Morgunblaðið - 16.03.2003, Page 35
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 35
til markaðssetningar á hinni glað-
beittu og dugmiklu ímynd borgar-
stýrunnar með blaða- og fréttamönn-
um. En hún vann einnig mikið
skipulagningarstarf með ráðgjöfum
sínum og skildi margvíslega óviðkom-
andi rekstrarliði frá borgarsjóðnum
við ómældan pirring máttlítillar
stjórnarandstöðu.
Markaðssetning borgarstýru allra
Reykvíkinga hefur öll hin rúm 8
stjórnarár verið þrautvelheppnað og
útfært afrek. Gemsinn hefur líka
komið henni vel: hefur gjörbreytt allri
starfsaðstöðu stjórnmálamanna og
alltaf er hægt nú að ná til allra hinna
mörgu blaða- og fréttamanna, sem
haldið hafa viðkomandi í svo að segja
beinni útsendingu nánast daglega öll
þessi ár. T.a.m. hefur hún strax getað
náð í bróður Alfreð Þ., þótt hann væri
staddur í London í mesta sakleysi inní
vandaðri klæðskerabúð á Strand með
flokki undirsáta – eða náð undireins
til rannsóknarblaðamannsins Reynis
Traustasonar, þótt hann sæti í af-
slappaðri stellingu í rakarastólnum
bakvið Dómkirkjuna.
Vinsældir Ingibjargar Sólrúnar
byggjast á nokkrum þáttum: Hún
hefur til að bera afvopnandi skýrleika
og greiningarhæfni og strákslegan
kvenþokka, sem höfðar til ólíklegasta
fólks. Röddin er styrk og jákvæð, en
þó ekki steigurlát. Auk þess hefur
henni tekizt að varðveita heiðarleika-
og skírlífisímynd kvennalistans og
hefur ekki opinberlega verið staðin að
óheilindum. Hún undirbýr mál af
gaumgæfni, mætir vel óríenteruð í
viðtöl og kann vel að nýta hæfileika og
þekkingu borgarstarfsmanna sjálfri
sér til framdráttar og vegsauka, þó
með notalegum hætti gagnvart við-
komendum.
Hvort marggreindir hæfileikar
hennar og kostir nýtast í hinum nýju
skotgröfum Samfylkingarinnar innan
um kraumandi afbrýði allra bryndís-
anna og össuranna kemur í ljós á
næstu vikum.
En oft hefur það sýnt sig í íslenzk-
um stjórnmálum, að háttvirtir kjós-
endur – hinn grái massi – er grárri en
nokkur getur ímyndað sér.
Höfundur er fornbókasali.
Það vantar nýtt heildarskipulag
Ég sammála megininntaki niður-
lagsorða Árna, að fé því sem fer til
heilbrigðismála er í raun vel varið. Í
Bandaríkjunum fer stór hluti skatt-
peninga til hernaðar en hér hafa
stjórnmálamenn fyrri áratuga, sem
og þeir sem nú sitja, borið gæfu til
þess að verja sameiginlegum verð-
mætum þjóðarinnar á betri hátt. Hér
getur hver einstaklingur menntast
eins og hugur og geta gefur tilefni til
og allir þegnar landsins eiga að njóta
góðrar heilbrigðisþjónustu. Hér er
allt til staðar til að þess hægt sé að
stunda góðar forvarnir og lækningar.
Starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar
er vel menntað, húsakostur og tækja-
búnaður er allgóður og peningar í
raun nægir til að reka megi starfsem-
ina á viðunandi hátt. Heildarsýn
vantar hins vegar þegar fjallað er um
vandamál heilbrigðiskerfisins. Ekki
dugar að líta á þætti heilbrigðiskerf-
isins, svo sem heilsugæslu, sjúkra-
hús, sérfræðiþjónustu, endurhæf-
ingu og heimahjúkrun sem
afmarkaðar einingar, heldur þarf að
byggja upp kerfi þar sem allir þessir
þættir vinna saman að því að skila
sem bestum heildarárangri. Aðal-
áherslan þarf að vera á þjónustu við
þá sem þurfa á forvörnum eða lækn-
ingu að halda. Efla þarf samvinnu
milli heilbrigðisstarfsmanna og auka
upplýsingastreymi milli einstakra
heilbrigðisstofnana og starfsfólks
innan þeirra. Nota skal þau rekstr-
arform sem skila notendum sem
bestri þjónustu á sem hagkvæmastan
hátt.
Ég mælist til að að ráðamenn hug-
leiði hvernig megi bæta skipulag og
resktur heilbrigðisþjónustunnar og
meti gæði og afköst þess ekki ein-
ungis í peningum heldur í raunveru-
legum afurðum hennar, heilbrigði,
forvörnum og lækningum.
Höfundur er sérfræðingur í
lyflækningum og gigtlækningum.
alltaf á föstudögum
Ráðstefna um vistunarmat
á Hótel Loftleiðum
mánudaginn 24. mars 2003
kl. 8:30 – 15:00
Dagskrá
1. kl. 8:30 Skráning
2. kl. 9:00 Ávarp Jóns Kristjánssonar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra
3. kl. 9:15 Vilborg Hauksdóttir, deildarstjóri í heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu, fjallar um lög um málefni
aldraðra og reglugerð um vistunarmat.
4. kl. 9:40 Pálmi V. Jónsson, öldrunarlæknir, talar fyrir hönd
eftirlitsnefndar með vistunarmati aldraðra.
10:15 – 10:40 KAFFIHLÉ.
5. kl. 10:45 Oddur Ingimarsson, læknanemi, greinir frá reynslu af notkun
vistunarmats í Reykjavík síðastliðin tíu ár.
6. kl. 11:20 Oddný Vestmann, umsjónarmaður vistunarmats í heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytinu, fjallar um skráningu
og úrvinnslu gagna.
12:00 – 13:00 MATUR
7. kl. 13:00 Svana Helen Björnsdóttir, Bjarni Þór Björnsson og
Hjörleifur Pálsson, starfsmenn verkfræði- og tölvuþjónustunnar
Stika, segja frá rafvæðingu vistunarmats á landsvísu, fjalla
um persónuvernd, uppbyggingu netkerfisins
og notkun vistunarmatsforritsins.
8. kl. 14:35 Umræður.
9. kl. 15:00 Ráðstefnuslit.
Ráðstefnustjórar: Hrafn Pálsson og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.
Ráðstefnan er ætluð öllum, sem koma að vistunarmati aldraðra.
Aðgangur er ókeypis.
Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina 27. mars
í eina eða 2 vikur til Kanaríeyja á hreint ótrúlegu verði. Beint flug til
Kanarí og þú getur valið um 1 eða 2 vikur í sólinni. Það er um 28 stiga
hiti á Kanarí í marsmánuði, og hér
er auðvelt að njóta lífsins við frá-
bærar aðstæður. Þú bókar ferðina
núna og tryggir þér síðustu sætin og
4 dögum fyrir brottför, hringjum við
í þig og látum þig vita hvar þú
gistir, og á meðan á dvölinni
stendur nýtur þú þjónustu reyndra
fararstjóra okkar allan tímann.
Stökktu til
Kanarí
27. mars
frá kr. 39.963
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Verð kr. 39.963
Verð fyrir manninn, m.v. hjón m. 2 börn
2-11 ára. Flug, gisting og skattar.
27. mars, 7 nætur. Ferðir til og frá flug-
velli kr. 1.800. Alm. verð kr. 41.962.
Verð kr. 52.950
Verð fyrir mann, m.v. 2 í íbúð, gisting og
skattar. 27. mars, 7 nætur. Ferðir til og
frá flugvelli, kr. 1.800. Alm. verð kr.
55.600.
Síðustu sætin
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Stjórn Landssíma Íslands hf.
Aðalfundur Landssíma Íslands hf. verður
haldinn 26. mars nk. í húsnæði félagsins
að Ármúla 25, Reykjavík, kl. 17.00.
Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram
á aðalfundi, þurfa að berast stjórn eigi
síðar en sjö dögum fyrir aðalfund.
Fundargögn verða afhent á fundarstað.
Dagskrá fundarins, tillögur og ársreikningur
félagsins mun liggja frammi á skrifstofu
Símans við Austurvöll, hluthöfum til sýnis,
sjö dögum fyrir aðalfund.
Ársreikning félagsins er einnig að finna á
heimasíðu félagsins, www.siminn.is.
LANDSSÍMI ÍSLANDS HF.
AÐALFUNDUR
2003
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt
samþykktum félagsins.
Tillaga um breytingu á gr. 19.1 í samþykktum
félagsins þess efnis að fækka varamönnum
í stjórn úr fimm í þrjá.
Tillaga um breytingu á gr. 21.4 í samþykktum
félagsins þess efnis að undirskrift meirihluta
stjórnarmanna bindi félagið í stað fjögurra.
Tillaga um heimild félagsins til að kaupa hluti
í félaginu skv. 55. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995.
Önnur mál löglega upp borin.
13.00 Ræða: Tryggvi Jónsson, formaður stjórnar SVÞ
fjallar m.a. um nýja stefnumótun SVÞ og viðhorf
stjórnmálaflokkanna til verslunar og þjónustu.
Ávarp: Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra.
Þema: Starfsumhverfi verslunar og þjónustu
-Smásöluverslun - afl til atvinnusköpunar
Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri SVÞ fjallar um nýtt
fræðslurit.
-Leikreglur viðskiptanna - siðferði við stjórnun fyrirtækja
Dr James Hine, stjórnandi MBA náms við Edinborgar-
háskóla.
14.30 Veitingar
15.00 Hefðbundin aðalfundarstörf
Aðalfundur
SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu
fimmtudaginn 20. mars 2003 í Ársal Hótels Sögu
Samtök verslunar og þjónustu
Samtök verslunar og þjónustu
Þátttökutilkynningar í síma 511 3000 eða á adalfundur@svth.is
Afmælisþakkir
Hjartans þakkir til allra, sem glöddu okkur
með gjöfum, blómum og heillaóskum á áttatíu
ára afmæli okkar 30. janúar og 5. mars sl.
Marta Kristjánsdóttir
og Bjarni Ólafsson,
Sigtúni, Ólafsvík.