Morgunblaðið - 06.02.2003, Síða 52

Morgunblaðið - 06.02.2003, Síða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Sími 588 1200 Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga „ÉG trúi því að maður uppskeri eins og maður sáir,“ segir Olga Sigríður Jóhanns- dóttir, 27 ára atvinnulaus kona, sem gefst ekki upp og hefur sótt um 70 störf og farið í um 10 atvinnuviðtöl frá því hún hóf at- vinnuleit í nóvember síðastliðnum. Skráð atvinnuleysi hefur aukist um tæp 19% frá áramótum. Fólki, sem hefur verið atvinnulaust í sex mánuði eða lengur, fjölgar. Í samtali við Morgunblaðið í dag lýsa þrír einstaklingar því hvernig það er að vera atvinnulaus á Íslandi. Öll ráð eru notuð til að finna nýja vinnu; fylgst er með auglýsingum í blöðum, á Netinu og farið reglulega á vinnumiðlanir. Einnig sendir fólk umsóknir til fyrirtækja sem ekki aug- lýsa eftir fólki til að leita af sér allan grun. Sigurbjörg Jakobsdóttir, einn viðmæl- enda Morgunblaðsins, hefur verið atvinnu- laus í fjóra mánuði. Hún hefur verið í fjar- námi undanfarið en segist hafa áhyggjur af fjármálunum enda sé erfitt að standa við fjárhagslegar skuldbindingar, t.d. vegna íbúðar sem hún og maður hennar festu nýverið kaup á. „Maður getur ekki leyft sér margt,“ segir Ólafur Örn Ólafsson, sem hefur ver- ið atvinnulaus síðan í október. Hann segir að ekki megi mikið út af bregða til að fjár- málin fari á verri veg. Bæturnar nægi þó fyrir mat og því allra nauðsynlegasta. Öll ráð eru notuð til að finna vinnu  Brekkurnar eru brattar/6 NÝLEGAR niðurstöður úr stærstu rannsókn á blóðþrýstingslyfjum sem gerð hefur verið til þessa, og fór fram í Bandaríkjunum, benda til þess að eldri og ódýrari lyf séu fyllilega sambærileg við nýrri og allt að því þrítugfalt dýrari lyf. Samkvæmt samantekt á vegum heilbrigð- isráðuneytisins er áætlað að spara hefði mátt allt að 5 milljarða króna hér á landi á tíma- bilinu frá árinu 1983 til dagsins í dag, ef notkun nýju blóðþrýstingslyfjanna hefði al- farið verið sleppt en eldri lyf, svonefnd þvag- ræsislyf, hefðu verið notuð í staðinn. Í frétta- pistli á heimasíðu ráðuneytisins segir að jafnvel þótt gert sé ráð fyrir að ekki væri raunhæft að notast alfarið við eldri lyfin sé ljóst að sparnaðarmöguleikar séu miklir og að mikið fé hafi farið fyrir lítið með tilkomu hinna nýju blóðþrýstingslyfja. Eldri lyf ávallt fyrsti kostur Niðurstöður blóðþrýstingsrannsóknarinn- ar, sem nefnd hefur veið ALLHAT-rann- sóknin, voru birtar í riti bandarísku lækna- samtakanna, Journal of the American Medical Association (JAMA), í desember síð- astliðnum. Rúmlega 33 þúsund einstaklingar tóku þátt í rannsókninni, sem stóð yfir í átta ár. Höfundar rannsóknarinnar segja að hin eldri lyf, þ.e. þvagræsislyfin, ættu ávallt að vera fyrsti kosturinn sem valinn er fyrir sjúklinga með of háan blóðþrýsting. Samkvæmt rannsókninni fækkaði tilvísun- um lækna í Bandaríkjunum á þvagræsislyfin úr 56% af öllum tilvísunum við háum blóð- þrýstingi á árinu 1982 í 27% á árinu 1992. Ný rannsókn á samanburði á nýjum og gömlum blóðþrýstingslyfjum Spara mátti allt að 5 milljarða  Öllum ráðum beitt/B6 GENGISVÍSITALA krónunnar fór í gær undir 120 stig og hefur ekki verið lægri frá því í desemberbyrjun árið 2000. Gengisvísi- talan mælir verð erlendra gjaldmiðla og lækkar þess vegna þegar gengi krónunnar styrkist. Krónan hefur styrkst jafnt og þétt frá því í haust, þegar vísitala krónunnar fór yfir 130 stig og í gærmorgun var vísitalan komin í 119,83 stig samkvæmt gengisskrán- ingu Seðlabankans. Lokagengi var þó 121,34, enda tilkynnti Seðlabankinn eftir lokun millibankamark- aðar að hann myndi kaupa 1,5 milljónir Bandaríkjadala hvern viðskiptadag, í stað- inn fyrir þrisvar í viku. Krónan veiktist því um 0,29% í gær. Peningastefnu Seðlabankans var breytt í mars árið 2001 þegar vikmörk gengisvísi- tölu krónunnar voru afnumin og tekið var upp verðbólgumarkmið í stað gengisviðmið- unar, en gömlu vikmörkin voru 104,66 og 125,36 stig. Eftir að hætt var að miða við vikmörkin hækkaði krónan mikið eins og áður er lýst. Greining Íslandsbanka reiknar með því að krónan eigi eftir að styrkjast frekar á þessu ári og því næsta. Í Gjaldeyrismálum Ráðgjafar og efnahagsspár sagði í gær að hækkun gengis krónunnar hefði aukið líkur á vaxtalækkun Seðlabankans vegna áhrifa gengishækkunarinnar á útflutningsgreinar.  *  *    $+  ,-    " &  776 77 K7 5'C 5! !'% .!776 Gengisvísi- talan ekki lægri í tvö ár SVO virðist sem lögreglunni í Keflavík hafi aðeins borist ein ábending um Magnús Leópolds- son eftir að leirmynd var birt í fjöl- miðlum síðla árs 1974, en myndin var gerð eftir lýsingum vitna á manni sem var talinn tengjast hvarfi Geirfinns Einarssonar. Í op- inberri umræðu af hálfu rannsókn- araðila í Keflavík hefur hins vegar komið fram að fjöldi ábendinga hafi borist varðandi hann. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Láru V. Júlíusdótt- ur sem var skipuð til að rannsaka tildrög þess að Magnús Leópolds- son var á sínum tíma grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns Einars- sonar og saklaus látinn sæta gæsluvarðhaldi í 105 daga. „Mér finnst það sem ég hef lesið í skýrslunni mjög athyglisvert,“ segir Magnús Leópoldsson, en segist þó ekki átta sig fyllilega á niðurstöðum hennar miðað við gefnar forsendur. Nánar spurður um þetta vildi Magnús ekki tjá sig þar sem hann hefur ekki lesið skýrsluna ítarlega. „En hún leiðir margt í ljós sem ég hef reyndar talið mig vita. Ég er ánægður með að henni skuli lokið og lít svo á að baráttunni fyrir að endurheimta mannorð mitt sé nú endanlega lok- ið. Mér fannst mikill ávinningur af því þegar ég fékk því framgengt að þessi rannsókn færi fram og sönnun þess að ég var ekki að fara með neitt fleipur. Ég var aldrei í vafa um að skýrslan yrði mér hag- stæð. Nú hefur það verið gert fyrir mig sem ég bað um og því mun ég ekki hafa frekari afskipti af þessu máli. Ríkissaksóknara hefur verið sent bréf varðandi nokkur atriði sem koma fram í skýrslunni með tilliti til þess hvort frekari rann- sókn á Geirfinnsmálinu eigi að fara fram, en það eru atriði sem snúa ekki að mér, þannig að ég mun ekki skipta mér af málinu. Ég er bara mjög ánægður og feginn að þessu skuli lokið, þetta hefur ekki verið neitt smávegis mál, þau 27 ár sem liðin eru síðan ég var settur í gæsluvarðhald. Það er ekkert grín að ná mannorðinu aftur.“ Lára kemst að þeirri niðurstöðu að það hafi verið framburður þriggja sakborninga í Geirfinns- málinu sem varð til þess að Magn- ús var hnepptur í gæsluvarðhald. Telur Lára ekki óvarlegt að ætla að einhverjar hugmyndir kunni þá að hafa kviknað sem síðan hafi leitt af sér sögusagnir sem mögn- uðust með tímanum og náðu há- marki fljótlega eftir handtöku Magnúsar. Valtýr Sigurðsson, héraðsdóm- ari við Héraðsdóm Reykjavíkur, var fulltrúi bæjarfógetans í Kefla- vík þegar Geirfinnur hvarf og fór með stjórn lögreglu í umboði hans. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Valtýr að skýrslan staðfesti það sem hann hafi alltaf haldið fram. Rannsókn lögreglunnar í Keflavík hafi verið vandvirknis- lega unnin og að ásakanir um mis- ferli lögreglu séu út í hött. Magnús Leópoldsson kveðst ánægður með skýrslu saksóknara Segir lokið baráttu fyrir endurheimt mannorðs  Mál Magnúsar/2, 11–12 VERSLUNARSKÓLI Íslands frumsýndi í Loftkastalanum í gærkvöld nýjan söngleik eftir Jón Gnarr sem nefnist „Made in USA“. Um er að ræða gamansaman söngleik „með bandarísku bragði“. Mikil stemning var á frumsýningunni og var leikendum og söngv- urum ákaft fagnað í sýningarlok af frumsýningargestum. Tónlistin í verkinu er frá síðustu þrjátíu til fjörutíu árum í rokksögunni. Leikstjóri sýningarinnar er Jóhann G. Jóhannsson, Jón Ólafsson er tónlistarstjóri og dansana samdi Ástrós Gunnarsdóttir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Verslingar syngja og dansa á bandaríska vísu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.