Morgunblaðið - 06.02.2003, Side 13
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 13
ELLEFU norrænir rithöfundar
hafa verið tilnefndir til bók-
menntaverðlauna Norðurlandaráðs
í ár og munu sjö þeirra lesa brot
úr verkum sínum í Norræna hús-
inu í kvöld kl. 19.30. Þeir eru Jó-
hann Hjálmarsson, Álfrún Gunn-
laugsdóttir, Pirjo Hassinen,
Jørgen Norheim, Liv Kølzow,
Morten Søndergaard og Kelly
Berthelsen.
Jórunn Sigurðardóttir dagskrár-
gerðarmaður mun kynna þá til
leiks og leiða gesti inn í heim
verka þeirra með stuttri saman-
tekt áður en þeir lesa úr verkum
sínum.
Kynnisferð fyrir
tilnefnda rithöfunda
Rithöfundarnir hófu hringferð í
boði Nordbok um Norðurlöndin í
Helsinki 23. janúar síðastliðinn og
munu heimsækja Aabenraa, Eskil-
stuna, Mariehamn, Asker, Þórs-
höfn og Stokkhólm. „Þetta er eins-
konar kynnisferð, þar sem þeir
höfundar sem eru tilnefndir til
verðlaunanna eru kynntir. Verk-
efnið er nýtt í þessu starfi bók-
menntaverðlauna Norðurlandaráðs
og hófst í fyrra, þegar verðlaunin
áttu 40 ára afmæli. Höfundarnir
fóru þá einnig um Norðurlönd,
sem þótti takast vel, svo það var
endurtekið í ár,“ segir Jóhann
Hjálmarsson, annar tveggja ís-
lenskra rithöfunda sem tilnefndur
hefur verið til bókmenntaverð-
launa Norðurlandaráðs í ár. Til-
nefninguna hlaut hann fyrir síð-
ustu ljóðabók sína,
Hljóðleika.
Jóhann var nýverið
í Mariehamn á
Álandseyjum við upp-
lestur, en að upp-
lestrinum hér í
Reykjavík loknum er
ferðinni heitið til
Færeyja, og þaðan til
Stokkhólms, þar sem
Jóhann les upp ásamt
fleiri höfundum 13.
febrúar. „Þetta er
einkum í höfuðborg-
unum, en það eru
nokkrar undantekn-
ingar frá því. Stað-
irnir sem lesið er upp
á eru af margvíslegum toga, á
Álandi las ég til dæmis upp á
bókasafni borgarinnar, þar sem
mikil menningarstarfsemi fer
fram, og hér á Íslandi verður lesið
í Norræna húsinu.“
Mikill áhugi áheyrenda
Jóhanni líst mjög vel á verk-
efnið. „Ég geri ráð fyrir að það
skipti máli fyrir lesendur og þá
sem koma á þessarar dagskrár að
kynnast höfundunum. Við lesum
ekki úr tilnefndu verkunum ein-
göngu, heldur eru verk höfund-
arins í heild á dagskrá. Áheyr-
endum gefst svo tækifæri til þess
að ræða við höfundana um verkin
– við fáum tækifæri til að svara
spurningum og spjalla um efni
bókanna og aðferðir við það að
skrifa. Einnig er það gott mál fyrir
höfundana sjálfa að kynnast hinum
rithöfundunum sem eru tilnefndir
og fræðast um þá í leiðinni.“
Á hverjum stað er dreift bæk-
lingi sem gefinn hefur verið út í
tilefni ferðarinnar, þar sem nálg-
ast má upplýsingar um höfundana
og verk þeirra, sem og lýsingar
dómnefndarmanna. „Ég hef orðið
var við mikinn áhuga áheyrenda
sem koma á þessa upplestra,“ seg-
ir Jóhann.
Dómnefnd bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs mun koma sam-
an í Stokkhólmi 21. febrúar og til-
kynna hver hlýtur verðlaunin í ár.
Verðlaunin verða síðan afhent á
Norðurlandráðsþingi í Osló sem
haldið verður 27.–29. október.
Norrænir höf-
undar lesa úr
verkum sínum
Álfrún
Gunnlaugsdóttir
Jóhann
Hjálmarsson
ÞJÓÐKIRKJAN undirbýr nú um-
fangsmikla stefnumótunarvinnu og
sendi í gær út vinnugögn til sókn-
arnefnda um land allt, félaga og
stofnana innan kirkjunnar að því er
segir í fréttatilkynningu. Búast má
við að vel á annað þúsund manns taki
þátt í vinnunni þar sem rúmlega eitt
þúsund manns sitja í sóknarnefndum
auk þeirra sem sitja í nefndum.
Stefnumótunin er unnin í sam-
ræmi við samþykkt kirkjuþings 2002.
Tvennt er einkum haft að leiðarljósi,
þ.e. að greina stöðu þjóðkirkjunnar í
samtíðinni og að fá vitneskju um
hvaða skoðun fólk í þjóðkirkjunni
hefur á því hvert kirkjan skuli stefna.
Samkvæmt ályktun kirkjuþings skal
virkja sem flesta innan þjóðkirkjunn-
ar til þátttöku.
Áhugasamt fólk innan kirkjunnar
getur myndað hópa og fengið stefnu-
mótunargögn send eða nálgast þau á
vef stefnumótunar, www.kirkjan.is/
stefnumotun.
Yfir þúsund
manns í
stefnumót-
unarvinnu
Þjóðkirkjan