Morgunblaðið - 16.03.2003, Qupperneq 28
LISTIR
28 SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
VINKONA mín semer við nám íBandaríkjunumsagði mér frá því í
vikunni að hún hefði skropp-
ið til Las Vegas með nýleg-
um kærasta sínum. „En
gaman,“ sagði ég, „giftuð
þið ykkur?“ hélt ég áfram
og fannst ég fyndin. „Nei,“
sagði hún og bætti því við
að enginn sem hún hefði
sagt frá umræddri Vegas-
ferð hefði ekki spurt hvort
þau hefðu gift sig.
Allt í einu fannst mér ég
ekki lengur fyndin. Glatað
að vera með svona notaðan
húmor. Ég hef aldrei komið
til Las Vegas, ekki frekar
en aðrir þeir sem djókuðu
svona einsleitt við vinkonu
mína, en við erum greinilega
mjög svo lituð af þeirri
ímynd sem dregin er upp af
borginni í fjölmiðlum og
kvikmyndum. Þar veðjar
fólk, fer á kabarettsýningar,
gistir á hótelum sem eru
jafn stór og miðbær Reykja-
víkur, borðar á gondóla und-
ir eftirlíkingu af Eiffel-
turninum og giftir sig svo
hjá Elvis Presley (og borgar
aukalega ef Priscilla á að
vera brúðarmær).
Önnur vinkona mín, sem
er líka við nám í Bandaríkj-
unum, sagði mér frá því í
vikunni að hún væri á leið í
bíltúr gegnum suðurríkin
með vinkonu sinni úr skól-
anum. „Við ætlum að vera
með risastór sólgleraugu og
slæðu um hausinn! Alveg
eins og Thelma og Louise,“
sagði hún og röddin titraði
af spenningi. Ég er ekki frá
því að ég hafi orðið græn af
öfund. Ég er heldur ekki frá
því að mjög margar stelpur
hafi dreymt um að feta í fót-
spor þessara súperfrjálsu
vinkvenna (mínus glæpina
kannski) og skella sér í
óvissubíltúr um eyðimerkur
og undarlega smábæi suð-
urríkjanna, – hitta Brad Pitt
á förnum vegi og svona.
Enn önnur vinkona mín,
sem er líka við nám í
Bandaríkjunum, sagði mér
frá því í vikunni að hún færi
ekki fet í vorfríinu sínu.
Hún ætlar sér að vera
„heima“, enda býr hún í
New York og sökum anna í
náminu hefur hún ekki gefið
sér tíma til að skoða borgina
sem skyldi. Hún ákvað því
að eiga alvöru New York-
viku þar sem hún myndi fá
að upplifa borgina eins og
hún birtist svo oft í kvik-
myndum og sjónvarpi:
Skautar í Rockefeller cent-
er, ótæpileg Cosmopolitan-
drykkja í góðra pæja hópi,
blint stefnumót með náunga
sem virtist ekki svo afleitur
af auglýsingunni í einka-
máladálki New York Times
að dæma og svo náttúrlega
að berja erki-New-York-
búann Woody Allen augum
á vikulegu klarinettu-giggi
hans. Hún sló þessu tvennu
síðastnefnda reyndar saman
og var svo gaman hjá henni
og einkamáladálksnáung-
anum að hún djókaði með
það að hún skryppi kannski
bara til Vegas með honum
um næstu helgi til að gera
það sem allir vita að brjáluð
ástfangin pör gera þar …
Stundum kemur all-
svakalega í ljós (hvort sem
manni líkar betur eða verr)
hvað kvikmyndir eru stór
hluti af reynsluheimi manns.
Þetta gerist gjarnan á
ferðalögum, einkum þegar
staðir eru heimsóttir í fyrsta
sinn og það staðir sem mað-
ur „þekkir“ vel úr kvik-
myndum. Fræg kennileiti
virðast gamalkunnug, maður
verður kannski svolítið hissa
á því hvað þau eru í raun og
veru stór, eða lítil. Eins er
algengt að kannast við and-
rúmsloftið og stemninguna,
eða kannski öllu heldur gera
ráð fyrir að stemningin sé
eins og maður heldur að
hún eigi að vera. Vinkona
mín var til dæmis búin að
gera sér mjög háar og róm-
antískar hugmyndir um Par-
ís áður en hún heimsótti
borgina í fyrsta sinn nú ný-
verið. Hún hefur séð marga
ástina kvikna og magnast á
hellulögðum götum Par-
ísarborgar og hlakkaði til að
fá að upplifa slíka ástríðu-
þrungna rómantík í eigin
persónu. En … í stað þess
að rekast á Oliver Martinez
á tröppum Notre Dame sem
byði henni góðan dag og
heillaðist svo af feimnislegu
brosi hennar að hann drægi
hana með sér á pínulítið
kaffihús með rauðköflóttum
dúkum og harmonikkuleik-
ara var hún næstum troðin
undir af hópi sveittra túrista
sem slengdu myndavélunum
í allar áttir þannig að hún
var heppin að fá ekki glóð-
arauga. „París var vonbrigði
fyrir mig,“ sagði hún að
ferðinni lokinni, „þar var
engin rómantík og ég fann
engan djassklúbb.“
Ég á aðra vinkonu sem
lifir sig oft mjög innilega
inn í kvikmyndir. Einu sinni
var hún næstum því orðin
ástfangin í evrópskri lest
bara af því að hún var nýbú-
in að sjá Before Sunrise.
„Hann var svo sem enginn
Ethan Hawke en samt,
þetta var alveg eins og í
myndinni!“ sagði hún með
stjörnur í augum eftir þá
ferð. Sama stelpa elskar líka
Pretty Woman en sem betur
fer lifði hún sig ekki jafn
bókstaflega inn í hana þegar
hún heimsótti Los Angeles í
fyrra. Hún lét sér nægja að
fara á söguslóðir mynd-
arinnar, keypti tónlistina úr
henni af götusala á Holly-
wood Boulevard (þar sem
Vivian var með „skrifstofu“
sína) og spilaði hana í bíln-
um á meðan hún keyrði
sömu leið og Vivian og Edw-
ard niður á hótelið í Beverly
Hills. Lét síðan henda sér
út úr fínu búðunum á Rodeo
Drive. Fílaði sig í botn.
Stundum er daglega lífið
líka þannig að við stöndum
okkur að því að hugsa „vá,
þetta er alveg eins og í bíó-
mynd“. Og hvort sem það
bendir til þess að lífið geti
verið svona ólíkindalegt eða
hins að kvikmyndir séu
orðnar svona samgrónar
reynsluheimi okkar er ljóst
að þegar við segjum „eins
og bíómynd“ er yfirleitt svo-
lítið gaman.
Birna Anna
á sunnudegi
Eins og í bíómynd
bab@mbl.is
Morgunblaðið/Jóra
N
IRVANA er ofmetnasta
rokksveit sögunnar og
lagasmiður hennar, Kurt
Cobain, er ofmetnasti laga-
smiður sem dægurmenn-
ingin hefur getið af sér.
Þetta segi ég ekki af rætni,
eða þá til að stríða þeim þúsundum gítarleik-
ara sem taka sveitina sér til fyirmyndar í ein-
földu bílskúrsrokki. Nei, ég vil meina að þetta
sé einföld staðreynd sem hægt er að styðja
með rokkmenningarlegum dæmum.
Áhrif sveitarinnar, sem lék melódískt
gruggrokk, verða þó seint ofmetin. Ásamt
Bítlunum og Sex Pistols er þetta ein áhrifa-
mesta rokksveit sögunnar og eins og hjá
þeim ná áhrifin út fyrir þau tónlistarlegu.
En hver er tónlistarlega arfleifðin svo?
Þrjár stórar og ójafnar
plötur, hver á sinn hátt.
Fyrsta breiðskífan,
Bleach (’89) er sæmi-
legasta stikkprufa af því
gruggi sem fyrirfannst
undir yfirborði Seattle á
þeim tíma sem borgin beið
þess að springa út sem
rokkhöfuðborg heimsins (en átti sömuleiðis
ekkert í snilldarverk eins og Superfuzz Big-
muff (’88) með Mudhoney eða Buzz Factory
(’89) með Screaming Trees). Önnur breið-
skífan, ein umtalaðasta og áhrifamesta rokk-
plata allra tíma, kom svo út árið 1991. Nev-
ermind setti nýja staðla fyrir útvarpsvænt
rokk, eitthvað sem mestan part hefur verið til
bölvunar. Offspring, Linkin Park, Limp Bizk-
it ... listi steingeldra og útvatnaðra rokk-
sveita er endalaus. Eftir Nevermind eru pönk
og nýbylgja í hugum sumra eitthvað allt ann-
að en „pönk“ og „nýbylgja“ og upprunaleg
merking þeirra hugtaka – listræn nýsköpun
og „mér er skítsama“ viðhorf til rokks og róls
– hefur sumpart dofnað. Neðanjarðarrokkið
heldur þó að sjálfsögðu áfram – en leifar þess
sem var fljóta fyrir ofan í afskræmdri mynd.
En ef það hefði ekki verið Nirvana sem
stuðlaði að geldingu harðrar rokktónlistar þá
hefðu það verið einhverjir aðrir. Vindarnir
voru þegar farnir að blása í þessa átt. Sonic
Youth gáfu út Goo árið á undan hjá risanum
Geffen (og vel að merkja er sú plata frábær)
og Pearl Jam voru komnir fram með sína
Ten. Nirvana voru bara svo „óheppnir“ að
gefa út Nevermind. Þeir voru röng sveit, með
svona la la plötu á hárréttum tíma.
Kurt gamli Cobain var því gerðurað kyndilbera gruggsins – ogkyndilinn drattaðist hann meðóviljugur, því miður hvorki meðlöngun eða listræna getu til að
valda honum. Plötunni sjálfri, Nevermind, er
svo haldið saman af frábærri upptökustjórn
Butch Vig (sem ber húðir Garbage í dag.
Cobain sjálfur var hins vegar lítt hrifinn af
vinnu Vig) og inniheldur nokkur ágætlega
grípandi rokklög. En stendur hún undir lof-
inu sem á hana hefur verið ausið eins og
t.a.m. Sgt. Pepper Bítlanna, Pet Sounds
Beach Boys eða Never Mind the Bollocks Sex
Pistols? Engan veginn.
Lagið sem kom þessu öllu af stað, „Smells
Like Teen Spirit“, er þá meira tilkomumikið
en gott og þolir illa endurtekna spilun.
Tveimur árum síðar kemur svo In Utero
út, hálfgildings tilraun til að afla á ný virð-
ingar undirheima, enda Kurt meinilla við alla
frægðina (sem vekur upp spurningu sem
menn ættu að íhuga oftar: Af hverju ekki að
segja þá upp samningum og draga sig í hlé?
Cobain framdi svo sjálfsmorð í apríl ’94, 27
ára gamall og saddur lífdaga).
In Utero er ósannfærandi smíð eins og fyr-
irrennararnir. Alls ekki slæm plata en stend-
ur einfaldlega ekki undir snilldarstimplinum.
Og þar liggur grugghundurinn grafinn.
Önnur öfl en náðargáfa í tónlist gerðu Nirv-
ana að því sem þeir voru og því sem þeir eru í
dag en Kurt og félagar virðast eilífur inn-
blástur rokkþyrstra bílskúrsstráklinga. Þessi
öfl eru hlutir eins og fjölmiðlar, sviðs-
framkoma og einhver ókennilegur og óræður
sjarmi. Þetta skóp Nirvana, ekki tónlistarleg
innstæða. Bítlarnir áttu til hvort tveggja, Sex
Pistols keyrðu mikið á ímyndinni, þótt það
dyljist engum að fyrsta og eina plata þeirra
rokki feitt. En Nirvana – kannski er það tím-
anna tákn – voru fyrst og fremst táknmyndir,
tilbúningur fjölmiðla og þrá unglinga þess
tíma eftir andhetju, eitthvað sem aumingja
Kurt virtist hafa í sér í ríkum mæli. Þegar lit-
ið er til baka er í raun furðulegt hversu mikið
er látið með ekki betri hljómsveit.
Þ að er rétt að staldra aðeins við SexPistols í þessu sambandi, til aðvarpa skærara ljósi á þessar stað-reyndir. Sú sveit var langt í frábesta pönksveitin sem það ágæta
form gaf af sér (Buzzcocks, Clash, Ramones
t.d. höfðu allar mun meiri tónlistarlegri vigt
en Sid Vicious og félagar). En hún er sann-
arlega sú þekktasta og sú sveit sem almenn-
ingur tengir hvað skjótast við pönkið.
Merkilegt líka að sú plata sem hvað mest
hefur verið látið með þegar Nirvana er til
umræðu er upptaka frá því þegar sveitin lék
órafmagnað fyrir MTV sjónvarpsstöðina
(MTV Unplugged in New York (’94), gefin út
eftir dauða Cobains). Þau lög sem vöktu hvað
mesta athygli þar voru ekki einu sinni sveit-
arinnar. Ábreiður yfir „Where Did You Sleep
Last Night?“ eftir Leadbelly og „The Man
Who Sold the World“ eftir Bowie.
Um síðustu jól kom svo út safnplatan Nirv-
ana þar sem litið er yfir ferilinn. Fengur
safnsins liggur í áður óútgefnu lagi, „You
Know You’re Right“ sem var eitt af því síð-
asta sem Cobain setti á band. Ástríðufullir
Nirvana-pælarar hafa séð í laginu vísbend-
ingar um hvert Cobain var að stefna í list
sinni og sjá þar hylla undir eitthvað stór-
fenglegt. En í raun er hér höfuðið bitið af
skömminni. Eftir drungalegan inngang ein-
hendir Cobain sér í enn eitt andlausa „Je je je
je-ið“ og innsiglar með því það sem hefur ver-
ið rætt í þessum pistli. Þetta er öll dýrðin:
Vankað je je je.
Á mannamáli er ég semsagt að segja þetta:
Nirvana var og verður fremur leiðinleg
hljómsveit og ef menn vilja heyra almenni-
legt grugg er best að leita annað. Nirvana
skiptir einfaldlega ekki máli – a.m.k. þegar
rætt er um fagurfræði rokktónlistar.
Nirvana skiptir ekki máli
AF LISTUM
Eftir Arnar
Eggert
Thoroddsen
arnart@mbl.is Nirvana: Lyktar eins og oflof.