Morgunblaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 37 Í MORGUNBLAÐINU þriðju- daginn 11. mars birtist athuga- semd frá Gallup vegna ummæla forsvarsmanna Frjálslynda flokks- ins um kannanir þeirra og þar seg- ir: ,,Í öllum könnunum Gallup þar sem fylgi flokka er metið og birt op- inberlega er spurt þriggja spurn- inga. Þar eru engir flokkar lesnir upp í spurningunum heldur er spurt opið og svör viðmælenda skráð. Þannig er ekki á neinn flokk hallað í spurningum Gallup.“ Ég tel víst að þessi fullyrðing sé sönn, enda segir ,,þar sem fylgi flokka er metið og birt opinber- lega... (leturbreyting mín). Hins vegar veit ég fyrir víst að þessi háttur er ekki alltaf hafður á í könnunum hjá Gallup, því það sagði mér sjálfur framkvæmdastjóri Gallup, Þorlákur Karlsson. Og þær kannanir eru væntanlega ekki birt- ar opinberlega heldur nýttar af þeim sem spyrja. Þegar ég sagði Þorláki að fjöldi fólks hefði sagt mér frá því að í könnunum á vegum Gallup hefði Frjálslyndi flokkurinn ekki ávallt verið með, heldur ein- ungis hinir fjórir þingflokkarnir, þá sagði hann skýringuna á því vera þá, að tiltekinn stjórnmálaflokkur hefði keypt svokallaðan ,,spurn- ingavagn“ hjá Gallup. Sá flokkur hefði kosið að hafa Frjálslynda flokkinn ekki með. Ég bendi á þá staðreynd að þeim sem svöruðu könnuninni var sagt að þetta væri könnun í nafni Gallup en ekki að hún væri á vegum tiltek- ins stjórnmálaflokks! Hvað finnst fólki um þetta? Þorlákur sagði að öllum væri frjálst að kaupa spurningavagna af þessu tagi og réðu þá um hvað væri spurt, en mér finnst verulegur munur á því hvort verið er að spyrja um matvöru eða auglýsing- ar, eða hvort verið er að hringja í fleiri hundruð manns, ef ekki þús- undir í nafni Gallup eingöngu og undanskilja einn flokk á þingi í samtölum við alla sem svara. Það hefur gríðarlegt áróðursgildi og mér finnst það ekki sæmandi stofn- un eins og Gallup að leyfa slíkt. Mér finnst því rétt að fólk velti því fyrir sér framvegis hver spyr þegar Gallup spyr. Margrét K. Sverrisdóttir Hver spyr þegar Gallup spyr? Höfundur er framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins. SEGJA má að nýjar reglur séu í garð gengnar í samningum ríkisins um starfslok. Nú hefur Hæstiréttur úrskurðað að áður en samningur getur gengið í gildi þá þarf að liggja fyrir fjárveiting frá alþingi til að mæta útgjöldunum. Þessi úrskurður Hæstaréttar stendur þar til annar úrskurður verður kveðinn upp. Reyndar er ekki ósennilegt að ef mál af þessum toga kemur aftur fyr- ir dóminn verði niðurstaðan önnur því öllu virðist skipta hverjir skipa dómarasætin þegar dómur fellur. Þessi regla um að fjárveiting þurfi að vera fyrir hendi við uppgjör vegna starfsloka er ný. Ég segi ný því í máli Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra er hann svaraði Jó- hönnu Sigurðardóttur árið 2002 í fyrirspurnartíma á alþingi þá sagði hann að fyrir lægju í fjármálaráðu- neytinu hugmyndir að ákveðnu verklagi varðandi slíka samninga. Hugmyndirnar gengu út á að stjórn- endum stofnana („veitingavaldshöf- um“) verði gert að leita eftir leið- beiningum um gerð samninganna. Reglurnar voru sem sagt ekki komnar en hugmyndir um þær höfðu fæðst. Á árunum 1995–2002 voru gerðir 285 samningar um starfslok við starfsmenn ráðuneyta, ríkisstofnana og hlutafélaga í eigu ríkisins og 77 af þeim fóru út fyrir þann ramma sem lög og kjarasamningar kváðu á um. Ekki var sótt um fjárveitingu til al- þingis í einu einasta af þessum mál- um áður en samningar voru und- irritaðir og ekki heldur áður en ríkið greiddi starfsmönnunum umsaminn hlut þótt fjárhæðirnar væru mjög háar í mörgum tilfellum. Það hlýtur því að teljast mjög sérstakt að samningur minn um starfslok við Menntaskólann að Laugarvatni skuli vera tekinn út úr og fulltrúar ráðuneytisins neiti að borga sam- kvæmt honum. Og upphæðin sem átti að greiða mér var langt í frá það há að mönnum ætti að ofbjóða. Ef um hefði verið að ræða samning við einn af stærri framhaldsskólunum hefði upphæðin hreinlega verið greidd af skólanum við undirritun. Ekki skal það dregið í efa að fulltrúar fjármálaráðuneytisins hafa fullan rétt á að setja fram hugmynd- ir að ákveðnu verklagi við gerð starfslokasamninga. Réttast væri að slíkt sé sett í reglugerðir eða lög. En í mínu tilfelli er það mjög ámæl- isvert að fulltrúar menntamála- og fjármálaráðuneytanna hegðuðu sér eins og það væri búið að fastsetja það hvernig átti að standa að samn- ingum við starfslok. Það gerðist ekki fyrr en með dómi Hæstaréttar 16. janúar sl. Mér finnst mikið réttlæti í því að ráðuneytismenn setji viðmiðunar- reglur um gerð samninga við starfs- lok. Síðan verði þær kynntar fyrir forstöðumönnum ríkisstofnana. Því næst er hægt að rifta þeim samn- ingum sem ranglega eru gerðir – ef þeir eru gerðir eftir að reglurnar eru komnar. Og að sjálfsögðu ber ráðuneytismönnum að láta viðkom- andi aðila vita af riftuninni í tíma – ekki eftir dúk og disk. Ef ríkið neit- ar að borga í samræmi við starfs- lokasamning þá á starfsmaðurinn fullan rétt á að sitja áfram í starfinu. Nýjar reglur um starfslokasamninga Eftir Hallgrím Hróðmarsson „77 starfs- lokasamn- ingar fóru út fyrir ramma laga og kjarasamninga.“ Höfundur er kennari við Grunnskólann í Ólafsvík. Mörkinni 3, sími 588 0640. Opið mán-fös kl.11-18 - lau kl. 11-15 Brúðkaupsgjafir Br úð ar gj af al is ta r FIMMTUDAGS- TILBOÐ Suðurlandsbraut Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 SPORTSKÓR 30% AFSLÁTTUR Eur258411 stærðir 31-39 verð:2.995,- Eur128005 stærðir 22-35 verð:1.995,- Útsölustaðir: Hygea Kringlan, Hygea Laugaveg, Hygea Smáralind, Sigurboginn, Debenhams, Bylgjan, Jara Akureyri. Láttu þína himnesku fegurð skína T h e M a k e u p SHISEIDO.COM Borgartúni 28,  520 7901/520 7900 Portúgal... ...vi›bótar SpariPlúsfer›ir 3. júní, 8. júlí og 19. ágúst. 10.000 kr. afsláttur á mann ef bóka› er fyrir 4. apríl. 50.000 kr. afsláttur fyrir 5 manna fjölskyldu. Bóka›u strax besta ver›i›.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.