Morgunblaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 47 Skrefi framar Sokkar, sokkabuxur, undirföt Kynnum OROBLU vorvörurnar í dag kl. 13-17 í Lyf og heilsu Austurveri og kl. 14-18 á Melhaga, á morgun kl. 14-18 í Lyf og heilsu Kringlunni og Austurstræti. Glæsilegur kaupauki af verslað er tvennt frá Oroblu Lagersala Dömu- • Herra- • Barnafatnaður Þekkt vörumerki – frábært verð Opið: Mánudaga-föstudaga 12-18 Laugardaga 10-16 Sunnudaga 13-16 Hefst í dag að Vatnagörðum 14 kl. 12.00 Myndavíxl Við myndbirtingu með frétt af andláti Ivars Hansen, forseta danska þjóð- þingsins, í erlend- um fréttum Morgunblaðsins í gær, urðu þau leiðu mistök að andlit rangs manns var tekið út úr stærri mynd, þar sem þeir voru báðir. Myndin sem birtist er af sænska þingforsetanum Björn von Sydow. Rétta myndin birtist hér. Beðizt er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Ivar Hansen Rabbað um hár á rabbfundi Rannsóknastofu í kvennafræð- um í dag, fimmtudaginn 13. mars kl. 12–13, í stofu 101 í Lögbergi. Þorgerður Þorvaldsdóttir, kynja- og sagnfræðingur, flytur erindið: „Í hár saman – kynjamenning á hár- greiðslu- og rakarastofum“. Fjallað verður um ímynd hárgreiðslu- kvenna og rakara og það hvernig kyngervi markaði bæði starfsævi og kjör beggja stétta. Í DAG Samtökin 7́8 verða með hádeg- isfyrirlestra í Háskóla Íslands í samvinnu við félagsvísindadeild Háskóla Íslands, Mannréttinda- skrifstofu Íslands og FSS, Félag samkynhneigðra og tvíkyn- hneigðra stúdenta, á morgun, föstudaginn 14. mars kl. 12, í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands. Er- indi flytur Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður. Mun hann gera grein fyrir merkingu hug- taksins „mannleg virðing“ í skiln- ingi lögfræðinnar og hvaða þýð- ingu það hefur við túlkun á þeim mannréttindum sem lýst er í stjórnarskrám ríkja og alþjóð- legum sáttmálum. Að honum lokn- um gefst áheyrendum kostur á að bera fram spurningar og taka þátt í stuttum umræðum. Álfagöngur í Hafnarfirði. Sig- urbjörg Karlsdóttir leiðsögumaður býður upp á ferðir um álfaslóðir í Hafnarfirði yfir vetrartímann og verða þær ferðir alla föstudaga kl. 14. Tekur ferðin um hálfa aðra klukkustund. Brottför er tryggð, en þó er æskilegt að bóka með fyrirvara. Ferðin kynnir þjóðtrú Íslendinga um álfa, dverga og huldufólk. Sagðar eru sögur á völdum áningastöðum, gamlar og nýjar, auk þess sem sögu Hafn- arfjarðar eru gerð skil. Ferðin kostar kr. 1.800 og er álfakort innifalið. Bókun og nánari upplýs- ingar fást hjá Upplýsingamiðstöð Hafnarfjarðar, Vesturgötu 8 eða í síma. Stofnfundur Femínistafélags Ís- lands verður haldinn á morgun, föstudaginn 14. mars kl. 20–22, í sal Miðbæjarskólans, Fríkirkju- vegi 1, Reykjavík. Allir velkomnir. Flutt verða stutt ávörp og stefna félagsins rædd. Femínistafélag Ís- lands verður umræðuvettvangur og baráttutæki íslenskra fem- ínista. Félagið verður frjáls og óháður vettvangur með það að markmiði að efla gagnrýna og femíníska umræðu á öllum sviðum þjóðlífsins, segir í fréttatilkynn- ingu. Á MORGUN Lýst eftir vitnum FÖSTUDAGINN 7. mars klukkan 10.02 var tilkynnt um árekstur tveggja bifreiða á Breiðholtsbraut við afrein af Reykjanesbraut við mis- læg gatnamót yfir Reykjanesbraut. Bifreiðinni NG-239, sem er dökkgrá Daewoo Nubira-fólksbif- reið, var ekið austur Nýbýlaveg og síðan austur Breiðholtsbraut. Bif- reiðinni UA-993 sem er dökkblá Opel Astra-fólksbifreið var ekið norður Reykjanesbraut og aðrein að Breiðholtsbraut. Ökumenn greinir á um stöðu umferðarljósa þegar áreksturinn varð. Vitni eru vinsam- lega beðin um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. ÞAÐ voru félagar úr Víkurdeild Rauða kross Íslands sem afhentu félagsmiðstöðinni OZ í Vík í Mýr- dal nýtt 6 feta biljarðborð sem gjöf frá félaginu, en félagsmið- stöðin hefur húsnæði í félags- heimilinu Leikskálum og hafa ýmis fyrirtæki í Vík styrkt fé- lagsmiðstöðina með því að gefa þangað tæki, t.d. gaf Bygging- arfélagið Klakkur félagsmiðstöð- inni 28 tommu sjónvarpstæki núna nýverið. Krakkarnir úr fimmta, sjötta og sjöunda bekk Grunnskóla Mýr- dalshrepps voru mjög ánægð með að fá þetta biljarðborð og stilltu sér upp í kring um það ásamt starfsmanni félagsmiðstöðvar- innar og þremur stjórnarmönnum deildarinnar. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Biljarðborðið ásamt glöðum hóp barna, Rauðakrossfélögum og starfsmanni OZ. Félagsmiðstöðin OZ eignast biljarðborð Fagradal. Morgunblaðið. Íslenska kennd í Was- eda-háskól- anum í Tókýó ÍSLENSK stjórnvöld hafa ákveðið að styrkja íslenskukennslu við Was- eda-háskólann í Tókýó í Japan. Kennslan hefst við upphaf sumar- misseris nú í apríl. Þetta er byrj- endakennsla í íslensku máli. Einnig gefst nemunum tækifæri til að hlýða á fyrirlestra um íslenska menningu. Waseda-háskóli er einn virtasti einkaháskólinn í Japan. Skólinn bauð upp á kennslu í íslenskum fræð- um þar til prófessor Sadoa Morita fór á eftirlaun fyrir nokkrum árum. Manabu Miyagi dósent mun annast íslenskukennsluna nú en hún er und- ir umsjón prófessors Masao Iwai. Waseda-háskóli hefur gert sam- starfssamning við Háskóla Íslands. Rektor Háskólans heimsótti skólann á sl. hausti. Skólinn hefur heitið fyr- irgreiðslu vegna japönskukennslu við Háskóla Íslands en hún hefst á haustmisseri 2003. Japönsk stjórn- völd styðja kennsluna fjárhagslega. Íslandsmeistaramót í samkvæm- isdönsum með frjálsri aðferð verður haldið í Laugardalshöllinni í Reykja- vík, laugardag, 15. mars kl. 13, húsið opnar kl. 12. Keppt verður til Ís- landsmeistaratitils á samanlögðum árangri í standarddönsum og suður- amerískum dönsum, auk þess fer fram keppni í samkvæmisdönsum með grunnaðferð og danssýningar. Einnig mun fara fram bikarmeist- aramót í línudönsum. Fimm erlendir dómarar dæma keppnina en að öðru leyti eru það fé- lagar dansíþróttafélaganna sem vinna við mótahaldið. Börn fædd árið 1997 eða síðar fá frí- an aðgang að mótinu og 67 ára og eldri. Aðgangseyrir er kr. 1.200 fyrir aðra, segir í fréttatilkynningu. Nærhópur fyrir syrgjendur sem misst hafa ástvini í sjálfsvígi verð- ur stofnaður á fræðslufundi Nýrrar dögunar, samtökum um sorg og sorg- arviðbrögð, fimmtudaginn 20. mars kl. 20–22, í Safnaðarheimili Háteigs- kirkju, 2. hæð. Erindi heldur Guðrún Eggertsdóttir djákni sem einnig mun vera leiðbeinandi hópsins. Allir vel- komnir. Starf nærhópsins hefst þriðjudaginn 25. mars kl. 20–21.30 og verður hann í Grafarvogskirkju á þeim tíma fram í maí. Mælt er með að í það minnsta hálft ár sé liðið frá missi, segir í fréttatilkynningu. Skráning er hjá Nýrri dögun, nydog- un@sorg.is og á fundinum 20. mars. Á NÆSTUNNI Fundur um stefnu NATO og aðsteðjandi ógnir „NÚVERANDI stefna NATO og að- steðjandi ógnir“ heitir fyrirlestur sem Nicola de Santis, yfirmaður Mið- jarðarhafsmálefna NATO í Brussel, flytur á sameiginlegum fundi Sam- taka um vestræna samvinnu (SVS) og Varðbergs, mánudaginn 17. mars nk. og hefst hann klukkan 17:30 í Skála á Hótel Sögu. „Afstaða einstakra NATO-ríkja með eða á móti fyrirhugaðri innrás Bandaríkjanna í Írak, hefur valdið deilum meðal bandamanna í Atlants- hafsbandalaginu, sem ekki sér enn fyrir endann á. Vegna þess hve við- kvæmt ástandið er í þessum heims- hluta hafa samtökin fengið Nicola de Santis til að koma hingað til lands til þess að greina frá ástandinu eins og það er, séð frá bæjardyrum banda- lagsins,“ segir m.a. í fréttatilkynn- ingu. De Santis er ítalskur stjórnmála- fræðingur sem starfað hefur hjá Atl- antshafsbandalaginu í Brussel frá árinu 1991, en hann var ráðinn þang- að af Manfred Woerner, þáverandi framkvæmdastjóra bandalagsins. De Santis hefur gegnt nokkrum veiga- miklum störfum hjá NATO sem flest snúast um öryggis- og varnarmál bandalagsins við Miðjarðarhafið og í Austurlöndum nær. Áður en hann hóf störf hjá NATO var hann meðal ann- ars blaðamaður og ráðgjafi hjá ítalska þinginu í Róm. Hann er með- limur í International Institute of Strategic Studies (IISS) í Bretlandi, Italian Institute of International Affairs (IAI) í Róm og World Fed- eration of the Italian Press Abroad. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um varnar- og öryggismál sem snerta heill Evrópu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.