Morgunblaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson. S
tofnskrá Sameinuðu þjóðanna
er afdráttarlaus. „Til að
tryggja skjótar og árangurs-
ríkar ráðstafanir af hálfu
Sameinuðu þjóðanna“ fela
samtökin öryggisráðinu „meginábyrgð
á því að viðhalda friði og stöðugleika í
heiminum“.
Sjaldan hefur þessi ábyrgð hvílt jafn-
þungt á aðildarríkjum öryggisráðsins
og þessa viku. Þau standa nú frammi
fyrir afdrifaríku vali.
Þetta val tengist mikilvægu málefni
sem einskorðast ekki við Írak: ógninni
sem öllu mannkyninu stafar af gereyð-
ingarvopnum. Allt alþjóðasamfélagið
þarf að taka höndum saman til að
hindra útbreiðslu þessara skelfilegu
vopna, hvar sem hún kann að eiga sér
stað.
Brýnasti þáttur þessa verkefnis er að
tryggja að Írakar ráði ekki lengur yfir
slíkum vopnum. Hvers vegna? Vegna
þess að Írakar hafa í reynd beitt þeim
og vegna þess að undir stjórn núver-
andi ráðamanna þeirra hafa þeir tvisvar
ráðist á grannríki sín, Íran árið 1980 og
Kúveit 1990.
Þess vegna er öryggisráðið staðráðið
í því að knýja Íraka til að láta þessi
vopn af hendi og hefur samþykkt
hverja ályktunina á fætur annarri frá
1991 þar sem þess er krafist að Írakar
afvopnist.
Fólk út um allan heim vill að Íraks-
deilan verði leyst með friðsamlegum
hætti. Menn hafa beyg af þeim miklu
þjáningum sem stríð veldur alltaf sak-
lausum borgurum, hvort sem það er
langt eða stutt. Og þeir hafa áhyggjur
af hugsanlegum afleiðingum þessa til-
tekna stríðs til lengri tíma litið.
Þeir óttast að stríðið leiði til óstöð-
ugleika í þessum heimshluta og efna-
hagskreppu; og að það geti – eins og oft
gerist þegar stríð er háð – haft afleið-
ingar sem skapa nýjar hættur þótt það
sé ekki með vilja gert. Mun stríðið tor-
velda baráttuna gegn hryðjuverkastarf-
semi í heiminum eða tilraunir til að
koma á friði milli Ísraela og Palest-
ínumanna? Mun það valda djúpstæðum
ágreiningi milli ríkja og þjóða með ólík
trúarbrögð? Mun það stofna í hættu
getu okkar til að vinna saman að því að
leysa sameiginleg vandamál í framtíð-
inni?
Þetta eru mjög mikilvægar spurn-
ingar og við verðum að íhuga svörin
mjög vandlega.
Stundum getur verið nauðsynlegt að
beita valdi þegar heimsfriðurinn er í
hættu – og í stofnskránni eru ákvæði
um það. En stríð verður alltaf að vera
neyðarúrræði. Til þess ætti aðeins að
koma þegar allir aðrir skynsamlegir
kostir hafa verið reyndir –
og í þessu tilviki aðeins ef
við erum viss um að allar
friðsamlegar aðferðir til að
tryggja afvopnun Íraka
hafa verið reyndar til
þrautar. Sameinuðu þjóð-
unum, sem voru stofnaðar
til að „bjarga komandi kyn-
slóðum frá stríðsplágunni“,
ber skylda til að leita frið-
samlegra lausna fram á síð-
ustu stundu.
Er þessi stund runnin
upp? Um þessa spurningu
snýst ákvörðunin sem aðild-
arríki öryggisráðsins
standa nú frammi fyrir.
Þetta er svo sannarlega afdrifarík
ákvörðun. Nái ríkin ekki samkomulagi
um sameiginlega afstöðu og grípi nokk-
ur þeirra til aðgerða án heimildar ráðs-
ins, munu margir draga lögmæti þess-
ara aðgerða í efa og þær fá ekki þann
pólitíska stuðning sem þarf til að
tryggja að þær beri varanlegan árang-
ur, eftir að hernaðinum lýkur.
Á hinn bóginn ef aðildarríki örygg-
isráðsins ná samkomulagi á síðustu
stundu og tryggja að fyrri ályktunum
að leysa, fy
aela og Pal
að aðeins r
getur gefið
anlegan stö
hluta.
Það hvor
vel eða illa
úrslitaáhrif
við þróuninn
síður áhygg
áhrif á tilra
Afdrifarík ákvör
eftir Kofi A. Annan
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna á fundi um Íraksmáli
Kofi Annan
SJÁLFSTÆÐISMENN lýsa því gjarnan
yfir á hátíðarstundum að þeir séu helsta
vörn og baráttumenn fyrir viðskiptafrelsi
og frelsi manna til athafna og frumkvæðis
í atvinnulífi. Til að gæta sanngirni skal
það fúslega viðurkennt að þeir hafa það til
síns máls að þeir hafa beitt sér fyrir því
með öðrum stjórmálaöflum að afnema
höft og færa þjóðina fram á veginn með
breytingum til meira frjálsræðis í at-
vinnulífi.
Það breytir því ekki að Sjálfstæð-
isflokkurinn er vesæll og getulaus þegar
þarf að takast á við erfið verkefni til að
koma slíkum leikreglum á í þjóðfélaginu
ef þau eru að einhverju leyti í andstöðu
við vilja öflugra hagsmunahópa. Ýmis
dæmi eru um að áhrifamiklir atvinnurek-
endur eða hópar slíkra aðila hafi full-
komlega völdin í flokknum og noti hann
til að verja hagsmuni sína í skjóli löngu
úreltra reglna og fyrirkomulags.
Þriðja kynslóð farsíma
Síðasta fimmtudag fór fram umræða á
Alþingi um frumvarp samgönguráðherra
um þriðju kynslóð farsíma. Í frumvarpinu
er gert ráð fyrir að þeir sem það happ
hljóta að fá úthlutað rásum verði valdir í
svokallaðri „fegurðarsamkeppni“. Þetta
fyrirbrigði er einhverskonar hugmynda-
samkeppni um þjónustu við notendur. Að
henni lokinni mun samgönguráðherrann
ákveða hverjir voru fallegastir og verð-
ugir þess að fá hnossið. Fyrrnefnt frum-
varp samgönguráðherranns um að hand-
velja þá sem eiga að fá leyfi til að reka
nýjustu gerð farsíma er nýjasta dæmið
um staðfestuleysi flokksins þegar kemur
að grundvelli jafnræðis.
Það eru engin haldbær rök fyrir því að
nota slíkt fyrirkomulag til að útdeila verð-
mætum. Mat á því hvers virði þau eru
getur hvergi farið fram nema í samkeppni
og viðskiptu
markaðnum
samgöngur
mun marka
stöðu sem l
þess fyrirtæ
Hið opinb
um sínum m
ungis ein le
eigi að fá þ
því að þeir
meti sjálfir
leyfið veitir
isgrundvell
Almen
Forsætis
Auðlindane
Flokkur frelsis eða sér
Eftir Jóhann
Ársælsson „Svarið er fólgið í áhrifaval
sérhagsmunaafla inni í
Sjálfstæðisflokknum. Þar á
bæ finnst valdamönnum
eðlilegt að deila og drottna
SKATTAR OG
SKATTLEYSISMÖRK
Forystumenn Félags eldri borgarakynntu á þriðjudag úttekt EinarsÁrnasonar hagfræðings á þróun
skattbyrði og héldu því fram að hún hefði
hækkað verulega frá því að núverandi
skattkerfi var tekið upp árið 1988. Var
þetta rökstutt með því að skattleysis-
mörk hefðu ekki fylgt launaþróun. Kom
fram að þrátt fyrir að skattleysismörk
hefðu hækkað úr 53.988 krónum í 69.585
krónur frá árunum 1990 til 2003 og skatt-
hlutfall staðgreiðslu hefði lækkað úr
39,79% í 38,55% á sama tíma hefði skatt-
byrði aukist. Var tekið dæmi um skatt-
lagningu tekna einstaklings eldri en 70
ára, sem árið 1990 hefði haft 64.012 krón-
ur í mánaðarlaun og hefði nú 100.000
krónur miðað við að tekjur hans hefðu
hækkað með verðlagi á tímabilinu og var
niðurstaðan sú að hlutfall skatta af
tekjum þess einstaklings hefði hækkað
úr 6,2% fyrir 13 árum í 11,7% nú. Var því
haldið fram að hefðu skattleysismörkin
hækkað eins og verðlag á tímabilinu væru
þau nú 84.340 krónur, en 110.208 krónur
hefðu þau fylgt launavísitölu. Geir
Haarde fjármálaráðherra hefur svarað
gagnrýni eldri borgara með því að taka
verði með í reikninginn að kaupmáttur
tekna hafi aukist verulega á þeim tíma,
sem um er rætt. Hann stillir dæminu upp
þannig að það hljóti að vera fýsilegra að
hafa meiri kaupmátt og borga skatt, en
að hafa minni kaupmátt og borga engan
skatt. Mergurinn málsins sé að hagstjórn
ríkisstjórnarinnar hafi gert það að verk-
um að tekjurnar séu drýgri en áður.
Skattbyrði var einnig til umræðu í eld-
húsdagsumræðum á Alþingi í gærkvöldi
og mátti þar heyra málum stillt upp með
svipuðum hætti. Bryndís Hlöðversdóttir,
þingmaður Samfylkingarinnar, talaði um
aukna skattbyrði en Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra lagði áherslu á aukinn
kaupmátt.
Eldri borgarar hafa nokkuð til síns
máls og það sama má segja um fjármála-
ráðherra. Vissulega er það lofsvert að
kaupmáttur hafi aukist á undanförnum
þrettán árum eða svo. Um leið verður
ekki fram hjá því horft að forsenda skatt-
kerfisins er að það sé réttlátt.
Skattbyrði þeirra, sem minnst hafa
handa á milli, má ekki aukast. Skatta-
kerfið má ekki koma illa við þá, sem eru
næst skattleysismörkum og síst mega við
því. Þeir sem meira bolmagn hafa verða
að bera byrðarnar. Lykilatriði er að
skattkerfi sé réttlátt og sanngjarnt. Um-
ræða um kjör þeirra, sem minnst hafa,
snýst ekki um það hver hefur betur í
kappræðunni. Á bak við tölurnar eru ein-
staklingar og það er sameiginlegt mark-
mið að þeim séu búin sæmandi kjör.
RÉTTARSTAÐA SAMKYNHNEIGÐRA
Alþingi samþykkti í fyrradag þings-ályktunartillögu þingmanna úr öll-
um flokkum, um að ríkisstjórninni verði
falið að skipa nefnd til að gera úttekt á
réttarstöðu samkynhneigðs fólks á Ís-
landi. Jafnframt á nefndin að gera til-
lögur um úrbætur og nauðsynlegar að-
gerðir til að jafna stöðu samkynhneigðra
og gagnkynhneigðra.
Samkynhneigðir búa enn við minni
rétt en gagnkynhneigðir á nokkrum
sviðum, ekki sízt hvað varðar ættleiðing-
ar barna og tæknifrjóvganir. Það er því
fagnaðarefni að Alþingi hafi samþykkt
þessa þingsályktun. Morgunblaðið
hvatti til samþykktar hennar í Reykja-
víkurbréfi 10. nóvember síðastliðinn. Sú
afstaða skal ítrekuð, sem þar kom fram,
að ástæða er til að skoða mismunandi
réttarstöðu samkynhneigðra og gagn-
kynhneigðra ofan í kjölinn. Jafnframt er
þörf á upplýstum umræðum um forsend-
urnar fyrir þeirri mismunun, sem sam-
kynhneigðir verða enn að búa við. Senni-
legasta niðurstaðan af slíkum umræðum
er að þær forsendur séu brostnar með
breyttum viðhorfum og aukinni þekk-
ingu í samfélaginu.
Nú er það ríkisstjórnarinnar að
bregðast skjótt við, stofna nefndina og fá
henni það sem þarf til að hún geti sinnt
hlutverki sínu fljótt og vel.
ÍSLENSKIR FRUMKVÖÐLAR
Ýmislegt kann að aftra fólki frá þvíað stofna eigin fyrirtæki hér á
landi en sjálfstraust er ekki þar á með-
al. Samkvæmt nýrri skýrslu, sem Há-
skólinn í Reykjavík gerði með stuðningi
Samtaka atvinnulífsins, Nýsköpunar-
sjóðs atvinnulífsins, forsætisráðuneytis-
ins og Seðlabanka Íslands, telur tæp-
lega helmingur þjóðarinnar sig hafa
hæfileikana, kunnáttuna og reynsluna
til þess að stofna fyrirtæki. Í skýrsl-
unni, sem var kynnt á þriðjudag, kemur
fram að einn af hverjum tíu Íslending-
um teljist virkur í frumkvöðlastarfsemi
eða 11,3% og er það hæsta hlutfall Evr-
ópuþjóða. Er Ísland í 10. sæti af öllum
þeim þjóðum, sem tóku þátt í því al-
þjóðlega rannsóknarsamstarfi, sem
skýrslan er hluti af.
Rögnvaldur J. Sæmundsson, lektor í
frumkvöðlafræðum við Háskólann í
Reykjavík, sagði þegar skýrslan var
kynnt að hér á landi væri auðvelt að
stofna fyrirtæki en erfitt væri að fá
áhættufjármagn. Hann benti jafnframt
á að skortur væri á frumkvöðlamenntun
hér á landi.
Leiða má getum að því að hér á landi
ríki ákveðinn frumkvöðlaandi, sem
rekja megi til þess að íslenskt þjóðfélag
sé ekki í jafnföstum skorðum og rót-
grónari samfélög í kringum okkur. Fyr-
ir vikið er auðveldara að koma hlutum í
verk og hefur jafnvel orðið auðveldara
með afnámi ýmissa hafta og hindrana í
efnahagslífinu. Á móti kemur að hér er
svokallað áhættufé ekki jafnaðgengilegt
og til dæmis vestan hafs þar sem fjár-
festar beinlínis leita uppi sprotafyrir-
tæki til að leggja í fé. Samdráttur gerir
frumkvöðlum ekki auðveldara fyrir.
Í skýrslunni kemur einnig fram að
hér á landi komi tíu sinnum meira fé til
nýrra fyrirtækja frá vinum og vanda-
mönnum en í öðrum löndum.
Niðurstöður skýrslunnar eru meðal
annars að frumkvöðlaandinn hér á landi
sé vannýttur og það sé í höndum stjórn-
valda að sjá til að hann megi nýta.
Stjórnvöld hafa tvær leiðir til þess og
þurfa þær ekki að útiloka hvor aðra.
Annars vegar er hægt að skapa um-
hverfi, sem auðveldar nýjum fyrirtækj-
um að komast á legg. Hins vegar er að
tryggja fjármagn, sem ný fyrirtæki
geta sótt í þegar þau eru að koma undir
sig fótunum. Ekki má heldur gleyma
mikilvægi menntunar, þótt dæmi úr ís-
lensku athafnalífi sýni að hægt er að ná
langt án þess að vera langskólagenginn.