Morgunblaðið - 06.02.2003, Page 27

Morgunblaðið - 06.02.2003, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 27 i þig í jufullur. eitt- tt. Hér er af sam- ) í írösku verð- efnið Ég skil.“ pta- m.“ usum .“ in stafaði kar hefðu ölin væru aunin. um Íraka itað að 12 með slíkt agði hann æranlegar lífefnavopnaverksmiðjur. Greindi hann og frá því að vitað væri að til- raunir með efnavopn á 1.600 írösk- um föngum, sem dæmdir hefðu verið til dauða, til að rannsaka virkni þeirra. Þeir hefðu látið lífið með hrikalegum hætti. Þá sýndi hann myndir af flugvél sem hann kvað Íraka hafa freistað að breyta í því skyni að henni mætti beita til að dreifa eitri úr lofti. Sagði hann Íraka nú vinna að þróun smærri, fjar- stýrðra flugvéla í þessu skyni. Kjarnavopn og eldflaugar „Saddam Hussein er ákveðinn í að komast yfir kjarnorkuvopn,“ sagði Powell er hann vék að hættulegustu gereyðingarvopnunum. Sagði hann Íraksforseta nú ráða yfir vísinda- þekkingu og sprengjutækni til að framleiða slík vopn. Hann vantaði hins vegar þriðja og síðasta þáttinn, tækni til að auðga úraníum. Powell fullyrti að Írakar hefðu brotið gegn ályktunum SÞ hvað burðarkerfi fyrir gereyðingarvopn áhrærði. Þeir ættu nú „um það bil 12“ eldflaugar sem drægju 600 til 950 kílómetra. Þessi vopnaeign væri án nokkurs vafa brot gegn ályktun- um Sameinuðu þjóðanna. Þá kvað hann stjórn Íraksforseta hafa brotið gegn ályktunum SÞ með því að flytja inn í landið hreyfla í langdrægar eld- flaugar. Samstarf við hryðjuverkamenn Powell rakti ítarlega gögn sem hann kvað liggja fyrir og sanna að Saddam Hussein ætti samstarf við hryðjuverkahópa. Powell fullyrti að menn á vegum al-Qaeda-samtaka hryðjuverkamannsins Osama bin Ladens, sem gerði árásina á Banda- ríkin 11. september 2001, hefðu undanfarna átta mánuði haldið til í Bagdad, höfuðborg Íraks. Powell sýndi myndir af þjálfunarbúðum hryðjuverkamanna og kvað bin Lad- en hafa átt fundi með íröskum emb- ættismönnum en sendiráði Íraka í Pakistan hefði verið falið að halda við þessum tengslum. „Saddam Hussein hefur um langt skeið nýtt sér hryðjuverkastarf- semi,“ sagði Powell og kvað þetta einnig eiga við um hópa í Mið-Aust- urlöndum svo sem Hamas-samtökin og Íslamska Jíhad, sem einkum beittu sér gegn Ísraelum. Bandaríski utanríkisráðherrann lýsti yfir því að Saddam Hussein og stjórn hans væri raunveruleg ógn við öryggi heimsbyggðarinnar. „Hann mun ekki hætta fyrr en ein- hver stöðvar hann,“ sagði Powell og hvatti ríki í öryggisráðinu til að „taka ekki áhættuna“. Það myndu Bandaríkin ekki gera. Kvað hann ör- yggisráðið skuldbundið til að bregð- ast við brotum Íraka gegn ályktun- um þess og þá fyrr en síðar. hættir ekki og ur að stöðva“ Reuters Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í öryggisráði SÞ í gær. g- ykt- nn Í RÆÐU Powells kom fram aðÍrakar hefðu haldið áfram til-raunum með smíði lang-drægra eldflauga og einnig að þeir hefðu ekki gefið tilraunir til að búa til kjarnorkuvopn upp á bátinn. Þeir hefðu, þvert á ályktanir örygg- isráðs SÞ, gert tilraunir með ómannaðar flugvélar sem flutt gætu gereyðingarvopn og sýndi ráð- herrann loftmyndir og teikningar þessu til sönnunar. Ein myndin sýndi langa lest stórra vörubíla við tilraunastöðvar fyrir efnavopn og eldflaugar og var hún tekin tveim dögum áður en vopnaeftirlitsmenn SÞ fóru aftur til Íraks eftir fjögurra ára hlé, að sögn CNN-sjónvarps- stöðvarinnar. Ráðherrann minnti á að þegar eftirlitsmenn hefðu farið til Íraks árið 1991 hefðu þeir í fyrsta sinn rannsakað helstu kjarnorkustöðvar landsmanna og ekki talið að neitt benti til að Saddam væri að huga að vopnaframleiðslu. En maður sem hlaupist hefði undan merkjum hefði í maí sama ár veitt upplýsingar sem komið hefðu upp um Íraka. Í ljós hefði komið að þeir hefðu staðið fyr- ir viðamikilli, leynilegri áætlun um smíði kjarnorkuvopna og notað margvíslega tækni til að auðga úran. Hefði áætlunin kostað milljarða dollara. En stjórn Saddams hefði eftir sem áður staðhæft í skýrslum til Al- þjóða kjarnorkumálastofnunarinn- ar, IAEA, í Vín að engin slík vopna- áætlun væri í gangi. Hefði ekki verið gripið í taumana mætti ætla að Írak- ar hefðu verið búnir að koma sér upp kjarnorkusprengju árið 1993, mörgum árum fyrr en tortryggn- ustu menn á Vesturlöndum hefðu talið mögulegt fyrir Persaflóastríðið 1991. Árið 1995 hefði annar liðhlaupi upplýst að Saddam hefði eftir inn- rásina í Kúveit hleypt af stað áætlun um að búa til í flýti frumstæða kjarnorkusprengju. Tvö af þrem skilyrðum uppfyllt Þrennt þyrfti til að smíða kjarna- vopn, sagði Powell. Í fyrsta lagi teikningar og þekkingu, í öðru lagi hæfa vísindamenn og loks svonefnt auðgað úran sem hægt er að nota í sprengju. Stjórn Saddams Husseins ætti einvörðungu eftir að ná síðasta takmarkinu. „Frá árinu 1998 hafa tilraunir hans til að koma vopnaáætlun sinni aftur af stað beinst að síðasta atrið- inu; nægilegu magni af kjarnakleyfu efni til að koma af stað kjarnorku- sprengingu. Til þess að búa til kjarnakleyft efni þarf hann að þróa aðferð til að auðga úran.“ Powell sagði að fregnir hefðu fljótlega borist af því að stjórnvöld í Bagdad hefðu látið fela mikilvæg skjöl um ólögleg vopn á einkaheim- ilum þegar ljóst var að eftirlit yrði tekið upp á ný. „Með aðstoð upplýsinga sem við öfluðum gátu eftirlitsmennirnir ný- lega staðfest þessar fregnir með dramatískum hætti. Er þeir rann- sökuðu heimili írasks kjarnorkuvís- indamanns fundu þeir um 2.000 blaðsíður af skjölum,“ sagði Powell og bætti við að sum skjalanna hefðu verið leynileg og þau tengst kjarn- orkuvopnaáætlun Íraka. „Segið mér eitt, verða eftirlitsmennirnir að rannsaka hús hvers einasta embætt- ismanns, sérhvers liðsmanns Baath- flokksins og sérhvers vísindamanns í landinu til að komast að sannleik- anum, fá þær upplýsingar sem þeir þurfa, til að fullnægja kröfum ör- yggisráðsins?“ spurði bandaríski ráðherrann. Hann benti á að harðir diskar í tölvum íraskra vopnarannsóknar- stöðva hefðu sums staðar verið fjar- lægðir og ekkert væri vitað hvað um þá hefði orðið. Ljóst væri að um væri að ræða þátt í blekkingum Íraka og markmiðið að hindra störf eftirlitsmanna. Powell minnti á að eftirlitsmenn hefðu fundið 12 sérsmíðuð álrör sem Írakar fullyrtu að ætlunin væri að nota í flugskeytabyssur með hefð- bundnum sprengjuhleðslum. En slík viðskipti væru ávallt rannsökuð vandlega af starfsmönnum IAEA vegna þess að hægt væri að nota þau í skilvindur til að auðga úran og þess mætti geta að kaup Íraka á slíkum rörum væru óheimil. Undarleg forgangsröðun Íraka Skiptar skoðanir væru um það hvort Írakar segðu sannleikann um rörin. Bandarískir sérfræðingar teldu að rörin hefði átt að nota í skil- vindur. Powell sagðist ekki vera sér- fræðingur á þessu sviði en hann gæti þó sjálfur bent á að furðulegt væri að rörin væru úr efni sem væri mun sterkara en notað væri í sams konar flugskeyti fyrir Bandaríkja- her. „Ef til vill nota Írakar bara strangari staðla en við þegar þeir framleiða hefðbundin vopn en ég tel ekki að svo sé,“ sagði ráðherrann. Hann bætti því við að Bandaríkja- menn hefðu upplýsingar um að Írakar létu stöðugt endurbæta hönnun röranna sem þeir keyptu er- lendis en það væri undarleg ráðstöf- un þegar haft væri í huga að rör fyr- ir flugskeytabyssur væru einnota; flugskeytin sundrast sem kunnugt er þegar þeim er beint að skotmarki. Powell sagði að Írakar væru einn- ig að reyna að komast yfir ýmsan annan hátæknibúnað sem notaður sé í tæki til að auðga úran, þ.á m. búnað fyrir gas-skilvindur. Um það væru til margar heimildir en Írakar hefðu meðal annars leitað hófanna um kaup á slíkum búnaði í Rúmeníu, á Indlandi, í Rússlandi og Slóveníu. Reyna að auðga úran til að smíða sprengju AP Umdeild, sérsmíðuð álrör sem Írakar létu framleiða fyrir sig erlendis og sögðu að nota hefði átt í hleðslur fyrir flugskeytabyssur. Bandaríkja- menn telja að nota hafi átt rörin í búnað til að auðga úran í kjarnorku- sprengju. Benti Powell á að Írakar hefðu gert undarlega miklar kröfur um nákvæma smíði á rörum sem ættu að vera í flugskeyti og því einnota. otað þessi ann hefur fólki. Síð- fur ekkert f beitingu asið? hefði tekið na, að þeir n af hinu en aðeins að drepa iðurkennt á Hussein dams, en hann flýði land en hvarf síðan aftur til Íraks. Var hann þá tekinn af lífi. Sagði Powell, að vitað væri úr fjórum ólíkum áttum, að Írakar hefðu komið sér upp fullkomnum, færanlegum lífefnaverksmiðjum og rannsóknarstofum, sem framleitt gætu miltisbrand, rísín og önnur efni í lífefnavopn. Sagði hann, að þessar stöðvar væru að minnsta kosti sjö og unnt að fela þær í flutningabílum og lestum, sem færu frá einum staðnum til annars. Vitað væri, að flutninga- bílar, sem notaðir væru í þessu skyni, væru a.m.k. 18 og hugsanlega fleiri. Reuters navopnageymslu og sérútbúnum bíl til sótt- 10. nóvember í haust en myndin til hægri 22. ameinuðu þjóðanna að renna í hlað. Fundu þeir unum hafði verið, og sótthreinsa þær. flaugar“ COLIN Powell, utanríkis-ráðherra Bandaríkjanna,hélt því fram í ræðu sinni að „ískyggileg tengsl“ væru á milli stjórnvalda í Írak og liðs- manna al-Qaeda-hryðjuverka- samtakanna. Írakar ættu í stöð- ugum samskiptum við al-Qaeda og háttsettur al-Qaeda-liði, Abu Musab al-Zarqawi, hefðist við í Norður-Írak. Sýndi Powell gervi- hnattamyndir af búðum Zarqaw- is. Powell sagði að þegar Banda- ríkjaher hefði rutt Talibana- stjórninni í Afganistan úr vegi haustið 2001 hefði Zarqawi fund- ið sér nýtt hæli – hann hefði kom- ið sér upp búðum í Norðaustur- Írak. „Í þessum búðum er mönn- um kennt að búa til rísín og annað eitur,“ sagði Powell en fram kom hjá honum að Zarqawi væri sér- fróður um framleiðslu slíkra efna. Sýndi Powell myndir af fjölda al-Qaeda-manna sem hann sagði hluta af neti hryðjuverkamanna sem starfaði í Norður-Afríku, Vestur-Evrópu og í Georgíu og Tétsníu. Nokkrir nánir samstarfs- menn al-Zarqawis væru virkir liðsmenn skæruliðasveita í Pank- isi-skarði í Georgíu og í Tétsníu. Fer frjáls ferða sinna í Bagdad „En Zarqawi hefst ekki aðeins við á litlu svæði í Norðaustur- Írak,“ sagði Powell. „Hann ferð- aðist til Bagdad í maí 2002 til að komast undir læknishendur. Þar dvaldi hann í tvo mánuði á meðan hann náði fullri heilsu. Á meðan hann dvaldist í Bagdad komu rúmlega tuttugu öfgamenn saman í borginni og settu þar á lagg- irnar bækistöðvar. Þessir vopna- bræður al-Qaeda, sem hafast við í Bagdad, stýra nú ferðum manna, fjármuna og aðfanga inn og út úr Írak fyrir sellu Zarqawis og þeir hafa getað unnið verk sitt óáreitt- ir í höfuðborg- inni undanfarna átta mánuði.“ Bin Laden og Saddam gerðu sam- komulag Powell sagði það ekki koma á óvart að Írak- ar hefðu skotið skjólshúsi yfir Zarqawi og aðstoðarmenn hans. Löng hefð væri fyrir tengslum milli Íraks og al-Qaeda. „Ef við förum aftur til upphafs síðasta áratugar, þegar [Osama] bin Lad- en var í Súdan, þá náðu Saddam og bin Laden, að sögn heimildar- manns úr al-Qaeda, samkomulagi um að al-Qaeda hætti að styðja hryðjuverk sem beindust gegn stjórninni í Bagdad.“ Sagði Powell að íraska leyni- þjónustan hefði átt í nánum sam- skiptum við al-Qaeda frá því snemma á síðasta áratug síðustu aldar. Kom fram hjá ráðherran- um að liðsmenn al-Qaeda, sem Bandaríkjamenn hafa í haldi, hefðu upplýst að Saddam Hussein, forseti Íraks, hefði gerst áhuga- samur um að aðstoða al-Qaeda eftir hryðjuverkaárásir samtak- anna á sendiráð Bandaríkjanna í Tansaníu og Kenýa sumarið 1998. Útsendarar stjórnarinnar í Bagdad hefðu reglulega heimsótt bin Laden til Afganistan. Írakar hefðu notað sendiráð sitt í Pak- istan sem miðstöð samskiptanna við al-Qaeda fram til 2001. „Sumir trúa því, sumir halda því fram að þessi samskipti skipti litlu. Veraldleg einræðisstjórn Saddams og trúarofstæki al- Qaeda eigi ekki samleið. Sú til- hugsun róar mig ekki neitt. Metn- aður og hatur Íraka og al-Qaeda nægir fyllilega til að þeir séu til- búnir til að fylkja liði saman,“ sagði Powell. „Ískyggileg tengsl“ Íraka og al-Qaeda Musab Zarqawi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.