Morgunblaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 44
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14–17 í neðri safnaðarsal. Sönghóp- ur undir stjórn Kára Þormar organista. Kaffi og með því eftir sönginn. Allir vel- komnir. Biblíulestur kl. 20 í safnaðar- heimilinu. Lúkasarguðspjall lesið og skýrt. Allir velkomnir. Árni Bergur Sig- urbjörnsson. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10– 12 í umsjá Lovísu Guðmundsdóttur. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 14–16 í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a. www.domkirkjan.is Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Orgelleikur, íhugun. Léttur máls- verður í safnaðarheimili að stundinni lok- inni. Háteigskirkja. Taizé-messa kl. 20. Eldri borgara starf. Á morgun kl. 13.30 sam- vera í Setrinu (brids aðstoð). Vinafundir í febrúar og mars. Spjallfund- ur kl. 14 með sr. Tómasi og Þórdísi þjón- ustufulltrúa. Kaffi á eftir. Landspítali Háskólasjúkrahús, Grensás. Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Kjartan Örn Sig- urbjörnsson. Langholtskirkja. Kl. 10–12 foreldra- og ungbarnamorgunn. Söngstund með Jóni Stefánssyni. Umsjón hefur Ágústa Jóns- dóttir. Kaffisopi. Kl. 12.10 lestur Pass- íusálma og bænagjörð í Guðbrandsstofu í anddyri. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Gunnar Gunnarsson leikur á orgel kirkjunnar frá kl. 12–12.10. Að stundinni lokinni er léttur málsverður á kostnaðar- verði í safnaðarheimilinu. Einfalt, fljót- legt og innihaldsríkt. Alfa-fundur í safn- aðarheimilinu kl. 20. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja. Nedó, unglingaklúbbur, kl. 17. 10. bekkur og eldri. 8. og 9. bekkur kl. 19.30. Munda og Hans. Félagsstarf aldraðra laugardaginn 15. mars kl. 14. Óvissuferð. Kaffiveitingar. Þátttaka tilkynnist í síma 511 1560 milli kl. 10–13 til föstudags. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Breiðholtskirkja. Biblíulestarar kl. 20– 22 á vegum Leikmannaskóla kirkjunnar og Reykjavíkuprófastsdæmis eystra sem bera heitið Ábyrgð og frelsi í boðun ritn- ingarinnar. Kennari er sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur dr.theol.& dr.theol. Digraneskirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10–12. Kirkjustarf aldraðra, Leikfimi ÍAK kl. 11.15. Bænastund kl. 12.10. Ung- lingakór Digraneskirkju kl. 17–19. (Sjá nánar: www.digraneskirkja.is) Fella- og Hólakirkja. Biblíulestur og helgistund í Gerðubergi kl. 10.30–12. Starf fyrir 8–10 ára stúlkur kl. 16.30. Grafarvogskirkja. Foreldrarmorgnar kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar sam- verustundir, ýmiskonar fyrirlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. Kirkjukrakkar í Húsaskóla fyrir 7–9 ára börn kl. 17.30–18.30. Kirkju- krakkar í Grafarvogskirkju kl. 17.30– 18.30 fyrir 7–9 ára. Æskulýðsfélag í Grafarvogskirkju fyrir 8. bekk kl. 20–22. Æskulýðsfélag í Engjaskóla kl. 20–22 fyrir 9. og 10. bekk. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar kl. 16.30. Kópavogskirkja. Samvera eldri borgara í dag kl. 14.30–17 í safnaðarheimilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 17. Fyrirbænaefnum má koma til sókn- arprests eða kirkjuvarðar. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Gott er að ljúka deginum og undirbúa nóttina í kyrrð kirkjunnar og bera þar fram áhyggjur sínar og gleði. Bænarefni eru skráð í bænabók kirkj- unnar af prestum og djákna. Boðið er upp á molasopa og djús að lokinni stundinni í kirkjunni. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn- aðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheim- ilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17– 18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund í dag kl. 13. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi foreldra með ung börn að koma saman í notalegu umhverfi og eiga skemmtilega samverustund. Barnastarf fyrir 10–12 ára börn í dag kl. 17. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 16.30–18. Lágafellskirkja. Barnastarf Láfellskirkju, kirkjukrkkar, er í Varmárskóla í dag fyrir 6–7 ára börn kl. 13.15 og 8–9 ára börn kl. 14.30. Umsjón Þórdís djákni. TTT- starf Lágfellskirkju er í dag, fimmtudag, kl. 16. Mikið fjör, mikið gaman. Allir krakkar á aldrinum 10–12 ára velkomnir. Safnaðarstarf Lágafellskirkju. Æskulýðs- starfið Sound. Æskulýðshópurinn okkar er með fundi alla fimmtudaga kl. 17. Frá- bær hópur fyrir frábært ungt fólk í 8.–10. bekk. Safnaðarstarf Lágafellskirkju. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Keflavíkurkirkja. Minningarstund um Jónas Waldorff Einarsson, Álsvöllum 4, Keflavík, sem lést í bílslysi við Vogaaf- leggjara 9. mars sl. Safnast verður sam- an í Kirkjulundi kl. 16. Fjallað um áfalla- hjálp og síðan verður gengið yfir í kirkju þar sem tendruð verður ljósabæn og beðið fyir ástvinum Jónasar, skólafélög- um og fermingarsystkinum. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Stoð og styrking fundur fimmtudaginn 13 . mars kl. 13. Síðasti fyrirlestur vetrarins og er það Katrín Erla Kjartansdóttir nuddmeistari sem kynnir NLP-árangur í lífi og starfi. Á eftir verða fyrirspurnir. Mjallhvít og koma í heimsókn. Kaffi á könnunni og eru allir velkomnir. Spilakvöld aldraðra og öryrkja fimmtudaginn 13. mars kl. 20. í umsjá félaga úr Lionsklúbbi Njarðvíkur, Ástríðar Helgu Sigurðardóttur og sr. Bald- urs Rafns Sigurðssonar. Natalía Chow organisti leikur á orgel við helgistund að spilum loknum. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10 mömmumorgunn í safnaðarheimilinu. Sr. Kristján Björnsson. Kl. 14.30 helgistund á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel- komnir. KFUM & K. Fimmtudagur 13. mars kl. 20:00. Kristniboðsvikaí húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28. Allt á iði hjá Lúk- asi. Kvöldstund með tilvísun í kvikmynd- ina „Jesús“ sem byggð er á Lúkasarguð- spjalli. Upphafsorð: Haukur Árni Hjartarson. Sönghópur Ragnhildar syng- ur. Hugleiðing: Ragnar Gunnarsson. Kaffi eftir samkomuna. Allir hjartanlega vel- komnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund í kapellu kl. 12. Léttur hádegis- verður á vægu verði í Safnaðarheimili eft- ir stundina. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 17.15 krakkaklúbbur, 4. og 5. bekkur. Kl. 19.30 söngæfing fyrir unglinga. Kl. 20.30 unglingasamvera. Safnaðarstarf MINNINGAR 44 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ HINIR almennu fundir hjá Stoð og styrkingu hafa verið vel sóttir á þessu fyrsta starfs- ári og einnig þeir vönduðu fyr- irlestrar sem hafa verið flutt- ir. Nú er komið að síðasta fyrirlestri þessa vetrar en hann verður 13. mars kl. 13. í kirkjunni. Katrín Erla Kjart- ansdóttir nuddmeistari mun þá kynna NLP-árangur í lífi og starfi. Á eftir verða fyr- irspurnir og Mjallhvít og , koma í heimsókn. Kaffi á könnunni og eru allir vel- komnir. Helgistund að fundi loknum. Baldur Rafn Sigurðsson. Stoð og styrk- ing í Ytri- Njarðvíkur- kirkju Morgunblaðið/Jim Smart KIRKJUSTARF Móðurbróðir minn Gunnlaugur Jónasson var jarðsunginn frá Njarðvíkurkirkju 21. febrúar og langar mig að minnast hans með örfáum orð- GUNNLAUGUR JÓNASSON ✝ GunnlaugurJónasson fæddist á Eiði á Langanesi 2. maí 1940. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hinn 13. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Ytri Njarð- víkurkirkju 21. febr- úar. um. Minningar mínar um Gulla frænda tengjast mest bernskuárunum þegar systkini mömmu bjuggu öll á litlum bletti á Húsavík. Við Laufey dóttir hans hlaupandi á milli húsa og oftar en ekki var komið við hjá ömmu og afa á Héðinsbraut. Gulli var þægilegur maður að umgangast og sótti ég mikið í að koma á heimili hans og Önnu, þau hjónin gáfu sér alltaf tíma til að spjalla við okk- ur krakkana og var alltaf stutt í kát- ínuna. Það voru því ófá skiptin sem ég fékk að gista í Baldursbrekkunni og kallaði hann mig oft flökku- kindina fyrir vikið. En síðan fluttu fjölskyldurnar suður ein og ein og fjarlægðirnar á milli heimilanna urðu meiri. Eftir það hitti ég Gulla helst þeg- ar fjölskyldan kom saman til veislu- halda af einhverju tilefni. Mér fannst Gulli samt alltaf eins, ald- urinn bar hann vel og fasið var allt- af það sama, hægur, ljúfur og stutt í stríðnina og brosið. Elsku frændi, takk fyrir allt og hvíl í friði. Kæra Anna, Laufey, Sveinbjörg , Bylgja, Borgar Már og fjölskyldur. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið Guð að styrkja ykkur á þess- um erfiðu tímum. Þín frænka Jóney. Elsku frændi. Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin eyrum, þegar mér var sagt að þú værir farinn. Þú sem varst alltaf svo hress, en ég veit að núna ertu kominn til foreldra þinna og margra þinna vina og það er örugglega glatt á hjalla hjá ykkur. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir foreldra mína, það er ógleymanlegt, elsku frændi. Eitt er sem ég gleymi aldrei, það var gaml- árskvöld og þú komst heim til okkar og sagðir að nú væru álfarnir sem voru úti á Nesi búnir að kveikja ljós- in hjá sér, upp alla hlíðina. Og þeir SNÆBJÖRN GUNNAR GUÐMUNDSSON ✝ Snæbjörn Gunn-ar Guðmundsson fæddist á Skjaldvar- arfossi hinn 9. marz 1924. Hann lést á heimili sínu 2. febr- úar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hagakirkju á Barðaströnd 8. febrúar. voru búnir að því, þetta var rosalega mikið æv- intýri fyrir okkur krakkana. Þá varst þú búinn að fara út á Nes og setja kyndla upp alla hlíð til að gleðja okkur, þú vildir öllum svo vel. Elsku frændi, ég þakka fyrir að hafa fengið að vera í þinni návist þeg- ar ég var barn. Elsku Unnur, Torfi, Helga og börn, megi guð gefa ykkur styrk í þessum mikla missi. Elsku frændi, guð varðveiti þig, minningin um þig gleymist ei. Kveðja, Guðný Gísladóttir frá Hreggstöðum. Mig langar að minnast Gunnars með nokkrum línum þótt ég trúi því varla ennþá að hann sé farinn frá okkur, það er mikill missir fyrir þá sem þekktu hann. Það eru orð að sönnu að hann Gunni var þúsund- þjalasmiður, allt sem hann tók sér fyrir hendur var klárað með snilld. Gunni minn, ég gleymi því nú aldrei þegar þú varst að hjálpa okkur Gísla að byggja húsið á Hreggsstöðum, þú vannst dag og nótt svo við gætum verið komin í húsið fyrir jólin með börnin, þér tókst það eins og allt annað. Þú varst ekki að eyða tím- anum í að fara til læknis ef þú skarst þig, þú bara saumaðir sárið sjálfur. Börnunum mínum fannst alltaf svo gaman er þú komst til okkar, því þú fannst upp á svo mörgu skemmti- legu. Þig munaði ekki um að ganga hálfa ströndina á kafi í snjó ef ein- hver þurfti hjálp. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, það gleymist aldrei. Ég verð þér ævin- lega þakklát, elsku Gunni. Mig lang- ar að kveðja þig með þessum vísum: Þökkum greiða og þægindi það sem eyðist varla. Ástarheiða atlæti sem á okkar leiðir falla. Minningin er mér svo kær í mínu þróast geði. Þegar ég er farinn fjær finn ég best hvað skeði. (Gísli Gíslason.) Guð blessi þig og varðveiti, elsku vinur, Kveðja, Marta Þórðardóttir frá Hreggsstöðum. Hún birtist einn góðan veðurdag eins og sólargeisli á skrif- stofu minni hjá Fé- lagsstarfi aldraðra í Kópavogi. Hafði heyrt að þar vantaði hár- greiðslukonu og datt í hug að kynna sér málið. Hún var hár- greiðslumeistari og hafði rekið stofu í mörg ár, meira að segja í Kópavogi. Við tókum tal saman. Fljótlega komumst við að því að Eyrarbakki skipaði háan sess í RAGNHILDUR VALGERÐUR JOHNSDÓTTIR ✝ Ragnhildur Val-gerður Johns- dóttir fæddist í Reykjavík 19. júní 1946. Hún andaðist á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi hinn 13. febrúar síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Bú- staðakirkju 24. febr- úar. huga okkar beggja, þótt við hefðum ekki þekkst fyrr. Samtal- inu lauk á þann veg að hún réð sig um óákveðinn tíma „til reynslu“ eins og hún orðaði það. Reynslu- tíminn varði einn ára- tug, eða þar til á síð- asta vori er heilsan brást. Ragnhildur hafði hlotið marga góða kosti í vöggugjöf. Hún var dugmikil, áræðin, glaðsinna og fé- lagslynd. Regluleg kjarnakona. Enn fremur: Hún elskaði náung- ann og hafði að leiðarljósi boðskap- inn um trúna, vonina og kærleik- ann. Talía var hennar dýrmæta vin- kona. Enda hafði hún sungið í mörgum kórum og þegar hún kom til okkar í FAK stundaði hún söng- nám við Tónlistarskóla Kópavogs. Ég minnist þess að þar var frum- fluttur jólasöngleikur undir stjórn Önnu Júlíönu Sveinsdóttur og þar skilaði Ragnhildur hlutverki sínu með prýði. Þjónusta hennar og umhyggja fyrir öldnu viðskiptavinunum var nánast takmarkalaus. Kæmu upp veikindi eða erfiðleikar þá kom hún með tólin sín og hressti upp á sál og líkama. Von hennar og gleði var smitandi og ekki taldi hún sporin eftir sér. Þessarar þjónustu nutum við hjónin í ríkum mæli og fengum aldrei fullþakkað. Vissulega höfðu skipst á skin og skúrir hjá henni eins og oft vill verða. En nú virtust góðu árin fram undan. Tími til að sinna hugð- arefnum, ferðast, gleðjast með fjöl- skyldunni, sinna börnum og barna- börnum. En þá barði vágesturinn mikli enn einu sinni að dyrum og í þetta sinn varð engrar undankomu auðið. Við trúum því að Drottinn hafi staðið á ströndinni hinum megin og mælt: „Gott, þú góði og trúi þjónn, gakk inn til fagnaðar herra þíns. – Í húsi mínu eru mörg híbýli, sjá, ég hefi búið yður stað.“ Eldri kynslóðin í Kópavogi sakn- ar hennar sárlega, skarðið er vand- fyllt. En henni tókst að fá bestu vinkonu sína til að taka við, þannig að umhyggja hennar fylgir okkur enn um sinn. Við þökkum allar góðu stundirnar. Guð blessi minningu góðrar konu. Guð blessi ástvini hennar alla og gefi þeim náð til að minnast sólskinsstundanna sem skinið hafa á samleiðinni eins og skínandi demantar. Anna Sigurkarlsdóttir. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.