Morgunblaðið - 06.02.2003, Page 15
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 15
Reuters
Tillaga arkitektahópsins THINK um tvo 500 m háa turna í stað World
Trade Center í New York sem ráðist var á 11. september 2001.
HÉRAÐSDÓMUR í Svíþjóð
hefur komist að þeirri niður-
stöðu að sænsk lög sem banna
áfengisauglýsingar brjóti gegn
reglum Evrópusambandsins um
innri markað og séu því mark-
laus. Fram kemur í blaðinu
Dagens Nyheter að þetta geti
þýtt auknar tekjur fyrir sænska
fjölmiðla sem nemi milljörðum
íslenskra króna.
Mál umboðsmanns neyt-
enda gegn tímariti
Um var að ræða mál sem um-
boðsmaður neytenda hefur rek-
ið gegn tímaritinu Gourmet
vegna áfengisauglýsinga en
tímaritið hefur um árabil birt
áfengisauglýsingar. Umboðs-
maðurinn tapaði málinu í hér-
aðsdómi í Stokkhólmi á síðasta
ári og vísaði þeirri niðurstöðu til
sérstaks viðskiptadómstóls sem
nú hefur staðfest héraðsdóminn.
Fleiri sænsk tímarit og dag-
blöð hófu að birta slíkar auglýs-
ingar í kjölfar dómsins á síðasta
ári. Umboðsmaður neytenda
hefur einnig stefnt þessum fjöl-
miðlum.
Svíþjóð
Bann við
áfengisaug-
lýsingum
ólöglegt
HVER skoðanakönnunin á fætur
annarri sýnir að meirihluti Norð-
manna er um þessar mundir hlynntur
inngöngu í Evrópusambandið. Í nið-
urstöðum nýjustu könnunarinnar,
sem Gallup í Noregi gerði fyrir sjón-
varpsstöðina TV2 og dagblaðið Verd-
ens Gang, kemur fram að 53,6% að-
spurðra myndu greiða atkvæði með
inngöngu, ef kosið yrði um það nú.
32,8% sögðust andvíg, 11,2% ekki
hafa myndað sér skoðun.
Þriðjungur svarenda segist hafa
sveigzt til jákvæðari afstöðu til ESB-
aðildar vegna áhyggna af áhrifaleysi
Noregs í Evrópu. Er þetta í fyrsta
sinn sem sérstaklega er spurt um
ástæður fyrir breyttri afstöðu. 34,1%
gáfu áhyggjur af áhrifaleysi Noregs
upp sem helztu ástæðuna fyrir já-
kvæðari afstöðu, 20,1% sagðist já-
kvæðari vegna hás verðlags og vaxta-
stigs í Noregi.
„Allt í allt sýnir þetta áhyggjur af
áhrifaleysi gagnvart ESB og af efna-
hagsþróuninni í Noregi,“ hefur Verd-
ens Gang eftir Bernt Aardal, sérfræð-
ingi við félagsvísindastofnunina
Institutt for samfunnsforskning í
Ósló.
„Það lítur út fyrir að það sé að
ganga upp sem Gro Harlem Brundt-
land spáði að myndi gerast með EES-
samningnum. Að hann hafi verið
hannaður sem e.k. kennslugagn til að
sýna okkur fram á eigin vanmátt.
Andstæðingar aðildar hafa ekkert
svar við þessu,“ hefur blaðið eftir
Anders Todal Jenssen, norskum sér-
fræðingi í kosningarannsóknum.
Meirihluti Norðmanna vill í ESB
Óttast áhrifaleysi
NASA, bandaríska geimvísindastofnunin,
var vöruð við því fyrir að minnsta kosti níu
árum, að hætta væri á, að geimferjur gætu
farist með manni og mús ef hitahlífarnar
yrðu fyrir skaða af völdum braks eða ein-
hverra aðskotahluta. Talið er, að brot úr
Kólumbíu hafi fallið til jarðar í Kaliforníu og
Arizona og kann það að hjálpa til við að
leysa gátuna um slysið.
Paul Fischbeck, verkfræðiprófessor við
Carnegie Mellon-háskólann, segir, að í
skýrslu, sem hann skrifaði fyrir NASA, hafi
hann varað við því, að skaði á hitahlífum
gæti tortímt ferjunum. Segir hann, að starfs-
menn NASA hafi gert sér fulla grein fyrir
þessu og glímt við þetta vandamál árum
saman án þess að finna á því fullnægjandi
lausn.
Fischbeck og samstarfsmenn hans gerðu
fyrst bráðabirgðaskýrslu fyrir NASA 1990
og fylgdu henni síðan eftir með annarri 1994.
Í henni segir Fischbeck frá rannsóknum sín-
um á fyrstu 50 geimferjuskotunum en nið-
urstaða þeirra var sú, að í hverju skoti urðu
til jafnaðar 25 hitahlífar fyrir einhverjum
skaða af völdum braks, aðallega einangrunar
utan af eldsneytisgeymum. Taldi hann ferj-
urnar vera viðkvæmastar undir vængjunum,
rétt við bolinn, og undir áhafnarklefanum.
Kemur þetta mat hans heim við þær upplýs-
ingar, sem NASA fékk rétt áður en Kól-
umbía fórst.
Mikið vandaverk
Fischbeck segir, að eitt af vandamálunum
hjá NASA hafi verið að þjálfa menn til að
líma keramikhitahlífarnar á ferjuskrokkinn
og einnig að kanna styrkleika límingarinnar
á eftir. Segir Fischbeck, að límið harðni fyrr
sé það vott og einu sinni hafi maður verið
staðinn að því að skyrpa á það til að flýta
fyrir hörðnun. Það hafi hins vegar eyðilagt
það.
Til að finna lausar hlífar er notuð sérstök
vél en í skýrslunni segir, að hún sé ekki
nógu góð nema í höndum færustu manna.
Ekki sé nóg að reyna að draga flísarnar til
sín, heldur verði að reyna að mjaka þeim til
hliðar um leið til að fullreynt sé, að þær séu
fastar.
Brakslóð þvert yfir
Bandaríkin
Fréttir eru um, að brak úr Kólumbíu hafi
fallið til jarðar í Kaliforníu og Arizona. Er
nú verið að kanna það en sé það rétt, getur
það hugsanlega veitt miklar upplýsingar um
það, sem gerðist. Þetta brak hefur þá verið
það fyrsta, sem féll úr ferjunni, og þar með
er hugsanlega unnt að rekja brakslóðina og
þar með söguna frá byrjun og þvert yfir
Bandaríkin. Fleiri líkamsleifar geimfaranna
fundust í fyrradag og þar á meðal af ísr-
aelska geimfaranum Ilan Ramon.
Þrátt fyrir áfallið eru Bandaríkjamenn
staðráðnir í að halda áfram að rannsaka
geiminn og stunda þar rannsóknir. Kínverj-
ar hafa einnig lýst því yfir að geimferða-
áætlun þeirra muni ekki verða breytt. Þeir
hyggjast ekki nota endurnýtanlegan farkost
heldur eldflaug en fyrirhugað er að kín-
verskur geimfari fari á loft síðar á árinu.
Varað við hitahlíf-
um fyrir níu árum
Reuters
Gestir í Kennedy-geimferðastöðinni í Flórída
virða fyrir sér hlífðarflísar úr keramiki neðan
á eftirlíkingu í fullri stærð af geimferju.
Í fyrstu 50 geimferjuskotunum
sködduðust 25 hlífar til jafnaðar
Houston. AP, AFP.
OPINBERU útgjöldin vegna lyfja-
notkunar Dana hafa aukist svo mikið
að stjórnmálamenn í dönsku ömtun-
um hafa lagt til að Danir borgi meira
úr eigin vasa áður en hið opinbera
byrjar að greiða lyfin niður, að sögn
danska dagblaðsins Berlingske Tid-
ende.
Formaður heilbrigðisráðs amt-
anna, jafnaðarmaðurinn Bent Han-
sen, hefur því lagt til að Danir fái
ekki opinbera lyfjastyrki fyrr en þeir
hafi greitt sjálfir um það bil 1.000
danskar krónur, andvirði 11.000 ís-
lenskra, í stað 500 d.kr. eins og nú.
„Annars þarf að ná fram sparnaði í
rekstri sjúkrahúsanna og það er ekki
raunhæft,“ hefur Berlingske Tid-
ende eftir Hansen.
Að sögn blaðsins jókst lyfjakostn-
aður amtanna um 15% í fyrra. Í fjöl-
mennasta amtinu, Kaupmannahöfn,
jókst kostnaðurinn um 5% í fyrra,
fór í 728 milljónir d.kr. og ljóst þykir
að hann fari fram úr fjárhagsáætlun
amtsins í ár og verði yfir 750 millj-
ónum d.kr. Nina Berrig, formaður
heilbrigðisnefndar amtsins, hefur
því lagt til að greiðslur þeirra sem
nota lyfin verði auknar.
Borgi meira fyrir lyfin