Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 11
Ingimar ítrekar að samkeppni á matvörumarkaði verði að vera öflug. Bónus-verslanir svari öllum tilboðum Krónu-verslana, en ekki sé hægt að leggja árar í bát, því þá verði einn að- ili ráðandi. „Ég hef vissulega spurt mig að því hvort það sé eðlilegt að markaðsráðandi aðili, í krafti stærð- ar sinnar, geti svarað öllum öðrum tilboðum sem koma fram á markaðn- um. Það torveldar öðrum aðgang að markaðnum. En Krónan hefur alla burði til að vera samkeppnishæf við Bónus-verslanirnar. Það er líka vert að hafa í huga að fyrsta Bónus-versl- unin var opnuð fyrir 13 árum, en Krónan er bara tveggja ára. Við höf- um framtíðina fyrir okkur.“ Ingimar segir að matvöruverslanir Kaupáss hafi að ýmsu leyti verið bundnar á klafa. „Á síðasta ári ákváðum við að hefja innflutning á ávöxtum og grænmeti í samvinnu við Búr, sem er fyrirtæki í eigu Kaupáss, Samkaupa, nokkurra kaupfélaga og fleiri aðila. Við brutum þar með upp innkaupakerfi á þessu sviði og stuðl- uðum að lækkun grænmetis- og ávaxtaverðs.“ Fákeppni og samkeppni Aðspurður hvort til greina komi að flytja inn grænmeti og ávexti á eigin vegum, án samstarfs við samkeppn- isfyrirtækið Samkaup, sem rekur m.a. Samkaup, Nettó, Sparkaup og fleiri verslanir, segir Ingimar að mat Kaupáss hafi verið að innflutningur í gegnum Búr væri hagkvæmastur. „Eftir að Hagkaup og Bónus hófu sameiginleg innkaup á síðasta áratug var Búr stofnað sem mótvægi. Inn- flutningur á grænmeti og ávöxtum er erfiður, þetta er viðkvæm vara sem geymist stutt. Þessi innflutningur okkar hefur haft þau áhrif að þessi markaður er að breytast og útsölu- verð hefur stórlækkað. Nú er búið að skipta upp Sölufélagi garðyrkju- manna og Banönum, sem áður voru í einu félagi. Baugur og Bananar hafa stofnað nýtt félag, Grænt, um græn- metis- og ávaxtainnflutning. Þessi innflutningur okkar hafði því veruleg áhrif.“ Ingimar segir ljóst að matvöru- markaðurinn sé fákeppnismarkaður. „Ef við lítum á þennan markað út frá afkomu þeirra sem berjast á honum, þá virðist matvaran ekki hafa gefið mikið af sér síðustu ár. Hér eru hins vegar aðrir fákeppnismarkaðir, á sviði olíudreifingar, flutninga, fjár- málaþjónustu og tryggingastarf- semi, þar sem hlutunum er alveg öf- ugt farið og hagnaðurinn sumstaðar mjög mikill. Af einhverjum ástæðum er samt talað um að engin samkeppni sé á sviði matvöru. Sannleikurinn er sá, að þetta er markaður sem hefur einkenni fákeppni en hegðar sér þó miklu nær fullkominni samkeppni.“ Ingimar vísar til þess, að í mörgum öðrum löndum Evrópu sé matvöru- markaður með svipuðu sniði og hér á landi, þ.e. örfá stór fyrirtæki séu með meirihluta markaðarins. „Hér eru þrjú fyrirtæki, Baugur, Kaupás og Samkaup, með 80–90% af markaðn- um. Í Danmörku eru þrjú fyrirtæki með 88% markaðshlutdeild, í Bret- landi eru fimm með 67%, í Svíþjóð þrjú með 93,7% og í Noregi fjögur með 99%, svo dæmi séu nefnd. Mark- aðurinn hér er sama marki brenndur og erlendis, við þurfum öflugar keðj- ur til að ná fram þeirri framlegð sem nauðsynleg er til að hægt sé að halda vöruverði niðri.“ Aðspurður hvort Kaupás gæti aukið eigin innflutning til að lækka matvöruverð segir Ingimar að þar sé um ýmsa möguleika að ræða. „Við flytjum þegar inn þurrvöru og ýmsan varning annan. Staðreyndin er hins vegar sú, að um 60-70% af allri vöru sem seld er í íslenskum matvöru- verslunum er íslensk framleiðsla. Þetta á við um kjöt, fisk, mjólkurvör- ur, egg, brauð, sælgæti og gosdrykki, svo dæmi séu nefnd. Innan við 10% af vörunum er eigin innflutningur. Af- gangurinn, um 20%, er merkjavara í þurrvöru og þar eru menn háðir birgjum. Þar hefur orðið mjög mikil samþjöppun á síðustu árum, fyrir- tækjum fækkað og þau stækkað. Danól og Íslensk-Ameríska hafa til dæmis vaxið mikið. Og ef litið er til brauðmarkaðarins þá er aðeins eitt verksmiðjubakarí, Myllan. Tvö fyr- irtæki, Emmess-ís og Kjörís, selja nánast allan ís, Mjólkursamsalan sér um mjólkina og Osta- og smjörsalan um ostana og smjörið. Þetta er stað- an. Það er vert að taka fram að öll þessi fyrirtæki hafa þróað mjög góða vöru á undanförnum árum, en það mætti samt hleypa einhverri sam- keppni að. Þetta fyrirkomulag bind- ur hendur matvöruverslunarinnar við innkaup.“ Efla þarf fagmennsku í verslun Starfsmannavelta er gjarnan mikil hjá stórum verslanakeðjum. Ingimar segir að svo hafi lengst af verið hjá Kaupási, en undanfarin tvö ár hafi hægt á henni og þá sérstaklega á síð- ustu mánuðum, í takt við versnandi ástand á atvinnumarkaði. „Stórar keðjur eiga auðvitað við þann vanda að etja, að erfiðara er að ná upp aga og starfsmannatryggð en í smærri fyrirtækjum. Nóatúns-verslanirnar voru auðvitað dæmi um fjölskyldu- fyrirtæki, þar sem ríkti ákveðinn kúltúr og allir fylgdu óskrifuðum reglum. Um leið og fjölskyldan seldi þá breyttust aðstæður, en ég met það svo að okkur hafi almennt haldist vel á starfsfólki og við erum með mjög hæft starfsfólk með mikla reynslu. Við höfum boðið starfsmönnum upp á námskeið af ýmsu tagi og ætl- um að halda því áfram. Þetta eru m.a. nýliðanámskeið, fagnámskeið fyrir starfsfólk sem annast ávaxta- og grænmetismál og kjötborð verslana og við förum yfir öryggis- og rýrn- unarmál með starfsfólki okkar. Starfsmannahald Kaupáss hafði frumkvæði að því að komið var á sér- hæfðu verslunarstjóranámi við Við- skiptaháskólann á Bifröst. Hug- myndin varð til hjá okkur og við unnum margra mánaða undirbún- ingsstarf, en síðan leituðum við til Samtaka verslunar og þjónustu, svo verslunin öll á Íslandi gæti nýtt sér þennan möguleika. Þetta er tveggja ára nám og frá okkur eru þar nú um 14 starfsmenn í námi núna. Alls stunda þetta nám á fjórða tug nem- enda. Við erum fullviss um að þetta nám bætir ímynd verslunarinnar. Við þurfum að efla fagmennsku í verslun, því full ástæða er til að hefja starfið til vegs og virðingar.“ Ingimar segir að í starfsmanna- málum sé Kaupás að reyna að sam- þætta tvo heima. „Við viljum halda í þann góða anda tryggðar og nándar við viðskiptavinina sem einkenndi tíma fjölskyldufyrirtækisins og um leið auka þekkingu og færni starfs- fólksins og gera það betur í stakk bú- ið til að mæta nýjum og auknum kröfum.“ Miklir möguleikar við Bíldshöfða Ingimar víkur talinu aftur að stór- hýsi Kaupáss við Bíldshöfða. „Auk þess að opna þar Krónu-verslun í maí ætlum við að gera verulegar endur- bætur á húsinu. Í kjallaranum verður Intersport áfram og við ætlum að setja aðra þjónustu þar inn, til við- bótar við Intersport og Nevada Bob. Við ætlum að endurbæta 1. og 2. hæð hússins. Krónan verður á 1. hæð, ásamt smávöru, sérvöru og húsgögn- um. Þar verður líka bakarí og veit- ingaaðstaða. Á 2. hæð verða húsgögn áfram, en skipulagi verslunarinnar verður breytt verulega og það ein- faldað, svo aðgangur að vörunni verði betri. Á þriðju hæð er 2.500 fermetra verslunarhæð sem nú er nýtt sem lager, en við látum okkur dreyma um að taka það húsnæði einnig undir húsgagnaverslun. Við bíðum eftir heppilegu tækifæri til að ráðast í þær fjárfestingar. Þetta hús býður upp á mjög skemmtilega möguleika. Það er mjög vel staðsett, því þarna fara um 95–100 þúsund bílar á dag og gatna- mótin við húsið eru þau fjölförnustu á höfuðborgarsvæðinu.“ Ingimar segir að þetta 14 þúsund fermetra hús hafi ekki reynst Kaupási þungt í rekstri. „Það hefur vissulega ekki nýst sem skyldi, en reksturinn hefur nánast staðið undir sér á síðustu árum. Við verðum hins vegar að nýta það betur, enda allir möguleikar á að það verði mjög arð- bær eign. Við ætlum að gefa okkur góðan tíma til að endurskipuleggja húsið.“ Ingimar vísar til fyrri reynslu sinnar af breytingum á rekstri. „Þeg- ar ég var forstöðumaður smásölu Pennans var ráðist í að endurskipu- leggja húsnæði fyrirtækisins í Aust- urstræti 18. Sú skipulagning tók 18 mánuði, en það tók ekki nema mánuð að hrinda breytingunum í fram- kvæmd. Við förum sömu leið með Húsgagnahöllina, undirbúum málið vel og vandlega og látum svo til skar- ar skríða. Húsið er mjög áhugavert og býður upp á mikla möguleika og þarna eru næg bílastæði.“ Maður sameiningar og stækkunar Ingimar Jónsson var ráðinn for- stjóri Kaupáss haustið 2001. Hann lauk viðskiptafræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1988 og réðst að prófi loknu sem fjármálastjóri til Fiskiðju Sauðárkróks. Þar var hann á heima- slóðum, því hann er fæddur og uppal- inn á Króknum. „Starfið var mjög skemmtilegt og þar fékk ég eldskírn mína. Á síðari hluta níunda áratug- arins var ástandið í sjávarútvegi ekki gott í Skagafirði og því var ráðist í að sameina Fiskiðju Sauðárkróks og Útgerðarfélag Skagfirðinga og síðar fleiri fyrirtæki, í Fiskiðjuna Skag- firðing. Nú er þetta fyrirtæki eitt af best reknu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Sá árangur náðist meðal annars með því að flytja verulegan kvóta til fyrirtækisins, sem gaf mönnum færi á að byggja það upp. Það tækifæri hafa núverandi stjórn- endur nýtt vel.“ Árið 1996 réð Ingimar sig til Penn- ans, sem forstöðumaður smásölu, og þar tókst hann aftur á við samein- ingu, þegar Penninn, Eymundsson, Bókval á Akureyri og fleiri fyrirtæki gengu í eina sæng. Ingimar tók síðan við stöðu framkvæmdastjóra hjá Pennanum í júní árið 2000 og gegndi því starfi allt þar til honum var boðin staðan hjá Kaupási. Hann segist aðspurður ekki vera að velta fyrir sér sameiningu Kaupáss og annarra fyrirtækja og ítrekar að öll áhersla hafi verið lögð á að ná stjórn á þeim rekstri sem þegar heyri undir félagið. Hann segist þó ekki vilja útiloka neitt, enda ómögu- legt að segja til um hvað framtíðin beri í skauti sér. Ingimar viðurkennir að sér líði ekkert sérstaklega vel í vörn, enda hafi hann aðeins spilað sóknarleik hjá Fiskiðjunni og Pennanum. „Kaupás ætlar að vaxa og dafna og við erum ákveðnir að finna leiðir til þess. Við höfum þegar tekið á kostn- aði í rekstrinum og nú er sóknin framundan. Hjá Kaupási vinnur mjög hæft starfsfólk sem sumt hefur verið hjá fyrirtækinu og forverum þess í mörg ár. Það er ekki síst þar sem sóknarstyrkurinn liggur. Við þurfum bara að hafa trú á framtíð- inni, setja okkur markmið og vinna stöðugt að því markmiði.“ t að taka framtíðarkúrs                        ! " #$ " %   &'     ( &') &)!  ) ) *+   "  ) ,     ,         ’ Ég hef vissulegaspurt mig að því hvort það sé eðlilegt að markaðsráðandi aðili, í krafti stærðar sinnar, geti svarað öllum öðrum til- boðum sem koma fram á markaðnum. Það torveldar öðrum aðgang að mark- aðnum. ‘ rsv@mbl.is ’ Af einhverjumástæðum er talað um að engin samkeppni sé á sviði matvöru. Sannleikurinn er sá, að þetta er markaður sem hefur einkenni fákeppni en hegðar sér þó miklu nær fullkominni sam- keppni. ‘ - &!)!. +  &)! / (   0)  &)!    &)! /) $ ! 1  20 $  )!3  ( &)! 4  &)! /) $ !"   ,  ," ) $  /) $   , + /) $ /)  .& & ) 567  ,   % & ) 8!( !6996 % ):;<=>?<,   @ !" @ # #@ # @  $@  $@  @  !@  $@  !@ ! @ ! @ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.