Morgunblaðið - 06.02.2003, Qupperneq 36
36 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
!
"#$
%
&'#$
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
FÁ mál hafa verið jafnmikið í um-
ræðunni og virkjunaráform Lands-
virkjunar við Kárahnjúka og álver við
Reyðarfjörð. Sennilega er leitun að
öðru máli sem hefur verið viðkvæm-
ara og snortið jafndjúpt stóran hluta
þjóðarinnar. Um er að ræða mestu
breytingu á náttúru þessa lands, óaft-
urkræfa framkvæmd sem ekki er vit-
að hvort skili nokkrum ávinning nema
fyrir vissa aðila sem stefna á skjót-
fenginn gróða á kostnað íslensku
þjóðarinnar.
Með gríðarlegri röskun á náttúru
Austurlands er farið í framkvæmd
sem hefur vakið undrun víða erlendis.
Þýska tímaritið GEO sem er eitt það
virtasta og besta rit um landafræði
ekki aðeins í Þýskalandi heldur í öll-
um heiminum, hefur tekið þessar fyr-
irhuguðu framkvæmdir upp á sína
arma. Í júlíhefti þess frá síðasta ári
má lesa ítarlega úttekt þýsku blaða-
mannanna á fyrirhuguðum fram-
kvæmdum á hálendinu. Eru m.a. birt
viðtöl við virta íslenska fræðimenn
sem útlista nánar þessi mál.
Síðustu þættirnir í þessu endemis
máli sem ber öll einkenni að vera
fremur ómerkilegur kosningavíxill,
minnir einna helst á leikhús fáranleik-
ans. Þeir geta vart verið heiðarlegum
íslenskum stjórnmálamönnum til
framdráttar: Í deiglunni eru samn-
ingar við stórfyrirtæki sem hafa verið
í mjög umdeildum framkvæmdum,
brotið lög og rétt í hinum ýmsu lönd-
um, jafnvel framið mannréttindabrot.
Annað þessara fyrirtækja hefur
margsinnis verið bendlað við mútu-
hneyksli enda með aðalstöðvar sínar í
landi þar sem önnur siðalögmál gilda
en í litla samfélaginu okkar hér á
norðurhjara. Og það nýjasta í þessum
farsa er n.k. strompleikur þar sem
byggja á himinháa strompa til að
koma óþrifnaðarstybbunni sem fyrst í
burtu úr þessu bræðsluvíti álstassjón-
ar.
Megi landvættir grípa í taumana og
létti álögum þeim sem verið er að
leggja á land og þjóð.
GUÐJÓN JENSSON,
Arnartanga 43,
270 Mosfellsbæ.
Með lögum skal
land byggja
Frá Guðjóni Jenssyni
MIKIÐ hefur verið skrifað og rætt
um stöðu Landhelgisgæslunnar að
undanförnu. Ýmis gagnrýni hefur
fallið á dómsmálaráðherra vegna
meintrar slælegrar frammistöðu
hennar í málefnum LHG. Vert er
að hafa í huga að ábyrgð stjórn-
enda LHG er einnig þónokkur.
Forstjóri LHG hefur tilkynnt að
LHG vanti um 92 milljónir króna
til þess að endar nái saman. Er
hægt að ná þessum peningum með
smá ráðdeild og öðrum aðgerðum
án beinna fjárveitinga til LHG?
Ég held að það sé hægt og ekki
bara hægt heldur frekar auðvelt.
1. Bjóða út öll aðföng til LHG:
Þegar strætó bauð út eldsneyt-
iskaup á síðustu vormánuðum þá
náðu þeir 28% sparnaði. Ef við yf-
irfærum þetta til LHG, og miðum
við 1.200.000 lítra af eldsneyti á
tvö skip. Verðið er um 32 kr./
lítrinn, heildarverð á eldsneytinu
yrði þá um 38.400.000 kr. Ef sama
sparnaði yrði náð og hjá strætó,
þ.e. 28%, þá eru, það 10.752.000 á
ári. Þá er ótalin ýmis annar sparn-
aður sem hægt er að fá við útboð,
t.d. hjá flugflotanum, í matvælum
o.fl. o.fl.
2. Breytt útgerðarfyrirkomulag:
Í dag eru skipin gerð út samkv.
18/21 fyrirkomulagi. Þ.e. 18 dagar
á sjó af 21 og 3 í landi. Þetta þýðir
að það þurfa að vera um þrjár
áhafnir á tveim skipum svo menn
gætu tekið út frídagana sína. Ef
tekið yrði upp fyrirkomulagið 12/
21 þ.e. 12 dagar á sjó frá mánu-
degi til annars föstudags, myndu
allir frídagar verða teknir út í inni-
veru, þrír virkir dagar fást í við-
haldsvinnu hjá áhöfninni o.fl. Þetta
þýðir að hægt yrði að komast af
með um tvær áhafnir á tvö skip.
Hægt yrði að spara laun og launa-
tengd gjöld af um 18 manns. Ef
við reiknum með að hver einstak-
lingur kosti um 5.000.000 kr á ári
þá fáum við sparnað upp á
90.000.000 á ári.
3. Tryggingarfélög greiði þann
kostnað sem til fellur vegna
sjúkraflugs: Verið getur að það
þurfi að breyta ýmsum trygginga-
lögum, en sjálfum finnst mér að
þau eigi að greiða þann kostnað
sem fellur á LHG vegna ýmissa
sjúkraflutninga. Ef bílslys verður
og þyrla er kölluð út til að flytja
slasaða á spítala er að sjálfsögðu
eðlilegt að það sé inni í trygg-
ingum bifreiðanna að slíkur kostn-
aður sé greiddur. Þurfi LHG að
fara í almennt sjúkraflug þá ættu
heimilis- og ýmsar sértryggingar
að greiða það. Þegar um leit að
veiðimönnum er að ræða þá er
hægt að hugsa sér að inni í gjöld-
um fyrir veiðikort sé trygging sem
greiðir kostnað LHG við slíkt flug-
.Þetta ætti að greiða fyrir um 70 –
80% af öllu flugi þyrlna LHG.
Ég vona að þessar hugleiðingar
kveiki í mönnum og þeir skoði
hvað hægt er að gera til að bæta
rekstur LHG.
Það er ekki bara hægt að segja:
Þetta er allt dómsmálaráðherra að
kenna. Menn þurfa stundum að
líta í kringum sig og lagfæra það
sem ekki er í lagi.
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON,
vél-, rekstrar- og iðnaðartækni-
fræðingur, Blikahöfða 6,
270 Mosfellsbæ.
Fjármál Land-
helgisgæslunnar
Frá Kristjáni Kristjánssyni