Morgunblaðið - 16.03.2003, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 25
úr endurminningunum ásamt rithöf-
undinum breska Ronald Harwood.
„Það skipti nokkru máli að viðkom-
andi væri svolítið kunnur og talaði
ensku. Við stóðum fyrir leikprufum í
Lundúnum þar sem 1.400 manns
spreyttu sig á Píanistanum, okkur til
mikillar undrunar, þ.á m. kínverskar
og svartar konur ... Þegar leikpruf-
urnar skiluðu engu rann fyrst upp
fyrir okkur að það yrði hægara sagt
en gert að finna þann rétta. Þegar ég
fór að leita utan Englands og skoðaði
m.a. myndir Brodys rann það strax
upp fyrir mér að hann væri Píanist-
inn.“
Tökur á myndinni fóru fram árið
2001 í Þýskalandi, mestmegnis inni-
tökur í kvikmyndaveri í Berlín, og
Varsjá, þar sem útitökur fóru fram í
Praga-hluta borgarinnar.
Spurðu sála
Í bróðurparti sögunnar af Píanist-
anum þrautseiga neyðist hann til
þess að vera áhorfandi að allri eyði-
leggingunni á borginni sinni, áhorf-
andi að öllu stríðinu. Hér telja sumir
sig merkja enn eitt dæmið um gegn-
umgangandi þema í myndum Pol-
anskis, að aðalpersónan sé í hlutverki
áhorfandans, rétt eins og kvik-
myndagerðarmaður að festa á filmu
merkilega atburði, sem hann fær
engu um ráðið hvernig æxlast. Þegar
Polanski er spurður að því hvort
hann hafi að hluta laðast að frásögn
Szpilmans og því óvænta hlutkesti
sem hann hefði haft í stríðinu á þess-
um forsendum fær hann sig ekki til
að neita því en getur ekki heldur ját-
að. „Það er út af svona spurningum
sem ég geng til sálfræðings,“ segir
hann og kímir.
Það er óhætt að segja að Píanist-
inn hafi hlotið hlýjar viðtökur. Mynd-
in kom sá og sigraði á kvikmyndahá-
tíðinni í Cannes þar sem Polanski var
hælt sérstaklega fyrir að hafa tekist
að draga allt í senn upp mannlega,
áhrifaríka og hlutlæga mynd af ein-
hverju mestu hörmungarskeiði í
mannkynssögunni. Síðan þá hefur
hún sópað að sér fjölda verðlauna um
heim allan, tók öllu helstu César-
verðlaunin frönsku, fékk verðlaun
gagnrýnenda í Boston, var valin
besta evrópska myndin á spænsku
Goya-kvikmyndaverðlaunum, fékk
verðlaun Landssamtaka bandarískra
gagnrýnenda sem besta mynd, fyrir
leikstjórn, handrit og frammistöðu
Brodys í aðalhlutverkinu. Nú síðast
var Píanistinn valinn besta myndin á
bresku BAFTA kvikmyndaverð-
launaathöfninni þar sem Polanski
hlaut einnig sérstök heiðursverðlaun
kennd við David Lean, fyrir leik-
stjórn. Píanistinn er tilnefnd til 7
Óskarsverðlauna, þ.á m. sem besta
mynd, fyrir leikstjórn, handrit, aðal-
hlutverk, kvikmyndatöku, búninga
og klippingu.
Píslarganga Polanskis er á enda að
sinni og þótt draugar fortíðar láti
öðru hverju enn á sér kræla virðist
sem bjartara sé framundan og þessi
pólski snillingur sé enn á ný kominn í
fremstu röð kvikmyndagerðarmanna
eftir tvo heldur magra áratugi.
Viðtal við Adrien Brody er á næstu
opnu. Sýningar á Píanistanum hófust á
föstudag.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Píanistinn hefur þegar hlotið fjölda vegtylla. Hér er Polanski fylgt út úr Lum-
iére-höllinni í Cannes eftir að hafa veitt viðtöku Gullpálmanum eftirsótta.
Polanski var búinn að leita lengi að rétta leikaranum þegar hann fann Brody.
„Ég sá það strax að hann væri Píanistinn.“
Opnum klukkan tólf
Smáratorg, Spöngin, Kringla,
Mosó, Selfoss og Akureyri
HOLTAGARÐAR,
ekkert
brudl-
E
R
A
N
/L
a
n
d
lis
t
SUNNUDAGSTILBOÐ
Hamborgarhryggur
Bónus frá Síld og fisk
599kr.kg
Mjólkurkex
pakkinn
89kr.
OPIÐ TIL SEX
DUO
PAMPERS bleiur
1499kr.pakki
pakkinn
199kr.
PORK roast
699kr.kg
Beinlaus kryddaður
grísahnakki
BAJON skinka
frá KJARNAFÆÐI
599kr.kg
ekkert
brudl-
BANGKOK
New World Hotel
Saigon *****
Ferðakynning á skrifstofu okkar í
Austurstræti 17, 3. h., í dag kl. 17-18
og síðustu pantanir! Austurstræti 17, 3. hæð, 101 Reykjavík, sími 56 20 400, fax 562 6564,netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is
Skemmtilegast í Austurlöndum -
sértilboð 16. apr. 17 d., þar af 9 frídagar!
Tvær skemmtilegustu borgirnar:
Bangkok-nýja Radisson hótelið - okkar hótel
ársins - 5*gæði, e.k. SPA - glæsilegt heilsuhótel
í einstakri heimsborg 4 d.
Vietnam -
Saigon
VIETNAM
Með dvöl á glæsilegu „New World“ 5* hóteli í mið
borginni, þar sem ótrúlegar framfarir hafa átt sér stað og
borgarbragur er einstakur. 4 dagar, kynnisferð um borgina
og út á sögufrægt land.
Í lokin vikudvöl á glæsilegu 4-5* strandhóteli:
„Jomtien Palm Beach- New Wing“ í Thailandi.
Einstakt tækifæri til að kynnast spennandi stöðum í fram-
andi veröld á einstökum kjörum. STENDUR UPPÚR
UM PÁSKANA MEÐ BESTA VEÐRIÐ.
Miðað við Evrópu borgar þú aðeins gistinguna en færð
flugið frítt! Fararstjórar: Ingólfur Guðbrandsson
og Pétur Karlsson.
Heillandi
„PARÍS AUSTURLANDA“