt sé talið og pósthús var lengi vel í
Norðtungu. En Magnús beitti ekki
póstþjónustunni fyrir sig í samskipt-
um við sveitungana og símanum tak-
markað enda hentaði sveitasíminn á
þeim tíma mun betur til fjölmiðlunar
en einkamála. Nei, heldur brá hann
sér af bæ, sótti þegnana heim og var
þannig í lifandi sambandi við fólkið
og fylgdist vel með högum þess og
aðstæðum. Magnús var hress og
ræðinn og því aufúsugestur, hafði
frá ýmsu að segja og spurði margs.
Svo var hann einnig pólitískur í
meira lagi. Mættust þá stálin stinn
þegar framsóknarmaðurinn og and-
kommúnistinn Magnús leit við í
Lindarhvoli hjá framsóknarmannin-
um fyrrverandi, Guðbirni, sem hafði
fjarlægst Framsókn og heldur hall-
ast til vinstri. Byrjaði allt skaplega
með spjalli um veðrið og skepnuhöld
eða heyskap o.þ.h. Bærist talið að
landsmálunum fór að hitna í kolun-
um. Magnúsi var lítið um alþýðu-
bandalagsmenn gefið og föður mín-
um fannst fátt um framsóknarmenn.
Ekki tók betra við þegar kom að
heimsmálunum. Lá þá Magnús ekki
á andúð sinni á Rússum og Sovétinu
og faðir minn enginn NATO-vinur
né auðvaldsins í vestri. Úr gátu orðið
æði snarpar sennur og enduðu
gjarnan á þann veg að þegar Magn-
ús kvaddi og bjóst til farar þá gekk
hann hálfvegis afturábak niður
heimreiðina í áttina að hliðinu þar
sem jeppinn beið og faðir minn í
humátt á eftir og gaf sig hvorugur.
Stundum fannst mér sem þeir væru
ósammála um flest nema veðrið. En
pólitíkin er söm við sig. Fyrr en
varði fundu þeir sameiginlegan and-
stæðing í viðreisn íhalds og krata og
samfundirnir urðu átakaminni. Báð-
ir voru félagshyggjumenn en einnig
fulltrúar Bjarts í Sumarhúsum, hins
sjálfstæða íslenska bónda sem eng-
um vildi vera háður. Ólíklegt er þó
að Bjartur hefði talið Magnús í hópi
samherja þrátt fyrir dálæti beggja á
sauðkindinni. Þrátt fyrir mikið um-
stang við sitthvað annað en búskap
þá var Magnús fyrst og fremst bóndi
og rak umsvifamikinn búskap með
kýr, kindur og hross, þar sem sauð-
féð var í öndvegi og tvær jarðir und-
ir. Á Svartagili var rekið sauðfjárbú;
framan af við erfiðar aðstæður, því
um hálfgerðar vegleysur var að fara.
Fjármaður gætti hjarðarinnar þar á
vetrum en honum komið í heimili á
nágrannabæjum. Heima í Norð-
tungu var búið stórt, heimilið mann-
margt og fjölskyldan stór. Innan-
bæjar réð Adda ráðum fyrir heimilið
þar sem saman fór bæði hagsýni og
myndarskapur. Mjög var þar gest-
kvæmt auk þess sem margir áttu
þangað erindi að rækja, gestrisni
mikil og þau Adda og Magnús sam-
hentir gestgjafar. Þá er ónefnt að
lengst af í þeirra búskap átti hjá
þeim athvarf fólk sem ekki átti
margra kosta völ í sinni tilveru en
lauk jafnvel sínu ævikvöldi í Norð-
tungu við gott atlæti. Að öðru leyti
voru þau Norðtunguhjón ólík um
margt. Hún hæglát en föst fyrir,
gædd þessum hárfína stríðnislega
húmor sem einkennir marga afkom-
endur Guðrúnar og Davíðs Þor-
steinssonar á Arnbjargarlæk; hann
ör, oft fljóthuga og nokkur asi á hon-
um á stundum, geðríkur en samt
meyr þegar svo bar undir, þó sæist
ógjarna. Síðustu árin áttu þau að-
stöðu í Borgarnesi og komu sér þar
notalega fyrir en Adda naut þess
skemur. Hún féll frá fyrir tæpum
fjórum árum og var það Magnúsi
mikill missir. Þrátt fyrir að hafa fært
sig um set ofan í Borgarnes þá var
hugurinn mest bundinn við Norð-
tungu og ferðir þangað tíðar að
fylgjast með unga fólkinu sem tekið
var við búi, nafna sínum og dóttur-
syni með konu og þrjá unga sonu. Er
ekki að efa að honum var umhugað
um framtíð þeirra þar.
Að lokum er tímabært að þakka
fyrir samfylgdina. Frá þeirri vegferð
er margs góðs að minnast. Við Guð-
rún sendum börnum og öðrum af-
komendum og aðstandendum inni-
legar samúðarkveðjur.
Jón G. Guðbjörnsson,
Lindarhvoli.
MAGNÚS KR.
KRISTJÁNSSON
✝ Jósefína Ágústs-dóttir Blöndal
fæddist á Seyðisfirði
4. ágúst 1913. Hún
andaðist á Akureyri
8. janúar síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Bústaða-
kirkju 17. janúar.
Elsku amma Jósa,
þá er komið að kveðju-
stund, að minnsta
kosti í bili. Ef ég ætti
að lýsa þér í fáum orð-
um þá væru þau: kát,
glöð, sólbrún og alltaf
fín enda hést þú Jósefína, það sagð-
ir þú alltaf ef minnst var á hve fín
þú værir.
Fyrst þegar ég man eftir þér þá
bjóst þú í Barmahlíðinni. Þangað
kom ég oft í heimsókn og fékk
súkkulaðiköku og ískalt djús sem
enginn getur gert eins og þú. Þeg-
ar ég hafði aldur til fékk ég að taka
strætó til þín, Á þessum tíma skúr-
aðir þú uppi í sjómannaskóla og
fyrir ömmustelpu eins og mig var
það algjör paradís að fá að koma
með, skoða skipalíkönin og þurrka
af skólatöflunni.
Svo liðu árin og ég flutti norður
með mömmu og systrum mínum.
Eftir u.þ.b. ár varst þú komin norð-
ur líka, keypir þér íbúð nálægt
skólanum sem ég gekk í. Það voru
því ófáar stundir sem ég hljóp til
þín og fékk mér að
borða og fyrir prófin
fékk ég að lesa hjá
þér.
Síðustu árin dvald-
ist þú í góðu yfirlæti á
dvalarheimilinu Hlíð.
Þá fækkaði heimsókn-
unum til þín en þær
stundir sem við áttum
saman voru skemmti-
legar og eins og
mamma sagði við mig
fyrir nokkrum dögum:
Núna þegar stóri
verndarengilinn er
farinn, og átti þá við
þig, þá er hér lítill verndarengill
handa þér, Linda, og gaf mér lítinn
verndarengil til að vera með á mér
og minna mig á þig. Nú veit ég líka
að loksins færðu að hitta afa. Takk
fyrir allt. Þú munt alltaf lifa í
hjarta mínu og verður alltaf hjá
mér.
Þín
Linda.
Ég man eins og það hefði gerst í
gær hvenær ég fyrst hitti Jósu og
elskulegan mann hennar, Dóra.
Það var á Seyðisfirði á síldarár-
unum, ég smástelpa sem hafði
fengið að fljóta með pabba ein-
hverra erinda á Seyðisfjörð. Jósa
tók auðvitað á móti okkur brosandi
út að eyrum og í garðinum léku
börnin hennar sér. Skemmtilegir
krakkar, allir eldri en ég. Ekki
vissi ég, barnið, að leiðir okkar
Jósu ættu eftir að liggja saman vel
og lengi eins og síðar varð raunin.
Tíminn leið og ég fór í mennta-
skóla til Reykjavíkur og einhvern
veginn réðu örlögin því að ég fékk
íbúð leigða í Hlíðunum í næsta ná-
grenni við Dóra og Jósu. Hvílík
heppni! Ég og maðurinn minn, Við-
ar, áttum ófáar stundir heima hjá
þeim hjónum. Þetta var á þeim
tíma sem námsmenn fóru í heim-
sókn til að horfa á sjónvarp. Þegar
við komum til Jósu til að horfa á
fótboltann sótti Dóri Pepsíið í
litlum flöskum. Svo var horft á
boltann og sameiginleg ánægja var
mikil.
Jósa var svo óheppin að missa
sinn lífsförunaut alltof snemma, en
hún átti góða að og bjargaði sér vel
hvar sem hún bjó. Tíminn leið og
landfræðilega var langt á milli okk-
ar Jósu en alltaf renndi ég við hjá
henni. Hún fylgdist með börnumum
mínum og elsta dóttir mín tók því-
líku ástfóstri við hana að naggrísir
og önnur gæludýr hétu eftir henni.
En nú er allt breytt og þú loks-
ins búin að fá hvíldina. Síðustu árin
voru þér erfið en þegar ég kom til
þín síðast og tók fyrir augun á þér
og sagði: „Hver heldur þú að sé
komin?“ Þá þekktir þú mig og
sagðir: „Ekki þó Brynja mín.“
Spjallið sem ég átti við þig þennan
dag er mér dýrmæt minning um
þig.
Ég votta börnum þínum og fjöl-
skyldum þeirra mína dýpstu sam-
úð.
Kveðja.
Brynja Garðarsdóttir.
JÓSEFÍNA ÁGÚSTS-
DÓTTIR BLÖNDAL