Morgunblaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ au sem sofa á verð- inum vakna endrum – og eins upp við ýlfrið – og skjóta út í myrkrið. Þau sofa og sofa, dreymir og dreymir en hugsa ekki. Skjóta fyrst. Þau lesa ekki og skoða myndirnar ekki heldur, en taka gjarnan ákvarðanir fyrir aðra. Þau hafa vit fyrir öðrum, setja reglur og banna og banna, sér- staklega þegar það er orðið of seint að banna. Sérstaklega það sem þegar gegnumsýrir sam- félagið eða hefur læðst inn í það eins og þétt þokan. Þau sem sofa tala upp úr svefni og eru reyndar mælsk mjög, mælskulistarfólk og eiga auðvelt með að sannfæra aðra, jafnvel þau sem eru vak- andi. Það er senni- lega aldrei hægt að koma í veg fyrir að fólk sofni á verðinum, en það er ef til vill óþarfi að það fólk ráði. Ég kann aðeins eitt ráð gegn svefn- inum, og það er að efla sjálfstæða skapandi hugsun með börnum, það er langbesta forvörnin. Áhyggjuefnin í samfélaginu eru mörg; klámvæðingin er eitt þeirra. Allt í einu vaknaði sam- félagið sem svaf á verðinum upp við það að hún var alstaðar: Klámið er í hverri vél, hverjum GSM-síma, næstum hverju sjón- varpi, verslun, heimili. Klám í blöðum, tímaritum og kvikmynd- um ýtir undir kynferðislegt of- beldi gegn konum, körlum og börnum. Samtíminn var einfald- lega of laus í reipunum; hugs- unar-, skoðana-, skeytingarlaus. Hann verður værukær og vilja- laus. Hann veit ekki hvað á til bragðs að taka. Á meðan birtist staðan á Neyðarmóttökunni, þar sem skráð er að t.d. ungar stúlkur séu sífellt beittar meiri þrýstingi á að hefja snemma kynlíf og taka þátt í kynferðislegum athöfnum, t.d. endaþarmsmökum og munn- mökum. Langtímaráðið er að efla hæfi- leikann til að tjá hugsanir sínar og skoðanir og þar með vera við stjórnvölinn í eigin lífi. Hæfileik- ann til að taka ábyrgð á gerðum sínum og umhverfi. Hæfileikann til að skilja og bregðast við á málefnalegan hátt, með því að taka þátt í margvíslegum sam- skiptum og ákvörðunum. Mig grunar að siðfræðikennsla sé besta aðferðin. Ef henni tekst ætlunarverk sitt að efla siðvit barna og unglinga verða þau síð- ur berskjölduð gagnvart áreitum öfganna í menningunni. (Sigríður Þorgeirsdóttir. 1999. Hvers er siðfræðin megnug? 92.) Siðfræðin getur lagt málinu lið með því að kenna eða rækta sjálfsaga og hugrekki. Sjálfsagi er t.d. með eftirsóttustu verð- mætum; að hafa stjórn á tilfinn- ingum sínum og skapi. Sjálfsagi skiptir sköpum varðandi vel- gengni í námi og starfi. Hvers vegna ekki að rækta hann mark- visst með börnum, gera hann að aðalverkefni? Meginverkefnið er vinna gegn heimskunni, lyginni og fordóm- unum, rækta svo samkennd og þjálfa hjálpsemi. Og einnig gegn svefninum: Gæta að því sem enn er í hendi og muna að ekkert er sjálfsagt eða gefið því „Ein- staklingur ber ábyrgð gagnvart samfélaginu á þeim athöfnum sínum, sem skaða hagsmuni ann- arra.“ (John Stuart Mill. 1859. Frelsið. 168). Það er ekki nóg að hugsa um eigin réttindi og þjóna sjálfum sér, því enn er „eftir sú mannraun að tileinka sér það sið- ferði og þá trú sem höfðar til skynseminnar“. (Róbert Haralds- son. 2001. Tveggja manna tal. 230.) Siðfræði þarf að kenna í skól- um, svo nemendur geti enn betur glímt við skoðanir sínar, grafið þær upp, horfst í augu við þær og síðan með tímanum tekist á við þá mannraun að tileinka sér þær, og loks tekið fullan þátt í því með öðrum að gera heiminn mannúðlegri og farsælli. Hug- myndin er að skoðun fylgi ábyrgð. Raunveruleg skoðun er ekki létt verk, hún þarf að full- nægja „þeim kröfum sem við gerum til rökstuddra skoðana og gildra geðshræringa. Þar á sið- fræðikennarinn verk að vinna“. (Kristján Kristjánsson. 1999. Er- indi siðfræðinnar. 55.) Nokkuð ljóst er að þeir ein- staklingar sem leggja til t.d. klám handa öðrum í hvaða mynd- um sem það birtist takast ekki á við siðareglu Mills. Einhvern veginn tekst þeim að horfast ekki í augu við ábyrgðina sem athæf- inu fylgir. Fyrst þá vantar sið- ferðið, því langbesta er ráðið að efla varnirnar í manneskjunni. Ég tek undir þá skoðun að sið- fræðikennarinn í skólum landsins hafi verk að vinna – ekki einn, heldur með öðrum. Hann getur lagt þeim lið. Siðfræðikennsla er auðvitað ekki eina ráðið, en það verður að velja aðferðir og meginstefnu. Gera hana að þungamiðju svo næstu kynslóðir geti glímt betur við þann vanda sem að steðjar hverju sinni. Það nægir ekki að banna, það þarf djúpan skilning og öfluga hugsun. Það er heldur ekki hægt að koma öllu inn í skólana, hann tekur ekki endalaust við nýjum greinum. Foreldrar þurfa því einnig að vakna og knýja á um breyttar áherslur. Segja má að ef til vill stefni í þessa átt, en það þarf að fara hraðar og án hiks. Klámiðnaðurinn skekkir t.d. myndina af konum og körlum, hann kallar fram ákveðna hegðun sem dregur úr virðingu og veldur kvöl. Sífelld barátta gegn honum getur gert hann linan, aðeins með stranslausri vinnu finnst vopnið gegn honum. Hugmyndin um að allt sé leyfilegt er aðeins hugmynd, og tómhyggjan hug- mynd hinna lifandi dauðu. Hugmynd siðfræðinnar og ákvörðunin er að vinna með lífinu en ekki á móti því, af þessari hugmynd spretta ótal aðrar; að vinna með lífverunum, nátt- úrunni, að hamingjunni, vinátt- unni, virðingunni, frelsinu og vökunni. Langbesta forvörnin Langtímaráðið er að efla hæfileikann til að tjá hugsanir sínar og skoðanir og þar með vera við stjórnvölinn í eigin lífi. Hæfileikann til að taka ábyrgð á gerðum sínum og umhverfi. VIÐHORF Eftir Gunnar Hersvein guhe@mbl.is Í GREIN Hjalta Sæmundssonar, starfsmanns Landhelgisgæslunnar (LHG), í Morgunblaðinu 9. mars sl. um niðurskurð á rekstrarfé LHG, ræðir hann m.a. um stjórnstöð stofnunarinnar og hvatningu Slysa- varnafélagsins Landsbjargar (SL) á uppsetningu einnar sameiginlegr- ar stjórnstöðvar leitar og björg- unar á Íslandi. Skilja má á grein Hjalta að SL eigi óbeinan þátt í niðurskurði á rekstrarfé LHG auk þess sem hann telur að SL sé rekið með breyttum áherslum vegna van- þekkingar og kunnáttuleysis fé- lagsins á sjóbjörgunarmálum. Hjalti kemur einnig orðum að aldri stjórnstöðvar LHG og að hún hafi verið rekin með sólarhringsvakt sl. 16 ár. Í framhaldi segir Hjalti orð- rétt: ,,og er eins og mál hafa þróast eina virka sjóbjörgunarstjórnstöðin á Íslandi.“ Þessa staðhæfingu Hjalta vil ég leiðrétta. Tilkynningaskylda íslenskra skipa (TSK), sem rekin er af Slysa- varnafélaginu Landsbjörgu, var sett á laggirnar árið 1968 og hefur lengst af þeim tíma verið með sól- arhringsvakt. SL rekur einnig sjó- björgunarmiðstöðina MRCC Reykjavík-Coastal. Sjóbjörgunar- miðstöðin er rekin samhliða TSK og sinna starfsmenn TSK vöktun sjóbjörgunarmiðstöðvarinnar og ræsa út viðeigandi bjargir þegar sjóslys verða. Þá starfar sjóbjörg- unarmiðstöðin náið með stjórnstöð LHG. Langflest verkefni sjóbjörgunar- miðstöðvarinnar eru þess eðlis að þau eru leyst af starfsmanni TSK en við stærri aðgerðir er kallaður til átta manna starfshópur sem kallast Sjóstjórn björgunarsveita og er hann starfsmanni TSK til að- stoðar í þeim aðgerðum. Meðlimir Sjóstjórnar eru virkir félagar í sjó- björgunarsveitum á SV-horninu og eru nokkrir þeirra menntaðir skip- stjórnarmenn. Þar sem sjóbjörgunarmiðstöð SL starfar samhliða Tilkynningaskyld- unni býr hún að því að geta fylgst með ferðum skipa og báta í gegn- um sjálfvirka tilkynningaskyldu- kerfið (STK) sem skiptir miklu máli við skipulagningu leitar og björgunar á hafinu. Þetta kerfi hef- ur margoft sannað sig, nú síðast í febrúar sl. þegar Draupnir GK fórst suður af Grindavík. Í því til- viki sýndi STK-kerfið fiskibát ná- lægt þeim stað sem Draupnir GK sendi síðast staðsetningu. Sjóbjörg- unarmiðstöð SL hafði því samband við fiskibátinn sem var fljótur á staðinn og bjargaði skipbrotsmönn- unum úr gúmmíbjörgunarbáti. Þessi skrif skýra vonandi út fyrir lesendum blaðsins að stjórnstöð LHG er ekki eina virka sjóbjörg- unarstjórnstöðin á Íslandi heldur eru reknar tvær virkar sjóbjörg- unarmiðstöðvar. Önnur er rekin af Landhelgisgæslunni en hin af Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Þetta veit Hjalti reyndar mæta vel þar sem sú stjórnstöð sem hann starfar í vinnur náið með sjóbjörg- unarmiðstöð SL og Tilkynninga- skyldunni við leit og björgun á haf- inu. Tel ég því að Hjalti hljóti að hafa misritað þetta í grein sinni. Ef ekki þá vil ég benda á að svona skrif, sem gera lítið úr starfsemi annarra stofnana og félaga, gera ekki mikið til að bæta fjárhags- stöðu LHG og skilning almennings á rekstrarvanda LHG. Hvað varðar áherslumál SL þá hefur félagið ætíð haft öryggismál bæði sjómanna svo og allra lands- manna að leiðarljósi í sínu starfi. Svo er enn og er ein sameiginleg stjórnstöð leitar og björgunar í Ís- landi hluti af því leiðarljósi. Skiln- ingur félaga SL á þessu máli mót- ast því ekki af þekkingar- og reynsluleysi eins og Hjalti ýjar að, heldur af áratugalöngu starfi þeirra í leitar- og björgunarstörfum bæði á sjó og á landi. Við þetta vil ég svo bæta að Landhelgisgæslan hefur ávallt ver- ið mér hugleikin og ber ég mikla virðingu fyrir stofnuninni. Ljóst er að meira fjármagn vantar til að unnt sé að reka LHG á sóma- samlegan hátt og hvet ég stjórn- völd til að hlúa betur að þessari svo mikilvægu stofnun. Sjóbjörgunar- stjórnstöðvar Eftir Guðmund Birki Agnarsson „Langflest verkefni sjó- björgunar- miðstöðv- arinnar eru þess eðlis að þau eru leyst af starfsmanni TSK en við stærri að- gerðir er kallaður til átta manna starfshópur sem kallast Sjóstjórn björgunarsveita.“ Höfundur er félagi í bjsv. Þorbirni í Grindavík og situr í Sjóstjórn björgunarsveita. HVARVETNA er verið að tala um mynd Ómars Ragnarssonar „Meðan land byggist“ sem var í Sjónvarpinu um daginn. Það kemur upp úr dúrnum að menn snúast á punktinum eftir að hafa séð hana og hörðustu fylgismenn virkjunarinnar hugsa sinn gang. Þeir sem misstu af henni sýta það en svo heppilega vill til að nú má kaupa myndina á spólu. Hvað er svo það fyrsta sem Landsvirkjun gerir eftir sýningu myndarinnar? Þeir voga sér að sprengja í sjálfum Dimmugljúfrum. Þrátt fyrir loforð um að aðhafast ekkert í þá átt fyrr en samþykkt al- þingis lægi fyrir og undirskriftir við Alcoa. Framkvæmdir hafa reyndar staðið yfir síðan í haust án þess að hafa farið fyrir alþingi. Til hvers er þetta alþingi? Er það til skrauts? Eða bara skrautleg stofnun? Er kannski best að hnýta á það slaufu? Ómar Ragnarsson hefur áratug- um saman verið óþreytandi við að sýna landið frá sérstöku sjónar- horni, og þá ekki síður fólkið í land- inu. Ómar er alltaf blátt áfram og aldrei í neinum stellingum. Hann er hann sjálfur einsog sagt er. Það telst þrekvirki í íslensku þjóðfélagi, en samt er Ómar íslenskastur allra. Og kannski af því að hann hefur varðveitt sína persónulegu sérstöðu tekst honum að sýna sérstöðu lands- ins á látlausan en áhrifamikinn hátt. Myndin hafði dýpri tengingar en eingöngu að kynna okkur þjóðgarða og virkjanir. Framsetning myndar- innar var skýr og einföld, mynd- irnar af Kárahnjúkasvæðinu ein- stakar. Hafi ég efast um þessar framkvæmdir hvarf efinn einsog dögg fyrir sólu. Þótt það sé stórt orð þá er framkvæmdin glæpsam- leg. Það mikilvægasta var að Ómar færði okkur Vatnajökul að gjöf. Hann gaf okkur það sem við eigum. Það eina sem við lærum um Vatna- jökul í skóla er að hann sé stærsti jökull í Evrópu. Það gerir hann að hálfgerðri klessu á landakortinu. Í mynd Ómars lifnaði hann við. Vatnajökull varð heillandi skepna, ægifögur og hættuleg, ísköld og brennandi heit sem lætur sér ekki nægja að hlamma sér niður á landa- kort en er einfaldlega að búa til Ís- land. Firringin er enn ekki orðin svo mikil á Íslandi að fólk finnur ennþá til með landinu. Ekki einu sinni veðrið kemur í veg fyrir það. Ég veit um fólk sem grét þegar það sá gljúfrin sprengd, það fékk verki í líkamann, og ung kona sá mynd- irnar af sprengingunni fyrir sér aft- ur og aftur, og fannst einsog það hefði verið dreginn úr henni jaxl án þess að hún væri deyfð. Á meðan sat fréttamaðurinn á þessum hlut- lausa miðli Sjónvarpinu sem neitar yfirleitt að sinna málstað andstæð- inga virkjunarinnar, og sagði: Magnaðar myndir, magnaðar mynd- ir. Íslendingar upplifa sig sem hluta af heild þegar landið er annars veg- ar. Þessi heild hét einhvern tíma: land, þjóð og tunga. Séu þessi bönd slitin finnur fólk til. Fólk samsamar sig landinu, líkami og land eru ná- tengd, líkaminn verður til af land- inu, tungumálið sprettur upp úr lík- amanum, – og svo eigum við þetta öll saman. Þetta eru dulmögn sem eiga sér djúpar rætur. Skoðaðu Dimmugljúfur. Það er ekki hægt að lýsa þeim. Aðeins þau sjálf geta gert það. Og þau eru sprengd. Mynd Ómars sýndi fram á hversu mikið glapræði, heimska og ofbeldi þessi framkvæmd er. Það tókst með því að sýna báðar hliðar. Hann fjár- magnaði myndina sjálfur en nú ættu Sjónvarpið og/eða stjórnvöld að hafa manndóm í sér og borga hon- um til baka. Svona mynd hefði átt að vera í þeirra verkahring. Ef ekki verður tekið tillit til þess- arar myndar og hætt við Kára- hnjúkavirkjun leyfi ég mér að líkja því við að það sé verið að höggva Ómar Ragnarsson. Og ég leyfi mér að fullyrða að sömu menn hefðu höggvið Snorra Sturluson. Þeir eru búnir að höggva Halldór Laxness sem skrifaði um hernaðinn gegn landinu. En þeir leyfa sér enn að fletta bókunum hans blóðugum fingrum í leit að ein- hverju sem gæti passað á 17. júní. Að höggva Ómar Ragnarsson Eftir Elísabetu Jökulsdóttur „Líkami og land eru ná- tengd.“ Höfundur er rithöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.