Morgunblaðið - 06.02.2003, Side 16

Morgunblaðið - 06.02.2003, Side 16
ERLENT 16 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍSRAELSKI herinn jafnaði í gær við jörðu heimili herskás Palest- ínumanns í flóttamannabúðum á Gazasvæðinu og bönuðu þar með aldraðri konu, Kamla Saaed, sem grófst undir braki úr húsinu. Þá skutu ísraelskir hermenn palest- ínskan lögreglumann til bana á Vesturbakkanum, eftir því sem vitni greindu frá. Talsmenn Ísraelshers sögðu ennfremur að fimmtán eftirlýstir Palestínumenn hefðu verið hand- teknir í áhlaupum á Vesturbakk- anum snemma í gærmorgun, og sjö aðrir Palestínumenn færðir til yf- irheyrslu. Á miðju Gaza-svæðinu ruddust ísraelskir hermenn með jarðýtur inn í Moghazi-flóttamannabúðirnar og rifu þar hús sem var í eigu Baha Abu Said, herskás Palestínumanns sem var drepinn í árás í nóvember 2000 fyrir að hafa drepið tvo ísr- aelska hermenn. Stjúpmóðir Abu Saids, Kamla Abu Said, var í hús- inu er það var jafnað við jörðu og dó úr þeim áverkum sem hún hlaut. Ekki var fullljóst hvers vegna hún var enn í húsinu er það var rifið. Konan kvað hafa verið heyrnardauf. Áhyggjur af efnahagsástandi Samtímis þessum umdeildu að- gerðum fjölgaði viðvörunarröddum í Ísrael, sem lýsa vaxandi áhyggj- um af efnahagsástandinu í landinu, bæði vegna áhrifa niðursveiflunnar í heimsviðskiptum sem og hinum mikla kostnaði af því að halda úti stríðinu gegn intifada-uppreisn Palestínumanna. Fundur um 50 forystumanna úr ísraelsku atvinnu- lífi gaf á þriðjudagskvöld út álykt- un, þar sem hvatt er til þess að mynduð verði þjóðstjórn pólitískr- ar breiðfylkingar sem einsetti sér að bjarga ísraelsku efnahagslífi frá hruni. Fjárlagahallinn í Ísrael var met- hár í janúar, sem fulltrúar fjár- málaráðuneytisins skýrðu með lækkun skatttekna, en sú lækkun endurspeglar hve fyrirtækin í landinu standa mörg illa. Kona grófst undir húsarústum á Gaza Umdeildar að- gerðir Ísraels- hers á Gaza Reuters Útför Kamla Saeed, sem var 65 ára og dó í árásinni á húsið, var gerð í gær. Talið er að hún hafi ekki heyrt hvað var að gerast og því ekki forðað sér. Jerúsalem. AP, AFP. ATVINNULEYSI í Þýzkalandi jókst í 11,1 prósentustig í janúar- mánuði, er 4,62 milljónir vinnufærra manna voru skráðir án atvinnu í landinu, eftir því sem þýzka vinnu- málastofnunin greindi frá í gær. Atvinnuleysisstigið hefur aldrei fyrr náð svo hátt í rúmlega fjögurra ára ríkisstjórnartíð Gerhards Schröders kanzlara. Fyrra hámark var 4,46 milljónir atvinnulausra í febrúar 1999, þegar tæpt hálft ár var liðið af fyrra kjörtímabili stjórnar- innar. Í desember sl. fór atvinnu- leysishlutfallið yfir hið pólitískt við- kvæma 10%-mark, er fjöldinn mældist 4,25 milljónir. Florian Gerster, forstöðumaður þýzku vinnumálastofnunarinnar, sagði að fyrstu merkin um að hag- sveiflan væri aftur á uppleið væru enn ekki farin að koma í ljós á vinnu- markaðnum. Mikill munur er á at- vinnuleysisstiginu í austurhluta og vesturhluta Þýzkalands. Í austrinu mælist það nú 19,5% en 8,8% í vestri. Þýzkaland Atvinnuleysi yfir 11% Frankfurt. AP. STJÓRNVÖLD í Norður-Kóreu sögðust í gær hafa gangsett kjarnaofna sína á ný og yrði starf- semi kjarnorkuvera haldið áfram með reglubundnum hætti, en henni var hætt í tengslum við samkomulag við Bandaríkin sem gert var 1994. Opinber fréttastofa Norður-Kóreu hafði eftir ónafn- greindum talsmanni utanríkis- ráðuneytisins að kjarnorkuverin yrðu notuð til að framleiða raf- magn „eins og stendur“. Ónafngreindur embættismaður í bandaríska utanríkisráðuneytinu sagði ákvörðun kommúnista- stjórnar Kim Jong-ils „mjög al- varlegt mál“ og yrðu þeir hvattir til að endurskoða hana. Hóta að hætta að viðurkenna öryggisráð SÞ „Norður-Kóreumenn verða að hætta við áætlun sína um smíði kjarnorkuvopna og gera það svo öllum sé það ljós, þannig að hægt sé að færa sönnur á það og tryggja að áætlunin verði ekki sett aftur í gang,“ sagði embættis- maðurinn. Norður-Kóreumenn sögðu einnig að þeir myndu hætta að viðurkenna öryggisráð Samein- uðu þjóðanna ef ráðið tæki Banda- ríkjamenn ekki á beinið fyrir það sem stjórnvöld í Norður-Kóreu kalla „ranga stefnu“ í málefnum Kóreuskagans. Þá vöruðu Norð- ur-Kóreumenn við því að þeir myndu grípa til ráðstafana ef Bandaríkin gerðu sig líkleg til að senda aukinn herliðsafla til Kór- euskagans. Bandarískir embættismenn og kjarnorkusérfræðingar segja að Norður-Kóreumenn geti aðeins framleitt lítið eitt af rafmagni í kjarnorkuverum sínum. Óttast þeir að hið raunverulega markmið Norður-Kóreu sé að hefja fram- leiðslu á ný á plútoni, sem notað yrði til gerðar kjarnorkuvopna. Kjarnorkuver ræst á ný í Norður-Kóreu Talið að markmiðið sé að fram- leiða efni í kjarnorkusprengju Seoul. AFP. RUUD Lubbers, yfirmaður Flótta- mannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR), segir að hugsanlegt stríð í Írak geti orðið til þess að um það bil 600.000 Írakar reyni að flýja til grannríkjanna. Lubbers telur líklegt að um helmingur flóttafólksins reyni að komast til Írans, aðallega sjítar í suðurhluta Íraks og íbúar miðhlut- ans. Búist sé við að Kúrdar í norð- urhlutanum reyni að flýja til Tyrk- lands og aðrir haldi til Sýrlands eða Jórdaníu. Ólíklegt þykir að Írakar reyni að fara til Kúveits vegna mik- ils vígbúnaðar við landamærin. Að sögn Lubbers stefna Sádi- Arabar að því að halda landamær- um sínum lokuðum en líklegt er að þeir bjóði grannríkjunum aðstoð taki þau á móti flóttafólki. Lubbers segir að varlega áætlað kunni um 600.000 Írakar að reyna að komast úr landi bresti stríð á. „Reynslan sýnir að mat okkar er aldrei nákvæmt,“ bætti hann þó við. „En þetta er besta ágiskun okkar.“ Þessi tala er í samræmi við trún- aðarskýrslu embættismanna SÞ sem komst í hendur hreyfingar sem berst gegn stríði í Írak. Í skýrsl- unni var varað við því að um þrjár milljónir af 23 milljónum íbúa Íraks kynnu að svelta og allt að hálf millj- ón gæti þurft á læknisaðstoð að halda vegna átaka eða farsótta. Flóttamannahjálpin óskaði í des- ember eftir andvirði tæpra þriggja milljarða króna til að hægt yrði að flytja matvæli og önnur hjálpar- gögn á Persaflóðasvæðið. Lubbers segir að þjóðir heims hafi ekki enn orðið við þessari beiðni. Lubbers kveðst vona að hægt verði að komast hjá stríði en Flóttamannahjálpin þyrfti að vera við öllu búin. Talsmaður Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar, WHO, sagði að henni bæri skylda til að búa sig undir að bregðast við hugsanlegum afleiðingum stríðs í Írak, meðal annars kólerufaraldri. „Við búum okkur undir það versta en vonum það besta,“ sagði hann. Óttast mikinn flóttamanna- straum frá Írak Reuters Liðsmenn Baath-stjórnarflokksins í Írak hlusta á liðsforingja á æfingu í Bagdad í gær. Baath er sósíalískur og hefur stýrt landinu í nokkra áratugi. Talið að um 600.000 manns kunni að reyna að flýja frá landinu Genf. AP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.