Morgunblaðið - 06.02.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Verð á mann frá 19.800* kr.
þegar bókað er á www.icelandair.is
www.icelandair.is
Netsmellur - alltaf ódýrast á Netinu
Flugsæti á broslegu verði
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
IC
E
19
89
0
01
/2
00
3
*Innifalið: Flug og flugvallarskattar
BROT ÍRAKA
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði í gær í öryggis-
ráði Sameinuðu þjóðanna, að það yrði
að bregðast við kerfisbundnum til-
raunum Íraka til að fela vopn sín fyrir
vopnaeftirlitsmönnum. Rakti hann
blekkingar þeirra og rökstuddi það,
að þeir réðu yfir gereyðingarvopnum.
Ein ábending
Svo virðist sem lögreglu hafi aðeins
borist ein ábending um að fræg leir-
mynd líktist Magnúsi Leópoldssyni.
Kemur það fram í skýrslu sérstaks
saksóknara, sem segir, að ekkert
bendi til, að lögreglumenn í Keflavík
hafi ætlað að láta myndina líkjast
Magnúsi.
Gróðurbreyting
Prófessor við Landbúnaðarháskól-
ann á Hvanneyri segir að verulegar
breytingar verði á undirgróðri við
minni beit og verði hann fábreyttari.
Unnt að spara
Stærsta rannsókn á blóðþrýstings-
lyfjum í Bandaríkjunum sýnir að
eldri og ódýrari lyf eru jafngóð nýrri
lyfjum og allt að þrjátíu sinnum ódýr-
ari. Þetta gæti þýtt að spara hefði
mátt fimm milljarða kr. hér á landi
frá 1983 til þessa dags.
Líf í atvinnuleysi
Skráð atvinnuleysi hefur aukist um
19% frá áramótum og þeim fjölgar
sem hafa verið án atvinnu í sex mán-
uði eða lengur. Í samtali við Morg-
unblaðið lýsa þrír einstaklingar því
hvernig það er að vera atvinnulaus.
Tilboðum hafnað
Ákveðið hefur verið að hafna báð-
um tilboðum sem bárust í byggingu
rannsókna- og nýsköpunarhúss við
Háskólann á Akureyri. Verður verkið
boðið út síðar í þessum mánuði.
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B
VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS
S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F
ATLANTSSKIP LYF FLUGFISKUR
Atlantsskip eru fimm
ára um þessar mundir
og eru eigendur bjart-
sýnir um framtíðina.
Niðurstöður nýrrar rann-
sóknar á blóðþrýstings-
lyfjum þykja mikið reið-
arslag fyrir lyfjarisana.
Icelandair Cargo hóf í
gær fragtflug með fersk-
an fisk til Humberside-
flugvallarins í Englandi.
FIMM ÁR/4 ÖLLUM RÁÐUM/6 FERSKFISKUR/9
ALÞJÓÐLEGA matsfyrirtækið Moody’s
Investors Service hefur staðfest A3 / Prime
2 / C lánshæfimat á Landsbanka Íslands
með „jákvæðum horfum“. Staðfestingin var
birt á þriðjudaginn, í kjölfar tilkynningar
frá Fjármálaeft-
irlitinu um að það
hefði samþykkt
sölu á 45,8%
hluta íslenska
ríkisins í Lands-
bankanum til
Samson Holding,
að því er kemur
fram í tilkynn-
ingu frá Lands-
bankanum.
„Í tilkynning-
unni frá Moody’s
kom fram að
staðfestingin á
lánshæfismati Landsbankans tæki mið af
sterkri markaðsstöðu og góðri fjárhags-
stöðu bankans, sem hefur reynst traust í
því erfiða efnahagsumhverfi sem ríkt hefur
á undanförnum misserum. Moody’s er
þeirrar skoðunar að bankinn sé vel í stakk
búinn til þess að byggja á traustri ímynd og
styrkja þannig enn frekar stöðu sína í þeirri
samkeppni sem ríkir á íslenskum banka-
markaði. Lánshæfismatið endurspeglar
einnig vaxandi mikilvægi Heritable Bank í
tekjuöflun bankans sem bætir þannig
áhættudreifingu tekjustofna.
Hins vegar tekur Moody’s fram að láns-
hæfismatseinkunn muni velta á áframhald-
andi þróun bankans í samræmi við núver-
andi stefnu, sem byggir á varfærni að því er
varðar áhættu. Framtíðarþróun varðandi
lánshæfismat bankans mun markast að
verulegu leyti af áframhaldandi hæfni
bankans til þess að dafna þrátt fyrir sveifl-
ur í efnahagslífi landsins og getu til að auka
hagræðingu í rekstri.
Þessi afstaða Moody’s staðfestir jákvætt
viðhorf til þeirra breytinga sem orðið hafa á
eignarhaldi Landsbankans og það traust
sem bankinn nýtur,“ segir í tilkynningunni
frá Landsbankanum.
L Á N S H Æ F I
Moody’s stað-
festir mat á
Landsbanka
Jákvætt viðhorf til breytingar á
eignarhaldi bankans
FERÐAMENN frá megin-
landi Evrópu sækja Ísland í
auknum mæli heim á sama tíma
og þeir hafa dregið úr ferða-
lögum til flestra annarra staða í
heiminum, að
sögn Hauks
Birgissonar,
sem veitir
skrifstofu
Ferðamála-
ráðs í Frank-
furt í Þýska-
landi
forstöðu.
Hann segir að
áhugi Þjóð-
verja, Frakka og annarra íbúa
meginlandsins fyrir því að
ferðast á norðlægar slóðir fari
vaxandi. Þetta megi að hluta
rekja til óvissunnar í alþjóða-
málunum. Það sé hins vegar
ríkt í íbúum þessa svæðis að
ferðast, og því hafi óvissan
skapað tækifæri fyrir Íslend-
inga.
Töluvert hefur verið fjallað
um Ísland í þýskum fjölmiðlum
að undanförnu, í sjónvarpi, dag-
blöðum og tímaritum. Í janúar
var til að mynda viðtal við Hauk
í þýska ferðatímaritinu Fvw
International. Í greininni var
vakin athygli á þeim árangri
sem Íslendingar hefðu náð í
ferðaþjónustunni. Þess var sér-
staklega getið að ferðamenn líti
í auknum mæli til norðursins og
sagt að Ísland sé „heitur“ stað-
ur í þessu samhengi.
Umfjöllun er góð
en hún selur ekki
Haukur segir að umfjöllun um
Ísland í fjölmiðlum í Þýskalandi
og annars staðar á meginlandi
Evrópu sé almennt góð. Landið
sé vel kynnt og áhuginn fyrir
því sé mikill. Það sé hins vegar
ekki nóg til að selja ferðir til Ís-
lands. Í framhaldi af góðri
kynningu þurfi að vera hægt að
nálgast upplýsingar um landið
og ferðamöguleikana því einugis
sé hægt að selja ferðir til lands-
ins með þessa hluti í lagi. Þar
komi skrifstofa Ferðamálaráðs í
Frankfurt til og reyni eftir
fremsta megni að sjá til þess að
fólk geti nálgast nauðsynlegar
upplýsingar, til að geta í fram-
haldinu pantað sér ferð til Ís-
lands. Nú sé til að mynda hægt
að panta landkynningarefni á
Netinu sem taki skamman tíma
að koma til skila á þessu svæði.
Þetta hafi reynst vel.
„Margföldunaráhrif ferða-
þjónustunnar eru mikil,“ segir
Haukur. „Ferðaþjónustan er
mannfrek atvinnugrein og sú
grein sem vaxið hefur einna
mest á Íslandi á undanförnum
árum. Aukin fjárframlög ríkis-
ins til ferðamála eiga sinn þátt í
þeim árangri sem náðst hefur.
Á tímum aukins atvinnuleysis,
og með hliðsjón af þeirri góðu
stöðu sem Ísland hefur í ferða-
málunum, er mikilvægt að verja
þá markaðshlutdeild sem landið
hefur í þessum efnum og auka
hana. Reyndar verður að geta
þess að gengi krónunnar er
ferðaþjónustunni ekki í vil um
þessar mundir,“ segir Haukur.
Meðal fyrirtækja í ferðaþjón-
ustu virðist bókunarstaða fyrir
árið 2003 nokkuð góð um þessar
mundir og ríkir því víða bjart-
sýni vegna ársins en blikur eru
óneitanlega á lofti vegna hugs-
anlegrar styrjaldar í Írak og
ljóst að mikil styrking gengisins
frá því verðlagning var ákveðin
sl. haust hefur áhrif á afkomu
fyrirtækjanna, að því er fram
kemur í fréttabréfi Samtaka
ferðaþjónustunnar.
Óvissan í heimsmálun-
um skapar tækifæri
Forstöðumaður skrifstofu Ferðamálaráðs í Frankfurt, Haukur Birgisson, segir að aukinn
áhugi sé fyrir ferðum til Íslands. Þjóðverjar og Frakkar sækja á norðlægar slóðir.
Haukur
Birgisson
Morgunblaðið/RAX
Áhugi Þjóðverja, Frakka og annarra íbúa meginlands Evrópu fyrir því að
ferðast á norðlægar slóðir fer vaxandi.
Miðopna: Öllum ráðum beitt á lyfjamarkaði
Yf ir l i t
Kynningar – Blaðinu í dag fylgir
auglýsingablaðið Sjónvarps-
dagskráin frá Sonet ehf. Blaðinu er
dreift um allt land.
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 30
Erlent 14/16 Minningar 31/34
Höfuðborgin 17 Kirkjustarf 35
Akureyri 20 Bréf 36
Suðurnes 21 Dagbók 38/39
Landið 21 Íþróttir 40/43
Neytendur 22 Fólk 44/49
Listir 22/24 Bíó 46/49
Umræðan 25/30 Ljósvakamiðlar 50
Forystugrein 27 Veður 51
* * *
ANNA Guðrún Þórhallsdóttir, prófessor við
Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, sagði á
ráðunautafundi sem hófst í gær að margt benti til
þess að verulegar breytingar séu að verða á gróð-
urfari á Íslandi og þá einnig á landslagi. Ástæðan
væri minni beit, en helmingi færri sauðkindur eru
í landinu í dag en voru fyrir 25 árum. Anna Guðrún
sagði að ein afleiðing minni beitar væri fábreyttari
gróðurtegundir í undirgróðri.
Anna Guðrún hefur undanfarin tvö ár tekið þátt
í verkefni á vegum Norrænu ráðherranefndarinn-
ar sem byggist á því að kortleggja „hefðbundna
landbúnaðarvistgerð“. Hún sagði að það hefði
komið sér á óvart hversu miklar breytingar hefðu
orðið á gróðri í landbúnaðarhéruðum í Skandinav-
íu á síðustu árum. Mikil beit hefði verið í þessum
héruðum um árhundruð, en beit hefði núna víða
verið algjörlega hætt. „Breytingarnar á gróður-
fari og landslagi á Norðurlöndum hafa enda verið
miklar og þær plöntu- og dýrategundir sem eru í
útrýmingarhættu á Norðurlöndunum tengjast oft-
ar en ekki hverfandi landbúnaðarvistgerðum,“
sagði Anna Guðrún í erindi sínu.
Breytingar á gróðurfari
Hún sagði að í Svíþjóð hefðu margir áhyggjur af
þróuninni og náttúruverndarsinnar eins og WWF
hefðu snúist til varnar og hrundið af stað verkefni
sem fæli í sér stuðning við hefðbundinn búskap í
þeim tilgangi að viðhalda beit.
Anna Guðrún sagði að hér á landi hefði öll um-
ræða snúist um að draga úr beit, en hún taldi tíma-
bært að velta fyrir sér hvaða afleiðingar það ætti
eftir að hafa í för með sér og hvort hér yrði sam-
bærileg þróun og í Skandinavíu. Hún sagði engan
vafa leika á að breytingar hefðu orðið á gróðurfari
á Íslandi á síðustu 5–10 árum. Ástæðan væri ann-
ars vegar minni beit og hins vegar hærra hitastig.
Erfitt væri að segja fyrir um hvor þátturinn skipti
þarna meira máli.
„Almenna reglan er sú að við friðun fækkar teg-
undum,“ sagði Anna Guðrún. „Friðun svæða fyrir
beit leiðir almennt til tegundafækkunar, eins og
nágrannaþjóðir okkar hafa fengið að upplifa. Við
friðun á mikið beittum svæðum fjölgar tegundum,
en er frá líður fækkar tegundum aftur.“
Anna Guðrún sagði að líkur væru á að enn frek-
ari fækkun sauðfjár ætti eftir að leiða til verulegra
breytinga á gróðurfari landsins og þá einnig á
landslagi. Líkur væru á að á láglendi yrði vart
sömu þróunar og annars staðar á Norðurlöndum.
Sérfræðingur telur að fylgjast eigi með áhrifum minni sauðfjárbeitar á gróður
Fjölbreytni gróðurs
minnkar við minni beit
VONSKUVEÐUR gekk yfir landið
allt í gær og fór vindhraði víða upp
í 20 metra á sekúndu. Lítið tjón
varð þó af völdum veðurhamsins.
Samkvæmt Veðurstofu Íslands
fór vindurinn upp í 54 metra á sek-
úndu undir Hafnarfjalli í verstu
hviðunum og sömuleiðis voru sterk-
ar hviður á Kjalarnesi.
Veðrið var verst vestan og suð-
vestan við landið í byrjun dags og
þannig var blindbylur og hvassviðri
á Snæfellsnesi í gærmorgun. Að-
stoðuðu björgunarsveitir frá Ólafs-
vík og Hellissandi fólk sem sat fast í
bílum sínum á leið til vinnu.
Þá urðu nokkrar skemmdir á bíl-
um eftir að þakplötur fuku á þá en
engin slys urðu á fólki. Allt skóla-
hald lá niðri í Ólafsvík og á Hellis-
sandi í gærmorgun.
Á Akranesi fauk um helmingur
þaks af hesthúsi sem er rétt utan
við bæinn en að sögn lögreglunnar
varð veðrið ekki til vandræða í
þéttbýlinu.
Ökumenn á höfuðborgarsvæðinu
urðu fyrir óþægindum og meðal
annars lokaði vatnselgur tveimur
af fjórum akreinum á Miklubraut
við Elliðaárbrýr síðdegis.
Innanlandsflug lá að mestu niðri í
gærdag vegna óveðurs. Þá seinkaði
Herjólfi verulega á leið til Vest-
mannaeyja vegna hvassviðris og
ölduhæðar.
Í dag spáir Veðurstofan
suðvestanátt og víða verða 8-13
metrar á sekúndu. Bjart veður
verður austan til, en skúrir eða
slydduél annars staðar. Hiti verður
0 til 5 stig.
Morgunblaðið/Alfons
Björgunarsveitarmenn komu fólki í Ólafsvík til aðstoðar í gærmorgun en
margir sátu fastir í bílum sínum enda skafrenningur mikill á svæðinu.
Morgunblaðið/Júlíus
Starfsmenn Reykjavíkurborgar unnu við að greiða leið ökumanna um
borgina í gær en meðal annars urðu umferðartafir vegna vatnselgs sem
lokaði tveimur af fjórum akreinum á Miklubraut við Elliðaárbrýr.
Víða vont veður
FRAM kemur í skýrslu Láru V. Júl-
íusdóttur, setts saksóknara um mál
Magnúsar Leópoldssonar, að í nóv-
ember 2001 hafi ónefndur maður sett
sig í samband við Láru og sagðist
telja sér skylt að veita henni upplýs-
ingar sem hann kynni að ráða yfir
varðandi Geirfinnsmálið. Fram kom
að hann var mágur manns sem átti og
rak fyrirtækið KR-vinnuvélar þegar
Geirfinnur hvarf. Annar mágur við-
mælanda Láru vann einnig hjá þessu
fyrirtæki en sá maður er látinn. Sagði
viðmælandi Láru að þessi mágur sinn
hefði greint sér frá ýmsu varðandi
ætluð tengsl fjögurra starfsmanna
fyrirtækisins við hvarf Geirfinns.
Strikað er yfir nöfn í skýrslunni.
Í skýrslu Láru segir síðan: „Hins
vegar mun (eyða) heitinn hafa talið að
áðurgreindir fjórmenningar hjá KR-
verktökum hafi hitt Geirfinn í Drátt-
arbrautinni í Keflavík þann 19. nóv-
ember 1974. Eitthvað mun það hafa
verið í sambandi við spíra, sem verið
var að smygla með farskipum til
landsins. Geirfinnur lést í átökum við
mennina og þeir komu líkinu fyrir við
Djúpavatn og notuðu við það sprengi-
efni. Þegar björgunarsveitir fóru síð-
an að leita á þeim stað að Geirfinni
voru þeir stöðvaðir þar sem þeir voru
orðnir „of heitir“. Samkvæmt þessari
kenningu (eyða) hafi rannsóknin á
hvarfi Geirfinns verið afvegaleidd
viljandi af (eyða) sem var umbunað
með gröfu hjá (eyða) rétt áður en KR-
verktakar urðu gjaldþrota.“ Lára
segir í skýrslu sinni að hugsanleg
tengsl séu á milli Keflavíkurrann-
sóknarinnar og sakborninganna sem
síðar voru dæmdir í Geirfinnsmálinu.
Ónefndur maður
gaf sig fram