Morgunblaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 52
ÍÞRÓTTIR 52 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ FREDDY Adu, þrettán ára gamall piltur í Bandaríkjunum, hefur vakið gífurlega athygli fyrir knattspyrnuhæfileika sína að undanförnu. Adu, sem fékk girnilegt tilboð frá Inter Mílanó þegar hann var 11 ára gamall, hlaut bandarískan rík- isborgararétt fyrir nokkrum vikum en hann flutti til Banda- ríkjanna frá Ghana ásamt fjölskyldu sinni fyrir nokkrum ár- um. Adu var þegar í stað valinn í bandaríska drengjalandsliðið, skipað leikmönnum undir 17 ára, og þrátt fyrir ungan aldur var hann einn af lykilmönnum þess í und- anriðli heimsmeistaramótsins í þeim aldursflokki sem er ný- lokið í Guatemala. Adu fór beint í byrjunarlið Bandaríkjanna, spilaði alla þrjá leiki liðsins í keppninni og skoraði tvö glæsileg mörk, auk þess að vekja athygli fyrir mögnuð tilþrif í sóknarleik bandaríska liðsins. Hann verður án efa í sviðsljósinu þegar úrslitakeppni heimsmeistaramótsins fer fram í Finnlandi í ágúst og það er ljóst að flest stærstu knattspyrnufélög heims munu fylgjast náið með hverju skrefi hans næstu misserin. 13 ára piltur frá Ghana sló í gegn KEN Bates, stjórnarformaður Chelsea, segir í viðtali við breska blaðið The Standard að ekki komi til greina að Eið Smára Guðjohnsen og John Terry verði leyft að fara frá fé- laginu. Þeir tvímenningar hafa báðir óskað eftir því að gera nýjan samning við Lundúnaliðið en hafa fengið þau svör frá Chelsea að samningaviðræðum við þá hafi verið slegið á frest og fari ekki af stað fyrr en á næsta tímabili. Vitað er að fjárhagsstaða Chelsea er slæm en að sögn Ba- tes þýðir frestun á viðræðum við leikmennina um nýja samn- inga ekki að Eiður og Terry séu á förum frá félaginu. „Bæði Eiður og John Terry eiga nokkur ár eftir af samn- ingi sínum við Chelsea og það kemur ekki til greina að við látum þá frá okkur fara. Við viljum halda þeim hjá okkur og erum að hefjast handa við að ræða við umboðsmenn þeirra en okkur liggur svo sem ekkert á þar sem þeir eru á samningi,“ segir Bates. „Eiður og Terry ekki á förum“ Eiður Smári Guðjohnsen FÓLK  MICK McCarthy var í gær ráðinn knattspyrnustjóri Sunderland í stað Howard Wilkinsons sem rekinn var frá félaginu á mánudaginn eftir fimm mánaða starf.  McCARTHY hefur verið atvinnu- laus frá því í nóvember en þá sagði hann starfi sínu lausu sem landsliðs- þjálfari Íra í kjölfarið á tveimur ósigr- um Íra í undankeppni EM. Hans bíð- ur erfitt verkefni hjá Sunderland. Liðið situr eitt og yfirgefið á botni deildarinnar, sjö stigum frá öruggu sæti í deildinni.  SUNDERLAND leikur sinn fyrsta leik undir stjórn McCarthys á Leik- vangi ljósanna á laugardaginn en þá tekur liðið á móti Guðna Bergssyni og félögum hans í Bolton. Um sannkall- aðan fallbaráttuleik er að ræða en Bolton er í fjórða neðsta sæti, með sjö stigum meira en Sunderland.  TONY Pulis knattspyrnustjóri Stoke vonast til að geta haldið mark- verðinum Mark Crossley til loka keppnistímabilsins en Stoke fékk hann að láni í einn mánuð frá Middles- brough fyrir síðustu helgi. Crossley átti stórleik á milli stanganna í markalausu jafntefli Stoke á móti Ips- wich um síðustu helgi.  FRAKKINN Antoine Deneriaz varð hlutskarpastur í síðustu brun- keppni heimsbikarkeppninnar sem fram fór á Hvítfjalli í Noregi í gær. Austurríkismaðurinn Stephan Eber- harter varð annar og Daron Rahlves frá Bandaríkjunum þriðji. Sigurinn var annar hjá Deneriaz í bruni á keppnistímabilinu og það var kannski engin tilviljun að hann náði besta tíma í æfingaferðinni í gær.  EBERHARTER var þegar búinn að tryggja sér heimsbikarinn í bruni en hann á möguleika á að vinna heims- bikarinn í samanlögðum greinum en hann er efstur að stigum.  JAVIER Saviola skoraði 150. mark Barcelona í Meistaradeildinni þegar hann gerði fyrra mark liðsins í 2:0 sigri á Bayer Leverkusen á þriðju- daginn. Aðeins tvö lið hafa skoraði oftar í Meistaradeildinni, Real Madr- id 177 og Manchester United 165.  AITOR Beguiristáin skoraði fyrsta mark Barcelona í Meistaradeildinni fyrir nærri tíu árum í 2:0 sigri á Mónakó. Ronaldo er hins vegar markahæsti leikmaður félagsins í keppninni, hann skoraði 22 mörk fyrir Barcelona á meðan hann lék með lið- inu. Af núverandi leikmönnum liðsins eru Patrick Kluivert og Luis Enrique markahæstir, hafa sett 19 mörk.  PETER Pacult, þjálfara 1860 München var í gær sagt upp starfi sínu. Uppsögnin kemur í framhaldi af 6:0 tapi liðsins fyrir Herthu Berlín um síðustu helgi. Falko Götz tekur við starfi Pacult sem verið hefur þjálf- ari München-liðsins í hálft annað ár. Pacult er fimmti þjálfarinn í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu sem er látinn taka pokann á þessari leiktíð. Bárður viðurkenndi að hannværi alls ekki ánægður með að hafa ekki komist í úrslitakeppn- ina – „sérstaklega af því þetta var svo tæpt. Það var mikið um meiðsli hjá okk- ur og þegar hópur- inn er ekki stærri en raun ber vitni er viðbúið að svona fari. Þetta var ansi snubbóttur endir hjá okkur,“ sagði Bárður. Önnur keppni að hefjast „Núna hefst í rauninni allt önn- ur keppni en verið hefur í vetur. Það má eiginlega segja að nú ríki nokkurs konar bikarstemmning hjá liðunum. Ég er nokkuð viss um að hefðin hefur mikið að segja í þessu og eins sýnist mér að heima- völlurinn vegi þungt í einhverjum viðureignunum í það minnsta,“ segir Bárður. Þegar leikir þeirra liða sem mætast í átta liða úrslitum eru skoðaðir kemur í ljós að staðan er jöfn, 1:1 í öllum tilfellum, og stiga- skorið ótrúlega jafnt, hvergi þó eins og í viðureign Hauka og Tindastóls þar sem liðin eru hníf- jöfn. Keflavík hefur gert 23 stigum meira en ÍR í leikjunum tveimur í deildinni, Grindavík fimm stigum meira en Hamar og Njarðvík tveimur stigum meira en KR. Grindavík – Hamar 2:1 „Maður veit ekki nákvæmlega hvernig Grindavíkurliðið verður í úrslitakeppninni, þar á bæ er búið að skipta um erlendan leikmann og Helgi Jónas Guðfinnsson hefur verið meiddur. Það má því alveg eins gera ráð fyrir að það verði gjörbreytt lið frá því sem verið hefur í vetur sem mætir til leiks. Grindvíkingar eru með sterkari hóp en Hamarsmenn eru miklir baráttumenn og mikil breyting varð á liðinu þegar Keith Vassell gekk til liðs við Hvergerðinga. Hann er greinilega mjög mikill leiðtogi og hann hefur breytt lið- inu mikið. Það koma inn sterkir menn sem leika mikið og sérstak- lega gaman að sjá til dæmis Mar- vin Valdimarsson. Almennt má segja um þessa úr- slitakeppni að fyrsti leikurinn er gríðarlega mikilvægur og það er mjög þægilegt að sigra í honum. Ég hef ekkert heyrt um nýja er- lenda leikmanninn hjá Grindavík en gæti trúað að þeir yrðu í ein- hverjum vandræðum í tveimur síð- ari leikjunum, fyrsti leikurinn verður hins vegar ekki erfiður fyr- ir þá. Ég spái 2:1 sigri Grindvík- inga,“ segir Bárður. Keflavík – ÍR 2:0 „Þó svo staðan sé líka 1:1 úr við- ureignum vetrarins þá held ég að þetta verði einfaldlega 2:0 fyrir Keflavík, það er ekkert flóknara en það. Keflvíkingar eru með gríð- arlega sterkt lið, með tvo mjög sterka „erlenda“ leikmenn, Damon Johnson og Edmund Saunders. Það virðist vera einhver niður- sveifla hjá ÍR-ingum en ég held það ráðist fyrst og fremst af því hversu ungt liðið er. ÍR er með gríðarlega skemmtilegt lið og ef leikmenn og forráðamenn félags- ins verða þolinmóðir, er framtíðin björt hjá félaginu. En í ár á liðið erfitt uppdráttar gegn Keflavík,“ segir Bárður. Haukar – Tindastóll 2:1 Enn og aftur er staðan jöfn, lið- in unnu hvort sinn leikinn á úti- velli og skorið er jafnt. „Miðað við Bárður Eyþórsson spáir í spilin í úrslitakeppninni í körfuknattleik sem hefst með leikjum í Grindavík, Reykjavík, Keflavík og Hafnarfirði Keflvíkingar eru með gríðarlega sterkt lið „ÉG hef trú á að sumir leikirnir í átta liða úrslitunum verði spenn- andi og erfiðast held ég sé að spá fyrir um viðureign Hauka og Tindastóls. Ég held að viðureignir KR og Njarðvík verði líka jafnar en spái því að Njarðvík vinni í tveimur viðureignum,“ segir Bárður Eyþórsson, þjálfari Snæfells, en lið hans var næst því að komast í úrslitakeppnina, tapaði í síðustu umferðinni fyrir Keflavík á sama tíma og Hamar vann Grindavík og skaust því upp fyrir Snæfell á hagstæðari innbyrðisúrslitum – en liðin voru jöfn að stigum. Morgunblaðið/Sverrir Baldur Ólafsson, leikmaður KR-liðsins, verður í sviðsljósinu gegn Íslandsmeisturunum frá Njarðvík í kvöld í DHL-höllinni. Eftir Skúla Unnar Sveinsson ’ Núna leggjastmenn fyrst og fremst yfir ákveðin lið, fara niður í leik- kerfin og finna veik- leikana og reyna að finna hvernig nýta megi það til fulln- ustu. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.