Morgunblaðið - 06.02.2003, Síða 30
UMRÆÐAN
30 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
S
tórt verkefni blasir við
mönnum eftir hernað-
arátök í Írak (sem nú
virðast allt að því óhjá-
kvæmileg): að lappa
upp á samband Bandaríkjanna og
Evrópu. Þetta verkefni mun ekki
aðeins snúast um opinber tengsl
ríkja í millum, heldur líka um um-
byltingu almennra viðhorfa.
Á ferðalagi mínu um Bandaríkin
í haust varð ég var við að hvar sem
maður kom – hvort sem um var að
ræða menntastofnun í Seattle eða
híbýli utanríkisráðuneytisins
bandaríska í
Washington –
var verið að
tala um grein,
sem birtist í
fyrrasumar í
fræðiritinu
Policy Review. Höfundurinn heitir
Robert Kagan en grein hans hefst á
þessum orðum: „Það er kominn
tími til að hætta þeim þykjustuleik
að Evrópubúar og Bandaríkja-
menn deili sýn á heiminn, eða að
þeir yfirhöfuð lifi í sama heimi.“
Er það kenning Kagans að Evr-
ópa hafi snúið baki við valdi og
valdbeitingu eftir hálfa öld friðar og
stöðugleika, þar ríki trú á samninga
og diplómatískar lausnir [les: getu-
leysi]. Á meðan vantreysti Banda-
ríkin alþjóðasamningum og -stofn-
unum (þ. á m. Sameinuðu
þjóðunum) sem aldrei fyrr og telji
að til að tryggja raunverulegt ör-
yggi í víðsjálum heimi, og til að
tryggja framgang lýðræðishefðar-
innar, þurfi menn að búa yfir valdi
[les: hernaðarafli] – og vilja til að
beita því. „Þetta er ástæða þess að
þegar rætt er um stærstu strateg-
ísku spurningar samtímans í
heimsmálunum, þá eru Bandaríkja-
menn sem Marsbúar á meðan Evr-
ópumenn koma frá Venus: þeir eru
sammála um afar fátt og skilja hvor
annan verr og verr.“
Greinin heitir „Power and Weak-
ness“ og nú er komin út bókin Of
Paradise and Power, þar sem Kag-
an kafar dýpra ofan í þetta efni.
Grein Kagans birtist í júní/júlí-
hefti Policy Review. Margt hefur
gerst síðan þá sem bendir til að
fræðimaðurinn hafi býsna mikið til
síns máls (Ronald D. Asmus og
Kenneth M. Pollack andmæla þó
kenningu hans í október/nóv-
ember-hefti Policy Review). Að
minnsta kosti virðist heimssýn
Donalds Rumsfelds, varnarmála-
ráðherra Bandaríkjanna, eiga lítið
skylt við þá sem menn aðhyllast í
höfuðborgum „gömlu Evrópu“,
sem Rumsfeld kallaði svo fyrir
nokkrum dögum.
Það er ekki aðeins afstaða Ger-
hards Schröders, kanslara Þýska-
lands, til hugsanlegra hernaðarað-
gerða í Írak sem bendir til að vík
hafi myndast milli vina. Af ummæl-
um pistlahöfunda ýmissa stórblaða
í Bandaríkjunum nýverið má ráða
að þar vestra er það alveg jafn-
vinsælt sport, að hneykslast á Evr-
ópumönnum, eins og það hefur ver-
ið að gagnrýna Bandaríkjamenn
fyrir fruntaskap hérna megin Atl-
antshafsins.
Jafnvel hinir hófsömu í flokki
þekktra dálkahöfunda vestra hafa
látið ljós sitt skína í þessum efnum
að undanförnu. Nicholas D. Krist-
of, dálkahöfundur The New York
Times, rifjar t.d. upp að Banda-
ríkjamenn hafi spurt sig í kjölfar
árásanna 11. september 2001 hvers
vegna arabar hötuðu þá. Nú sé
hins vegar spurningin hvers vegna
allir hati Bandaríkjamenn. Vitnar
Kristof m.a. til greinar sem breski
rithöfundurinn John le Carré ritaði
nýverið í The Times en þar fer le
Carré hörðum orðum um framferði
Bandaríkjamanna: „Bandaríkin
eru á ný stödd í miðju tímabili
sögulegs brjálæðis, en ég man ekki
eftir því jafnslæmu.“
Kristof segir þessi orð le Carrés
til marks um að Evrópumenn hafi
þá skoðun á Bandaríkjunum um
þessar mundir að þau séu staðráð-
in í að gera nákvæmlega það sem
þeim sýnist, sama hvað öðrum finn-
ist. Bandaríkin séu hið eiginlega
„útlagaríki“ [e. rogue state].
Tekur Kristof fram, að ekki
megi leiða það hjá sér þegar svona
viðhorf þjaki helstu bandalags-
þjóðir Bandaríkjanna. Vinur sé sá
sem til vamms segi. Kristof telur
gagnrýnina þó ósanngjarna, eink-
um er hún kemur frá Frökkum.
Raunar eiga flestir álitsgjafa,
sem um þetta efni rita vestra, það
sameiginlegt að fara hörðustum
orðum um Frakka – jafnvel þó að
hinn þýski Schröder hafi verið af-
dráttarlausari í andstöðu sinni við
stríð við Írak heldur en Chirac
hinn franski.
Eða kannski er það einmitt þetta
sem pirrar Kana: þeim finnst
Frakkar sekir um tvískinnung. Á
sama tíma og Jean-Pierre Raffarin
forsætisráðherra tali um þörfina á
því að „rödd Frakka hljómi sem
aldrei fyrr í heimi sem genginn sé
af göflunum“ og að „hið klóka
Frakkland“ verði að láta rödd sína
hljóma í „sturluðum heimi“, séu
þeir að senda flugmóðurskip sitt,
Charles de Gaulle, til Persaflóans.
Eins og Alexander Haig, fyrrver-
andi utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, bendir á í grein í Wall Street
Journal á þriðjudag eru Frakkar
ekki að senda de Gaulle þangað til
að stöðva Bandaríkin, heldur til að
taka þátt í stríðsrekstrinum – hvað
sem líði fullyrðingum um hina sið-
menntuðu Evrópu versus hina
gölnu Ameríkana.
Thomas L. Friedman, sem einn-
ig skrifar fyrir The New York Tim-
es, segir á sunnudag að vissulega
megi færa sterk rök fyrir því að
ráðast ekki á Írak. Afstaða Evr-
ópubúa einkennist hins vegar af
minnimáttarkennd og tvískinn-
ungi, sem þeir feli á bak við „mór-
alskt yfirlæti“. Finnst Friedman –
sem er í hópi hófsamari pistlahöf-
unda – framferði Evrópumanna
„óþolandi“ [e. insufferable].
Séu þetta ríkjandi viðhorf vestra
– og telji Evrópumenn Bandaríkin
raunverulega þjást af mikil-
mennskubrjálæði – er augljóst að
það verður þrautin þyngri að berja
í bresti sambandsins yfir Atlants-
ála.
Kagan og
„gamla“
Evrópa
„Það er kominn tími til að hætta þeim
þykjustuleik að Evrópubúar og Banda-
ríkjamenn deili sýn á heiminn, eða að
þeir lifi yfirhöfuð í sama heimi.“
VIÐHORF
Eftir Davíð Loga
Sigurðsson
david@mbl.is
Robert Kagan, 2002
MIKIÐ hafði ég gaman af grein-
arkorni dr. Stefáns Aðalsteinssonar
í gær (Mbl. 29. janúar). Þar fjallaði
hann m.a. um þann stórgóða árang-
ur sem við höfum náð hérlendis með
öflugri ræktun íslenskra kúa. Í
greininni vitnaði hann til viðtals við
undirritaðan, frá því í Mbl. 22. jan-
úar sl. Í því viðtali fjallaði ég m.a. um
það að hérlendis er kúastofninn mun
minni en í mörgum nágrannalöndum
okkar og að það er ákveðið vanda-
mál við framræktun kúnna. Út frá
þessari fullyrðingu minni, sem ég tel
reyndar að flestir ræktunarmenn
séu sammála um, leggur Stefán út
með alröngum hætti. Það vita allir
vísindamenn, eða eiga að vita í það
minnsta að úrvalsyfirburðir einstak-
linga sem valdir eru til framrækt-
unar verða miklu minni í litlum kúa-
stofnum en í stórum stofnum. Það
helgast af því að alltaf þarf að velja
ákveðinn lágmarksfjölda í litlu stofn-
unum til að komast hjá óhóflegri
aukningu skyldleikaræktar. Í þessu
samhengi má benda á að erfðafram-
farir í íslenska stofninum verða að
hámarki um 2⁄3 af því sem vænta má í
stærri stofnum, þannig að erfða-
munurinn eykst með hverju árinu
sem líður.
Vera má að þetta vefjist fyrir
fleirum en Stefáni og til einföldunar
má líkja þessu við árangur Íslend-
inga í handbolta. Þrátt fyrir að við
séum fámenn þjóð hefur árangurinn
verið framar vonum í þessari
íþróttagrein. Ástæðan er m.a. sú að
hérlendis hefur á undanförnum ár-
um verið byggt upp gott kerfi við
þjálfun ungmenna í handbolta og
áhuginn á honum er mikill. Það vita
það þó sennilega allir innst inni að
stóru þjóðirnar eiga meiri möguleika
en við, þar sem þar eru einfaldlega
miklu fleiri að stunda handbolta og
líkurnar á að finna frábæra þarlenda
einstaklinga í allar stöður á vellinum
eru mun meiri en við höfum hér-
lendis. Sem sagt: úrvalsyfirburðir
erlendra þjóða við val á handbolta-
mönnum eru meiri en hérlendis. Það
má segja að það sé það sama með
ræktunina hjá okkur á kúm.
Við höfum, vegna smæðar kúa-
stofnsins, lagt höfuðáherslu á að sem
flestir kúabændur séu með skýrslu-
hald þannig að við getum fundið
bestu einstaklingana á hverjum tíma
í stofninum okkar. Þá höfum við
meðvitað varast of mikla skyldleika-
rækt til að tryggja okkur enn frekar
til framtíðar og lagt mikla áherslu á
notkun skráðra nauta í öllu rækt-
unarstarfi. Með þessu móti hefur
okkur tekist að ná meiri og betri ár-
angri en sjálfsagt nokkur hefur þor-
að að vona og við stefnum að sjálf-
sögðu áfram að áframhaldandi
góðum árangri. Það breytir þó ekki
þeirri staðreynd að samhliða bætt-
um árangri og aukinni ársnyt ís-
lenskra kúa, þá fækkar kúnum þar
sem íslenski markaðurinn tekur við
áþekku magni af mjólk árlega. Þetta
er því og verður vandamál, sem okk-
ar færustu ræktunar- og vísinda-
menn vita af og vinna því í samræmi
við það við skipulagningu á rækt-
unarstarfinu.
Ræktun kúa
og handbolti!
Eftir Snorra
Sigurðsson
„… úrvals-
yfirburðir
einstaklinga
sem valdir
eru til fram-
ræktunar verða miklu
minni í litlum kúastofn-
um en í stórum …“
Höfundur er framkvæmdastjóri
Landssambands kúabænda.
Í NOKKUR ár hafa átt sér stað
umræður um möguleika íslenskrar
tónlistar erlendis. Skýrslur sem unn-
ar hafa verið skiluðu afgerandi nið-
urstöðu um að útflutningur íslenskr-
ar tónlistar geti eflt innlenda sköpun
ásamt því að skila þátttakendum og
þjóðarbúi fjárhagslegum arði. Þegar
skýrslan „Aukin sóknarfæri“ kom út
á vegum iðnaðar- og viðkskiptaráðu-
neytisins í byrjun árs 1997 var það
álit höfunda hennar að Íslendingar
ættu sóknarfæri umfram aðrar
Norðurlandaþjóðir. Ráðamenn þess-
ara þjóða gerðu sér hins vegar betur
grein fyrir tækifærinu sneyddu að
mestu hjá menningarpólitísku þrasi
og hófust handa. Norðurlandaþjóð-
irnar hafa náð athyglisverðum ár-
angri á þessu sviði. Grundvöllur
hans er að mörgu leyti afleiðing góðs
samstarfs ríkisvalds og tónlistariðn-
aðar landanna. Hann kemur m.a.
fram í blómstrandi sköpun, auknum
atvinnutækifærum og góðum tekjum
af útflutningi tónlistar. Má nefna
sem dæmi að útfltuningstekjur Dana
vegna tónlistar voru 7,7 milljarðar
íslenskra króna árið 1999 og Svía
41,7 milljarðar árið 2000. Aukning
útflutningstekna af tónlist undanfar-
in ár er langt yfir vexti þjóðartekna í
þessum löndum.
Fulltrúar menntamálaráðuneytis
tóku þátt í störfum nefnda um þessi
mál hérlendis. Ein helsta niðurstað-
an var að stofnaður yrði sérstakur
sjóður sem hefði það að markmiði að
efla innviði íslensks tónlistariðnaðar
til útflutnings. Engu að síður ákvað
fyrrum menntamálaráðherra, Björn
Bjarnason, að stöðva framgang
frumvarps um Þróunarsjóð tónlistar
sem iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið
var tilbúið að leggja fram á vorþingi
árið 1999. Þetta var undanfari þess
að hann gerði svo ágreining um
verkskiptingu þessa málaflokks við
iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Sú
ákvörðun var sérkennileg í ljósi und-
angenginnar þátttöku menntamála-
ráðuneytis í áralöngu ferli og fyrir-
liggjandi tillögum til úrbóta. Ekki
síður ef haft er í huga að formenn
allra fagfélaga íslensks tónlistarlífs
og Bandalags íslenskra listamanna
höfðu áður skrifað undir yfirlýsingu
þess efnis að þeir styddu efni frum-
varpsins. Uppgefin ástæða þessarar
„tæklunar“ var sú að fella þyrfti
þennan þátt undir samræmda lög-
gjöf um tónlist sem menntamála-
ráðuneytið ætlaði að standa að.
Auk sköpunarkrafts er forsenda
góðs árangurs Íslendinga í nýsköp-
un tónlistariðnaðarins sú að innviðir
greinarinnar standist kröfur alþjóð-
legs samstarfs og samkeppni. Það að
útgerðin eigi heimahöfn hérlendis
tryggir einnig að tekjur skila sér til
þjóðarbúsins. Þótt ríkisvaldið hafi
dregið lappirnar hvað það varðar að
koma ákveðnum faglegum ramma og
jöfnuði á þessi mál, hafa tónlistar-
menn og fyrirtæki áfram leitað fyrir
sér um þátttöku í alþjóðlegum tón-
listariðnaði. Menntamálaráðuneytið
og iðnaðar- og viðskiptaráðneytið
ásamt Nýsköpunarsjóði hafa orðið
við ýmsum beiðnum um styrkveit-
ingar í þessum efnum. Þótt slíkt sé
auðvitað gert af góðum hug, er ljóst
að hvorki skýrar reglur né fagmat
liggur til grundvallar ákvarðanatök-
um. Það er auðvitað ánægjulegt þeg-
ar „okkar fólk“ vekur athygli í út-
löndum. Hinsvegar er það um-
hugsunarvert að fánaberar ís-
lenskrar tónlistar á erlendri grund:
Björk, Sigur Rós, Quarashi, Leaves,
Caput og múm eru samningsbundin
erlendum fyrirtækjum. Sala platna
þeirra á Íslandi er háð leyfi hins er-
lenda útgefanda. Eitt meginmark-
mið útrásar íslenskrar tónlistar er
öndvert við þetta fyrirkomulag. Út-
gáfurétturinn ætti að vera vistaður
hérlendis og hann framleigður til er-
lendra aðila. Auðvitað á samnings-
réttur að vera frjáls og alls ekki má
hneppa tónlistarfólk í neinskonar
átthagafjötra. En stefnuleysi stjórn-
valda á heldur ekki að geta af sér
stefnu sem miðar að því að flytja
burt hæfileika, verða af tekjum og
fyrirgera tækifærum til frekari upp-
byggingar.
Það er ekkert í tillögum um stuðn-
ing ríkisins við tónlistariðnaðinn sem
nálgast ríkisrekna útgáfustarfsemi.
Aðeins er um að ræða lítið skref í þá
átt að tónlist séu skapaðir útflutn-
ingsmöguleikar sem festi rætur hér-
lendis. Slík aðgerð yrði ekki nema
lítið lóð á þær vogarskálar sem jafn-
aði möguleika dægurtónlistar sam-
anborið við t.d. (dægur)kvikmyndir,
(dægur)bækur og (dægur)leikhús
sem búa við öflugt stoðkerfi. Sígild
tónlist býr þegar að miklum stuðn-
ingi ríkisins og nyti jafnræðis hvað
útflutningsmál varðar. Aðalatriði
eftir sem áður er að tónlistariðnað-
urinn sé samkeppnisdrifinn.
Með því að gera ágreining um
verkaskiptingu ráðuneyta að aðalat-
riði og stöðva framgang Þróunar-
sjóðs tónlistar tók menntamálaráðu-
neytið um leið á sig skyldur. Í ræðu á
Íslensku tónlistarverðlaununum ný-
verið lét menntamálaráðherra, Tóm-
as Ingi Olrich, þau orð falla að hann
hygðist standa fyrir stofnun tónlist-
arsjóðs og að sá þáttur myndi tekinn
út úr fyrirhugaðri samræmdri lög-
gjöf sem hýsa átti hugmyndina. Því
ber að fagna ef ráðherra ætlar að
beita sér í málefnum tónlistarinnar
og forvitnilegt verður að fylgjast
með hver stefnumörkun tónlistar-
sjóðsins verður. Það er fátt hvimleið-
ara en að hlusta endurtekið á sömu
plötuna. Umræðan um þessi mál er
farin að bera þess konar einkenni.
Búið er að gera faglegar úttektir,
skila ákveðnum niðurstöðum og
módel hafa verið byggð úr sams kon-
ar efni á hinum Norðurlöndunum.
Það verður spennandi að heyra
hvaða plötu DJ Tom setur á fóninn.
Bara að það sé ekki kosningaplat(a)
heldur verk sem tala og syngja svo
tónlistariðnaðurinn allur geti tekið
undir og spilað með.
Fáum við nýja
plötu á fóninn?
Eftir Steinar Berg
Ísleifsson
„Forvitnilegt
verður að
fylgjast með
stefnumörk-
un tónlist-
arsjóðsins.“
Höfundur er ráðgjafi um
tónlistarmál.