Morgunblaðið - 06.02.2003, Page 6

Morgunblaðið - 06.02.2003, Page 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ OLGA Sigríður Jóhannsdóttir, sem er 27 ára og hefur verið atvinnulaus í tæpan mánuð, hefur sótt um 70 störf og komist í um tíu viðtöl frá því hún byrjaði að leita sér að vinnu um miðj- an nóvember. „Það er árangur að fá viðtal, það segir til um að það sé eitt- hvað á ferilskránni sem atvinnurek- endur eru að leita að, en það er ótrú- lega mikið af hæfu fólki atvinnulaust í dag. Sumir fá ekki nein viðtöl sem er örugglega mjög niðurdrepandi,“ seg- ir Olga Sigríður. Hún varð fyrst atvinnulaus í byrj- un janúar árið 2002. Áður starfaði hún hjá fyrirtækjaþjónustu Pennans, en sagði starfi sínu lausu þar sem henni bauðst starf um borð í erlendu skemmtiferðaskipi. Stuttu áður en til stóð að leggja af stað fótbrotnaði hún og gat því ekki þegið vinnuna. Um leið og hún gat farið ferða sinna byrjaði hún að leita að nýrri vinnu. Eftir u.þ.b. þrjá mánuði fékk hún tímabundna ráðningu hjá Mari- tech, þar sem hún leysti af konu sem fór í fæðingarorlof. „Ég fylgdist með atvinnumarkaðnum allan þann tíma og byrjaði aftur að leita þann 11. nóv- ember. Til dagsins í dag hef ég sótt um 70 störf og farið í um tíu viðtöl,“ segir hún. Færri störf í boði nú en í fyrra Olga segir mikinn mun á atvinnu- leitinni nú og fyrir ári, þegar hún varð fyrst atvinnulaus. „Það er mun minna af störfum í boði núna og fleira fólk atvinnulaust. Það er mikið meira um fjöldauppsagnir sem maður les um í blöðunum og það gerir mann svolítið smeykan. Við erum tvímælalaust verr stödd nú en á sama tíma í fyrra.“ Olga er helst að leita að almennu skrifstofustarfi. „Það er ekki mikið í boði í þeim geira og er ég því farin að skoða aðrar leiðir. Í upphafi skoðar maður bara draumastörfin, en nú kemur næstum því allt til greina.“ Olga segir að hún hringi reglulega á ráðningarstofurnar til að minna á sig. Enda virðist það bera árangur því að í miðju viðtalinu er hringt frá ráðn- ingarstofunni Strá til að boða Olgu í atvinnuviðtal. „Maður verður bara að vera jákvæður og reyna að gera hlut- ina eins vel fyrir sjálfan sig og ég trúi því að maður uppskeri eins og maður sáir. Þetta er harður heimur og maður verður að berjast,“ segir Olga. „Ég reyni að hafa eitt- hvað fyrir stafni á hverj- um degi til að vera ekki aðgerðalaus. Ég vakna klukkan átta á morgnana og keyri kærastann minn í vinnuna. Þá reyni ég að gera eitthvað uppbyggj- andi eins og að fara út að ganga og fara í sund, til að forða því að maður fyllist vonleysi og sofi alltaf til hádegis.“ Aðspurð segist Olga hafa miklar áhyggj- ur af fjármálunum. „At- vinnuleysisbæturnar eru bara grín, þær samsvara ekki einu sinni lágmarks- launum í þessu landi og hafa ekki fylgt launaþró- un. Auðvitað hef ég áhyggjur af fjármálum en ég er það heppin að ég er ekki með börn eða stóra fjölskyldu til að sjá fyrir. Maður getur ímyndað sér að atvinnulaust fólk með fjölskyldu sé í verulegum vandræðum,“ segir Olga. „Við verðum að horfast í augu við að atvinnuleysi er vandamál á Íslandi og sumir hafa það mjög bágt, þó ég sé kannski ekki ein þeirra. Það er mjög erfitt fyrir fjölskyldur þegar fyr- irvinnan missir vinnuna. Við getum ekki borið okkur saman við aðrar Norðurlandaþjóðir eða sagt að allt verði í lagi þegar álverið kemur. Við erum að tala um daginn í dag, um árið 2003. Við verðum að grípa til ein- hverra aðgerða núna,“ segir Olga. Morgunblaðið/Kristinn Fólk í atvinnuleit segir fá atvinnutækifæri að finna á vinnumark- aðnum í dag. Ástandið sé mun verra en fyrir ári. Í samtali við Morgunblaðið lýsa þrír einstaklingar hvernig lífið gengur fyrir sig án vinnu en hver finnur sína leið til að greiða götuna fram á veg. Olga Sigríður Jóhannsdóttir Maður verður að berjast SIGURBJÖRG Jakobsdóttir er 25 ára og var ein af þeim sem misstu vinnuna þegar 200 manns var sagt upp störfum hjá Íslenskri erfða- greiningu í lok september á síðasta ári. Hún hefur því verið atvinnulaus í fjóra mánuði. Eftir að Sigurbjörg kom úr fríi var búið að breyta starfi hennar og hún færð í önnur verkefni. Stuttu síðar vildu yfirmenn að hún lækk- aði í launum eða hætti störfum ella. Hún sagðist ekki hafa getað sætt sig við launalækkun á þeim tíma. Síðan hefur hún ekki fengið vinnu. Sigurbjörg segist vera tilbúin að taka við fullu starfi. Hún sé samt í fjarnámi í Kennaraháskóla Íslands, sem hún skráði sig í í samráði við fyrri vinnuveitendur. Erfitt sé að samhæfa námið með vinnu sem er í boði því ekkert svigrúm sé gefið til að sækja skólann á ákveðnum tím- um. Námið hafi þó hjálpað henni að takast á við atvinnuleysið en frekar latt hana til að sækja um nýja vinnu. Erfitt sé að drífa sig af stað þegar margar sálrænar hindranir vegna atvinnumissis séu í veginum. Hræðslan við höfnun sé mikil. Námið kemur í veg fyrir að Sig- urbjörg fái atvinnuleysisbætur. Hún kvíðir framhaldinu þar sem hún og maðurinn hennar, ásamt ungum syni, hafi nýlega fest kaup á íbúð. Erfitt sé að standa við allar fjárhagslegar skuldbindingar sem séu fram undan. „Nú reynir á. Það lítur ekki út fyrir að ég fái námslán, atvinnuleysisbætur eða vinnu. Ég fór niður á vinnumiðlun og spurði hvernig ástandið væri. Mér var sagt að þar væri ekkert að fá.“ Sigurbjörg stefnir að því að fara á fund hjá Vinnumiðlun höfuðborg- arsvæðisins þar sem farið verður í gegnum starfsleitaráætlun. Hún segir margar sögur fljúga um bæ- inn um þessa fundi sem ekki séu til að auka áhugann eða slá á kvíðann. Hún segir að mjög lítið þurfi að koma upp á til að missa kraftinn. T.d. hafi fyrrverandi yfirmaður hennar hjá ÍE ekki þóst sjá hana úti í búð. Þá hafi hún dottið aftur niður andlega. Síðan hafi fyrirtækið gengið á bak orða sinna varðandi greiðslur launa á uppsagnarfresti, sem var annað áfall. „Það er svo auðvelt að fella mann. Ég er við- kvæm og smáatriði geta gert það að verkum að ég fer í algjöran mínus.“ Brekkurnar sem Sigurbjörg klíf- ur þessa dagana eru því brattar. „Þegar maður hrasar í brekkunni þá dettur maður lengra og lengra niður. Fallið er alltaf meira og lengra frá þeim stað sem maður var. Þetta er hæð fyrst svo verður þetta að fjalli og loks að fjallgarði.“ Brekkurnar eru brattar Sigurbjörg Jakobsdóttir ÓLAFUR Örn Ólafsson er 31 árs og vann hjá Nettó í Mjódd þangað til í október á síðasta ári. Atvinnumiss- irinn kom Ólafi á óvart og fyrsta hugsun hans var að útvega sér strax aðra vinnu eins og hann hafi alltaf gert. „Ég hef alltaf átt frekar auðvelt með að fá vinnu en núna virðist það vera frekar erfitt.“ Þegar hann sá fram á að fá ekki vinnu strax skráði hann sig hjá Vinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins. Hann segir ferlið við að skrá sig at- vinnulausan og sækja um atvinnu- leysisbætur flókið. Viðmót starfsfólks hafi líka verið kalt sem kom á óvart. Stuttu seinna hafi hann sótt hóp- fund þar sem farið var yfir starfsleit. „Þar er ákveðið ferli sett í gang. Skila þarf inn blaði sem sýnir að þú sért virkur í atvinnuleit. Þetta blað fékk ég á fundinum og fékk þrjá mánuði til að skila inn átta fyrirtækjum, sem ég hef sótt um vinnu hjá. Síðan þurfti ég að skila blaðinu aftur,“ segir Ólafur. Hann segist virkilega hafa reynt að fylgja áætlun um starfsleit sem lagt var upp með. „Ég tel mig vera virkan í atvinnuleit en það er lítið í boði núna á markaðnum hvort sem ég leita í Morgunblaðinu, Dagblaðinu, á Net- inu eða annars staðar.“ Einnig hefur hann farið í fyrirtæki og þrætt allar verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Það skilaði honum ekki árangri. Hann segir illa ganga að lifa á at- vinnuleysisbótum. „Maður getur ekki leyft sér margt.“ Hann á íbúð og get- ur enn sem komið er staðið undir þeim skuldbindingum. Ekki megi mikið út af bregða svo fjármálin fari á verri veg. Peningurinn nægir fyrir mat og því allra nauðsynlegasta. „Ég er búinn að fara á eitt nám- skeið sem var haldið til að efla ein- staklinginn. Mér fannst það mjög gott. Þar var fólk í svipaðri stöðu. Það er gott að finna að maður er ekki einn,“ segir Ólafur. Sálræn áhrif vegna atvinnumissis séu sterk og oft verði hann leiður yfir stöðu sinni. Hann segist ekkert hafa fyrir stafni og hver dagur er eins nema þegar hann fer út til að leita að vinnu. Aðspurður er Ólafur svartsýnn á framtíðina. „Eins og staðan er í dag þá er ekkert í boði og lítið í gangi eftir því sem ég sé, les og heyri.“ Átti auðvelt með að fá vinnu Ólafur Örn Ólafsson LÝST er yfir þungum áhyggjum vegna ört vaxandi fjölda þeirra ein- staklinga sem eru án atvinnu í álykt- un, sem samþykkt var á miðstjórn- arfundi ASÍ í gær. M.a. er lagt til sem mótvægisaðgerðir að opinberir aðilar flýti mannaflsfrekum framkvæmdum og að Seðlabankinn lækki stýrivexti. „Við höfum talið að Seðlabankinn gæti lækkað vexti um hálft til eitt prósent,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ. Að sögn hans eru fyrirtæki að fækka starfsfólki svo nemur 30 til 40 störfum á hverjum degi. „Þetta er al- menn undirliggjandi þróun,“ segir hann. Samstarf aðila vinnumarkaðar, stjórnvalda og Seðlabanka Áréttað er að fyrirhugaðar virkj- ana- og stóriðjuframkvæmdir munu ekki hafa veruleg áhrif fyrr en í fyrsta lagi á síðari hluta næsta árs og þunginn af þeim framkvæmdum verði ekki fyrr en 2005 til 2007. „Það er því augljóst að mati mið- stjórnar ASÍ að meginviðfangsefni við stjórn efnahagsmála nú eigi að vera að vinna gegn atvinnuleysi og öðrum einkennum slaka í efnahags- lífinu. Því telur miðstjórnin mikil- vægt að efnt verði til formlegs sam- starfs milli aðila vinnumarkaðar, stjórnvalda og Seðlabanka Íslands, með það að markmiði að móta skýra áætlun um mótvægisaðgerðir sem komi til framkvæmda á allra næstu vikum. Slíkar mótvægisaðgerðir þurfa að fela í sér eftirfarandi: Opinberir aðilar flýti mann- aflsfrekum framkvæmdum sem mögulegt er að ljúka á næstu 6–18 mánuðum. Seðlabankinn lækki stýri- vexti sína verulega, til að tryggja stöðugra gengi og treysta þannig stöðu útflutnings- og samkeppnis- greina og koma í veg fyrir frekari uppsagnir og tekjubrest. Seðlabankinn styrki gjaldeyris- forðann meira en áætlanir gerðu ráð fyrir og vinni þannig að stöðugleika krónunnar. Bankar og sparisjóðir lækki vexti og þá sérstaklega verðtryggða vexti, enda hefur ávöxtunarkrafa á skulda- bréfamarkaði lækkað frá áramótum og gefið fullt tilefni til að verðtryggð- ir vextir verði lækkaðir,“ segir í ályktun miðstjórnar. Vaxtalækkun hefur áhrif strax Gylfi segir að álit Hagfræðistofn- unar Háskóla Íslands um að vaxta- lækkanir fari ekki að hafa áhrif fyrr en eftir 12 til 18 mánuði sé rétt hvað varðar áhrif vaxtabreytinga á fjár- festingar. „Hins vegar er alveg ljóst að þessi mikla styrking krónunnar, sem almennt er talið að sé komin upp fyrir það sem efnahagsleg rök eru fyrir, veldur auknu atvinnuleysi. Þörf er á vaxtaaðgerð núna í þeim tilgangi að slá á móti væntingum á gengis- markaði, sem tengjast innstreymi gjaldeyris á árunum 2005 og 2006, vegna þess að það á ekki við nein rök að styðjast að slíkar væntingar séu að hafa áhrif til styrkingar á krón- unni í janúar 2003. Seðlabankinn er eini aðilinn sem hefur það hlutverk að stýra þessum hluta hagkerfisins og verður að bregðast við þessu með verulegri lækkun vaxta og verulegri minnkun á vaxtamun milli landa,“ segir Gylfi. Opinberir að- ilar flýti fram- kvæmdum                                     ! "       #$ # "            %  &&'  (() (* ) )& *  * * ) &)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.