Morgunblaðið - 16.03.2003, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 23
Mörkinni 3, sími 588 0640.
Opið mán-fös kl.11-18 - lau kl. 11-15
Brúðkaupsgjafir
Br
úð
ar
gj
af
al
is
ta
r
Stretchbuxur kr. 2.900
Konubuxur frá kr. 1.690
Dragtir, kjólar,
blússur og pils.
Ódýr náttfatnaður.
Brandtex fatnaður
Nýbýlavegi 12, sími 5544433
Reykjavík, 28.02.2003.
Kæri Pétur!
Í upphafi langar mig að þakka þér
fyrir fróðlega pistla um ýmislegt
gamalt og gott, og vænt þætti mér
um það ef ég gæti orðið þér að ein-
hverju liði.
Þegar þú spurðir mig í gær um
hrökkálinn, kom ég af fjöllum. Lang-
tímaminnið er ekki beysnara en svo,
að ekki sé minnst á skipulagsgáfuna,
að ég finn ekkert um fyrri skrif mín
um þetta á aðgengilegum tölvu-
diskum. Hins vegar hef ég ýmis
prentuð gögn um þetta kykvendi, og
hef lítið fyrir að skrá eitthvað af því,
ef það kynni að nýtast þér.
Fyrst, nokkur almenn atriði um
rafmagn í dýrum. Ítalskur læknir,
Luigi Galvani, sem uppi var á 18. öld,
setti fram kenningar um dýraraf-
magn, sem að vísu standast ekki en
vöktu á sínum tíma nokkra athygli og
hafa sjálfsagt rutt öðrum og réttari
kenningum braut. Meðal annars hafa
vísindasagnfræðingar á Bretlandi ný-
lega leitt rök að því, að hugmyndir
Galvanis hafi orðið kveikjan að frægri
vísindaskáldsögu, um doktor Frank-
enstein, sem setti saman mann úr lík-
amspörtum dauðra manna og vakti til
lífs með rafmagni. Um þá Galvani og
uppvakning Frankensteins skráði ég
fróðleikspistla í kennslubók um lífeðl-
isfræði, sem út kom 2002, og legg
ljósrit af þeim með þessu bréfi.
Þótt hugmyndir Galvanis um dýra-
rafmagn hafi ekki staðist tímans
tönn, er ljóst að rafmagn á mikinn
þátt í að tempra alla lífsstarfsemi.
Veikar spennusveiflur á yfirborði
frumna og frumuparta samhæfa störf
þeirra, til dæmis boð um taugar og
samdrátt vöðva. Þessi boð magna
læknar og lífeðlisfræðingar og
bregða út frá þeim máli á starf hjarta
og heila í hjarta- og heilarafriti.
Mörg dýr skynja rafsvið og seg-
ulsvið frá öðrum dýrum. Til dæmis er
talið að fiskar í torfu haldi bilinu sín á
milli með þessu skyni. Ef þú hefur
horft á fræðslumynd af fiskatorfu
hefurðu sjálfsagt tekið eftir hvernig
torfan beygir sem ein heild.
Ýmis dýr, til dæmis sumir far-
fuglar, virðast skynja áttir út frá seg-
ulsviði jarðar, og hafa þá eins konar
innbyggðan áttavita. Önnur dýr rata
á bráð út frá rafsviði. Þegar háfur
syndir með hafsbotni, greinir hann og
hremmir umsvifalaust kola eða ann-
an flatfisk, sem er fullkomlega hulinn
sandi, og ljóst er af tilraunum að þar
styðst háfiskurinn við rafskyn sitt.
Hrökkáll, hrökkviskata og fleiri
fiskar, sem gefa frá sér háspennt
rafhögg, beita þessum höggum bæði í
vörn og sókn – hrella með þeim
fjendur sem sækja að þeim og lama
bráð. Auk þess gefa þessir fiskar frá
sér mun veikari rafmerki, sem talið
er að nýtist þeim líkt og rat-
sjárbylgjur við könnun á umhverfinu.
Raflíffærin í þessum fiskum eru
ummyndaðir vöðvar, sem hólfaðir eru
niður í röð liða, sem hver getur gefið
frá sér vægt rafhögg, en þar sem lið-
irnir eru raðtengdir magnast spenn-
an upp í tugi eða hundruð volta, þeg-
ar allur vöðvinn sendir högg
samtímis.
Þá kem ég loks að því, sem ég ætl-
aði að fjalla um, sjálfum hrökkálnum.
Þetta er stór ferskvatnsfiskur, um
eða yfir tveggja metra langur, sem
lifir í ám í Suður-Ameríku, mjósleg-
inn og líkur ál að lögun, en að vísu lítt
skyldur honum. Hann er á ýmsum
málum kenndur við rafmagns-
framleiðslu sína – fræðiheitið er
Electophorus electricus; á ensku
heitir dýrið electric eel, elektrisk ål á
skandinavísku o.s.frv. Íslenska heitið
hrökkáll höfðar sjálfsagt til sam-
nefnds þjóðsagnakvikindis, og aðrir
fiskar, sem gefa frá sér rafhögg, að
vísu öllu veikari, til dæmis hrökkvi-
skata, sækja líka hluta íslensks heitis
síns í þjóðtrúna.
Venjuleg líffæri fisks, heili, melt-
ingarfæri, kynfæri o.s.frv., rúmast í
fremsta fimmtungi líkamans. Þar fyr-
ir aftan er „rafstöðin“, vöðvakerfi
sem getur látið frá sér liðlega 600
volta högg, sem dugir til að lama flest
kvikindi sem sækja að hrökkálnum
eða hann hefur sem bráð. Ekki eru
heimildir um að hrökkáll hafi orðið
mannsbani, en ljóst er að það er ann-
að en þægilegt að koma of nærri
þessu dýri.
Ungir hrökkálar sjá þokkalega, en
með aldrinum rýrna augun og fisk-
arnir verða að sama skapi háðari raf-
boðum til að greina umhverfið.
Ég vona að þú hafir eitthvert gagn
af þessu. Hringdu ef eitthvað vantar
uppá.
Örnólfur Thorlacius.
Stakhanovitsj átti að vera sovéskum
verkamönnum fyrirmynd um dugnað. Höfundur er þulur.