Morgunblaðið - 16.03.2003, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ureyri og skila í Reykjavík og öfugt, en við
munum auðvitað þann tíma eins og margir
aðrir að vegurinn á milli Akureyrar og
Reykjavíkur var hreinlega lokaður þrjá til
fjóra mánuði á ári; það var ekkert hugsað um
halda opnu,“ segir Skúli. Allt byggðist því á
sumartraffíkinni, en í dag er Bílaleiga Ak-
ureyrar með útibú á Ísafirði, Sauðárkróki,
Egilsstöðum, Höfn í Hornafirði og Vest-
mannaeyjum, auk Reykjavíkur.
„Við erum mjög þakklátir Reykvíkingum
hversu vel þeir tóku okkur strax; við höfum
alltaf átt mikil og góð viðskipti við bæði fyr-
irtæki og einstaklinga í Reykjavík,“ segir Vil-
helm.
Síðasta sumar var Bílaleiga Akureyrar með
yfir 550 bíla til taks. „Það segir sig sjálft að
mikil fjárfesting er í slíkum flota og sú stað-
reynd að ekki þarf nema helminginn af þess-
um bílum í átta mánuði ársins gerir rekst-
urinn mjög sveiflukenndan, eins og allur
ferðaiðnaðurinn er. En engu að síður er þetta
orðinn fastur þjónustupunktur sem menn
geta treyst á og við erum með mikið af föst-
um viðskiptum og búnir að vera lengi þannig
að ég held að nýir eigendur taki við rótgrónu
og góðu fyrirtæki,“ segir Skúli og Vilhelm
bætir við: „Okkur finnst þeir taka við góðu
búi.“
Skúli leggur áherslu að nýju eigendurnir
þekki reksturinn vel „og ég er klár á því að
þeir munu nýta tækifærin vel og spjara sig.
Ég er viss um að fyrirtækið mun frekar efl-
ast í þeirra höndum. Það sáum við hinsvegar
að myndi ekki gerast í okkar höndum. Það
var því bara komið að þessum lokapunkti, ef
svo má segja.“
Villi kann ýmsar sögur sem líklega hefur
ekki verið hlegið að á sínum tíma. Þessi er
sögð þegar hér er komið samtals okkar:
Rangur Range
„Ég man þegar útlendingur einn fékk
leigðan hvítan Range Rover inni á flugvelli,
setti dótið sitt í bílinn og keyrði burt. Hann
var á leið austur í Mývatnssveit. Eftir smá
stund kemur maður grátandi og er að leita að
Range Rovernum sínum sem líka var hvítur;
þá hafði útlendingurinn farið á vitlausum bíl.
Við náðum honum austur í Ljósavatns-
skarði!“
Bræðurnir brosa að þessu núna og Birgir
segir: „Á þessum árum skildu menn lyklana
eftir í bílunum sínum.“
Vilhelm rifjar líka upp að stundum hafi
bílar verið yfirbókaðir „og útlendingur var
jafnvel búinn að sitja hér hjá okkur frá
morgni og alveg fram yfir hádegi þegar við
gátum loksins reddað einhverjum bíl handa
honum. Einu sinni man ég eftir því að mikill
vinur okkar hjá Jarðborunum kom til að fá
bensín á bílinn, en á meðan við gáfum honum
kaffi var bíllinn þveginn í hvelli og leigður út-
lendingi sem hafði beðið nokkuð lengi! Mað-
urinn frá Jarðborunum sat hins vegar áfram
hjá okkur langt fram á kvöld þangað til við
áttum annan bíl til að láta hann fara á!“
Birgir segir að nefndur vinur þeirra hafa
bara sagt: „Æ, ég mátti til með að bjarga
honum Villa mínum.“
Vilhelm segir Land Rover bílana hafa verið
bilanagjarna á fyrstu árum leigunnar og oft
hafi þurft að bjarga málum þegar bíll bilaði
einhvers staðar uppi á fjöllum. „Þá kom flug-
vélin í góðar þarfir; Skúli reyndi að lenda á
melkolli einhvers staðar nálægt með viðgerð-
armenn til að laga brotinn gírkassa eða hvað
sem var.“
Hann rifjar upp að eitt sumarið hafi þeir
bræður verið orðnir mjög þreyttir á því hve
Land Rover bílarnir biluðu mikið, „og sér-
staklega voru Þjóðverjarnir þjösnalegir, þeir
voru að bakka með með kerrur og brutu jafn-
vel bakkgírinn. Ungu mennirnir hlæja að því
í dag þegar þeir finna í skúffunni hjá mér
límmiða sem á stendur, á þýsku: Achtung,
Achtung, bannað að bakka nema í neyð-
artilfellum.“
Hvað nú?
Skúli varð sextugur í síðasta mánuði, Birg-
ir er á sextugasta og fjórða ári og Vilhelm
tveimur árum eldri. Hvað ætla bræðurnir svo
að fara að gera núna, þegar þeir hafa selt
Höld?
„Þetta er góð spurning,“ segir Skúli á með-
an hann hugsar sig um. Bætir svo við: „Við
höfum engar áhyggjur af Bigga. Hann er
lærður verkfræðingur og heldur áfram að
teikna, hefur nóg að gera. Menn eru hér í
röðum að bíða eftir teikningum.“
Vilhelm tekur þá við og segir: „Ég hef aft-
ur á móti slakað á undanfarið, ungu menn-
irnir eru svo ágætir að þeir hafa tekið yfir
þessi daglegu störf. Ég fer í sumarbústaðinn,
planta trjám í meira mæli og svo má ekki
gleyma því að við erum mikið í íþróttum; til
dæmis golfi, og skallabolta æfum við þrjú
kvöld í viku.“
Birgir tekur svo við: „Skúli ætlar líka að
reyna að komast fyrr í golf á daginn en hing-
að til.“
Skúli segist gjarnan hafa farið upp á golf-
völl klukkan fjögur á daginn en „nú getur
maður kannski byrjað enn fyrr; jafnvel
klukkan tvö. Annars óttast ég ekki að við
finnum okkur ekki eitthvað til að dunda við.“
Þegar bræðurnir eru spurðir hvað hafi ver-
ið skemmtilegast að fást við í gegnum árum
eru þeir sammála um að allt hafi verið gam-
an.
„Þetta hefur verið langt og strangt og ekk-
ert hefur gerst af sjálfu sér. En við getum
verið þakklátir að þegar við vorum að byrja
voru tækifæri sem eru ekki fyrir hendi í dag;
nú er allt gjörbreytt,“ segir Skúli. Hann legg-
ur áherslu á að þeir hafi alla tíð verið mjög
samhentir. „Það hefur aldrei verið neinn
ágreiningur um hvort einn ynni meira en
annar, það hefur verið okkar gæfa frá byrjun
hve samhentir við erum og hve góðan hóp
starfsfólks við höfum haft með okkur. Þegar
við vorum að byrja var ekki allt miðað við
fjölda klukkustunda; þegar þurfti að vinna
ákveðin verk sameinuðust menn bara um
það.“
Birgir leggur áherslu á að starfsfólk Hölds
hafi alla tíð verið mjög meðvitað um að ef fyr-
irtækið ætti að lifa þyrftu allir að leggja mik-
ið á sig yfir sumarmánuðina. „Við gátum farið
á snjósleða og leikið okkur á veturna, en
sumarið varð að skipuleggjast vel; fyrirtækið
lifði á því að nýta sumarið á fullu.“
Skúli segir augljóst að þegar reksturinn er
jafnsveiflukenndur og raun ber vitni – þegar
’ Mikill vinur okkar komtil að fá bensín á bílinn, en
á meðan við gáfum hon-
um kaffi var bíllinn þveg-
inn í hvelli og leigður út-
lendingi sem hafði beðið
nokkuð lengi! ‘