Morgunblaðið - 06.02.2003, Page 34
MINNINGAR
34 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
Veitingahúsið
Við Tjörnina
Templarasundi 3
óskar eftir matreiðslumeistara í fullt starf sem
fyrst. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar
Mbl. merktar: „S — 13310“.
Afgreiðslustarf
Við óskum eftir líflegum og reglusömum starfs-
krafti til afgreiðslustarfa á aldrinum 20—50 ára.
Heildagsstarf/framtíðarstarf.
Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl.
merktar: „A — 13314“ eða í box@mbl.is fyrir
10. febrúar.
FÉLAGSSTARF
Sjálfstæðisfélögin
Kópavogi
Fundur
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins til Alþingis
í Suðvesturkjördæmi boða til fundar í Hamra-
borg 1, 3. hæð, fimmtudaginn 6. febrúar kl. 20.
Dagskrá:
1. Frambjóðendum kjördæmisins reifa stjórn-
málaviðhorfið.
2. Kosningabaráttan framundan.
3. Önnur mál.
Allir sjálfstæðismenn velkomnir,
kaffi á könnunni.
Stjórnir fulltrúaráðsins
og sjálfstæðisfélaganna.
TILKYNNINGAR
Hafnarfjarðarbær
Auglýsing um afgreiðslu
bæjarstjórnar Hafnarfjarð-
ar á skipulagsáætlun
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingar-
laga nr. 73/1997, m.s.br., er hér með auglýst
samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á nýju
deiliskipulagi fyrir „Velli miðsvæði,
1. áfanga“ í Hafnarfirði.
Tillagan var samþykkt á fundi bæjarstjórnar
þann 20. ágúst 2002.
Skipulagsstofnun hefur yfirfarið deiliskipu-
lagið.
Auglýsing um gildistöku birtist í B-deild Stjórn-
artíðinda 10. febrúar nk.
Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskipulagi
Hafnarfjarðar, Strandgötu 8—10, 3. hæð,
Hafnarfirði.
Skipulagsstjóri Hafnarfjarðar.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 5 183268 II*
Landsst. 6003020619 VIII
I.O.O.F. 11 183267½ G.H.
Í kvöld kl. 20.00. Kvöldvaka í
umsjón starfsfólks gistihússins.
Happdrætti og veitingar.
Allir hjartanlega velkomnir.
Fimmtudagur 6. febrúar
Almenn samkoma í Þríbúðum,
Hverfisgötu 42, kl. 20.00.
Mikill söngur og vitnisburðir.
Prédikun: G. Theodór Birgisson.
Allir hjartanlega velkomnir.
Dagskrá næstu viku:
Föstudagur 7. febrúar
Opinn AA-fundur kl. 20.00.
Mánudagur 10. febrúar
ungSaM kl.19.00.
www.samhjalp.is
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
annan hvern miðvikudag
ATVINNUAUGLÝSINGAR
sendist á augl@mbl.is
á ný til að takast á við lífið. Berglind
eiginkona hans hefur verið klettur-
inn í lífi hans, stutt hann og hvatt
með dáðum, enda kona gædd ein-
stökum persónuleika. Hennar og
barnanna er missirinn mestur.
Síðast þegar ég hitti Nonna voru
nokkrir dagar síðan hann hafði unn-
ið mikið þrekvirki er hann synti sjó-
sund á nýársdag. Við áttum góða
stund saman þar sem við ræddum
lífið og tilveruna af mikilli alvöru. Ég
hafði orð á því við Nonna að ég hefði
áhyggjur af þessu sjó-busli, þetta
gæti ekki verið hollt fyrir neinn
mann! Hann hló bara að mér og
sagði að þetta gerði sér svo gríð-
arlega gott, hann fyndi fyrir svo
miklu andlegu jafnvægi og styrk
þegar hann væri að synda í ísköldum
sjónum. Ég er óendanlega þakklát
fyrir að hafa fengið tækifæri til hitta
þig og eiga þetta samtal við þig,
Nonni minn. Þetta var okkar kveðju-
stund.
Elsku Nonni minn, nú ertu lagður
í þitt hinsta sund. Hver áfangastað-
urinn er veist aðeins þú, en ég veit
að amma og afi taka vel á móti
stráknum sínum.
Sársauki og sorg nísta hjarta mitt
er ég rita þessar línur, en ég ætla að
gera eins og þú sjálfur myndir hafa
gert, virða val þitt.
Vertu sæll, Nonni bró.
Elsku Berglind, Birna Dögg, Þor-
steinn Otti, Kallý og Jón Eyjólfur.
Orð mega sín lítils á stundu sem
þessari. Við fjölskyldan biðjum þess
að algóður Guð styðji ykkur og
styrki til að takast á við sorgina og
lífið sem framundan er. Bræðrunum
sem og öðrum aðstandendum og
samferðamönnum Jóns Otta sendi
ég mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur. Góður drengur er fallinn frá.
Kristín Einarsdóttir.
Mig langar með þessum fátæk-
legu línum að minnast Jóns Otta eða
„Nonna“ föðurbróður míns. Þegar
pabbi hringdi með þau sorglegu tíð-
indi að Nonni bróðir hans væri dáinn
setti mig hljóða. Af hverju Nonni?
Minningarnar þutu í gegnum huga
mér, ég man eftir því þegar ég var
lítil stelpa og þú komst í heimsókn.
Þú tókst mig alltaf upp til að vita
hvað ég væri nú orðin stór og þung,
og alltaf var viðkvæðið það sama:
„Vá, það er aldeilis að þú ert orðin
stór stelpa.“ Þessu hættir þú þó al-
veg árið sem ég varð 15 ára, enda
frænkan orðin „fullorðin kona“. Þú
varst mikill íþróttamaður og sýndir
sundiðkun minni mikinn áhuga og
hvattir mig til dáða á þeirri braut.
Mesta sportið var samt þegar þú
varst í umferðarlögreglunni og varst
á löggumótorhjóli og leist inn í kaffi
á Hellisgötuna. Þá hópuðust að
krakkarnir úr hverfinu og fengu að
skoða gripinn og ekki spillti fyrir að
ég naut auðvitað mikilla vinsælda í
kjölfarið. Eftir því sem árin liðu
urðu samskipti okkar minni, ég flutt-
ist til Þórshafnar með fjölskyldu
minni, en þegar við hittumst hafðir
þú gaman af því að ræða Þórshöfn
við mig því þar varst þú eitt sumar í
afleysingum í lögreglunni. Þegar við
fluttum svo á Reyðarfjörð, þar sem
við bjuggum í fjögur ár, rifjaðir þú
upp minningar þínar frá Eskifirði
þar sem þú bjóst sem unglingur með
afa Gísla og mér fannst við eiga svo
mikið sameiginlegt.
Þú varst mikill grínisti og hafðir
einstaka frásagnarhæfni og áttir
auðvelt með að kalla fram bros og
gleði hjá þeim sem á hlustuðu.
Ég veit að líf þitt var ekki slétt og
fellt og vona að þú hafir fengið frið.
Ég veit að amma Sigga og afi Gísli
hafa tekið á móti drengnum sínum
opnum örmum.
Ég hitti þig síðast á nýársdag þar
sem þú syntir nýárssundið með fé-
lögum þínum í lögreglunni í Naut-
hólsvíkinni, stór og stæðilegur
frændi minn stakk sér til sunds og
að sundferð lokinni steigst þú upp úr
sjónum með báðar hendur á lofti og
bros á vör. Ég var bæði hrærð og
stolt af frænda mínum og í mínum
augum varstu hetja og þannig vil ég
minnast þín, elsku frændi.
Elsku Berglind, Kallý, Eyjólfur,
Þorsteinn Otti, Birna Dögg, Halldór,
Ívar Már og Kristófer Logi, megi
góður Guð styrkja ykkur á erfiðri
stundu.
Þóra Einarsdóttir.
Jón Otti frændi var nokkrum ár-
um eldri en ég og á þeim tíma sem
við vorum að alast upp á Bergstaða-
strætinu var eitt ár sem áratugur í
huga barnsins. Ég leit upp til stóru
frændanna í næsta húsi. Einar er
töframaðurinn í minningunni, þar
sem hann gekk á höndum á gang-
stéttinni, Ragnar var dúfnameistar-
inn og Jón Otti prakkarinn. Það sit-
ur í minningunni, nú sem góð
minning, þegar hann tók lítinn
frænda með sér í geymsluskúrana á
baklóðinni við nr. 12 til að sýna hon-
um drauga og litli frændinn hljóp
hljóðandi út. Þá varð Jóni Otta ekki
um sel þótt það hlakkaði eflaust í
honum líka. Því hann var stríðinn en
líka kíminn og glaðlyndur.
Svo skildi leiðir en alltaf hittumst
við af og til og það urðu alltaf fagn-
aðarfundir því Jón Otti var frænd-
rækinn og hlýr maður. Hann bjó yfir
góðri frásagnargáfu. Minnisstæð er
grein eftir Jón Otta sem birtist í
fréttabréfi lögreglumanna þar sem
hann fjallaði á bráðfyndinn hátt um
örtröðina sem aldrei varð á
Kristnihátíð á Þingvöllum.
Nú er þessi góði frændi skyndi-
lega horfinn úr lífi okkar og það
myndast dimmt tóm. Nú rifjum við
ekki lengur upp prakkarasögur af
Bergstaðastrætinu eða skiptumst á
sögum. Sagt er að tíminn lækni öll
sár og él stytti upp um síðir. En á
þessari stundu bið ég æðri máttar-
völd að styrkja Berglindi, börnin,
bræður og aðra ástvini Jóns Otta í
þeirra miklu sorg.
Guðjón Guðmundsson.
JÓN OTTI GÍSLASON
Fleiri minningargreinar um Jón
Otta Gíslason bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
HÖSKULDUR BJARNASON
frá Burstafelli,
Drangsnesi,
andaðist á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn
1. febrúar.
Kveðjuathöfn fer fram frá Fossvogskirkju í dag,
fimmtudaginn 6. febrúar, kl. 13.30.
Útförin fer fram frá Drangsneskapellu laugardaginn 8. febrúar kl. 14.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á
Hrafnistu í Reykjavík.
Anna Guðrún Halldórsdóttir,
Gunnhildur Höskuldsdóttir, Erling Birkir Ottósson,
Jóhanna Björk Larsen, Hans John Larsen,
Bjarnveig Höskuldsdóttir, Ragnar Sigbjörnsson,
Friðgeir Höskuldsson, Sigurbjörg H. Halldórsdóttir,
Anna Guðrún Höskuldsdóttir, Guðmundur Ingvarsson,
Auður Höskuldsdóttir, Jón Anton Magnússon,
Halldór Höskuldsson, Sunna Jakobína Einarsdóttir,
afa- og langafabörn.
Lokað
Vegna útfarar GÍSLA I. JÓNSSONAR verða skrifstofur okkar
lokaðar í dag, fimmtudaginn 6. febrúar, frá kl. 13.00-15.00.
Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Kringlunni 5.
Tjónaskoðunarstöðin, Draghálsi 14-16.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför elskulegrar móður minnar, tengdamóður
og ömmu,
ÞÓRHILDAR GUNNÞÓRSDÓTTUR.
Jón Þórarinn Sverrisson, Sigrún Skúladóttir,
Sverrir Jónsson,
Hildur Björk Jónsdóttir.