Morgunblaðið - 06.02.2003, Síða 40

Morgunblaðið - 06.02.2003, Síða 40
ÍÞRÓTTIR 40 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ EKKI verður aftur keppt sam- kvæmt því fyrirkomulagi sem reynt var á heimsmeist- aramótinu í handknattleik í Portúgal á dögunum. Fyrir dyrum stendur að gera enn eina breytinguna þegar heims- meistarakeppni kvenna verður háð í Króatíu í lok þessa árs. Reynist þær breytingar vel má reikna með að leikið verði eftir því fyrirkomulagi á HM karla í Túnis eftir tvö ár. Áfram stendur til að leika undankeppni með 24 liðum, þ.e. í fjórum riðlum með sex liðum í hverjum. Að riðlakeppninni lokinni verða þrjú neðstu lið hvers rið- ils send heim en þrjú þau efstu halda áfram keppni, alls tólf lið. Þá tekur við keppni í tveim- ur sex liða riðlum þar sem liðin úr A- og B-riðli undankeppn- innar mætast í einum riðli og þrjú efstu lið C- og D-riðils verða í öðrum riðli. Liðin taka með sér stig og markatölu úr innbyrðis leikjum inn í milli- riðlana eins og verið hefur þannig að hvert þeirra léki að- eins þrjá leiki til viðbótar í milliriðlum. Að þeim loknum mætir sig- urliðið úr milliriðli eitt því liði sem varð í öðru sæti í milliriðli tvö og sá sem stæði uppi sem sigurvegari í milliriðli tvö keppir við þann sem hafnar í öðru sæti í milliriðli eitt. Sigurliðin úr þeim leikjum eigast síðan við um gullið en tapliðin bítast um bronsið. Sami háttur verður líklega hafður á í keppninni um 5.–8. sætið en hugsanlegt er sam- kvæmt þessu fyrirkomulagi að leika um tólf efstu sætin á heimsmeistarakeppninni. Gunnar og Stefán héldu til Portóhinn 18. janúar sl. þar sem þeir gengust undir skriflegt sem og lík- amlegt próf. Þaðan héldu þeir til eyjunn- ar Madeira þar sem þeir dæmdu þrjá leiki í riðlakeppninni. „Við dæmdum alls fimm leiki og eng- inn þeirra var auðveldur. Í riðla- keppninni dæmdum við þrjá leiki, einn leik í milliriðli sem fram fór í Pavóa de Varzim, þar sem Þjóðverjar og Júgóslavar skildu jafnir, en síðasti leikur okkar var undanúrslitaleikur Spánverja og Króata sem var tví- framlengdur. Við settum okkur það markmið fyrir mótið að vera í hópi fimm bestu dómarapara keppninnar og okkur tókst það,“ sagði Gunnar hógvær en samkvæmt fréttum frá dómaranefnd IHF enduðu þeir í efsta sæti þegar störf allra dómarapara keppninnar voru metin af IHF. Gunnar sagði að þeir hefðu ekki sett sig í „stellingar“ á meðan þeir voru að dæma á HM. „Við reyndum að gera okkar besta en teljum að við getum enn bætt okk- ur töluvert. Í raun og veru erum við ekki að gera neitt öðruvísi á slíku móti en það sem við hér á Íslandi,“ sagði Gunnar og bætti því við að und- irbúningurinn væri strangur fyrir svona mót. Við hlaupum mikið úti, dæmum um 70 leiki hér á landi á hverju ári auk verkefna á erlendri grund. Það er mikið álag á dómara- pörum á slíku stórmóti. Þrátt fyrir að við dæmum „aðeins“ fimm leiki vor- um við til taks í milliriðlinum í tveim- ur leikjum sem varadómarar auk þess sem við vorum varaparið á úr- slitaleiknum,“ bætti Gunnar við en í handknattleik er skipt um dómarapar þrátt fyrir að aðeins annar dómarinn heltist úr lestinni. Gunnar og Stefán dæmdu á HM kvenna árið 2001 og „duttu“ inn sem dómarar á HM karla sama ár í Frakklandi á síðustu stundu. „Við fengum tækifæri á ný á EM í Svíþjóð í fyrra og eins og allir aðrir höfum við sett markmiðið á Ólympíuleikana í Grikklandi árið 2004. Við lítum á okk- ur sem íþróttamenn, æfum mikið og leggjum mikið á okkur til þess að ná árangri,“ sagði Gunnar og var ánægð- ur með útkomuna í Portúgal. „Við dæmdum í riðlakeppni á Madeira þar sem mikið gekk á. Þar kom Argentína mjög á óvart með góðri spila- mennsku. Króatía var þar einnig og við sáum nýkrýnda meistara tapa þar fyrir Argentínu. Við upplifðum því aðeins jafna leiki og það eru skemmti- legir hlutir að gerast í S-Ameríku.“ „Við dæmdum leik Ungverja og Argentínumanna í lokaumferð riðla- keppninnar og það átti í raun að vera úrslitaleikur riðilsins en Sádar gerðu sér hinsvegar lítið fyrir og náðu sér í fyrsta sigur sinn frá upphafi á HM í lokaumferðinni með því að leggja Argentínu að velli, 31:30. Ég veit að ungverska liðið var þegar búið að gera ráðstafanir fyrir brotthvarf sitt úr keppninni fyrir lokaumferðina en þess í stað komust þeir í milliriðil og tryggðu sér í kjölfarið sæti á Ólymp- íuleikunum,“ sagði Gunnar. Mikið hefur verið rætt um spillingu í handknattleik á undanförnum miss- erum og hefur kastljósinu þá verið beint að dómurum og hafa sumir þeirra verið grunaðir um að þiggja mútugreiðslur. Aðspurður sagðist Gunnar hafa heyrt þennan orðróm en aldrei orðið var við slíkt. „Við Stefán höfum dæmt um 60 leiki á alþjóðleg- um vettvangi og höfum aldrei orðið varir við slíkt. Í Portúgal var ekki gef- in út dagskrá fyrir dómarana nema fyrir tvo eða einn dag í einu. Það er venjan og hefur sitt að segja í þessum efnum en ég tel að handknattleiks- dómarar á slíkum mótum sem HM séu ekki að hugsa um slíka hluti,“ sagði Gunnar. Næsta verkefni á er- lendri grund verður leikur þýska liðs- ins Lemgo og SC Pik Szeget frá Ung- verjalandi en um er að ræða fyrri leik liðanna í Evrópukeppni bikarhafa. „Þar er á ferð stór hluti þýska silf- urliðsins frá HM og við mætum fersk- ir til leiks í deildarkeppnina hér á landi um helgina eftir vikufrí,“ sagði Gunnar en hann viðurkenndi að hafa tekið lífinu með ró eftir HM. „Veðrið er ekki þannig að hvetja mig til þess að fara út að hlaupa,“ sagði Gunnar. Breytt fyrir- komulag á HM Morgunblaðið/RAX Gunnar Viðarsson og Stefán Arnaldsson fyrir leik Króatíu og Spánar í undanúrslitum HM sem þeir dæmdu óaðfinnanlega. Á litlu myndunum má sjá þá félaga að störfum í leiknum sem var tvíframlengdur – Stefán til vinstri, Gunnar til hægri. Gunnar Viðarsson og Stefán Arnaldsson stóðust prófið á HM í Portúgal Hafa sett stefnuna á ÓL-leikana í Aþenu „VIÐ settum okkur markmið fyrir fjórum árum þegar við hófum að dæma saman. Þeim markmiðum höfum við nú náð og höfum sett- stefnuna á að dæma á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004,“ sagði Gunnar Viðarsson handknattleiksdómari í gær en hann stóð í ströngu á Heimsmeistaramótinu í Portúgal ásamt félaga sínum, Stefáni Arnaldssyni. Gunnar og Stefán fengu prýðiseinkunnir fyrir frammistöðu sína í Portúgal og taldi Gunnar að framundan væru spennandi tímar hjá þeim sem dómarapari. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson JÓN Arnar Magnússon, fjölþraut- armaður úr Breiðabliki, kemur heim frá Svíþjóð í dag og tekur þátt í Meistaramóti Íslands sem fram fer í Fífunni í Kópavogi um helgina. Jón Arnar er skráður til leiks í sex keppnisgreinum á mótinu; 60 m hlaupi, 60 m grinda- hlaupi, kúluvarpi, langstökki, há- stökki og stangarstökki, og vantar hann aðeins eina grein upp á að ljúka sjöþraut, en undir keppni í þeirri grein er hann að búa sig um þessar mundir. Hann keppir um aðra helgi á árlegu og alþjóðlegu sjöþrautarmóti í Tallinn í Eist- landi þar sem hann hyggst freista þess að ná lágmarksárangri fyrir HM innanhúss sem fram fer í Birmingham um miðjan mars. Þetta er í fyrsta sinn sem Meist- aramót Íslands fer fram undir einu þaki, en ný íþróttahöll Kópa- vogsbúa gerir það kleift þar sem í Fífunni er ágæt aðstaða til frjáls- íþrótta. Vala Flosadóttir, stang- arstökkvari úr ÍR, verður ekki á meðal keppenda á MÍ en hins veg- ar verður Þórey Edda Elísdóttir, FH, í eldlínunni, en hún tryggði sér á dögunum keppnisrétt á HM í Birmingham fyrst Íslendinga. Þá verður Sunna Gestsdóttir, Íslands- methafi í langstökki úr UMSS, einnig á meðal keppenda á MÍ og er skráð í margar greinar. Jón Arnar keppir í sex greinum á MÍ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.