Morgunblaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 46
DANS 46 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÓPUR AF danspörum úr Dans-deild ÍR tók stefnuna á Tralee áÍrlandi undir lok febrúar og tókþar þátt í sterkri alþjóðlegri dans- keppni. Tralee er vinalegur bær, sunnarlega á vest- urströnd Írlands, lítið stærri en Akureyri. Þar var danskeppnin Celtic Classic nú haldin í fjórða sinn. Að sögn keppnishaldaranna, Tommy Shaugnessy og Ann Gibson, fjölgar þeim ár frá ári sem sækja þessa keppni og í ár voru á sjötta hundrað pör mætt til leiks. Margar þjóðir eiga fulltrúa í þessari keppni, en flestir koma frá Rússlandi, Ítalíu, Eng- landi, Þýskalandi, Danmörku og svo auðvitað Íslandi, en þaðan komu 10 pör að þessu sinni. Dómgæslan var í góðum höndum, því 33 dóm- arar frá 13 löndum dæmdu keppnina. Meðal dómaranna var Árni Þór Eyþórsson frá Ís- landi, en hann hefur nýlega lokið alþjóðlegu danskennaraprófi með dómararéttindum. Keppnin var haldin á Brandon hótelinu í Tralee. Þar voru aðstæður mjög góðar og keppnin ákaflega vel skipulögð. Tímaáætlanir stóðust vel, keppni í einstökum greinum gekk vel fyrir sig og öll úrslit lágu fyrir um leið og keppni lauk. Augnakonfekt fyrir dansáhugafólk Sjálf keppnin hófst fimmtudaginn 20. febr- úar, en þann dag var ekki keppt í keppn- isgreinum Íslendinganna. Dagurinn var því notaður til æfinga og hvíldar. Föstudaginn 21. febrúar byrjaði síðan fjörið með því að keppt var í þremur suður-amerískum dönsum í flokki 12-15 ára unglinga. Mættu 30 pör til leiks, þar af 8 íslensk. Þarna voru mörg mjög góð pör á ferðinni og íslensku pörin stóðu sig vel. Leikar fóru þannig hjá íslensku pörunum að Þorleifur Einarsson og Ásta Bjarnadóttir urðu í 8.-9. sæti, Aðalsteinn Kjartansson og Edda Guðrún Gísladóttir í 13. sæti, Stefán Claessen og María Carrasco í 15. sæti, Alex- ander Mateev og Erla Björg Kristjánssdóttir í 18. sæti, Jón Þór Jónsson og Laufey Karls- dóttir í 20. sæti, Karl Bernburg og Ása Karen Jónsdóttir í 21. sæti, Jón Eyþór Gottskálksson og Elín Helga Jónsdóttir í 22. sæti og Valdi- mar Elí Kristjánsson og Rakel Guðmunds- dóttir í 24. sæti. Sigurvegararnir voru frá Rússlandi. Keppni í þremur sígildum samkvæmis- dönsum kom næst og voru það 26 pör sem hófu keppnina. Þar voru sömu íslensku pörin aftur mætt til leiks, en algengt er að pör keppi aðeins í annarri hvorri greininni. Þessari keppni lauk þannig að Þorleifur og Ásta urðu í 11. sæti, Karl og Ása Karen í 13. sæti, Stefán og María í 14. sæti, Aðalsteinn og Edda í 17.-18. sæti, Jón Þór og Laufey í 19. sæti, Jón Eyþór og Elín Helga í 20. sæti, Valdimar og Rakel í 21.-22. sæti ásamt Alexander og Erlu. Það var par frá Ítalíu sem sigraði. Um kvöldið var meðal annars keppt í svo- kölluðum „Rising Star“ flokki í sígildum sam- kvæmisdönsum og þá var einnig opin meist- arakeppni í sýningardönsum, en þar átti Ísland ekki fulltrúa. Þarna var á ferðinni sann- kallað augnakonfekt fyrir dansáhugafólk. Tvöfaldur sigur hjá Þorleifi og Ástu Laugardagurinn 22. febrúar var erfiðasti keppnisdagurinn fyrir íslenska hópinn og byrjaði dagurinn snemma. Fyrst var keppt í forkeppni í sígildum samkvæmisdönsum í flokki 12-15 ára og voru 16 pör skráð til leiks. Í úrslitum dönsuðu 7 pör og gerðu Þorleifur og Ásta sér lítið fyrir og sigruðu. Jón Þór og Laufey urðu í 2. sæti, Stefán og María í 4. sæti, Jón Eyþór og Elín Helga í 5. sæti og Að- alsteinn og Edda í 7. sæti. Næst var keppt í opnum flokki 14-15 ára í sígildum samkvæm- isdönsum. Þar voru 17 pör skráð og besta ár- angri íslensku paranna náðu Þorleifur og Ásta, en þau náðu inn í sex para úrslit og end- uðu í 3. sæti. Í opnum flokki 12-13 ára náði ekkert íslensku paranna inn í úrslit í sígildu samkvæmisdönsunum og kom styrkleiki par- anna sem þar kepptu verulega á óvart. Nú var komið að keppni í suður-amerískum dönsum. Fyrst var keppt í forkeppninni og voru 17 pör skráð í þá keppni. Inn í úrslit náðu sex pör og aftur urðu Þorleifur og Ásta sig- urvegarar. Í 2. sæti voru Aðalsteinn og Edda, Stefán og María í 3. sæti, Karl og Ása Karen í 4. sæti og Jón Þór og Laufey í 6. sæti. Í opnum flokki 14-15 ára í suður-amerískum dönsum voru 23 pör skráð og náðu Stefán og María inn í 10 para úrslit og höfnuðu í 8. sæti og Þorleif- ur og Ásta inn í úrslit og enduðu í 4. sæti. Frá- bær árangur það, miðað við styrkleika par- anna. Í opnum flokki 12-13 ára í suður- amerískum dönsum náði ekkert íslensku par- anna inn í úrslit. Opna Celtic meistarakeppnin í suður- amerískum dönsum í flokki 12-15 ára var næst á dagskrá. Þetta var gríðaleg sterk keppni og voru 38 pör skráð. Ekkert íslensku paranna náðu inn í undanúrslit. Þorleifur og Ásta voru reyndar mjög nálægt því og enduðu í 13. sæti. Um kvöldið var keppt í flokki fullorðinna og var eitt íslenskt par þar meðal þátttakenda, þau Sigrún Kjartansdóttir og Eggert Claes- sen. Þau dönsuðu mjög vel og sýndu að þau eru stöðugt að bæta sig. Það dugði þó ekki til að komast áfram, enda við mikið af frábærum dönsurum að etja. Hápunktur kvöldsins var síðan keppnin í suður-amerískum dönsum í flokki atvinnumanna. Þvílíkur dans hefur sjaldan sést. Miklar framfarir í dansíþróttinni Síðasti keppnisdagurinn rann nú upp og var fyrsta keppni íslensku paranna Opna Celtic meistarakeppnin í flokki 12-15 ára í sígildum samkvæmisdönsum. Til leiks voru mætt 31 par og var greinilegt að mörg þeirra voru sig- urviss. Þetta var mjög hörð keppni og náðu Þorleifur og Ásta, Stefán og María, Jón Þór og Laufey, Karl og Ása Karen inn í 20 para úrslit, en ekkert þeirra náði að komast lengra. Um kvöldið var keppt í Opnu alþjóðlegu keppninni í suður-amerískum dönsum í flokki áhugamanna. Þetta var eiginlega hápunktur allrar keppninnar, þar sem til leiks voru mætt mörg af bestu pörum heimsins í þessari keppnisgrein. Alls voru 102 pör skráð, þar af eitt frá Íslandi, þau Elísabet Haraldsdóttir og Robin Sewell. Það er skemmst frá því að segja að þau dönsuðu frábærlega vel og náðu inn í 12 para undanúrslit, sem verður að teljast frá- bær árangur í svo sterkri keppni. Það voru ánægðir, en þreyttir dansarar sem lögðu af stað heimleiðis snemma á mánudags- morguninn. Mikið hafði verið dansað og marg- ir náð góðum árangri. Það fer hins vegar ekki á milli mála að dansíþróttinni fleygir áfram er- lendis og verða íslenskir dansarar að hafa sig alla við til að fylgja þeirri þróun eftir. Við eig- um mikið af góðum efnivið sem halda þarf vel utan um og hvetja til dáða. Aðeins þannig get- um við tekið þátt í alþjóðasamfélagi dansara með fullri reisn. Íslenskir dansarar gera það gott á Írlandi Alþjóðlega danskeppnin Celtic Classic fór fram í Tralee á Írlandi fyrir skemmstu og voru tíu íslensk pör meðal þátttakenda. Aðalheiður Karlsdóttir fylgdist með keppninni. Þorleifur Einarsson og Ásta Bjarnadóttir dönsuðu frábær- lega vel og náðu mjög góðum árangri. Stefán Claessen og María Carrasco í léttri latínsveiflu. Þau hafa bætt sig mikið í suður-amerískum dönsum undanfarið. Hópurinn frá Íslandi var glæsilegur og stóð sig vel í alþjóðlegu danskeppninni í Tralee á Írlandi. Karl Bernburg og Ása Karen Jónsdóttir eru aðeins 12 ára og nýbyrjuð að dansa saman og eiga framtíðina fyrir sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.