Morgunblaðið - 30.01.2003, Qupperneq 41
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 41
Kringlunni 4 -12, sími 568 6211
Skóhöllin, Firði, Hf., sími 555 4420
ÚTSÖLULOK
ENN MEIRI AFSLÁTTUR
20-70%
af öllum dömu- herra og barnaskóm afsláttur
Dömu-, herra- og barnaskór
Mörg spennandi tilboð t.d.
Moonboots
Áður 4.490 Nú 1.990
Barnakuldaskór
Áður 4.990 Nú 1.990
50-60%
af öllum
barnakuldaskóm
50%
af dömu- og
herrakuldaskóm
30%
af gönguskóm
Dömukuldaskór
Áður 7.990 Nú 3.490
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mán.-fös. kl. 11-18,
lau. kl. 11-15
Húsgögn
Sérpantanir
UNDANFARNAR vikur hafa
áhafnir varðskipanna Týs og Ægis
sótt öryggisfræðslu hjá Slysa-
varnaskóla sjómanna. Það er skil-
yrði fyrir lögskráningu sjómanna
á skip að þeir hafi lokið slíku nám-
skeiði og síðan þarf að sækja þá
fræðslu á fimm ára fresti.
Æfð var björgun úr sjó, reyk-
köfun og eldvarnir. Áhafnir Ægis
og Týs eru fyrstu skipshafnir sem
fara á endurfræðslunámskeið hjá
Slysavarnaskóla sjómanna. Hluti
námskeiðsins var haldinn á
æfingasvæði Slökkviliðs
höfuðborgarsvæðisins við Úlfars-
fell en þar var æfð reykköfun og
slökkvistarf.
Gæslumenn á námskeiði
LISTASAFN Einars Jónssonar á
Skólavörðuholti verður aftur opnað
almenningi laugardaginn 1. febrúar
eftir vetrarhlé.
Opið verður um helgar kl. 14-17 til
loka maímánaðar, en daglega nema
mánudaga á sama tíma yfir sumar-
mánuðina. Höggmyndagarður safns-
ins við Freyjugötu er hins vegar allt-
af opinn. Á síðasta ári var lögð
skábraut inn í garðinn og að inn-
gangi inn í safnið frá garðinum sem
gerir fólki í hjólastól kleift að koma
þar inn. Þessar framkvæmdir voru
styrktar af BM Vallá, Íslenskum að-
alverktökum og Íslandsbanka FBA.
Listasafn Einars
Jónssonar opnað á ný
Bætt aðgengi
fatlaðra
FORSETI Ník-
aragva, Enrique
Bolanos Geyer,
hefur skipað
Margréti S.
Björnsdóttur,
forstöðumann
Stofnunar stjórn-
sýslufræða og
stjórnmála við
Háskóla Íslands,
kjörræðismann
Níkaragva á Íslandi.
Þetta er í fyrsta skipti sem Ník-
aragva skipar hér kjörræðismann.
Aðsetur kjörræðismanns er á Lauf-
ásvegi 45 í Reykjavík.
Skipuð kjör-
ræðismaður
Níkaragva
Margrét S.
Björnsdóttir
Systkini Þóreyjar
Eiríksdóttur
Í formála minningargreina um
Þóreyju Eiríksdóttur í blaðinu í
gær misrituðust upplýsingar um
systkini hennar. Þórey átti 12
systkini, þau eru: Skarphéðinn, lát-
inn, Ólína, Ragnheiður, látin, Valdi-
mar, látinn, Árni, Vermundur, lát-
inn, Sigurgeir, Sigríður, Dýrólína,
Haukur og Karl.
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.
Mistök í krossgátu
Vegna mistaka í vinnsluferli
sunnudagskrossgátunnar komust
tvær meinlegar villur í gegn í síð-
ustu sunnudagskrossgátu.
Réttar eru vísbendingarnar:
Lárétt 14. Grámi í margföldunar-
töflu. (3)
26. Óseyri sem kemur fjórða í
röðinni. (5)
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.
LEIÐRÉTT
Rísum ofar rasisma 4. febrúar
næstkomandi stendur Heimsþorp –
samtök gegn kynþáttafordómum á
Íslandi fyrir tónleikum undir yf-
irskriftinni Rísum ofar rasisma.
Fjöldamargar hljómsveitir leiða þar
saman hesta sína í þágu góðs mál-
efnis sem mikil þörf er á að vera
vakandi yfir, segir í fréttatilkynn-
ingu. Heimsþorp eru samtök sem
trúa að samfélagi án kynþátta-
fordóma muni vegna betur. Sam-
tökin hafa verið starfandi síðan í
maí 2001 og beita sér einna helst
fyrir jákvæðri umræðu um fjöl-
menningarlegt samfélag.
Tónleikarnir hefjast kl. 19 á Gauki á
Stöng. Það er frír aðgangur og ekk-
ert aldurstakmark. Fram koma
Maus, Stjörnukisi, Forgotten Lor-
es, Vígspá, Dys, Innvortis og Dáða-
drengir. Einnig verða gefins Heims-
þorpsbolir meðan birgðir endast.
Tónleikana styrkja Gaukur á Stöng,
Edda, Skífan, Jómfrúin, Hitt húsið,
Mál og menning, Flytjandi, Casa
grande og On rush design.
Á NÆSTUNNI
Meistaraprófsfyrirlestur Mar-
grét Dóra Ragnarsdóttir flytur
fyrirlestur um meistaraverkefni
sitt við tölvunarfræðiskor verk-
fræðideildar Háskóla Íslands á
morgun, föstudaginn 31. janúar,
kl. 16.15, í stofu 158 í VR-II,
Hjarðarhaga 2–6. Do you copy?
Notkun tungutækni til að styðja
samskipti í flugumferðarstjórn.
Leiðbeinendur eru Ebba Þóra
Hvannberg, dósent við tölv-
unarfræðiskor verkfræðideildar
Háskóla Íslands, og Helga Waage,
tæknistjóri Hex. Umsjónarkennari
er Hjálmtýr Hafsteinsson, dósent
við tölvunarfræðiskor verk-
fræðideildar Háskóla Íslands.
Prófrýnir er Prófessor Oddur
Benediktsson við tölvunarfræði-
skor verkfræðideildar Háskóla Ís-
lands. Fyrirlesturinn er öllum op-
inn meðan húsrúm leyfir.
Fyrirlestur um fötlunarrann-
sóknir verður haldin á morgun,
föstudaginn 31. janúar, kl. 12–13 í
stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands
og er öllum opinn. Hanna Björg
Sigurjónsdóttir flytur erindið
Sjónarhorn og reynsla stuðnings-
aðila seinfærra/þroskaheftra for-
eldra. Fyrirlesturinn fjallar um
reynslu og sjónarhorn starfsfólks/
fagfólks sem veitir seinfærum/
þroskaheftum foreldrum og börn-
um þeirra stuðning og þjónustu.
Fyrirlesturinn er hluti af fyr-
irlestraröð um fötlunarrannsóknir
sem uppeldis- og menntunarfræði-
skor við félagsvísindadeild Há-
skóla Íslands gengst fyrir í vetur í
samstarfi við Landssamtökin
Þroskahjálp og Öryrkjabandalag
Íslands.
Samtökin ’78 og Mannréttinda-
skrifstofa Íslands bjóða til mál-
þings um atvinnumál í Norræna
húsinu föstudaginn 31. janúar kl.
15–17 og nefnist það Samkyn-
hneigðir á vinnumarkaði. Frum-
mælendur eru Rannveig Trausta-
dóttir, dósent við HÍ; Atli Gíslason
hæstaréttarlögmaður; Páll Hreins-
son, prófessor við HÍ og formaður
stjórnar Persónuverndar; Berg-
þóra Ingólfsdóttir, fulltrúi á lög-
mannsstofu; Árelía E. Guðmunds-
dóttir, lektor við HR, og Halldór
Guðmundsson útgefandi. Fund-
arstjóri er Ragnar Aðalsteinsson
hæstaréttarlögmaður. Fjallað er
um íslenska löggjöf eins og hún
snýr að samkynhneigðum á vinnu-
markaði. Rætt er persónuvernd,
einkalíf og siðferði í starfs-
mannaráðningum o.fl. Almennar
umræður og fyrirspurnum svarað.
Málþingið er öllum opið meðan
húsrúm leyfir.
Þróun í málefnum fatlaðra Í til-
efni af Evrópuári fatlaðra heldur
Margrét Margeirsdóttir, félagsráð-
gjafi og fyrrverandi deildarstjóri
málefna fatlaðra í félagsmálaráðu-
neytinu, opinberan fyrirlestur á
vegum félagsráðgjafar við Háskóla
Íslands sem ber heitið Fötlun og
samfélag: Þróun í málefnum fatl-
aðra hér á landi.
Fyrirlesturinn verður í hátíðarsal
Háskóla Íslands, Aðalbyggingu,
föstudaginn 31. janúar kl. 16.15.
Allir velkomnir meðan húsrúm
leyfir.
Vatnaskúfur Föstudaginn 31. jan-
úar mun Marienne Jensdóttir,
meistaranemi við líffræðiskor, vera
með fyrirlestur á Líffræðistofnun
kl. 12.20 í stofu G-6 á Grensásvegi
12.
Fyrirlesturinn ber heitið: Vatna-
skúfur (Aegagropila linnaei) sem
búsvæði fyrir mýlirfur (Chirono-
midae) og kornátu (Eurycercus
lamellatus).
Þetta er hluti af MS-verkefni við
Náttúrurannsóknarstöðina við Mý-
vatn.
Fyrirlesturinn fjallar um tilraunir
sem gerðar voru sumarið 2002.
„Vatnaskúfur (Aegagropila linna-
ei), einnig þekktur sem kúluskítur
er mjög algengur grænþörungur í
suðurhluta Mývatns. Rannsóknir
hafa sýnt að mikið af smádýrum
notar vatnaskúf og annan algeng-
an grænþörung að nafni Clado-
phora glomerata sem búsvæði.
Jafnframt virðist sem önnur dýr
forðist þessa þörunga og velji
fremur setyfirborð án grænþör-
unga. Lítið er þó vitað um þátt
vatnaskúfs og annarra grænþör-
unga sem búsvæði fyrir þessi smá-
dýr í Mývatni. Fyrirlesturinn
fjallar um tilraunir sem gerðar
voru til að rannsaka val kornátu
(Eurycercus lamellatus) og mýlirfa
(Chironomidae) á þrem ólíkum bú-
svæðum þar sem vatnaskúfur var
miðpunktur tilraunanna,“ segir í
fréttatilkynningu.
Á MORGUN