Morgunblaðið - 06.02.2003, Page 33
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 33
SJÁ NÆSTU SÍÐU
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það,
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því,
sem ég get breytt,
og vit til að greina
þar á milli.
(Æðruleysisbænin.)
Halldór.
Ísland er land þitt, og ávallt þú geymir
Ísland í huga þér, hvar sem þú fer.
Ísland er landið, sem ungan þig dreymir.
Ísland í vonanna birtu þú sér.
Ísland í sumarsins algræna skrúði,
Ísland með blikandi norðljósatraf.
Ísland, er feðranna afrekum hlúði.
Íslands er foldin, sem lífið þér gaf.
Íslensk er þjóðin, sem arfinn þinn geymir.
Íslensk er tunga þín, skír eins og gull.
Íslensk sú lind, er um æðar þér streymir.
Íslensk er vonin af bjartsýni full.
Íslensk er vornóttin albjört sem dagur.
Íslensk er lundin með karlmennsku þor.
Íslensk er vísan, hinn íslenski bragur.
Íslensk er trúin á frelsisins vor.
Ísland er land þitt, því aldrei skal gleyma.
Íslandi helgar þú krafta og starf.
Íslenska þjóð, þér er ætlað að geyma
íslenska tungu, hinn dýrmæta arf.
Ísland sé blessað um aldanna raðir,
Íslenska moldin, sem lífið þér gaf.
Ísland sé falið þér, eilífi faðir.
Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf.
(Margrét Jónsdóttir.)
Megi minning um góðan dreng
lifa.
Með bróðurkveðju,
Einar.
Elsku besti Jón Otti mágur minn.
Ég kveð góðan dreng með sárum
söknuði.
Allt frá því ég kynntist þér, en þá
varstu bara ungur drengur innan við
fermingu, hefurðu litað líf mitt með
gæsku, gleði og einstakri vinsemd.
Þú varst alltaf uppátækjasamur,
kraftmikill og vildir að hlutirnir
gerðust hratt. Ég sé þig fyrir mér
þegar við í sameiningu gerðum her-
bergið þitt hreint fyrir fermingar-
veisluna þína og þú stakkst upp á því
að við notuðum óblandað klór og
hendur voru látnar standa fram úr
ermum.
Þú vildir alltaf vera nálægt okkur
Ragga, enda ekki nema fjögurra ára
aldursmunur á okkur, og við gerðum
ýmislegt saman. Þið Raggi voruð
óaðskiljanlegir bræður en við deild-
um vinskapnum við hann í bróðerni.
Vorum saman, poppuðum, gerð-
um nákvæm skipti, sátum síðan og
spjölluðum og þið bræðurnir gerðuð
endalaust að gamni ykkar með sér-
stökum húmor sem ég hreifst af og
fékk alla til að líða vel.
Seinna þegar við byrjuðum að búa
var alltaf spennandi að fá þig í heim-
sókn, brandararnir flugu og alltaf
fjör og alltaf eitthvað ófyrirséð.
En undirliggjandi var það sem
hefur verið einkennandi í þínu fari,
vinsemd og óbilandi virðing fyrir
öllu fólki og þú hefur alltaf verið til í
að rétta öðrum hjálparhönd.
Ég fann líka alltaf fyrir því hve
bróður þínum þótti innilega vænt um
þig og naut þess að hafa þig hjá okk-
ur. Börnunum okkar og barnabörn-
um hefur þú líka alltaf verið einstak-
lega kær.
Þú eignaðist líka þína góðu fjöl-
skyldu og aldrei hefur borið skugga
á okkar vináttu og þeirra. Við höfum
margs að minnast og mikið að
þakka. En nú ert þú farinn frá okkur
og ég bið guð að blessa þig og varð-
veita og veita þér líkn. Berglindi,
börnunum þínum og bræðrum bið ég
Guðs blessunar í þessari þungu
raun.
Ingibjörg Gunnarsdóttir.
Það er með miklum trega og sökn-
uði að ég kveð Nonna bró eins og ég
kallaði hann alltaf. Þó að Jón Otti
væri föðurbróðir minn, fannst mér
hann alltaf vera eins og stóri bróðir
minn. Þannig hugsaði ég ávallt til
hans. Þess vegna var hann bara
Nonni bró, kannski líka til aðgrein-
ingar frá öðrum Jón Ottum fjöl-
skyldunnar. Nonni var uppáhalds-
frændi minn að öðrum ólöstuðum og
vissi svo sannarlega af því, því þann-
ig kynnti hann sig alltaf þegar við
töluðum saman í síma. „Hæ,“ sagði
hann, „þetta er uppáhaldsfrændi
þinn.“ Svo hló hann eins og honum
einum var lagið, því léttleiki hans og
gamansemi var aldrei langt undan.
Nonni var 12 ára gutti á leið inn í
unglingsárin þegar ég fæddist.
Fyrstu árin mín bjuggum við á sama
bletti á Bergstaðastrætinu, sem og
reyndar megnið af stórfjölskyldunni.
Mínar fyrstu minningar snúast um
hljómsveitaæfingar í gömlu Brennu,
þar sem Nonni og Raggi bróðir hans
voru með afdrep. Þeir bræður báðir,
sýndu litlu frænku sinni ómælda
þolinmæði og natni í orðum og verki
og fékk ég stundum að hanga með
þeim og sitja ofan á magnaranum
þegar hljómsveitin hans Ragga var
að æfa Bítlalögin. Þegar við fluttum
til Hafnarfjarðar, liðu ekki mörg ár
þangað til Nonni var líka fluttur
þangað og bjó þar um nokkurra ára
skeið. Þegar svo Birna Dögg frænka
mín fæddist, fékk ég oft að passa
hana og gisti þá gjarnan hjá þeim.
Nonni lagði mikla rækt við að kynna
fyrir mér íslenska sem og erlenda
tónlist, tónlist sem ég held upp á enn
þann dag í dag. Á þessum sömu
árum bjó Nonni um tíma einn og
fékk hann mig oft til að hjálpa sér
við að þrífa íbúðina. Allir sem þekkja
mig vita að það var svo sannarlega
ekki eitt af mínum uppáhaldsverk-
um á þessum árum, fremur en nú!
Nonna tókst hins vegar að gera
þessi verk ákaflega skemmtileg og
eftirsóknarverð fyrir mig hundfúlan
unglinginn, því hann setti einfald-
lega plötu á fóninn og skrúfaði upp í
tækjunum. Við dúndrandi tónlist
fórum við svo bæði hamförum með
tuskuna og allt varð skínandi hreint
og við skemmtum okkur vel. Að
launum fyrir hjálpina gaf hann mér
gjarnan þá plötu sem við hlustuðum
á. Mér þótti þessar stundir mjög
skemmtilegar og sóttist jafnvel eftir
að fá að þrífa með honum. Nonni
hafði einstakt lag á að láta manni
líða sem jafningja. Aldur skipti ekki
miklu máli. Ég fékk vissu þess all-
nokkru sinnum hversu mikið hann
bar hag minn fyrir brjósti og þótti
mér vænt um það. Eftir að hann hóf
störf í lögreglunni, varð hann án efa
meðvitaðri um hættur samfélagsins.
Ég man sérstaklega eftir einu skipti,
þar sem Nonni hringdi heim í for-
eldra mína til að biðja þau um að
passa að ég væri ekki ein úti að
þvælast á kvöldin. Þrátt fyrir að mér
þætti flest það sem kom frá mér
eldra og vitrara fólki glatað, þá var
það nú svo að ég virti þessi skilaboð
hans, tók mark á þeim og varð þess
vegna kannski eilítið meðvitaðri en
áður. Eftir að ég fór sjálf að búa átti
hann það einnig til að hringja og
hafa áhyggjur af frænku sinni. Aldr-
ei nokkurn tímann gagnrýndi hann
þær leiðir eða þá valkosti sem ég
valdi mér, þó að ég vissi oft að hann
væri ekki sammála þeim. Ef svo bar
undir, benti hann mér gjarnan á aðr-
ar leiðir og möguleika vænlega til
ávinnings. Yfirleitt reyndi ég að fara
að ráðum hans og mörg hver reynd-
ust mér og Úlfi afar farsæl.
Ég var og er ofsalega stolt af
frænda mínum og fannst hann mikil
hetja. Ekki spillti fyrir að hann átti
það til að renna við á bernskuheimili
mínu íklæddur lögreglubúningnum
og á móturhjóli. Á þessum stundum
fannst mér hann flottastur allra og
hjarta mitt fylltist stolti. Bónus
fylgdi ávallt þessum heimsóknum,
því við systur og krakkarnir hans
Ragga sem bjó í næstu götu, gátum
þarna náð ómældri athygli allra
krakkanna í hverfinu og það var nú
ekki lítils virði.
Lífið fór ekkert alltof mjúkum
höndum um Nonna. Endurtekið
löðrungaði blákaldur veruleikinn
hann og reyndi á styrk hans og dug.
Nonni stóð byljina af sér, sýndi
styrk og auðmýkt og stóð keikur upp
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir Olsen,
útfararstjóri.
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri.
Bryndís Valbjarnardóttir,
útfararstjóri.
Baldur Frederiksen,
útfararstjóri.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Föðurbróðir okkar,
EINAR GUÐJÓNSSON
frá Sjóarlandi í Þistilfirði,
lést á dvalarheimilinu Nausti, Þórshöfn, föstu-
daginn 31. janúar.
Útförin fer fram frá Svalbarðskirkju laugar-
daginn 8. febrúar kl. 14.00.
Bræðrabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
JENNÝ MAGNÚSDÓTTIR,
Tryggvagötu 7,
Selfossi,
verður jarðsungin frá Selfosskirkju föstudaginn
7. febrúar kl. 13.30.
Ragnar Hermannsson,
Anna Ósk Ragnarsdóttir, Ingvar S. Garðarsson,
Sólveig Sjöfn Ragnarsdóttir, Sigurður Grétarsson,
Ragna Björk Kristjánsdóttir
og barnabörn.
Minningarathöfn um
séra BJÖRN SIGURBJÖRNSSON,
Dambakken 47,
3460 Birkerød,
verður í Hallgrímskirkju föstudaginn 7. febrúar
kl. 15.00.
Lilian Sigurbjörnsson,
Magnea Þorkelsdóttir, Sigurbjörn Einarsson
og fjölskyldur.
Elskuleg dóttir mín, fósturdóttir, systir, mágkona,
barnabarn og frænka,
MARÍA JÓNA GEIRSDÓTTIR,
Hátúni 12,
andaðist á heimili sínu mánudaginn 3. febrúar.
Signý Þ. Óskarsdóttir, Aðalsteinn Helgason,
Sigríður Ósk Geirsdóttir, Jón Eiríksson,
Þorkell G. Geirsson,
Sigríður I. Ólafsdóttir,
Egill Þorkelsson, Agnes Þorkelsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
BJÖRN JÓN ÞORGRÍMSSON,
Grund l,
Hofsósi,
lést á líknardeild Landspítalans Kópavogi að
morgni þriðjudagsins 4. febrúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Guðbjörg Guðnadóttir,
Kristinn Björnsson, Edda Hjaltadóttir,
Gunnar Björnsson, Erla Bjargmundsdóttir,
Guðrún Björnsdóttir, Gunnar Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
Bróðir minn,
SNÆBJÖRN GUNNAR GUÐMUNDSSON
frá Skjaldvararfossi
á Barðaströnd,
verður jarðsunginn frá Hagakirkju laugardaginn 8. febrúar kl. 14.00.
Unnur Guðmundsdóttir, Stað.Sími 562 0200
Erfisdrykkjur