Morgunblaðið - 06.02.2003, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 47
Á MÁNUDAGINN var lauk hinni tíu
daga alþjóðlegu kvikmyndahátíð í
Gautaborg en þar gerði mynd Dags
Kára Péturssonar, Nói albínói, það
gott eins og áður hefur komið fram.
Fálkar Friðriks Þórs og stuttmyndin
Memphis nutu einnig sérstakrar at-
hygli sem keppnis- og verðlauna-
myndir. En þá er ónefnd stuttmyndin
Litla lirfan ljóta eftir Gunnar Karls-
son svo og eftirfarandi heimildar-
myndir Íslendinga sem sýndar voru í
öðrum deildum hátíðarinnar:
Möhöguleikar (Possibihilities) eftir
Ara Alexander Ergis Magnússon;
Hver hengir upp þvottinn? (Who
Hangs the Laundry? Washing, War
and Electricity in Beirut) eftir
Hröbbu Gunnarsdóttur, Hlemmur
(Last Stop) eftir Ólaf Sveinsson og
Kóndórmaðurinn (Kondormannen)
eftir Helga Felixson og Torgny And-
erberg.
Ari Alexander Ergis var mættur í
eigin persónu og kynnti mynd sína
Möhöguleika um myndlistarmanninn
Sigurð Guðmundsson. Erindi Ara Al-
exanders á hátíðina var raunar tví-
þætt því hann er önnum kafinn við
nýja heimildarmynd, að þessu sinni
um Friðrik Þór Friðriksson, sem sat
fyrir svörum um sína eigin og íslenska
kvikmyndagerð sunnudaginn 26. jan-
úar á svonefndum Talking Heads-yf-
irheyrslum.
„Gömul um leið“
Helgi Felixson er kvikmyndagerð-
armaður sem hefur sérhæft sig í
heimildarmyndargerð og rekur fyrir-
tækið Idé Film Felixson AB í Stokk-
hólmi, þar sem hann framleiðir bæði
eigin verk og annarra. Sem framleið-
andi hafnar hann þó ekki endilega
leiknum myndum, myndina Tár úr
steini átti hann t.d. þátt í að framleiða.
Kondórmaðurinn er tekin í Suður-
Ameríku og er einblínt á indjána
regnskóganna í Perú líkt og í heimild-
armynd hans frá 1998, Aðeins ein sól
(Det finns bara en sol).
Helgi segist hamingjusamur með
móttökurnar sem myndin fékk, en
hann var viðstaddur fumsýninguna á
hátíðinni og þótti myndin fá afar hlýj-
ar móttökur.
„Þetta er tilfinningarík mynd sem
snertir fólk,“ segir Helgi og lýsir því
hvernig örlögin gripu inn í myndina
sem hann byrjaði að vinna að árið
2000 ásamt félaga sínum Torgny
Anderberg. Það kom þó í hlut Helga
að ljúka myndinni einsamall þar sem
Torgny veiktist og bað Helga að fara
einan til Perú í upptökur.
„Svo hringdi hann þangað til mín
og sagðist eiga aðeins fáa daga eftir
ólifaða. Það sem byrjaði með maga-
verk reyndist beinkrabbi sem var að
éta hann. Hann bað mig að halda
áfram og ljúka myndinni án sín.“
Myndin fjallar um hvernig indján-
arnir heyja lífsbaráttu sína.
„Þeir lenda þarna eins og milli
steins og sleggju, milli hryðjuverka-
manna og þjóðhersins,“ segir Helgi.
„Annars finnst manni mynd orðin
gömul um leið og búið er að frumsýna
og nú er ég með hugann við næstu
mynd sem ég er að taka upp í Suður-
Afríku. Little Stars mun hún heita
(Litlar stjörnur). Hún fjallar um
stúlku sem heitir Frieda … fjallar
annars vegar um þann heim sem
götubörn lifa í og hins vegar um heim
frama og frægðar. Frieda býr yfir
sönghæfileikum og lifir í báðum þess-
um heimum.“
Helgi sér fram á fleiri ferðir til Suð-
ur-Afríku og svo klippingu í ágúst og
lofar að myndin verði tilbúinn að ári –
fyrir næstu kvikmyndahátíð í Gauta-
borg.
Íslendingar
áberandi
Kvikmyndahátíðinni í Gautaborg slitið
Það voru ekki bara leiknar myndir Íslendinga
sem vöktu athygli í Gautaborg. Kristín
Bjarnadóttir ræddi við Helga Felixson, einn
framleiðenda heimildarmyndarinnar Kondór-
mannsins sem var frumsýnd á hátíðinni.
Helgi við tökur á Kondórmanninum.
www.laugarasbio.is
Náðu þeim í bíó í dag.
í mynd eftir Steven Spielberg.
Sýnd kl. 5.15, 8 og 10.30.
Sýnd kl. 4 og 6. Sýnd kl. 4.30. B.i. 12.Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 14.
SV MBL RADÍÓ X
www.regnboginn.is
Nýr og betri
DV
RadíóX
Sýnd kl. 5.30 og 10. B.i 12 áraSýnd kl. 6, 8 og 10. B.i 14 ára
Suma vini losnar þú ekki
við...hvort
sem þér líkar betur eða verr
Hverfisgötu 551 9000
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 12.
kvikmyndir.com
Á bakvið rómantíkina, glæsileikann og
ástríðurnar var átakanleg og ögrandi
saga einstakrar konu. Ein allra besta
myndin sem þú sérð í ár! Salma Hayek er
stórkostleg sem listakonan Frida.
Sýnd kl. 6, 8 og 10.30.
GRÚPPÍURNAR
www.urvalutsyn.is
Úrval-Úts‡n
Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 • Keflavík: 420 6000
Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 • og hjá umbo›smönnum um land allt
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
RV
2
01
60
2/
20
03
Betri fer›ir – betra frí
Tilbo›sver› á mann m.v. lágmark
tvo saman í íbú›/stúdíói.
Innifali›: Flug, flugvallarskattar,
gisting, akstur til og frá flugvelli
erlendis og íslensk fararstjórn.
Sí›ustu sætin í vetur
Kanaríeyjar
Bókunarsta›a:
8. feb. Uppselt
15. feb. Uppselt
22. feb. Uppselt
1. mars Uppselt
8. mars Örfá sæti laus
4 vikna fer›
Tilbo›sver› 99.900 kr.
15. mars Örfá sæti laus
3 vikna fer›
Tilbo›sver› 89.900 kr.
22. mars 2 vikna fer›
Tilbo›sver› 74.900 kr.
29. mars Viku fer›
Tilbo›sver› 62.900 kr.
5. apríl PÁSKAR - Örfá sæti laus
12. apríl Uppselt