Morgunblaðið - 16.03.2003, Qupperneq 34
SKOÐUN
34 SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐ nyrðri enda Tjarnarinnar í
Reykjavík, á uppfyllingunni að vest-
anverðu, kúrir lágreist og hógvær
bygging. Þetta er ráðhús Reykjavík-
ur. Síðustu rúmlega átta ár hefur
þetta hús verið aðsetur borgarstýru
allra Reykvíkinga, Ingibjargar Sól-
rúnar Gísladóttur og áður en hún kom
þar til starfa voru þar í húsmennsku
þrjár kynslóðir embættismanna af út-
völdum sjálfstæðisættum. Liðnir og
gengnir borgarstjórar í Reykjavík:
Páll Einarsson, Ólafur Lárusson,
Knud Zimsen, Pétur Halldórsson,
Bjarni Benediktsson, Gunnar Thor-
oddsen, Auður Auðuns, Geir Hall-
grímsson, Birgir Ísl. Gunnarsson,
Egill Skúli Ingibergsson, Davíð
Oddsson, Markús Örn Antonsson og
Árni Sigfússon voru reyndar líka
borgarstjórar allra Reykvíkinga –
þeim bara láðist að taka það fram, lík-
lega hafa þeir talið þetta of sjálfsagð-
an hlut.
Reiðarslag Sjálfstæðisflokksins
Eitt mesta reiðarslag síðari tíma í
íslenzkri pólitík gekk yfir blessaðan
Sjálfstæðisflokkinn allnokkru fyrir
byggðakosningarnar 1994, er ljóst
varð að Reykjavík myndi tapast í
kosningum fyrir sameiginlegu lista-
framboði allra annarra flokka í borg-
inni undir forystu Ingibjargar Sól-
rúnar Gísladóttur alþingiskonu og
sagnfræðings.
Skýringar þessara fyrirséðu mála-
loka voru reyndar fjölmargar og sum-
ar æði langsóttar.
Þegar Davíð Oddsson kaus að
hverfa til æðri metorða hjá þjóð sinni
nokkrum árum áður, hafði safnazt í
borgarstjórnarflokk hans einkar geð-
fellt og átakalítið lið, sem kosið hafði
að hlýða gagnrýnislítið forystu hans
um 8–10 ára skeið. Hópurinn kom sér
ekki saman um nýjan borgarstjóra,
en Davíð Oddsson skrapp og sótti far-
sælan og litlítinn mann hjá Ríkisút-
varpinu og hafði sá árum saman verið
forseti borgarstjórnarinnar.
Markús Örn náði ekki að markaðs-
setja þá ímynd um borgarstjórann,
sem tengdi fortíð við framtíð, nándin
við hið glæsta tímaskeið Davíðs Odds-
sonar var of mikil, vaxandi erfiðleikar
í samfélaginu, borgarfulltrúar hans of
pasturslitlir til að mynda sannfærandi
og litríka breiðfylkingu útávið, enda
voru þeir flestir handvaldir til setu
sinnar af fyrrverandi borgarstjóra.
Þegar nær dró hinum vonlitlu kosn-
ingum fór markaðssetning D-listans
öll í hinum mestu handaskolum –
gripið var til þess ráðs að skipta um
borgarstjóraefni rétt fyrir kosning-
arnar og misheppnaðist það, líkt og
flest hjá flokknum í þessari pólitísku
baráttu.
En allt öðruvísi var umhorfs í her-
búðum óvinarins, R-listans. Þar ríkti
eindrægnin ein og líflegur áhugi og
allir virtust fylkja sér sannferðuglega
um foringjann.
Jarðvegur Ingibjargar Sólrúnar
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er
fædd 31. desember ótiltekið ár, í
steingeitarmerkinu og um hana segir
í fornum stjörnuspáfræðum: „Þetta
er hið dimma og dula merki jarðar-
innar. Í því er hin hulda alheimssaga,
einvera og djúpar hugsanir. Þetta
fólk er glaðlynt og skemmtilegt og
ríkulegt, en svo fær það aftur á móti
dapurleikaköst og finnst þá allt ganga
sér í mót. Kvenfólkið er viðkvæmt
mjög og betur fallið til stjórnar en
karlmennirnir. Í peningasökum er
það hyggið og sparsamt og stjórnar
vel heimili. Framúrskarandi væri það
til þess fallið að stjórna vinnuhjúum
hjá opinberum stofnunum. Aðalgallar
þess eru sjálfselska og vantraust á
sjálfu sér, einnig er það oft málgefið
og finnast erfiðleikar sínir meiri en
annarra. Ekki er það fljótt til reiði, en
verður grimmt og ákaflynt, sé rétt-
indum þess undir fótum troðið. Og
heldur góðu jafnvægi og hefur stjórn
á sjálfu sér. Fæðingarsteinar eru
hvítur onyx og tunglsteinn. Stjórn-
andi pláneta er Satúrnus.“
Ingibjörg Sólrún er vaxin úr jarð-
vegi kvennalistans. Kvennalistinn var
beinn arftaki og nútímalegt framhald
hinnar gömlu, íslenzku kvenfrelsis-
baráttu, sem hófst hérlendis á 19. öld.
En þetta vildu þessar elskur hjá
kvennalistanum nú aldrei samþykkja
– þar var hinn óskiljanlegi band-
prjónafemínismi alfa og ómega.
Kvennalistinn hafði lengstum heið-
arlegt yfirbragð og til frammistöðu
þar völdust fágaðar og menntar kon-
ur, sumar með fjallkonusvip, aðrar
öllu griðkonulegri og hreyfingin
spannaði allt hið kvenlega litróf. Hin
þokukenndu fræði femínismans náðu
þó engan veginn verulegri höfðun
nema í mjög þröngan hóp.
Ímynd kvennalistans heitins mót-
aðist helzt vegna frammistöðu ein-
staklinga innan hans: Sigríður Dúna,
skýr og skilmerkileg og gædd þessari
fáguðu irrítasjón. Guðrún Agnars-
dóttir, prýdd einlægri umbótavið-
leitni, næstum einum um of – og
skarpri greiningarhæfni. Kristín
Halldórsdóttir ávann sér hylli fyrir
sjarmerandi og drungalega mælsku.
Og Ingibjörg Sólrún, búin fágætum
málflutningshæfileikum.
Það má segja, að þeir eiginleikar,
sem bezt hafa nýtzt borgarstýru allra
Reykvíkinga séu afvopnandi skýr-
leiki, strákslegur kvenþokki og góð
hrynjandi styrkrar raddar og hafa
þessi atriði fært henni tiltrú langt inní
raðir annarra flokka, einnig Sjálf-
stæðisflokksins. Auk þessa náði
kvennalistinn að verða einskonar sál-
fræðilegt framhald þess þjóðfélags-
lega fyrirbrigðis, sem kalla mætti Vil-
mundarvæðingu og hafði innbyggðan
siðferðislegan undirtón.
Ingibjörg Sólrún hafði líka umfram
flesta meðreiðarsveina sína og skjald-
meyjar mikla þekkingu á íslenzkri
stjórnmálasögu. Og hún vissi, að til að
skilja nútíðina er gott að þekkja for-
tíðina. Lokaritgerð hennar til B.A.-
prófs í sagnfræði fjallaði um vinstri
andstöðuna í Alþýðuflokki árin 1926–
1930, árin, sem uppgjörin hófust milli
Alþýðuflokksmanna og kommúnista,
sem síðar leiddu til stofnunar Komm-
únistaflokks Íslands, síðar Sósíalista-
flokksins, enn síðar Alþýðubanda-
lagsins og nú heita þessi samtök því
uppbyggilega nafni Samfylkingin.
Ritgerð Ingibjargar er samin af mik-
illi þekkingu á stjórnmálasögu þessa
tímabils, fágætri snerpu og innsæi.
Það sýndi sig fljótlega undir for-
ystu borgarstýru allra Reykvíkinga,
að ósamlyndi og skæklatog meirihlut-
ans varð nánast aldrei opinbert
vandamál. Það má þakka siðferðisleg-
um styrk hennar að hafa lag á því að
bægja frá fjölmiðlum hrokabelgingi
eigin stuðningsmanna og sjaldan
komu uppá yfirborðið þessi 8 ár veru-
leg sóttbirgði um sundurlyndisfjand-
ann, sem allsstaðar ríður húsum í
þessu fámenna samfélagi. Og henni
tókst líka að mestu að halda í skefjum
lítt bælanlegri lífskjaragræðgi og
valdafíkn jafnaldra hennar í hippa-
kynslóðinni og fyndnu kynslóðanna,
óþreyjustressi hinna framagjörnu
vinstri uppa, sem hreiðruðu makinda-
lega um sig í valdastöðum höfuðborg-
arinnar. Til til þess arna þurfti hún
vissulega á að halda öllum þeim sið-
ferðisstyrk, sem býr í blóði hennar og
genum.
Borgarstýrutíðin
Þegar borgarstýra allra Reykvík-
inga settist á hinn nýja valdastól voru
fyrir í ráðhúsinu þrjár kynslóðir æði
daufgerðra og lífsleiðra embættis-
menna af prýðilegum sjálfstæðisætt-
um. Ýmsir þessara aðilja sýndu hinni
aðsópsmiklu borgarstýru andstæð-
inganna allnokkra kergju í byrjun og
efuðust um ýmislegt ráðslag hennar.
Ef þeir sáu ekki fljótlega að sér, voru
þeir lóðsaðir útúr kerfinu með ýmsum
hætti, lítillækkaðir í starfi, starfssvið-
um breytt eða þokkalegir starfsloka-
samningar gerðir við einstaka þeirra.
Hin mjúka kvennalistahönd beindi
fljótt athygli sinni að ýmsum mjúkum
málum: Stórsókn hófst í leikskóla-
geiranum og skólar þutu upp, arki-
tektastéttinni til mikillar ánægju.
Stórfelldar skipulagsbreytingar hafa
verið framkvæmdar í stjórnkerfi
borgarinnar þessi árin, fjölmargar
þeirra til mikillar hagræðingar og
konum fengin ábyrgð og atbeini í rík-
um mæli. Og var tími til kominn.
En sjálf borgarstýra allra Reykvík-
inga var gerð nánast ósnertanleg fyr-
ir hinn „litla“ borgarbúa. Heilmikið
batterí var búið til kringum topp
pýramídans; þar sátu á fleti fyrir
steigurlátar vinkonur borgarstýrunn-
ar, sem beindu fólki til þeirra emb-
ættismanna, sem erindin heyrðu und-
ir og spöruðu toppstykkinu
heilmikinn tíma, sem nýttist henni vel
BORGARSTÝRA ALLRA REYK-
VÍKINGA – IN MEMORIAM
Eftir Braga
Kristjónsson
„Hvort
marggreind-
ir hæfileikar
Ingibjargar
Sólrúnar og
kostir nýtast í hinum
nýju skotgröfum Sam-
fylkingarinnar innan um
kraumandi afbrýði allra
bryndísanna og öss-
uranna kemur í ljós á
næstu vikum.“
TILEFNI þessara skrifa er grein
Árna Gunnarssonar, framkvæmda-
stjóra Heilsustofnunar NLFÍ í
Hveragerði í helgarblaði Morgun-
blaðsins 12. janúar 2003. Árni tekur
dæmi frá Bandaríkjunum máli sínu
til stuðnings, en þaðan er ég nýflutt-
ur eftir næstum 13 ára dvöl. Eftir að
sérfræðinámi á stóru hátæknisjúkra-
húsi lauk hóf ég störf á læknastöð og
minna sjúkrahúsi sem um margt
svipar til íslenskra sjúkrahúsa. Þar
vann ég sem almennur lyflæknir við
forvarnir og lækningar, innan spítala
sem utan, sem sérfræðingur í gigt-
lækningum og einnig við kennslu og
rannsóknir. Ég kynntist því banda-
rísku heilbrigðiskerfi vel en lít hér nú
margt gestsauga og sé því miður van-
kanta þar sem ég sá enga áður.
Bandarískt heilbriðiskerfi er ekki
gallalaust, en þó getum við margt
gott af því lært.
Er íslenskt
heilbrigðiskerfi gott?
Flestir sem rita um íslenska heil-
brigðiskerfið, nefna að það sé eitt það
besta í heiminum. Þessi fullyrðing er
oftast sett fram án rökstuðnings.
Líklega er lesendum ætlað að líða vel
af því einu að trúa því að þeir búi við
svona góða heilbrigðisþjónustu. Ung-
barnadauði er að vísu blessunarlega
lágur hér á landi og langlífi mikið, en
það segir ekki endilega um allt um
gæði og skilvirkni heilbrigðiskerfis-
ins. Stundum eru til stuðnings nefnd
dæmi um að hér á landi séu gerðar
margar flóknar skurðaðgerðir og að
hér séu til fín rannsóknatæki, en þó
að þessi dæmi séu rétt, eru þau ekki
endilega sönnun þess að kerfið sjálft
sé gott eða að það nýtist almenningi
vel. Við yfirborðskennda skoðun get-
ur íslenskt heilbrigðiskerfi virst
ágætt, en þegar nánar er skoðað er
það e.t.v. ekki eins gott og við vildum
að það væri.
Aðgengi
Til að heilbrigðiskerfið gagnist
fólki vel, þarf að vera auðvelt að finna
góðan lækni. Það mun oft vera löng
bið eftir tímum hjá læknum, bæði
heimilislæknum og sérfræðingum og
þekki ég dæmi þess úr eigin fjöl-
skyldu. Móðir mín þurfti að finna sér
nýjan heimilislækni eftir að læknir
hennar lét af störfum. Hún bað mig
að greiða götu sína og hafði ég sam-
band við lækni sem gott orð fór af.
Læknirinn tók erindinu vel, kvaðst
geta annast móður mína og bað hana
að hringja til að panta tíma. Þegar
hún hringdi, nokkrum dögum síðar
var henni tjáð að ekki væri bókað á
þennan lækni í bili, en henni boðið að
hringja eftir viku. Þetta var í maí
2002. Móðir mín hringdi reglulega
um hríð en er ekki enn búin að fá tíma
og hefur sjálfsagt gefið upp alla von
um að fá hann nokkurntíma. Kerfið
er ekki gott ef fólk kemst hvergi að
og er jafnvel án heimilislæknis.
Biðlistar
Afköst heilbrigðiskerfisins eru oft
mæld í biðlistum. Það er rangur
mælikvarði. Biðlistar eiga ekki að
vera til og eru einungis merki um að
kerfið hafi brugðist og sinni ekki því
sem til er ætlast. Lengd biðlistanna
er því einungis mælikvarði á hversu
mikinn vanda þarf að leysa þar til
hægt er að snúa sér að því að byggja
upp betri þjónustu sem nýtist sjúk-
lingum til lækninga og forvarna.
Sjúkrahúsvist
Yfirfullar sjúkrahúsdeildir eru
einnig merki um illa skipulagða starf-
semi. Enn viðgengst sá ósiður, jafn-
vel á bestu sjúkrahúsum landsins, að
leggja sjúklinga í rúm á göngum
sjúkrahúsdeilda. Slíkt ætti ekki að
þekkjast á vorum velsældartímum.
Veikt fólk á heimtingu á því að fá rúm
á sjúkrastofu, þar sem ummönnun
tekur tillit til líkamlegra og andlegra
þarfa þeirra, sem og þeirrar friðhelgi
sem hver einstaklingur hefur kröfu á.
Að híma bak við tjald á fjölförnum
gangi er ekki líklegt til að bæta heilsu
nokkurs manns.
Sjúkrahúsvist er kostnaðarsöm og
ætti því að vera sem styst. Æskilegt
er að sá læknir sem best þekkir sjúk-
linginn taki þátt í þeirri meðferð sem
fram fer innan sjúkrahúsa. Auka þarf
því þátttöku heimilislækna í sjúkra-
hússtarfi. Sjúkrahúslegan er aðeins
liður í þeirri meðferð sem oft hefst á
stofu læknis og heldur þar áfram að
lokinni sjúkrahúsvist. Til að stytta
sjúkrahúsleguna þarf að auka heima-
hjúkrun og meðferð sjúklinga í
heimahúsum. Þar sem ég starfaði í
Bandaríkjunum er mun auðveldara
en hér að gefa fólki kost á hjúkrun,
sjúkraþjálfun, innrennslislyfagjöf,
líknarmeðferð o.fl. í heimahúsum og
endurhæfingarstöðvum, enda vita
tryggingarfélög þar að þessi meðferð
er oftast ódýrari utan sjúkrahúsa en
innan og eru því fús til að greiða fyrir
hana.
Lyf
Lyf eru dýr á Íslandi sem víða ann-
ars staðar. Læknar leitast við að gefa
sjúklingum sínum bestu lyf sem völ
er á en ekki endilega þau dýrustu.
Lyf eru einnig dýr í Bandaríkjunum
en þar er oftast hægt að finna ódýrari
samheitalyf sem eru bæði sjúkling-
um og tryggingarfélögum ódýrari.
Ýmis góð lyf fást ekki á Íslandi vegna
þess eins að þau eru svo ódýr að ekki
þykir taka því að markaðssetja þau.
Að vísu má oft fá þau með sérstakri
undanþágu, aukalegu vafstri og
skriffinnsku, en það á ekki að vera
erfiðara fyrir lækna að nota ódýr lyf
sem eru jafngóð eða betri þeim sem
dýrari eru. Lyf skal einnig afgreiða
og gefa á sem hagkvæmastan hátt.
Sum krabbameinslyf og gigtarlyf,
sem hér tíðkast að gefa eingöngu inn-
an sjúkrahúsa má gefa á ódýrari hátt
á læknastofum.
Markmið heilbrigðiskerfisins;
sparnaður eða heilbrigði
Íslenskt heilbrigðiskerfi virðist
vera rekið með það fyrir augum að
það megi ekki kosta of mikið. Sparn-
aður er virðingarverður, en gallinn er
sá að ef einblínt er á sparnað, tapast
megintilgangur heilbrigðisþjónust-
unnar sem er að fyrirbyggja sjúk-
dóma og lækna veikt fólk. Ef aðal-
áherslan er á sparnað er best að
starfsemin sé sem minnst í sniðum og
sem lítilfjörlegust. Glöggt dæmi um
þessa röngu sýn í verki eru lokanir
sjúkrahúsdeilda. Sparnaði er náð á
kostnað þjónustunnar. Reksturinn
kostar þá minna en gallinn er sá að
enginn læknast á lokaðri deild.
Samvinna stétta
Ólíkt því sem ég á að venjast í
Bandaríkjunum er hér fremur lítil og
oft stirð samvinna er milli heilbrigð-
isstétta. Það virðist ríkja togstreita
milli lækna, hjúkrunarfræðinga og
annarra stétta um peninga, völd og
áhrif og meira mætti vera um að fólk
úr mismunandi heilbrigðisstéttum
ynni saman innan sjúkrahúsa sem ut-
an. Af mínum stuttu kynnum af
læknastofum á Íslandi virðist mér
undantekning ef hjúkrunarfæðingar
vinna þar við hlið lækna. Ég hef per-
sónulega reynslu af slíkri samvinnu á
læknastofum í Bandaríkjunum og
veit að með henni má ná betri þjón-
ustu og meiri afköstum en tíðkast hér
á landi.
Forvarnir
Oft er nefnt að hér sé lögð mikil
áhersla á forvarnir. Í vissum tilvikum
á þetta við rök að styðjast. Mæðra-
og unngbarnavernd er víða til fyrir-
myndar og stunduð er skipulögð leit
að sumum tegundum krabbameina.
Víða annars staðar í íslenska heil-
brigðiskerfinu er þessu ábótavant.
Forvarnir eiga ekki að vera bundnar
við bólusetningar og krabbameins-
skimun, heldur með kerfisbundinni
leit og meðferð algengra sjúkdóma í
fólki á öllum aldri. Eitt dæmi um lak-
an árangur í forvörnum er greining
og meðferð beinþynningar. Þessum
sjúkdómi, sem veldur þjáningum,
styttir aldur og er dýr einstaklingum
og þjóðfélaginu er ekki nægilegur
gaumur gefinn hér á landi. Þó er
beinþynning mestu fyrirbyggjanleg.
Þar sem ég starfaði í Bandaríkjunum
eru forvarnir sjúkdóma, þ.m.t. bein-
þynningar, óaðskiljanlegur hluti
starfs hvers heimilislæknis og hluti af
þeirri hópvinnu heilbrigðisstétta sem
fram fer á læknastofum.
„Aðal-
áherslan
þarf að vera
á þjónustu
við þá sem
þurfa á forvörnum eða
lækningu að halda.“
ÍSLENSKT HEILBRIGÐIS-
KERFI LITIÐ GESTSAUGA
Eftir Jón Atla
Árnason