Morgunblaðið - 16.03.2003, Page 32
32 SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
21. marz 1993: „Stundum
fara einfaldar og augljósar
staðreyndir fram hjá mönn-
um. Frá einni þeirra skýrði
Friðrik Sophusson, fjár-
málaráðherra, á ráðstefnu,
sem hann efndi til í fyrra-
dag um stjórnun í rík-
isrekstri. Fjármálaráðherra
benti á, að velta landbún-
aðarráðuneytis væri meiri
en Eimskipafélags Íslands
og velta heilbrigðisráðu-
neytis væri meiri en sam-
anlögð velta tveggja
stærstu fiskútflutningsfyr-
irtækja landsmanna. Og þá
vaknar sú spurning, hvort
þessi ráðuneyti hafi valið
sér starfsfólk með þekk-
ingu, menntun og hæfni í
rekstri í samræmi við þessi
miklu umsvif....“
. . . . . . . . . .
20. marz 1983: „Um áratuga
skeið hefur reynzt ókleift að
fá dagblöð hér til þess að
koma sér saman um upp-
lagseftirlit. Við og við hafa
verið gerðar tilraunir til
þess að koma slíku eftirliti
á, en þær hafa jafnan runn-
ið út í sandinn, síðast fyrir
nokkrum árum. Í skjóli
þess, að ekkert upplagseft-
irlit er til staðar, hafa mörg
blaðanna gefið upp ýkta
mynd af upplagi sínu, um
leið og þau hafa haldið uppi,
við og við, rangri upplýs-
ingamiðlun um keppinaut-
ana. Sú iðja var stunduð á
Vísi gagnvart Morg-
unblaðinu fyrir rúmum ára-
tug og síðan á Dagblaðinu
gagnvart Vísi. Þessi vinnu-
brögð eru blöðunum til lítils
sóma og tími til kominn, að
breyting verði á....“
. . . . . . . . . .
18. marz 1973: „Varn-
armálin og afstaða rík-
isstjórnarinnar til varn-
arstöðvarinnar hafa lítið
verið til umræðu að und-
anförnu, fallið í skuggann
fyrir öðrum ágreinings-
efnum í herbúðum stjórn-
arflokkanna. En telja verð-
ur líklegt, að þessi mál
komist á umræðustig á ný á
næstu vikum og mánuðum.
Því veldur tvennt. Í fyrsta
lagi er ljóst, að andstæð-
ingar varnarliðsins hafa að
undanförnu undirbúið við-
tæka áróðursherferð til þess
að afla málstað sínum fylgis.
Í öðru lagi eru varnarmálin
að komast í eindaga fyrir
þau öfl í stjórnarflokkunum,
sem eru staðráðin í að koma
varnarliðinu úr landi....“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Í
SLENDINGAR verða að sýna aukið
frumkvæði og axla meiri ábyrgð á
eigin varnar- og öryggismálum. Um
þetta var samstaða meðal ræðu-
manna á fundi Samtaka um vest-
ræna samvinnu og Varðbergs sl.
þriðjudag. Yfirskrift fundarins var
„hvernig tryggjum við varnir Ís-
lands á 21. öldinni?“ og ræðumenn voru fulltrú-
ar þriggja stærstu stjórnmálaflokkanna, þau
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og for-
maður Framsóknarflokksins, Björn Bjarnason,
alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, og Þórunn
Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar-
innar.
Það er eðlilegt að þessarar spurningar sé
spurt. Ísland stendur að mörgu leyti á kross-
götum í öryggis- og varnarmálum. Endalok
kalda stríðsins höfðu í för með sér miklar
breytingar; hættan á árás af hálfu Sovétríkj-
anna og fylgiríkja þeirra er horfin en í henn-
ar stað eru komnar nýjar og síður útreikn-
anlegar hættur af ýmsu tagi. Um leið hefur
hernaðarlegt mikilvægi Íslands í varnarkerfi
Atlantshafsbandalagsins minnkað og Banda-
ríkin, sem samkvæmt varnarsamningi
ríkjanna fara með varnir landsins, hafa dreg-
ið mjög verulega úr viðbúnaði sínum í varn-
arstöðinni í Keflavík. Af og til eru uppi raddir
í bandaríska stjórnkerfinu um að ganga beri
enn lengra í því efni.
Markmið stefnu Íslands í öryggis- og varn-
armálum hafa verið tvö, allt frá því að landið
gekk í Atlantshafsbandalagið árið 1949 og
varnarsamningurinn við Bandaríkin var gerð-
ur tveimur árum síðar; annars vegar að
leggja sitt af mörkum til sameiginlegra varna
vestrænna ríkja og hins vegar að tryggja
landvarnir Íslands. Lengi vel var báðum
markmiðum náð með sama hætti; með því að
leggja hér til aðstöðu fyrir bandarískt varn-
arlið. Nú hefur hins vegar orðið flóknara og
fyrirhafnarmeira að ná þessum markmiðum.
Morgunblaðið hefur fært fyrir því rök að Ís-
lendingar verði að leggja meira af mörkum,
bæði til eigin landvarna og til alþjóðlegra
stofnana, sem tryggja eiga varnir, öryggi og
stöðugleika.
Árás hryðjuverkamanna á Bandaríkin 11.
september 2001 og margvísleg önnur hryðju-
verk víða um heim undanfarin misseri hafa
síðan fært Íslendingum eins og öðrum þjóð-
um heim sanninn um að að okkur steðja nýjar
hættur, sem ekki verður mætt með hefð-
bundnum vörnum, heldur krefjast þær sam-
stillts átaks margvíslegra stofnana þjóð-
félagsins, til að mynda löggæzlu,
landamæraeftirlits, almannavarna og heil-
brigðisstofnana.
Skortur á
umræðum um
hryðjuverka-
varnir
Miklar umræður um
varnir gegn þessum
nýju hættum hafa
farið fram í flestum
löndum hins vest-
ræna heims eftir
hryðjuverkin í
Bandaríkjunum haustið 2001. Ekki er þó hægt
að segja að mikið hafi farið fyrir slíkum um-
ræðum hér á landi, þótt ærið tilefni hafi verið
til slíks. Björn Bjarnason vék að þessu í ræðu
sinni á Varðbergsfundinum og sagði m.a.:
„Umræður um íslensk öryggismál eru sér-
stakar vegna þess, að margir líta þannig á, að
þau séu frekar vandamál annarra en okkar
sjálfra. Þau snúist um afstöðu til Bandaríkj-
anna og umsvifa þeirra frekar en um það, sem
gerist hér á landi eða í næsta nágrenni okkar
og hvernig íslensk stjórnvöld geti brugðist við,
ef hætta er á ferðum.
Hafi saga 20. aldarinnar átt að kenna eitt-
hvað, er það að vanmeta ekki grimmd og eyð-
ingarmátt mannsins. Þeir tímar, sem við lifum
núna, hafa leitt í ljós nýjar hættur, annars kon-
ar átök en áður voru þekkt og af ástæðum, sem
komust ekki að í huga okkar, þegar deilt var
um ágæti kapítalisma eða kommúnisma.
Að sjálfsögðu leyfist okkur Íslendingum ekki
frekar en öðrum að hafa að engu viðvaranir um
nýjar hættur, sem steðja að öryggi þjóða. Við
hljótum að bregðast við þeim til að gæta eigin
hagsmuna og einnig með því að líta til þess,
sem bandamenn okkar í Evrópu og Norður-
Ameríku eru gera.“
Þetta er þörf ábending hjá Birni Bjarnasyni.
Ísland er herlaust land, en til þess að bregðast
við hættunni af hryðjuverkum þarf, eins og áð-
ur sagði, annars konar viðbúnað en eingöngu
hernaðarlegan. Það er því full þörf á að Íslend-
ingar velti því sjálfir fyrir sér hvernig eigi að
verjast hryðjuverkaógninni.
Skyldur Íslands
í NATO
Í ræðu sinni sagði
Björn Bjarnason
jafnframt: „Okkur Ís-
lendingum er tamt að
hugsa um þessi ógnarverk sem fjarlægt vanda-
mál annarra. Engu að síður komum við að
stefnumótandi ákvörðunum um viðbrögð við
hættunni af þeim bæði á vettvangi Atlantshafs-
bandalagsins og einnig í samstarfi við Evrópu-
sambandsríkin meðal annars vegna aðildar að
Schengen-samstarfinu.
Leiðtogar NATO-ríkjanna, þeirra á meðal
Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, komu
saman í Prag í nóvember á síðasta ári. Fyrir
þá var lagt mat á hættunni, sem steðjaði að að-
ildarþjóðunum og síðan samþykktu þeir, hvern-
ig við hættunni skyldi brugðist.
Ríkisstjórnir NATO-ríkjanna ætla að auka
getu sína til að standast ógn sem steðjar af
efnavopnum, sýklavopnum, geislavopnum og
kjarnorkuvopnum; þær ætla að auka hæfni sína
til njósna og eftirlits. Þær ætla að snúast
harkalega gegn hryðjuverkum, enda eru þau
talin mikil og vaxandi ógn við þjóðir bandalags-
ins auk þess að ógna alþjóðlegu öryggi. Lögð
er áhersla á almannavarnir til að búa almenn-
ing betur gegn hugsanlegum árásum með
efna-, sýkla- eða geislavopnum, auk þess sem
beinar varnaraðgerðir gegn þessum vopnum
verði efldar. Þá er lögð áhersla á að NATO-
ríkin geri auknar ráðstafanir til að verjast
árásum á tölvu- og upplýsingatæknikerfi innan
landamæra sinna.
Hér er aðeins drepið á fáein atriði úr þessari
ályktun en þau sýna, að því fer víðs fjarri, að á
vettvangi NATO telji menn ástæðu til að setj-
ast með hendur í skaut, þegar öryggi aðild-
arþjóðanna er annars vegar. Þvert á móti er
sagt, að hættur, sem ógna aðildarþjóðunum séu
jafnvel meiri nú en á tímum kalda stríðsins ...
Hættumatið, sem kemur fram í ályktun leið-
togafundar NATO í Prag, nær ekki síður til Ís-
lands en annarra NATO-landa. Skyldan til að
taka til hendi í samræmi við ályktunina á ekki
síður við ríkisstjórn Íslands en ríkisstjórnir
annarra aðildarlanda. Við eigum ekki síður en
aðrir að láta athafnir fylgja orðum.“
Varnarmál og
ríkisútgjöld
Á leiðtogafundinum í
Prag var lögð áherzla
á að bandalagsríkin
yrðu að verja auknu
fé til varnarmála. Almennt er í NATO miðað
við að ríki verji um tveimur prósentum af
landsframleiðslu til að tryggja varnir sínar.
Sum ríki, t.d. Bandaríkin, verja til þess hærri
fjárhæðum en önnur minna. Ísland er í hópi
þeirra, sem minnstu fé verja til eigin varna.
Eftir Prag-fundinn benti Morgunblaðið á að ef
miðað væri við að framlag Íslands næmi tveim-
ur prósentum af landsframleiðslu, væri það um
fimmtán milljarðar króna á ári, og jafnvel þótt
við miðuðum við þau NATO-ríki önnur, sem
leggja hvað minnst af mörkum, ætti eðlilegt
framlag til varnarmála að vera um tíu millj-
arðar króna árlega, eða álíka og varið er til
landbúnaðarmála á fjárlögum.
Björn Bjarnason benti í ræðu sinni á að ýmis
nágrannaríki okkar verðu nú stórauknum fjár-
hæðum til varnarmála. Þannig verðu Banda-
ríkjamenn á þessu ári 40 milljörðum dollara til
heimavarna. Björn tók jafnframt dæmi af Nor-
egi, þar sem Stórþingið hefur samþykkt að 118
milljörðum norskra króna, þ.e. 16 milljörðum
Bandaríkjadala, verði varið til varnarmála árin
2002–2005. „Þar er um nálægt 12% nettóaukn-
ingu að ræða frá næstu fjórum árum á undan.
Þetta eru mestu útgjöld sem Norðmenn hafa
veitt til varnarmála um langt árabil, jafnvel
nokkurn tíma,“ sagði Björn.
„Í Noregi hafa stjórnmálaflokkarnir með
öðrum orðum komið sér saman um framtíð-
arstefnu, fjárveitingar og aðgerðir til að
treysta öryggi lands síns við nýjar aðstæður. Í
þeim ríkjum, þar sem menn leggja opinbert fé
til varnarmála er óhjákvæmilegt að gera það á
grundvelli hættumats og rökstuddra áætlana.“
Og Björn bætti við: „Öryggismál Íslands eru
aldrei rædd undir þessum formerkjum á al-
þingi. Okkur Íslendingum er framandi að ræða
um eigið öryggi með vísan til opinberra út-
gjalda. Engar sambærilegar umræður hafa því
miður farið fram hér á landi og meðal ná-
granna okkar austan og vestan Norður-Atl-
antshafs um nauðsyn þess að endurmeta stöðu
okkar í öryggismálum og hugsanlega leggja
meira fé til þeirra.“
Um þetta atriði sagði Halldór Ásgrímsson á
fundinum: „Ennfremur ber Íslendingum sið-
ferðileg skylda til að leggja af mörkum til efl-
UPPBYGGING
Á AUSTURLANDI
Í gær voru undirritaðir á Reyð-arfirði samningar um bygg-ingu álvers þar, sem fá mun
raforku frá væntanlegri Kára-
hnjúkavirkjun. Samningar þessir
marka einhver mestu þáttaskil,
sem um getur í uppbyggingu at-
vinnulífs á Austurlandi og munu
jafnframt hafa víðtæk áhrif á
framvindu efnahags- og atvinnu-
lífs landsmanna allra næstu árin.
Hver svo sem skoðun manna er
á þessum framkvæmdum, bæði
vegna virkjunarinnar og álversins,
fer ekki á milli mála að mikill upp-
gangstími er framundan á Aust-
fjörðum. Á blaðamannafundi, sem
forráðamenn Fjarðabyggðar
efndu til í fyrradag kom fram, að
gert er ráð fyrir miklum bygg-
ingaframkvæmdum þar á næstu
árum. Þegar hafa 350 bygging-
arlóðir verið skipulagðar. Hita-
veituframkvæmdir standa yfir á
Eskifirði og dæmi eru um að stór
þjónustufyrirtæki, sem hafa höf-
uðstöðvar sínar á Reykjavíkur-
svæðinu, hafi tryggt sér lóðir fyrir
starfsemi sína fyrir austan.
Auknum umsvifum og auknum
íbúafjölda mun fylgja aukin upp-
bygging í skólastarfi en reynslan
sýnir að skólastarf, ekki sízt á
framhaldsskólastigi og háskóla-
stigi, er ótrúlega mikil lyftistöng í
einstökum byggðarlögum. Má þar
vísa til áhrifa háskólastarfsemi
bæði á Akureyri og í Borgarfirði.
Á blaðamannafundinum í fyrra-
dag benti Smári Geirsson, formað-
ur bæjarráðs Fjarðabyggðar, á að
uppbyggingin á Austurlandi sner-
ist ekki einvörðungu um fram-
kvæmdir við álver og stórvirkjun
heldur stæði þar yfir stórfelld
þróun í fiskeldi. Er gert ráð fyrir
að um 120 störf verði til í Fjarða-
byggð vegna þeirrar nýju atvinnu-
greinar.
Uppbyggingin á Austurlandi
mun hafa margvísleg viðbótar-
áhrif. Ekki sízt má gera ráð fyrir
að fasteignaverð hækki, þannig að
fólk geti fengið viðunandi verð
fyrir eignir sínar en um það hefur
ekki verið að ræða í mörg und-
anfarin ár. Þá má telja víst að
margvísleg þjónustustarfsemi
muni aukast fyrir austan í kjölfar
framkvæmdanna.
Ástæða er til að minna á, að
þegar fyrsta álverið var byggt á
Íslandi, álverið í Straumsvík, geis-
uðu harkalegar deilur og átök um
þær framkvæmdir. Þær deilur
snerust ekki eingöngu um álverið
heldur líka Búrfellsvirkjun, sem
var forsenda álversframkvæmd-
anna. Á Alþingi fóru fram hat-
rammar umræður um Búrfells-
virkjun og í þeim umræðum
lögðust helztu talsmenn vinstri
manna gegn byggingu Búrfells-
virkjunar og vildu fara í smærri
virkjun í hennar stað án álvers.
Helztu rökin á sínum tíma gegn
Búrfellsvirkjun voru hins vegar
ekki rök náttúruverndarsinna
heldur miklu fremur, að virkjunin
mundi ekki verða starfhæf af öðr-
um ástæðum.
Þegar litið er til baka verður
ekki annað sagt, en að málflutn-
ingur og röksemdir andstæðinga
álversins í Straumsvík og Búr-
fellsvirkjunar hafi verið á sandi
byggður.
Þar með er ekki sagt að það
sama eigi við um framkvæmdirnar
fyrir austan nú. Staðreyndin er
sú, að framkvæmdirnar við Kára-
hnjúkavirkjun valda stórum hópi
fólks ekki bara tilfinningalegum
sársauka heldur allt að því lík-
amlegum sársauka. Þessar tilfinn-
ingar ber að virða og það á ekki að
gera lítið úr þeim.
En nú er þetta mál komið á
endapunkt og framkvæmdir við
virkjunina eru hafnar. Fram-
kvæmdir við álverið hefjast
nokkru síðar en nýtt uppbygging-
artímabil er hafið á Austurlandi,
sem m.a. er líklegt til að auka
jafnvægi í byggð landsins en á því
er mikil þörf.