Morgunblaðið - 16.03.2003, Qupperneq 27
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 27
GYMFORM
GYMFORM maga- og vöðva-
örvunartækið fyrir þá sem kom-
ast ekki í líkamsræktina. Fjöl-
nota vöðvamótunartæki sem
þjálfar kviðvöðva, rass, læri,
brjóstvöðva ofl. (CE merkt)
Verð aðeins kr. 6.600.-
og kr. 10.500.-
Trönuhrauni 6
220 Hafnarfirði
Sími 565 1533
Fax 565 3258
polafsson@polafsson.is
Búnaðarbankinn Verðbréf | Hafnarstræti 5 | 155 Reykjavík
Sími 525 6060 | Fax 525 6099 | verdbref@bi.is
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
0
6
3
7
2
Sérbankaþjónusta Búnaðarbankans er ætluð efnameiri
einstaklingum sem sækjast eftir fjármálaþjónustu og skatta-
ráðgjöf í hæsta gæðaflokki. Viðskiptavinir Sérbankaþjónustu
fá meiri þjónustu og njóta betri kjara í banka- og verðbréfa-
viðskiptum. Lögð er áhersla á persónulega og vandaða
fjármálaráðgjöf, trúnað og traust. Undirbúðu næsta leik
með Sérbankaþjónustu Búnaðarbankans.
Sérbankaþjónusta – það besta sem við höfum að bjóða.
Góður undirbúningur er mikilvægur áður en þú ákveður
næsta leik. Með Sérbankaþjónustu Búnaðarbankans
öðlast þú yfirsýn yfir fjármálin og nýtur reynslu og
þekkingar sérfræðinga við eignastýringu sem sérsniðin
er að þínum þörfum.
Góð yfirsýn
er nauðsynleg S É R B A N K A Þ J Ó N U S T A
Bókmenning
í bændasam-
félagi 19. aldar
Á VEGUM Landsbókasafns Íslands
verða tvö námskeið um bókamenn-
ingu í bændasamfélagi 19. aldar hald-
in í Þjóðarbókhlöðu 19. og 26. mars kl.
20-22. Davíð Ólafsson fjallar um þá
sterku mynd sem Halldór Laxness
dregur upp í Heimsljósi af viðhorfum
íslenskrar alþýðu til bókmennta og
hvað liggur að baki henni. Mynd sem
sýnir annars vegar alþýðufólk sem
var tilbúið að leggja allt í sölurnar fyr-
ir hlutdeild í heimi hins ritaða orðs og
hinna, sem vissu ekkert fyrirlitlegra
en að „liggja í bókum“.
Sjónum verður beint að skriftar-
kunnáttu í íslenska bændasamfélag-
inu á 19. öld með tilliti til dagbókarit-
unar og uppskrifta fornsagna.
Júlía nefnist skáld-
saga eftir Sig-
urbjörn Þorkels-
son.
Júlía er 18 ára
Reykjavíkurmær
og fer í gegnum
ævi sína í leit að
skýringum á stöðu
sinni í lífinu. Með
það fyrir augum að ná áttum í tilverunni
og reyna að vinna sig út úr og lifa með
orðnum atburðum. Hún vinnur í því að
sættast við sjálfa sig og aðra. Í mikilli
óákveðni um heppilegt skref vinnur
hún að því að feta sig inn í framtíðina.
Bókin er sú níunda sem Sigurbjörn
sendir frá sér.
Höfundur gefur út. Bókin er 94 bls.,
prentuð í Litrófi ehf. Mynd á bókarkápu
er eftir höfundinn.
Skáldsaga
♦ ♦ ♦
UNGMENNAFÉLAG Íslands og
Kammerkór Reykjavíkur standa
fyrir stórtónleikunum Fíkn er
fjötur víða um land fimmtudaginn
20. mars kl. 20.30. Tónleikarnir
verða haldnir á Selfossi, Ísafirði,
Borgarnesi, Akureyri og Egils-
stöðum, í umsjón Þjónustu-
miðstöðva UMFÍ sem starfa á
þessum stöðum. Fjöldi kóra og
tónlistarmanna, bæði úr heima-
byggð og gestir munu taka þátt í
tónleikunum.
Tónleikar verða einnig í Hall-
grímskirkju kl. 17 laugardaginn
22. mars og taka
þátt tugir kóra –
alls á annað þús-
und tónlistar-
manna.
Fíkn er fjötur er
forvarnarverkefni
þar sem höfðað er
til forráðamanna
unglinga. Allur
ágóði tónleikunum
rennur í forvarn-
arsjóð UMFÍ í baráttunni gegn
fíkniefnanotkun.
Ungmennafélag Íslands mun í
samstarfi við fagaðila hefja átak í
kjölfar tónleikanna þar sem for-
eldrum er kennt að þekkja fyrstu
einkenni unglinga
sem eru að byrja
neyslu eiturlyfja
og viðbrögð við
því.
Undirbúningur
að tónleikunum
hófst í desember
og eru æfingar
framundan hjá
fjölmörgum kór-
um um land allt.
Kammerkór Reykjavíkur starf-
ar undir stjórn Sigurðar Braga-
sonar kórstjóra og söngvara og
hefur Kammerkór Reykjavíkur
veg og vanda að undirbúningi dag-
skrár tónleikanna í samvinnu við
Þjónustumiðstöðvar UMFÍ, sem
halda utan um framkvæmd tón-
leikanna.
Fjölmargir einsöngvarar munu
koma fram á tónleikunum, m.a.
Signý Sæmundsdóttir, Davíð
Ólafsson, Snorri Wium, Elín Ósk
Óskarsdóttir, Kristjana Stef-
ánsdóttir og Keith Reed.
Kammerkór Reykjavíkur hefur
áður staðið fyrir styktartónleikum
í mars 2002
Á annað þúsund tónlistarmanna gegn fíkniefnum
Signý
Sæmundsdóttir
Davíð
Ólafsson
Sigurður
Bragason
Elín Ósk
Óskarsdóttir
mbl.is
STJÖRNUSPÁ