Morgunblaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 41 ✝ Skjöldur Krist-inn Þorláksson fæddist á Siglufirði 30. mars 1937. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 1. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Þorlák- ur Guðmundsson, f. 22. júlí 1894, d. 5. júlí 1994, og Guðrún Jóhannsdóttir, f. 6. júní 1896, d. 5. apríl 1963. Þorlákur og Guðrún eignuðust 10 börn. Þau eru: Ingi- mar, f. 23. júní 1924, Guðrún Jóhanna, f. 18. júní 1925, Ingiberg Andrés, f. 7. ágúst 1926, d. 9. apríl 1963, Pálína Sigrún, f. 21. apríl 1928, Súsanna, f. 17. apríl 1929, Sveinn Jóhann, f. 7. júní 1930, Pétur Þór, f. 22. ágúst 1932, d. 7. apríl 1953, Karl Ás- mundur Hólm, f. 5. janúar 1935, Sigurður Snorri, 3. apríl 1936, og Skjöldur, sem hér er minnst. Hálfbróðir Skjaldar, sammæðra, var Friðgeir Gíslason, f. 1. maí 1923, d. 14. febrúar 1991. Hinn 31. desember 1961 kvæntist Skjöldur Heiði Guð- mundsdóttur, f. 26. desember 1941, d. 10. júlí 1999. Þau eignuðust þrjú börn. 1) Sólveig, f. 24 apr- íl 1966, gift Rúnari Ingibergssyni, f. 26. júlí 1963. Þau eiga þrjú börn. 2) Arnar, f. 3. nóvember 1967, kvæntur Sigríði Þ. Vigfúsdóttur, f. 17. apríl 1969. Þau eiga tvö börn. 3) Guð- björg, f. 3. desem- ber 1973. Hún á eitt barn. Skjöldur lærði hárskeraiðn á Siglufirði. Hann rak ásamt öðr- um rakarastofu á Hótel Sögu. Síðar opnaði hann rakarastofu í Ytri-Njarðvík. Síðan snéri hann sér að kaupmennsku og vann í Friðjónskjöri í Ytri-Njarðvík og í Kaupfélaginu eftir það í fjölda- mörg ár. Hann keypti og rak Brautarnesti í Keflavík fram til ársins 2000. Jarðarför Skjaldar fór fram í kyrrþey frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 6. mars síðastlið- inn. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Kæri vinur og frændi. Þá ert þú farinn í ferðina löngu eftir stutta sjúkdómslegu á Sjúkrahúsi Suð- urnesja. Margar minningar komu upp í huga minn þegar ég fékk andlátsfréttina. Hugur minn flögr- aði út og suður án þess að ég næði nokkurri kyrrð á hann. Ég trúði varla þessari frétt þó svo að ég vissi í hvað stefndi. Það er ekki nema vika síðan ég sat hjá þér. Þá spjölluðum við um eitt og annað. Þú talaðir um að nú loksins hefðir þú ætlað að taka þér gott frí og fara til útlanda og heimsækja son þinn sem er við nám í Danmörku. Einnig ætlaðir þú að fullgera hús afa og ömmu sem þú festir kaup á fyrir nokkr- um árum. Þú varst farinn að hlakka svo til að sinna þessu, en svona er lífið, enginn ræður sínum næturstað. Þú varst bæði fallegur og góður frændi og ég gleðst yfir að hafa átt þig í okkar stóra frændgarði. Þeg- ar ég var unglingur sátum við oft saman og töluðum um lífið fram- undan. Þú varst 6 árum eldri en ég og vildir því gefa mér góð ráð og talaðir af mikilli visku um hættur heimsins og einnig gæði hans. Þú varst listapenni og skrifaðir margar sögur en flestar voru fyrir skúffuna. Þó tókst mér að væla það út að fá þig til að lesa eina og eina sögu. Yfirleitt voru þetta hug- ljúfar sögur tveggja persóna sem hittust og vefir þeirra spunnust misvel og persónurnar tókust á í blíðu og stríðu, rétt eins og í lífinu sjálfu en enduðu yfirleitt vel – í fullkominni hamingju öndvert við það sem oft á tíðum er í raunveru- leikanum. Í desember 1961 giftist þú Heiði Guðmundsdóttur sem lést 10. júlí 1999. Þið eignuðust þrjú yndisleg börn. Það fyrsta fæddist það ár sem ég varð ekkja með tvö börn. Þið reyndust mér miklir vinir í raun. Við héldum alltaf góðu sam- bandi og fórum oft í ferðalög og útilegur með hópinn okkar og hitt- umst í afmælum og á jólum og oft var setið og spjallað yfir kaffibolla og stundum tekið í spil. Já, ég gæti endalaust skrifað, en geymi því meira í hjarta mér. Seinni árin vorum við meira í símasambandi enda ég flutt frá Suðurnesjum. Samtal okkar teygð- ist oft í 1 – 1 1/2 klukkustund. Efst á lista voru börnin okkar. Við skiptumst á að segja hvort öðru af högum þeirra. Enda voru þér þínir nánustu mikilvægastir í lífinu og þú barst hamingju þeirra fyrst og fremst í brjósti þér. Það er því mikill missir fyrir börn þín og barnabörn að sjá á eftir þér. En minning þeirra um góðan föður og afa mun hjálpa þeim að horfa fram á við. Elsku frændi, nú hefur þú hitt Heiðu þína á ný. Þú sagðir við mig í síðustu heimsókn þegar við kvöddumst: „Takk fyrir komuna Gunna mín. Þegar þú kemur upp....,“ og þú bentir upp í loftið, „..skal ég standa fremstur með faðminn opinn og taka vel á móti þér.“ Þú vissir alveg hvert stefndi. Elsku frændi, þú kvaddir þennan heim með reisn og æðruleysi. Vertu sæll og hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég bið algóðan Guð að styrkja og styðja börnin þín. Farðu í friði. Þín frænka og vinur, Guðrún Jóhannesdóttir. SKJÖLDUR ÞORLÁKSSON ✝ Anna KristínJónsdóttir fædd- ist í Hörgsdal í V- Skaftafellssýslu 6. febrúar 1916. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Eir hinn 5. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjónin Jón Bjarnason, (f. 14.4. 1887, d. 10.12. 1977) og Anna Krist- ofersdóttir, (f. 15.4. l891, d. 27.1. l967). Anna var sjötta í röð fimmtán systkina og með henni eru ellefu þeirra látin. Börn Jóns og Önnu auk Önnu Kristínar voru: Ragnar Friðrik (f. 3.5. l908, d. 5.4. l988), Helga (f. 26.4. l909, d. 12.3. l992), Kristjana ( f. 23.9. l910, d. 19.4. l925), Bjarni ( f. 16.11. l911, d. 2.1. l999), Sigrún ( f. 23.12. l912, d. 30.4. l973), Kristófer (f. 31.7. l914, d. 23.7. l997), Jakob (f. 6.3. l917, d. 25.11. l999), Ólafur (f. 6.3. l919), Hermann Guðjón ( f. 25.5. l921, d. 14.9. l997), Páll (f. 26.l0. l922, d. 13.5. 2000), Rannveig (f. 20.12. l924), Halldór (f. 9.3. l926), Kristjana (f. 3.4. l927), Ólafía Sig- ríður (f. 21.5. l929, d. 1.6. l984), Eiginmað- ur Önnu Kristínar var Sigurður Sig- urðsson (f. 29.10. l916, d. 1.12. l996). Fósturdóttir Önnu Kristínar og Sigurðar er Stella H. K. Sigurð- ardóttir (f. 9.9. l953). Útför Önnu Kristínar fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan l5. Í dag kveð ég hana ömmu mína með miklum söknuði og eftirsjá. Þó finnst mér gott að þú fékkst loks að hvílast og ferð til hans afa sem er örugglega glaður að fá þig. Ég á margar góðar minningar úr Fögrubrekkunni. Þangað var alltaf gott að koma. Þegar við Einar bróðir minn komum í bæinn gistum við alltaf hjá þér og afa, og þú hafð- ir mikið fyrir okkur. Þegar við kom- um í kringum jól varstu búin að búa til ís handa okkur og faldir möndlu í honum. Á páskum fengum við sér- stök páskaegg, þau voru búin til úr umbúðum af sokkabuxum! Og að sjálfsögðu var búið að fylla þessar umbúðir af sælgæti. Þetta voru bestu páskaeggin. Það er mér ofarlega í minni hversu hraust og liðug þú varst allt- af. Ég man til að mynda hvað ég varð rosalega hissa að sjá þig í fyrsta skipti gera æfingar með morgunútvarpinu, það var alveg merkilegt hvað þér tókst að beygja þig og teygja. Við fórum oft í sund saman í gömlu Kópavogslauginni og það vantaði ekki, þú syntir eins og selur. Við áttum líka skemmti- legar stundir austur á Mosum. Þá fengum við Einar iðulega að gista hjá ykkur og fengum þá að vera uppi á lofti því það var mest spenn- andi. Ég átti með þér ómetanlega stund þegar ég sat hjá þér á mið- vikudaginn og er ég þakklát fyrir að hafa getað verið hjá þér. Þú varst svo falleg og friðsæl og virtist vera sátt við að fara. Elsku amma mín, það var ynd- islegt að þekkja þig. Skilaðu kveðju minni til hans afa. Þín Kristjana. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar og Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sig. Kr. Pétursson.) Hvíl í friði, elsku Anna mín. Þín dóttir Stella. Kæra Anna amma mín, ég er þakklát að þú sért komin til hans afa, vegna þess að þú varst svo lasin og saknaðir hans mikið. Ég mun sakna þín líka. Ég las bæn í lestr- arbókinni minni og ætla að láta hana fylgja hér því mér finnst hún svo falleg. Kristur minn, ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gerðu svo vel, og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. Þín Aníta Sól. ANNA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-amma, HELGA JÓNA ELÍASDÓTTIR fv. skólastjóri og organisti á Þórshöfn, Hringbraut 50, Reykjavík, sem andaðist laugardaginn 8. mars sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. mars kl. 13.30. Pálmi Ólason, Elsa Þ. Axelsdóttir, Sigríður Óladóttir, Gunnar Sigurbjörnsson, Davíð Ólason, Kristjana Friðriksdóttir, Gyðríður Elín Óladóttir, Gerðar Þórðarson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær móðir mín, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR MARGRÉT ÞORSTEINSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi laugar- daginn 8. mars. Jarðarförin verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykja- vík mánudaginn 17. mars kl. 13.30. Bryndís Magnúsdóttir, Úlfar Hinriksson, Magnús Örn Úlfarsson. Elskulegur eiginmaður, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÓLAFUR JÓNAS SIGURÐSSON, Þrastarstíg 9, áður Grýtubakka 6, er látinn. Útförin verður auglýst síðar. Auður Gunnarsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HARALDUR ÁRNASON, Sæviðarsundi 92, er látinn. Erna Erlendsdóttir, Árni Björn Haraldsson, Lena Haraldsson, Jón Ingi Haraldsson, Sigrún Erlendsdóttir, Svanbjörg Helga Haraldsdóttir, Hildigunnur Haraldsdóttir, Ásgeir Sverrisson, Auður Ingibjörg Haraldsdóttir, Ólafur Valsson, Gunnlaugur Brjánn Haraldsson, Arndís Eir Kristjánsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.