Morgunblaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ DÓMARAR í Mannréttinda- dómstól Evrópu úrskurðuðu í gær, að tyrknesk stjórnvöld hefðu ekki tryggt rétt- lát réttar- höld yfir kúrdíska uppreisnar- foringjanum Abdullah Öcalan en hann afplán- ar nú lífstíð- arfangelsi á tyrkneskri fanga- eyju. Sögðu þeir, að tyrkneski dómstóllinn, sem kvað upp dóm yfir honum, hefði hvorki verið „óháður né óhlutdrægur“ og fordæmdu einnig dauðadóm- inn, sem fyrst var kveðinn upp. Var honum síðar breytt í lífstíð- arfangelsi. Er þessi niðurstaða áfall fyrir Tyrki en það hefur verið sett sem skilyrði fyrir hugsanlegum viðræðum um Evrópusambandsaðild, að þeir bæti orðstír sinn í mannrétt- indamálum. Úreltar grímur ÍSRAELSKI herinn seldi er- lendu verkafólki tugi þúsunda úreltra gasgrímna en nýjum grímum var hins vegar dreift ókeypis meðal Ísraela sjálfra. Kom þetta fram í ísraelskum fjölmiðlum í gær en mikill við- búnaður er í landinu vegna ótta við eiturefnaárásir Íraka. 300. aftakan Í NÓTT er leið átti 300. aftakan að fara fram í Texas frá því dauðarefsing var aftur tekin upp í ríkinu 1982. Átti þá að líf- láta Delma Banks fyrir morð, sem hann framdi 1980, þá 21 árs að aldri. Hæstiréttur Bandaríkjanna leyfði aftur dauðarefsingar í landinu 1976 og síðan hafa þær verið lang- flestar í Texas. Lýsi gegn „lupus“ KOMIÐ hefur í ljós við rann- sóknir, að fólki, sem þjáist af svokölluðum „lupus“ eða hellu- roða, verður einstaklega gott af lýsi. Var 52 sjúklingum gefið það og batnaði öllum og sumum svo mjög, að þeim fannst sem þeim hefðu verið gefnir vængir. Um er að ræða ónæmissjúk- dóm, sem veldur meðal annars bólgu í liðum, útbrotum og nýrnaveiki með mikilli þreytu. Lækkanir skila sér ekki ÞÓTT Evrópski seðlabankinn hafi lækkað vexti um 0,75 pró- sentustig á síðustu þremur mánuðum, hefur það ekki skil- að sér svo neinu nemi til við- skiptavina bankanna í Þýska- landi. Kemur það fram í könnun þar í landi. Sem dæmi er nefnt, að vextir af yfirdráttarlánum hafi aðeins lækkað úr 11,75% í 11,67%. Neytendasamtök halda því fram, að bankarnir noti vaxtalækkun seðlabankans til að hagnast sjálfir en skeyti litlu um hag viðskiptavinanna. STUTT Sakaðir um mann- réttinda- brot Öcalan SÚ yfirlýsing Donalds Rumsfelds, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, að óljóst væri hvaða hlutverki Bretar myndu gegna í herför gegn Írak undir forystu Bandaríkjamanna er til marks um að bandarísk stjórnvöld geri sér grein fyrir þeim pólitísku vandræðum sem Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, er kominn í. Þetta var álit breskra dagblaða í gær. „Bandaríkjastjórn neyddist til að viðurkenna í fyrsta sinn að hún verði ef til vill að fara í stríð við Írak án breskra hermanna vegna þeirra inn- anbúðarvandræða sem Blair er að rata í,“ sagði blaðið Guardian. The Daily Telegraph hafði eftir talsmanni Blairs í kjölfar orða Rumsfelds að Bandaríkja- menn hefðu haft fullt samstarf við Breta í und- irbúningi herfararinnar „og það samstarf stend- ur enn“. Blaðið fullyrti að stríð væri óhjákvæmilegt og ef breskir hermenn tækju ekki þátt í því yrði það ekki til annars en að sóa þeim siðferðilega og pólitíska ávinningi sem Blair hefði aflað sér. „Herra Blair getur ekki leyft sér að enda í fangi „gömlu Evrópu“,“ sagði blaðið ennfremur, og skírskotaði þar til orða Rumsfeld í janúar sl., er hann talaði um Þýskaland og Frakkland sem „gömlu Evrópu“, er ríkin tvö settu sig upp á móti herferðinni til Íraks. Aukinn þrýstingur Í gær jókst þrýstingurinn á Blair að slaka á afdráttarlausri stefnu sinni í Íraksdeilunni, en á þriðjudaginn heyrðist í fyrsta sinn efasemd- arrödd í hans eigin flokki um forystu hans. „Það sem einu sinni var óhugsandi er nú rætt opin- skátt í Verkamannaflokknum,“ sagði Financial Times. Það var þingmaðurinn Tam Dalyell, sem lengi hefur setið á þingi fyrir Verkamannaflokkinn, sem varaði við því að svo kynni að fara að boðað yrði sérstakt flokksþing til að andæfa forystu Blairs. „Um leið og það liggur ljóst fyrir að Sameinuðu þjóðirnar hafi verið virtar að vettugi, munum við að sjálfsögðu fara fram á að sérstakt flokksþing verði boðað,“ sagði Dalyell við breska ríkisútvarpið, BBC. Claire Short, alþjóðaþróunarráðherra í stjórn Blairs, hótaði á sunnudaginn að segja af sér ef stríð yrði hafið án samþykkis Sameinuðu þjóð- anna (SÞ). Fyrir nokkrum dögum greiddi 121 þingmaður Verkamannaflokksins atkvæði gegn stefnu Blairs í Íraksdeilunni í atkvæðagreiðslu á þinginu. Bandaríkjamenn og Bretar hafa sameiginlega lagt fram drög að ályktun öryggisráðs SÞ er veitir heimild til að Saddam Hussein Íraks- forseti verði afvopnaður með valdi, nema því að- eins að ráðið komist að þeirri niðurstöðu fyrir 17. mars, að Írakar fari að öllum tilmælum vopnaeftirlitsmanna SÞ í landinu. Stjórnmálaskýrendur segja að nauðsynlegt sé fyrir Blair að fá þessa ályktun samþykkta – í framhaldi af ályktun 1441 sem samþykkt var í nóvember og veitti Saddam lokafrest til afvopn- unar – til að standa af sér atlögu andstæðinga í sínum eigin flokki. Einungis tvö önnur ríki, sem eiga sæti í ráðinu, Spánn og Búlgaría, hafa sagst munu styðja ályktunina. Rússar og Frakkar, sem eiga fastafulltrúa í ráðinu, hafa sagst munu beita neitunarvaldi til að koma í veg fyrir sam- þykkt ályktunarinnar. Þingmenn á Evrópuþinginu og háttsettir emb- ættismenn í Evrópusambandinu hvöttu Banda- ríkjamenn í gær til að gera ekki árás á Írak án stuðnings SÞ, og sögðu að árás án slíks stuðn- ings myndi grafa undan SÞ og alþjóðlegum lög- um. „Alvarleg merki“ Chris Patten, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sagði á sérstökum fundi þingsins um Íraksmálið, að ein- ungis SÞ ættu að geta veitt heimild til beitingar hervalds, Bandaríkjamenn gætu ekki tekið sér það vald einir eða í samvinnu við önnur ríki. Patten sagði ennfremur að hótanir Banda- ríkjastjórnar um að gera árás upp á sitt ein- dæmi væru „alvarleg merki um hvaða mat Bandaríkjamenn leggi á alþjóðlegar skuldbind- ingar“. Bætti Patten við að hann hefði miklar áhyggjur af þeim neikvæðu áhrifum sem stríð án stuðning SÞ myndi hafa á SÞ, samskipti Bandaríkjanna og Evrópu, Atlantshafs- bandalagið og útbreiðslu hryðjuverkastarfsemi. „Innrás í Írak án þess að friður hafi komist á í Mið-Austurlöndum myndi skapa einmitt þær aðstæður sem hryðjuverkastarfsemi gæti blómstrað í, og ekkert okkar væri þá óhult,“ sagði Patten. Í máli hans kom einnig fram, að ólíklegt væri að Evrópusambandið myndi leggja til fjármagn til enduruppbyggingar í Írak eftir stríð sem hafði yrði án samþykkis SÞ. „Og það er ekki til bóta,“ sagði Patten í við- tali við BBC, „að heyra sögur eins og þá sem barst frá Washington fyrir nokkrum dögum um að Bandaríkjastjórn hefði rætt við nokkra bandaríska verktaka um hvaða verk þeir gætu tekið að sér eftir stríðið. Þetta hljómar kannski sakleysislega, en í pólitík er þetta einkar klaufa- legt.“ Þrýst á Blair úr öllum átt- um vegna Íraksdeilunnar London, Brussel. AFP, AP. Reuters Tony Blair gengur út af skrifstofu sinni við Downingstræti í gær, undir vökulu auga fyrsta forsætisráðherra Bretlands, Sir Robert Walpole. ALÞJÓÐA heilbrigðismálastofnunin (WHO) sendi í gær aðvörun til heil- brigðismálayfirvalda hvarvetna í heiminum vegna lungnabólguafbrigð- is, er kann að vera alvarlegt, í kjölfar þess að upp komu tilfelli í Víetnam og Kína. Smitaðist starfsfólk sjúkrahúsa þar sem sjúklingar voru til meðhöndl- unar. Tilkynnt hefur verið um fimm dauðsföll í Kína af þessum völdum. Í tilkynningu frá WHO sagði að stofnunin væri að reyna að fá stað- festar fregnir um þessa „ódæmigerðu lungnabólgu“, og mælst væri til þess að sjúklingar með „ódæmigerð“ lungnabólgueinkenni væru með- höndlaðir í einangrun og að hjúkrun- arfólk sýndi sérstaka aðgát. „Þetta er viðvörun til alls heimsins,“ sagði Dick Thompson, talsmaður WHO. Samkvæmt upplýsingum stofnun- arinnar kom fyrsta tilfellið upp í Hanoi í Víetnam 26. febrúar, þar sem sjúklingur veiktist eftir að hann kom frá Shanghai og Hong Kong í Kína. Tuttugu starfsmenn sjúkrahúss urðu veikir í kjölfarið og sýndu einkenni svipuð flensueinkennum; snögghækk- andi hita, vöðvaverki o.fl. Sumir sjúk- linganna, en þó ekki allir, fengu síðan lungnabólgu. Í Hong Kong hafa greinst um 30 tilfelli hitasóttar sem sum hafa orðið að lungnabólgu. WHO segir að enn hafi ekki fundist tengsl á milli tilfell- anna og sjúkdómsins í Hong Kong og Hanoi. Varað við lungnabólgu- faraldri Genf. AFP. AÐ MATI sérfræðinga er raunhæft, að vindorkuver á Vesturströnd Afr- íku geti leyst úr orkuvanda Evrópu. Eftir því sem greint er frá á fréttavef þýzka vikuritsins Der Spiegel hefur verið reiknað út, að kostnaðarverð á raforkunni úr eyðimerkurvindmyllunum út úr innstungu í Þýzkalandi yrði lægra en á annarri endurnýjanlegri orku sem á boðstólum er þar í landi. Þessu halda talsmenn „Sahara- wind“-verkefnisins fram, sem hefur bækistöðvar sínar í Rabat í Mar- okkó. Khalid Benhamou segir að með beizlun orkunnar í staðvindum Sahara fengist feikinóg raforka sem hægt yrði að bjóða á sam- keppnishæfu verði á orkumarkaði Evrópu. Á þessum slóðum er nátt- úrulega líka feikinóg sólskin, en tæknin til virkjunar þess er að sögn Benhamou einfaldlega ekki nógu langt á veg komin til að geta boðið raforku á samkeppnishæfu verði. Benhamou segir að við vestur- jaðar Sahara-eyðimerkurinnar, þar sem Passat-staðvindarnir ríkja (þar rekst heitt eyðimerkurloftið á kalt Atlantshafsloft og stígur til himins) væri tilvalið að reisa vindmyllur á u.þ.b. 2.000 km löngu belti út við ströndina. Með því að hafa vind- myllurnar nógu þétt til að orkuver- in skili 2,4 megawöttum á ferkíló- metra segir Benhamou raunhæft að framleiða alls um 1.000 teravatt- stundir af raforku á ári. Það sam- svarar um helmingi allrar raf- orkuþarfar Vestur-Evrópu. Flytja mætti strauminn með 4.500 km langri háspennulínu alla leið til kjarnasvæða evrópsks iðnaðar. Með þessu móti telur Benhamou mögulegt að bjóða Sahara- vindorku á samkeppnishæfu verði í Mið-Evrópu. Einn kosturinn við þennan orku- öflunarkost er að hægt er að virkja í áföngum. Byrja mætti á einu vind- orkuveri í Suður-Marokkó. En á svæðinu þar suður af, Vestur- Sahara, þyrftu framkvæmdir vænt- anlega að bíða þess að varanleg lausn finnist á deilum sem staðið hafa lengi um það hverjum beri að fara þar með pólitísk yfirráð. Í Vestur-Sahara eru staðvindarnir sterkastir og ströndin þar því væn- legri kostur fyrir vindaflsvirkjanir. Þó segir Benhamou að á svæðinu við Tarfaya í Suður-Marokkó sé hægt að reisa vindorkuver sem skili fimm gígavattstunda raforku. Hana standi til að selja til Spánar í gegn- um 1.300 km langa háspennulínu. Ný tegund þróunaraðstoðar Benhamou og aðrir, sem hafa sýnt verkefninu áhuga, sjá líka fleiri kosti við það. Hér gefist tæki- færi til „nýrrar tegundar þróun- araðstoðar“. Allir hlutaðeigandi – bæði Evrópu- og Norður-Afr- íkubúar – gætu haft hag af sam- vinnunni um vindorkuvirkjunina og byggingu rafveitulagnarinnar norður til Evrópu. Vindar Sahara til lausn- ar orkuþörf Evrópu Vindmyllur af þessu tagi, sem reist- ar hafa verið í stórum stíl við strendur Danmerkur, gætu virkjað með hagkvæmum hætti vindorku Sahara-eyðimerkurinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.