Morgunblaðið - 16.03.2003, Page 18
18 SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
NÝ STEFNA Fræðslu-ráðs Reykjavíkur í sér-kennslu gerir grein-ingu frá Barna- ogunglingageðdeild
Landspítalans (BUGL), miðað við
viðmið Jöfnunarsjóðs og reglur
Fræðslumiðstöðvar, að skilyrði fyrir
sérstökum fjárúthlutunum til skól-
anna vegna ákveðinna barna með al-
varleg hegðunarfrávik. Sesselja Eyj-
ólfsdóttir, aðstoðarskólastjóri
Langholtsskóla, segir að eftir að nýju
reglurnar tóku gildi hafi meiri þrýst-
ingur myndast á BUGL. Þar er sex
mánaða bið eftir ofvirknigreiningu.
Arthur Morthens, forstöðumaður
þjónustusviðs Fræðslumiðstöðvar
Reykjavíkurborgar, hafnar því að
nýrri stefnu borgarinnar í sér-
kennslumálum sé um að kenna þótt
vissulega þurfi að grípa til ráðstafana
til að stytta biðlistann. Hann segir að
með því að miða úthlutanir við
ákveðna einstaklinga sé hagur
barnanna best tryggður. Stefán
Hreiðarsson, forstöðumaður Grein-
ingar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins og
ráðgjafi Jöfnunarsjóðs, leggur
áherslu á sjálfstæðan rétt barna til
viðeigandi stuðnings af hálfu skólans
um leið og vandinn hefur verið við-
urkenndur, t.d. í tengslum við grein-
ingu skólasálfræðings.
Sérkennsla færist inn í skólana
Fjármagn til sérkennslu skiptist
lengst af gróflega til helminga á milli
hverfisskóla til almennrar sérkennslu
og sérskóla. Með nýrri stefnu
Reykjavíkurborgar frá 2002 er stefnt
að því að færa nær alla sérkennslu
inn í hverfisskólana.
Af þeirri ástæðu er gert ráð fyrir
að talsvert hærri fjárupphæð renni til
sérkennslu í hverfisskólunum en áður
og er fénu útdeilt eftir tveimur leið-
um. Annars vegar er fjármagni út-
deilt til almennrar sérkennslu í hverf-
isskólunum með svipuðum hætti og
áður. Hins vegar er fénu útdeilt til
skólanna í tengslum við einstök börn
vegna fötlunar, geðraskana eða sam-
skipta- og hegðunarörðugleika. Nýja
stefnan felur í sér að skólarnir fá því
aðeins styrk vegna barna með of-
virkni, athyglisbrest og geðraskanir
að þeim fylgi greining frá BUGL og
verður greiningin að fullnægja þeim
viðmiðum sem fræðsluyfirvöld hafa
sett og eru í samræmi við viðmið
Jöfnunarsjóðs og samkomulag Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga og rík-
isins.
Miðað er við að barnið þjáist af al-
varlegum athyglisbresti með ofvirkni
ásamt tveimur eða fleiri viðbótar-
greiningum, s.s. hegðunarröskun,
Tourette-heilkenni, þunglyndi eða
blönduðum sértækum þroskaröskun-
um. Við útreikning á stuðningnum
hefur Fræðslumiðstöð því til viðbótar
við áðurnefnda greiningu tekið mið af
ýmsum kennslufræðilegum þáttum,
s.s. þörfum barnsins fyrir sérkennslu,
atferlismótun og daglegan stuðning.
Algengt er að stuðningur vegna of-
virkra barna með athyglisbrest og
tvær viðbótargreiningar nægi til að
kosta stuðningsfulltrúa í 50 til 75%
starfi til að fylgja barninu í skólanum.
Meðalskóla í Reykjavík var úthlutað
um 3 milljónum (á bilinu 1,5 til 11
milljónir eftir fjölda barna með fatl-
anir og miklar sérkennsluþarfir) með
þessum hætti á vorönninni.
Þess skal geta að þótt fræðsluyfir-
völd í Reykjavík nýti sér að hluta til
viðmið Jöfnunarsjóðsins í tengslum
við alvarleika fötlunar barna stendur
sjóðurinn ekki straum af framlögum
vegna sérþarfa fatlaðra barna í
Reykjavík með sama hætti og barna
úti á landsbyggðinni nema mikið fatl-
aðra barna í sérskólum. Við yfir-
færslu grunnskólans til sveitarfélag-
anna var nefnilega gert ráð fyrir því
að hækkað útsvarshlutfall í borginni
stæði straum af þessum framlögum
og öðrum kostnaði við rekstur grunn-
skólanna í Reykjavík.
Ferlið
En hvaða ferli fer í gang þegar
skólabarn sýnir merki um frávik í
hegðun? Umsjónarkennari sendir
venjulega málið til nemendaverndar-
ráðs skólans en þar sitja stjórnandi
sérkennslu, sálfræðingur, námsráð-
gjafi og einn af öðrum stjórnendum
skólans. Þeir fjalla um málið og koma
með fyrstu tillögur. Fyrstu aðgerðir
af hálfu skólans eru venjulega að
reyna að koma til móts við mismun-
andi þarfir barnanna, t.d. með hegð-
unarmótandi aðgerðum. Ef slíkar að-
gerðir bera ekki tilætlaðan árangur
er barninu venjulega vísað til skóla-
sálfræðings. Sálfræðingurinn leggur
greindarpróf fyrir barnið og spurn-
ingar í tengslum við hegðunarmynst-
ur fyrir foreldra, kennara og barnið
ef barnið hefur aldur/þroska til að
svara slíkum spurningum. Eftir að
niðurstaða sálfræðingsins liggur fyr-
ir er barninu oft vísað til barnalækn-
is, t.d. í tengslum við lyfjagjöf vegna
ofvirkni. Ef þurfa þykir sækja for-
eldrarnir síðan um frekari greiningu
fyrir barnið vegna sértæks stuðnings
í skóla.
Eins og fram hefur komið er sótt
um greiningu til BUGL vegna geð-
ræns vanda. Ef grunur leikur á ann-
ars konar þroskafrávikum er sótt um
greiningu til Greiningar- og ráðgjaf-
arstöðvar ríkisins. Algengara er að
sótt sé um greiningu til BUGL því að
geðrænn vandi eins og ofvirkni kem-
ur stundum ekki upp á yfirborðið fyrr
en við upphaf skólagöngu. Börn með
önnur þroskafrávik koma oftar með
greiningu inn í skólann frá öðrum við-
urkenndum stofnunum, þ.e. Sjónstöð,
Heyrnar- og talmeinastöð og Grein-
ingar- og ráðgjafarstöð ríkisins.
Þessum börnum fylgir því oft sértæk-
ur stuðningur allt frá upphafi skóla-
göngunnar.
Um 20% reykvískra skólabarna
(3.000) hafa þörf fyrir sérkennslu og
eru algengustu vandamálin lestrar-
örðugleikar, almennir námsörðug-
leikar og hegðunartruflanir af ein-
hverju tagi. Af þessum hópi barna
með sérkennsluþarfir eru 480 börn
með fatlanir og miklar sérkennslu-
þarfir og falla undir viðmiðunarregl-
ur Fræðslumiðstöðvar. Þá hafa 170
börn með miklar sérkennsluþarfir til
viðbótar verið greind af læknum og
sálfræðingum á stofu.
Losað verði um flöskuhálsinn
Eins og fram hefur komið er tals-
vert löng bið eftir greiningu hjá
BUGL. Foreldrar ýta því oft á eftir
umsókn um greiningu í því skyni að
flýta fyrir því að barnið hljóti sértæka
aðstoð af hálfu skólans. Sesselja Eyj-
ólfsdóttir, aðstoðarskólastjóri Lang-
holtsskóla og reyndur sérkennari,
segir heldur ekki óalgengt að skóla-
yfirvöld ýti á eftir umsóknunum.
„Eftir að nýju reglurnar tóku gildi
hefur meiri þrýstingur myndast á
BUGL því að sérstækur stuðningur
vegna þessara barna fæst ekki nema
með greiningu frá stofnuninni. Ekki
er þó þar með sagt að börnin hljóti
ekki þjónustu á meðan beðið er eftir
greiningu. Skólinn gerir að sjálfsögðu
sitt besta til að koma til móts við þarf-
ir allra nemenda sinna. Vandinn er
bara sá að meðan beðið er eftir grein-
ingu er þessi þjónusta fjármögnuð af
almennum sérkennslukvóta skólans
og veldur því að minna verður eftir
handa öðrum börnum.“ Eins og fleiri
innan skólakerfisins leggur Sesselja
áherslu á hversu mikilvægt sé að losa
um flöskuhálsinn í biðröðinni eftir
greiningu frá BUGL. „Mikilvægt
væri að fleiri aðilar en BUGL væru
viðurkenndir greiningaraðilar til að
skólinn gæti veitt nemendum með
sérþarfir þá þjónustu sem þeir þurfa
á að halda og eiga rétt á fyrr en nú
er.“ Sigþrúður Arnardóttir, sviðs-
stjóri sérfræðisviðs í Miðgarði, fjöl-
skylduþjónustu Grafarvogs, og yfir-
maður sálfræðinga við skóla í
hverfinu, tekur fram að sálfræðingar
við skóla vinni mikilvægt greiningar-
starf innan veggja skólanna. „Al-
gengt er að ekki sé talin þörf á frekari
sálfræðilegu mati og/eða greiningu
eftir að sálfræðingur við skóla hefur
komið að málinu. Ef þörf er á frekara
mati vísar sálfræðingur fyrst máli til
heimilislæknis eða barnalæknis og
síðan fer málið til Greiningarstöðvar
eða BUGL ef barnið er talið þurfa
frekari þjónustu eða stuðning. Eins
og gefur að skilja getur löng bið eftir
greiningu hjá BUGL reynt mjög á
barnið og valdið því að vandi þess vex
á meðan beðið er eftir fjármagni til að
kosta sértækan stuðning. Einnig
reynir biðin mjög á fjölskylduna.“ Að
mati Sigþrúðar þarf að gera tvennt til
að tryggja að bið barna eftir grein-
ingu sé ekki of löng. „Annars vegar
þarf að auka getu BUGL til að vinna
með erfiðustu málin. Hins vegar
þurfa sálfræðingar við skóla í sam-
vinnu við barnalækna að geta full-
greint ákveðin börn innan hópsins og
þar með létt ákveðnum þunga af
BUGL. Ég tel þó nauðsynlegt að
samvinna verði á milli sérfræðinga á
BUGL annars vegar og sálfræðinga
við skóla og barnalækna hins vegar til
að vinnsla og þjónusta við barnið
verði sem skilvirkust.“
Bráðabirgðaúthlutun
Arthur Morthens, forstöðumaður
þjónustusviðs Fræðslumiðstöðvar
Reykjavíkurborgar, var spurður af
hverju hefði ekki frá upphafi verið
gert ráð fyrir því að skólasálfræðing-
ar sæju um greiningu barna með of-
virkni, athyglisbrest eða geðraskanir
í grunnskólum Reykjavíkur. „Nefnd-
in sem mótaði sérkennslustefnuna
velti þessu talsvert fyrir sér og komst
að þeirri niðurstöðu að ekki væri
heppilegt að greining og úthlutun
væru á sömu hendi, þ.e. sálfræðingur
greindi nemandann og yfirmaður
hans úthlutaði fjármagninu. Þessi
skipan þótti stjórnsýslulega ekki
skynsamleg fyrir utan að hún reynd-
ist ekki vel þegar hún var reynd fyrir
um fimmtán árum. Við teljum því
eðlilegt að hafa svipaðar greiningar-
reglur hvað varðar fötluð börn og
börn með miklar sérkennsluþarfir,
s.s. ofvirk börn og börn með geðrask-
anir, og fram koma í samkomulagi
ríkis og sveitarfélaga við yfirfærslu
grunnskólans frá 1996 og önnur
sveitarfélög viðhafa. Nánari greining
fari fram hjá þeim greiningaraðilum
sem þar eru tilgreindir, þ.e.a.s. Sjón-
stöð Íslands, Heyrnar- og talmeina-
stöð, Greiningar- og ráðgjafarstöð
ríkisins og BUGL. Við teljum eðlilegt
og sjálfsagt að börn í Reykjavík njóti
sömu þjónustu þessara stofnana hvað
greiningu varðar og önnur börn í
þessu landi. Vissulega nýtist svo
greining á fyrsta stigi oft við þessa
dýpri lokagreiningu.“
Arthur játti því að ef ekki yrði grip-
Reykjavíkurborg gerir greiningu frá BUGL að skilyrði fyrir sérstökum fjárstuðningi til skólanna vegna hegðunarfrávika
Fjárstuðningurinn eyrna-
merktur ákveðnum börnum
Fræðsluyfirvöld í Reykjavík
gera greiningu frá Barna- og
unglingageðdeild (BUGL)
að skilyrði fyrir sérstökum
fjárúthlutunum til skólanna
vegna barna með alvarleg
hegðunarfrávik og eyrna-
merkja stuðninginn
ákveðnum börnum. Anna G.
Ólafsdóttir komst að því að
ekki eru allir á eitt sáttir um
þessa aðferð Reykjavíkur-
borgar við úthlutun fjárins.
Nú er um sex mánaða bið
eftir greiningunni hjá
BUGL.
Morgunblaðið/Golli
’ Barn á samkvæmtbæði grunnskólalög-
um og sérkennslu-
reglugerð rétt á við-
eigandi stuðningi af
hálfu skólans um
leið og vandinn hef-
ur verið viðurkennd-
ur, t.d. í tengslum
við greiningu skóla-
sálfræðings. ‘