Morgunblaðið - 16.03.2003, Side 33

Morgunblaðið - 16.03.2003, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 33 ingar eigin öryggis, því jafnvel fámenn og vopnlaus þjóð verður að axla einhverjar byrð- ar. Þótt friðarvilji sé dyggð er enginn hróður af því að ætla nágrannaþjóðum hugsanlegar fórn- ir, m.a. í okkar þágu, og láta eins og okkur komi það ekki við.“ Í þessu samhengi er rétt að benda á að mikl- ar breytingar hafa orðið frá því að varnarsam- starf Íslands og Bandaríkjanna hófst. Þá var Ísland fátækt land, sem hafði ekki efni á að halda uppi eigin vörnum. Það hefur ekki breytzt á þeirri hálfu öld, sem liðin er, að Ís- land hefur ekki á að skipa þeirri hefð, þekkingu og reynslu, sem nauðsynleg er til að skipu- leggja öflugar landvarnir, þar erum við upp á bandamenn okkar komin. Hins vegar stendur Ísland hlutfallslega jafnfætis öðrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins hvað varðar efnahags- legan styrk. Hér eru þjóðartekjur einna hæstar á mann og það er sjálfsagt að Íslendingar taki því sjálfir á sig a.m.k. hluta af kostnaðinum, eins og önnur ríki NATO hafa gert um ára- tugaskeið. Mörg þau ríki sem við berum okkur helzt saman við, t.d. hin norrænu ríkin, hafa allt frá stríðslokum lagt ríka áherzlu á land- varnir og varið til þeirra háum fjárhæðum, en megna þrátt fyrir það að reka t.d. heilbrigðis- og menntakerfi, sem er sízt lakara en það ís- lenzka. Aukin þátttaka Íslendinga í vörnum Varnarsamstarfið við Bandaríkin verður áfram kjölfestan í vörnum Íslands. Það hefur komið skýrt fram af hálfu ís- lenzkra stjórnvalda að sá viðbúnaður, sem nú er í varnarstöðinni á Keflavíkurflugvelli, sé lág- marksviðbúnaður. Hann er nauðsynlegur m.a. til að tryggja trúverðugar loftvarnir, sem öll ríki NATO telja sig þurfa að hafa. Varnarvið- búnaðurinn á Keflavíkurflugvelli miðast hins vegar að litlu leyti við varnir gegn hryðjuverk- um, sem eru sú nýja ógn, sem öll ríki NATO verða að taka með í reikninginn. Morgunblaðið hefur því verið þeirrar skoðunar að í viðræðum við Bandaríkin eigi íslenzk stjórnvöld að leggja aukna áherzlu á samsetningu og búnað varn- arliðsins, sem geri ráð fyrir hættunni á hryðju- verkum og viðbrögðum við henni. Slíkt er í samræmi við þá venju að viðbúnaður varn- arliðsins taki mið af ástandinu í alþjóðamálum á hverjum tíma. Við getum hins vegar ekki ætlazt til að aðrir beri áfram nánast allan þann kostnað, sem til fellur við varnir landsins. Ef Bandaríkin þurfa t.d. að auka kostnað sinn vegna varna gegn hryðjuverkum, hlýtur að koma til greina að Ís- lendingar létti af þeim kostnaði á öðrum svið- um. Þá liggur beint við að Íslendingar taki sjálfir að sér afmarkaða þætti í landvörnunum. Í ræðu sinni á fundi SVS og Varðbergs fjallaði Halldór Ásgrímsson um þetta atriði og benti á að almennur skilningur ríkti nú á nauð- syn þess að Íslendingar tækju aukið frum- kvæði og ábyrgð þar sem varnir landsins væru annars vegar. „Þetta þýðir ekki að hverfa eigi frá vopnleysi eða að íslenskir aðilar geti tekið við meginverkefnum varnarliðsins, heldur að kanna þurfi með opnum huga hvort og þá hvernig íslenskir borgaralegir starfsmenn geti tekið að sér frekari stuðningsverkefni á varn- arsvæðum. Það gæti haft í för með sér aukið hagræði í varnarsamstarfinu og stuðlað að því að viðeigandi þátttaka okkar verði talin eðlileg- ur þáttur í íslensku þjóðlífi,“ sagði utanrík- isráðherra. Í samtali við Morgunblaðið sl. miðvikudag nefndi ráðherrann sem dæmi um þetta að Ís- land gæti tekið aukinn þátt í fjarskiptamálum, öryggisgæzlu á varnarsvæðum og jafnvel sam- starf við varnarliðið um rekstur þyrlubjörg- unarsveitar. Þá væri nýtt varðskip hannað með tilliti til aukins samstarfs við varnarliðið. Framlag til sameiginlegra varna Það, sem hér hefur verið rakið, snýr einkum að því hvern- ig varnir Íslands í þröngum skilningi verði tryggðar. Það verkefni verður hins vegar ekki skilið frá fram- lagi Íslands til sameiginlegra varna Vestur- landa. Utanríkisráðherra fjallaði á fundinum um nauðsyn þess að leggja áfram mikla áherzlu á þátttöku í alþjóðlegu og svæðis- bundnu samstarfi. „Reynslan sýnir að smærri ríki hafa hlutfallslega mikil áhrif í slíku sam- starfi og geta þannig betur staðið vörð um eig- in hagsmuni. Það hefur á undanförnum árum með beinum eða óbeinum hætti stuðlað að auknu öryggi Íslands,“ sagði Halldór. Hann benti jafnframt á að í breyttu Atlantshafs- bandalagi væru breyttar væntingar um fram- lög í þágu heildarinnar. Á leiðtogafundinum í Prag gaf Ísland mikilvæg loforð um aukin framlög til sameiginlegra verkefna, m.a. um að leggja fram fé til loftflutninga fyrir NATO ef hættuástand skapast og um að efla enn frekar íslenzku friðargæzluna. Ekki fer á milli mála að eftir þessum loforðum var tekið innan NATO. Þórunn Sveinbjarnardóttir fjallaði einkum um þennan þátt öryggismálanna í erindi sínu á fundi SVS og Varðbergs. Svar hennar við spurningunni, sem var yfirskrift fundarins, var: „Við tryggjum öryggi Íslands á 21. öldinni með utanríkisstefnu sem tekur m.a. mið af nýjum ógnum og hættum í veröldinni, og skilgreinir hlutverk okkar í samfélagi þjóðanna í ljósi þeirra markmiða sem við setjum okkur og skuldbindinga okkar gagnvart Atlantshafs- bandalaginu, Sameinuðu þjóðunum og öðrum alþjóðastofnunum.“ Þórunn nefndi m.a. framboð Íslands til ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna og sagði að það krefðist málefnalegs undirbúnings. „Hvað er það sem Ísland hefur fram að færa á alþjóð- legum vettvangi, utan það sem segir sig sjálft; að vera herlaust smáríki, eiga aðild að NATO og eitt af auðugustu löndum heims? Önnur lönd munu að öllum líkindum spyrja um framlög til þróunarsamvinnu, um umhverfisvernd, um að- stoð við flóttamenn, um viðhorf til frjálsrar verslunar og WTO, um atkvæðagreiðslur á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og framlög til stofnana þeirra,“ sagði Þórunn. Hún fjallaði jafnframt um þátttöku Íslands í friðargæzlu en virtist setja spurningarmerki við þá stefnu, sem fylgt hefur verið í þeim efn- um að undanförnu: „Gera þarf skýran grein- armun á friðargæsluverkefnum, sem eru í raun verkefni herliðs, og svo uppbyggingarstarfsemi í kjölfar ófriðar. Fjöldi frjálsra félagasamtaka um allan heim starfar að mannúðarmálum með ýmsum hætti. Samtök eins og Alþjóða Rauði krossinn eru sérhæfð í að veita neyðaraðstoð á átakasvæð- um eða eftir náttúruhamfarir. Aðrar stofnanir, t.d. Sameinuðu þjóðanna og þróunarsamvinnu- stofnanir hinna ýmsu landa, eru best til þess fallnar að skipuleggja og standa fyrir uppbygg- ingarstarfsemi á sviði menntunar, heilsugæslu og annarra verkefna sem miða að því að styrkja innviði samfélagsins. Að því að ég fæ best séð starfar Íslenska friðargæslan á gráu svæði hvað þetta varðar. Skilgreina þarf verkefni hennar mun betur og marka stefnu sem tekur tillit til annarrar starf- semi íslenska ríkisins og íslenskra mannúðar- samtaka erlendis. Það þarf að breyta þeim hugsunarhætti að Íslendingar séu „aðeins að gera eitthvað af því það er þrýstingur erlendis frá á að Íslendingar leggi eitthvað af mörkum, t.d. á vettvangi NATO, heldur eigum við sjálf að hafa frumkvæði að aðgerðum í samræmi við stefnu okkar og markmið.“ Það er rétt hjá Þórunni að Íslandi ber að taka frumkvæði í þessum efnum, en ekki má líta framhjá því að það kemur okkur bezt að taka að okkur verkefni, sem að mati banda- manna okkar í NATO hafa beina, hagnýta þýð- ingu fyrir bandalagið. Til slíkra verkefna má t.d. telja stjórn Íslands á flugvellinum við Pristina í Kosovo, sem vakið hefur athygli og aflað Íslandi velvilja hjá öðrum NATO-ríkjum. Þátttaka Íslands í friðargæzlu á Balkanskaga undanfarin ár hefur verið vel heppnuð og Ís- land hefur getað lagt friðargæzlusveitum til dýrmæta, sérhæfða starfsmenn sem starfa við hlið hermanna og borgaralegra starfsmanna frá öðrum ríkjum. Áherzla Þórunnar á þróunaraðstoð er rétt- mæt og hefur Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra einnig bent á að tengja verði saman útgjöld Íslands til öryggismála og til þróun- araðstoðar. Þörf á rann- sóknum og sérþekkingu Þórunn Sveinbjarn- ardóttir fjallaði í ræðu sinni um þörf- ina á því að rannsaka og meta stöðu Ís- lands í breyttum heimi. Hún rifjaði upp hlutverk öryggismála- nefndar, þverpólitískrar nefndar sem á sínum tíma fjallaði um öryggis- og varnarmál og gaf út ein 20 rit um öryggis- og varnarmál. Lagði Þórunn til að stofnuð yrði ný nefnd af þessu tagi, með þátttöku allra þingflokka, til að fjalla um öryggismál Íslands. Hvort sem sú lausn þykir hentug eður ei, er full þörf á að efla rannsóknir og sérfræðiþekk- ingu á öryggis- og varnarmálum. Morgunblaðið hefur áður hvatt til þess að gaumur yrði gefinn að tillögu nefndar um öryggis- og varnarmál, sem árið 1999 lagði til við utanríkisráðherra að kannað yrði sérstaklega hvernig utanríkisráðu- neytið og Háskóli Íslands gætu átt samstarf um að í landinu væri ávallt fyrir hendi haldgóð þekking á öryggis- og varnarmálum. Blaðið hefur bent á að í nágrannalöndum okkar starfa án undantekninga öflugar rannsóknastofnanir á þessu sviði, sem eru stjórnvöldum til ráð- gjafar og eiga jafnframt ríkan þátt í að upplýsa almenning og efla almennar umræður um ör- yggis- og varnarmál. Á þessum tímum nýrra ógna og mikilla breytinga er full þörf á að efla rannsóknir og fræðimennsku á þessu sviði. Það er þáttur í þeirri viðleitni að styrkja frumkvæði Íslands í þessum mikilvægu málum. Morgunblaðið/Sverrir Leikið við Laugarnesskóla. „Ísland er herlaust land, en til þess að bregðast við hætt- unni af hryðjuverk- um þarf, eins og áð- ur sagði, annars konar viðbúnað en eingöngu hern- aðarlegan. Það er því full þörf á að Íslendingar velti því sjálfir fyrir sér hvernig eigi að verjast hryðju- verkaógninni.“ Laugardagur 15. mars

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.