Morgunblaðið - 06.02.2003, Síða 14
ERLENT
14 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
G
O
TT
FÓ
LK
M
cC
A
N
N
-E
R
IC
K
SO
N
·
SÍ
A
ÁKVEÐIÐ hefur verið að velja á
milli tveggja tillagna um nýjar
byggingar á lóð World Trade Cent-
er sem hrundi eftir árásir hryðju-
verkamanna á Bandaríkin. Í báðum
tillögunum er gert ráð fyrir því að
byggingarnar verði þær hæstu í
heimi.
Sjö hópar arkitekta lögðu fram
alls níu tillögur í alþjóðlegri sam-
keppni um enduruppbyggingu
svæðisins og baráttan stendur nú
milli tveggja þeirra. Í annarri til-
lögunni, sem kom frá arkitektinum
Daniel Libeskind, er gert ráð fyrir
glerbyggingum við grunna tvíbura-
turnanna sem hrundu í árásinni.
Hin tillagan kom frá arkitektahópi
sem nefnist THINK og vill að reist-
ir verði tveir grindarturnar sem
minna á tvíburaturnana.
Í báðum tillögunum er gert ráð
fyrir því að byggingarnar verði
hærri en hæstu byggingar heims,
Petronas-turnarnir í Kuala Lump-
ur, sem eru 445 metra háir. Turnar
World Trade Center voru 405 metr-
ar.
Libeskind leggur til að reistar
verði byggingar með formum sem
minna á rúmfræðimyndir og á einni
þeirra á að vera 532 metra há turn-
spíra (eða 1776 feta til minningar
um árið sem sjálfstæðisyfirlýsing
Bandaríkjanna var samþykkt).
Turnarnir sem THINK-
hópurinn leggur til eiga að vera 500
metra háir.
Libeskind býr í Berlín og hann-
aði gyðingasafnið þar í borg, bygg-
ingu sem þótti marka þáttaskil í
þýskum arkitektúr. Hann gerir ráð
fyrir skrifstofum á 70 neðstu
hæðum bygginganna og vill að á
efstu hæðunum verði „garðar
heimsins“ sem eiga að laða að
ferðamenn. „Við viljum sýna um-
heiminum að lífið sigrar og lífs-
þrótturinn hefur ekkert minnkað
þrátt fyrir hryðjuverkin, bjartsýni
ríkir – ekki aðeins í New York,
heldur úti um allan heim,“ sagði
Libeskind.
THINK-hópurinn, undir forystu
arkitektanna Rafaels Vinolys og
Frederic Schwarz, vill að reist verði
„heimsmenningarmiðstöð“, meðal
annars bókasafn og listasafn, á
efstu hæðum turnanna.
Deilt um hæð bygginganna
Roland Betts, formaður nefndar
sem skipuleggur enduruppbygging-
unna á svæðinu, sagði að valið yrði
á milli tillagnanna tveggja fyrir lok
mánaðarins. Ýmsar breytingar
kynnu að verða gerðar á þeirri til-
lögu sem yrði fyrir valinu, m.a. af
verkfræðilegum ástæðum, en meg-
inhugmyndunum yrði haldið. Ekki
hefur verið metið hvað bygging-
arnar myndu kosta.
Deilt hefur verið um hversu háar
byggingarnar eiga að vera. Margir
New York-búar hafa hvatt til þess
að reistir verði skýjakljúfar í stað
tvíburaturnanna en nýleg skoðana-
könnun leiddi í ljós að 53% þeirra
myndu ekki vilja vinna á efstu hæð-
um bygginganna.
Larry Silverstein, verktaki sem
leigir lóðina, hefur kvartað yfir því
að í tillögunum sé ekki gert ráð fyr-
ir nógu miklu skrifstofurými. Bett
sagði að haft yrði samráð við verk-
takann í lokaáfanga samkeppninn-
ar.
Samkeppnin um enduruppbyggingu á lóð World Trade Center
Eiga að vera hæstu
byggingar heims
Reuters
Daniel Libeskind vill reisa byggingar með 532 m hárri turnspíru á lóð turn-
anna. Liebeskind teiknaði safn sem reist var í Berlín um Helförina.
Valið verður á
milli tveggja til-
lagna arkitekta
New York. AP, AFP.
TANKBÍLL með eldsneyti sprakk í
gær í grennd við birgðastöð Samein-
uðu þjóðanna í Kabúl, höfuðborg Afg-
anistans, skammt frá innanríkisráðu-
neyti landsins. Fulltrúi SÞ sagði að
ekki hefði verið skýrt frá neinu mann-
falli vegna atburðarins.
Ráðist hefur verið nokkrum sinn-
um á starfsmenn SÞ í Afganistan síð-
ustu vikurnar. Var m.a. gerð árás á
menn sem voru að gera jarðsprengj-
ur óvirkar í héraðinu Farah í landinu
vestanverðu. Einnig var gerð árás á
bílalest samtakanna í Nangarhar í
austurhlutanum.
Undanfarna daga hefur nokkrum
sinnum verið ráðist á bandaríska her-
menn í grennd við borgina Spinbold-
ak í Afganistan, skammt frá landa-
mærunum að Pakistan og því er
haldið áfram að sprengja hina mý-
mörgu hella sem er að finna á þessum
slóðum. Tilgangurinn er að svæla
skæruliða talibana og al-Qaeda-sam-
takanna út úr hellunum – eða ráða
niðurlögum þeirra.
Þrír afganskir hermenn og fimm
talibanar féllu í héraðinu Kandahar í
gær og bardagar héldu áfram við
Kardwey í Shah Wali Kot-héraði síð-
ar um daginn. Að sögn talsmanns
stjórnvalda í Kabúl voru fimm talib-
anar handteknir og stjórnandi þeirra,
múllann Abdul Hamid, var meðal
þeirra en hann særðist á átökunum.
Danir gerðu loftárás
Danskar orrustuþotur af gerðinni
F-16 létu í fyrsta sinn til sín taka í
Afganistan á þriðjudag þegar þær
vörpuðu leysistýrðum sprengjum á
hellakerfi í suðurhluta landsins.
Svend Aage Jensby, varnarmála-
ráðherra Danmerkur, skýrði frá
þessu á þingi og talsmaður flughers-
ins sagði, að dönsku orrustuflugvél-
arnar tvær hefðu verið í reglulegu
eftirlitsflugi þegar þær fengu um það
boð frá bandarískum herafla á jörðu
niðri að ráðast gegn hellakerfinu. Að
sögn Rogers King, talsmanns Banda-
ríkjahers í Afganistan, hefur verið
leitað í 46 af þessum hellum frá því til
síðustu orrustu við skæruliða kom
hinn 27. janúar, og 15 verið eyðilagð-
ir.
Danski flugherinn hefur lítið látið
að sér kveða í gegnum tíðina en tók
síðast þátt í hernaðaraðgerðum í Kos-
ovo 1999. Dönsku orrustuvélarnar,
sex talsins, hafa bækistöð í nágranna-
ríkinu Kírgístan ásamt sex norskum
og sex hollenskum herflugvélum.
Hellar talibana og liðsmanna al-Qaeda-samtakanna við pakistönsku landamærin sprengdir
Ráðist á liðs-
menn SÞ
Reuters
Bandarískir hermenn kanna einn af hellunum í grennd við landamæri Afganistans og Pakistans.
Kandahar, Kabúl. AFP.