Morgunblaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 27
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 27
debenhams
S M Á R A L I N D
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
D
EB
2
05
41
3/
20
03
vor í lofti
Bryndís er með 68 Micro Femme varalit og Port varalitablýant.
Komdu við hjá okkur og fáðu faglega ráðgjöf.
15% afsláttur af nýju vorlínunni 13. - 19. mars.
www.noname.com
N‡ir litir
MÁLARARNIR tveir hafa varla
undan við að mála veggi Gallerís i8,
þýska myndlistarmanninum Bernd
Koberling liggur svo á að stilla mynd-
verkum sínum uppvið þá. „Get ég
ekki bara tillt horni rammans uppað
veggnum þótt hann sé blautur?“ spyr
hann annan málarann, sem hamast
með rúlluna. Listamaðurinn bíður
ekki eftir svari heldur kemur mynd-
unum fyrir eins og hann vill hafa þær,
stígur síðan aftur á bak og lítur í
kringum sig.
Myndirnar á sýningu Koberlings,
sem opnuð verður í dag klukkan
17:00, eru í rökréttu framhaldi af
vatnslitaverkum sem sýnd voru á yf-
irlitssýningu hans í Hafnarhúsinu í
fyrravor. Þær vann Koberling útfrá
sagnasafni Gyrðis Elíassonar, Trega-
horninu. Hér eru saman komin 24
verk, oft fínleg og allt að gagnsæ í lit-
um, en einnig eru áberandi litríkari
lífræn form sem fléttast um pappír-
inn. Koberling er einn kunnasti mál-
ari Þýskalands í dag og myndirnar af-
rakstur frá síðastliðnu hausti í
Loðmundarfirði.
„Október er oft mjög blautur fyrir
austan en október á síðasta ári var sá
besti sem ég hef upplifað þar,“ segir
Koberling. „Frá ágústlokum og fram
í miðjan október vann ég að flokki
mynda en það er úrval þeirra sem hér
er.“
Hann segist oft byrja á formgerð
verkanna innandyra, fylla þau síðan
með upplifunum af raunveruleika
náttúrunnar, og ljúka þeim síðan aft-
ur inni. „Vandamálið við að vinna inn-
andyra er að maður getur kaffært
verkin í eigin formalisma, á meðan
vandamálið við að vinna úti er að þar
drukknar maður í þessu ótrúlega
magni sjónrænna upplifana. Þar geta
augun tekið að blekkja mann. Þess-
vegna vinn ég flest verkin bæði úti og
inni; ég ligg yfir þeim.
Fantasía náttúrunnar er miklu
áhrifameiri en ég get ímyndað mér.
Náttúran sjálf er hinsvegar engin list.
Sem samtímamálari á 21. öldinni
glími ég við að yfirvinna formalisma
20. aldar sem í dag er orðinn mjög
akademískur. Hann er minn bak-
grunnur, ég er maður borgarlífs og
siðmenningar og verð að túlka þær
upplifanir. Ég er þátttakandi í sam-
félaginu, og í myndum mínum má sjá
endurtekningu forma sem ég sé birt-
ast í umhverfi mínu í borginni en líka í
endalausum endurtekningum náttúr-
unnar.“
Hann segist því ekki á flótta frá
samfélagi mannanna þegar hann
hverfur í afskekktan Loðmundar-
fjörðinn til að vinna. „Það er til að
gefa lífi mínu frekari fyllingu, til að
gera líf mitt flóknara.“
Vatnslitaverk Koberlings virðast
fljótunnin en um leið eru þau afar ög-
uð.
„Til að vinna svona þarf tíma – og
aldur,“ segir Koberling og brosir.
„Þegar ég var ungur var ég að nota
þennan miðil, vatnslitinn, of þykkan.
Þótt það sé í mótsögn við þessa tíma
sem við lifum á, þá trúi ég á það að
eldast og á uppsafnaða reynslu tím-
ans til að þróa þann flókna miðil sem
málverkið óneitanlega er. Ég dáist
alltaf að þeim verkum sem miklir
meistarar fortíðarinnar mála þegar
þeir eru orðnir fullorðnir. Á löngum
starfsaldri er ekki hægt að komast
hjá því að tapa óþörfu orkunni og
fálminu!“ segir hann og hlær.
„Að ljúka verki þannig að það hald-
ist opið sýnir ótvírætt ímyndunarafl.
Þessi blettaverk þarna virðast ef til
vill einföld, og kannski finnast ein-
hverjum þau fátækleg og á mörkum
þess að falla undir formrænan tóm-
leika, en þau eru samt útkoma vinnu
sem oft tekur langan tíma. Myndefnið
kallar á svo hnitmiðuð verk. Þau
ganga einungis upp ef þau enduróma
raunverulegan kjarna náttúrunnar.
Myndin þarna næst glugganum
varð til í síðustu geislum sólar eitt ís-
kalt síðdegið. Ég átti varla nokkra
orku eftir, hafði unnið allan daginn
við að byggja mynd sem sótti til
hraunlandslags. Þá kom það skyndi-
lega yfir mig að gera þessa einfölduðu
mynd, sem innihéldi algjörlega hug-
myndina um eigindir hraunsins, frá
því það rennur og þar til það storkn-
ar. Á sem hnitmiðastan hátt, sem
minning um sjónrænan raunveru-
leika.“
Hann gengur yfir salinn, að mynd
sem er flóknari í byggingu. „Hér er
mun flóknari formgerð, þessa mynd
gerði ég í hrifningu yfir einum til-
teknum steini. Hann birtist hér í smá-
atriðum en svo eru einnig hinir efn-
isþættir umhverfisins. Og þessi lína
hérna, hún rennur út fjörðinn. Ég
sæki formgerðina í þessa mynd þann-
ig til steinsins en ég mundi aldrei vera
sáttur við einfalda eftirgerð raun-
veruleikans. Slík eftirgerð er iðja sem
ég tel ekki takast á við að endur-
spegla andleg, fagurfræðileg átök.“
En eru ekki margir sem sætta sig
við hina einföldu eftirgerð heimsins?
„Hvað get ég gert í því? Svona
finnst mér að ég þurfi að vinna,“ segir
Koberling hlæjandi, kveður og er
rokinn á veitingastaðinn Hornið, þar
sem hann hittir vini og kunningja í
hvert sinn sem hann stígur niður fæti
á leið til eða frá athvarfi sínu á Ís-
landi, Loðmundarfirði.
Náttúran sjálf er engin list
Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson
„Til að vinna svona þarf tíma – og aldur,“ segir Bernd Koberling.
Náttúra Loðmundar-
fjarðar er kveikjan að
vatnslitaverkunum sem
Bernd Koberling opnar
sýningu á í Galleríi i8 í
dag. Loðmundarfjörður
hefur verið athvarf Kob-
erlings frá 1977 og eins
og hann sagði Einari
Fal Ingólfssyni, þá get-
ur ótrúlegt magn sjón-
rænna upplifana eystra
verið erfitt við að eiga.
NÚ stendur yfir í kínversk-
evrópsku listamiðstöðinni í borg-
inni Xiamen í Suður-Kína sýning á
skipulagstillögum fyrir gamalt
hafnarsvæði, Siming, í miðborg
Xiamen í Kína. Tillögurnar eru
verk Þórðar Ben Sveinssonar, sem
lengi hefur búið og starfað í Düs-
seldorf í Þýskalandi.
Skipulagstillögurnar eru unnar
að beiðni borgaryfirvalda í Xiamen
og hefur Þórður unnið að þeim
undanfarin ár, en hann var fenginn
til verksins fyrir milligöngu þeirra
hjóna Ineke Guðmundsson og Sig-
urðar Guðmundssonar myndlist-
armanns, en Ineke er forstjóri kín-
versk-evrópsku
listamiðstöðvarinnar.
Eiður Guðnason sendiherra Ís-
lands í Kína opnaði sýninguna með
ávarpi en meðal þeirra sem fluttu
ávörp við opnunina var Pan Shijian
varaborgarstjóri í Xiamen. Hann
lauk lofsorði á tillögur Þórðar sem
hann kvað tengja fortíð og framtíð
og tryggja áframhaldandi þróun
merkrar sögu og menningar Xiam-
en-borgar. Hann fagnaði því einnig
að vestrænt og kínverskt samstarf
næði nú einnig til skipulagsmála.
Margt gesta var viðstatt opn-
unina og var ítarlega um hana
fjallað í fjölmiðlum í Xiamen, en
þar búa rúmlega tvær milljónir
manna.
Nýtískuleg blönduð byggð
Í tillögum Þórðar Ben Sveins-
sonar fyrir skipulag gamla hafn-
arsvæðisins er gert ráð fyrir ný-
tískulegri blandaðri byggð þar sem
bæði verða íbúðir ætlaðar fólki
með miðlungstekjur, verslanir,
verslanamiðstöðvar, skrifstofur,
kvikmyndahús, veitingahús og
menningarstofnanir.
Gert er ráð fyrir að landmegin á
jöðrum svæðisins verði háhýsi allt
að 35 hæða há, en einnig er gert
ráð fyrir að hluti svæðisins verði í
gömlum sígildum kínverskum anda
með þröngum götum, mörkuðum
og torgum. Gert er ráð fyrir að bif-
reiðaumferð á svæðinu verði mjög
takmörkuð.
Þórður Ben Sveinsson sýnir skipulagstillögur í Kína.
Íslendingur sýnir skipu-
lagstillögur í Kína