Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 36
SKOÐUN
36 SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MÍMISVEGUR 2a NÝTT Á SKRÁ
Í þessu fallega og reisulega húsi í hjarta Þingholtanna erum við með til
sölu afar sjarmerandi og vel skipu-
lagða 2ja herbergja 57 fm íbúð á 1.
hæð með suðursvölum. Búið er að
endurnýja skolplögn og dren undir
og í kringum húsið. Rafmagnstafla
og einnig gler endurnýjað. Íbúðin er
björt og afar vel skipulögð. Verð
10,9 millj. Áhv. 2,1 millj.
Allar nánari uppl. gefur Hákon í
síma 898 9396.
Opin hús hjá Gimli
ÞINGHÓLSBRAUT 24 KÓPAVOGI RIS
Sérlega vel skipulögð og björt 3ja-4ra herbergja, 63 fm íbúð í risi. Íbúðin
er í tvíbýli með sameiginlegum
inngangi. Innan íbúðar er rúmgott
hjónaherbergi og tvö barna-
herbergi, gott skápapláss í hjóna-
herbergi. Baðherbergi með setkari
og flísum á gólfi. Búið er að endur-
nýja ofna og ofnalagnir ásamt
rafmagnstöflu fyrir íbúð og sam-
eign. Húsið stendur frá götu og
sérbílastæði fylgir. í heild afar
sjarmerandi og skemmtileg íbúð í
eftirsóttu hverfi. Verð 9,9 millj., áhv. 6,5 millj. húsbréf og viðbótarlán.
Guðrún tekur á móti ykkur í dag frá kl. 14.00-16.00.
FASTEIGNASALAN GIMLI, GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - 570 4810
GIMLI I LIG
Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur
MENNTUN er hluti af lífsgæðum
einstaklinga og samfélagsins. Hún
þroskar manninn, veitir honum inni-
haldsríkara líf, og gefur honum vissa
tryggingu fyrir velsæld. Í þekkingar-
samfélaginu sem við erum að stíga
inn í er menntun einstaklinganna for-
senda þess að framleiðsla á nýrri
þekkingu haldi áfram. Aukin fjárfest-
ing í menntun er því grunnur nýjunga
og þar með nýrra verðmæta í at-
vinnulífinu. Fjármunir til að standa
undir þéttriðnara velferðarneti verða
ekki sóttir í aukna skattheimtu af fyr-
irtækjum eða einstaklingum. Þeir
fást ekki nema með því að stækka
köku atvinnulífsins. Aukin fjárfesting
í menntun er því einnig forsenda þess
að við getum aflað fjár til að bæta og
þróa velferðarnetið, sem má líta á
sem eitt mesta afrek íslensks sam-
félags.
Þetta innbyrðis samspil menntun-
ar, atvinnulífs og velferðar höfum við
í Samfylkingunni kallað gullna þrí-
hyrninginn. Við álítum að hver þess-
ara þriggja þátta sé tengdur hinum
með órjúfanlegum hætti. Aukin fjár-
festing í menntun er því í okkar aug-
um ávísun á aukna framleiðslu verð-
mæta og þar með þróun
velferðarkerfisins.
Jöfnunartæki framtíðarinnar
Framleiðslan og þátttaka í atvinnu-
lífinu byggist í síauknum mæli á hug-
viti og þekkingu. Þetta gerir auknar
kröfur til menntunar. Ef við viljum að
börnin okkar spjari sig í þekkingar-
samfélaginu verðum við að gera þeim
kleift að afla sér færni í að nota nýja
samskipta- og viðskiptahætti sem
byggjast á Netinu og öðrum fjar-
skipta- og tæknibyltingum. En fram-
tíð þeirra verður öðru vísi en okkar:
Þeirra bíður starfsferill þar sem lík-
legt er að þau skipti að meðaltali 6–8
sinnum um starf. Í hvert skipti munu
þau þurfa að afla sér nýrrar færni.
Framtíð barna okkar mun því byggj-
ast á menntakerfi, sem býður upp á
sífellda menntun, opinn skóla, þar
sem einstaklingurinn þarf stöðugt að
þjálfa upp nýja hæfni til að verða
gjaldgengur á vinnumarkaði
Jón Baldvin Hannibalsson skrifaði
merka ritgerð í bókina Ísland árið
2000. Þar tók hann saman rannsóknir
frá Bandaríkjunum, sem sýndu fram
á, að þeir sem ekki höfðu öðlast tækni
til að fóta sig í netvæddu þekking-
arsamfélagi voru þegar orðnir útund-
an. Þeir höfðu minni tekjur, og áttu
erfiðara með að framfleyta sér. Þessi
niðurstaða Jóns Baldvins er spegill á
framtíðina: Þeir, sem ekki eiga kost á
að verða sér úti um færni og menntun
til að spjara sig í flóknu þekkingar-
samfélagi framtíðarinnar eru líklegri
til að festast á jaðri samfélagsins, fá
lægri tekjur, og verða hluti af neðri
lögum stéttskipts samfélags.
Í framtíðinni mun lagskipting sam-
félagsins nefnilega helgast af mennt-
un og menntunarskorti. Þeir sem
geta orðið sér úti um menntun eru lík-
legri til að komast vel af en hinir. Í
reynd þýðir þetta, að lykillinn að því
að koma í veg fyrir stéttaskiptingu á
Íslandi er að allir hafi jafnan aðgang
að frummenntun og síðar símenntun.
Á stofnfundi Samfylkingarinnar árið
2000 orðaði ég þetta svo, að hin gömlu
jöfnunartæki sem jafnaðarmenn áttu
höfundarréttinn að á síðustu öld, al-
mannatryggingarkerfið, heilbrigðis-
kerfið, og húsnæðiskerfið, dygðu ekki
lengur ein og sér. Mikilvægasta jöfn-
unartæki framtíðarinnar væri
menntakerfið.
Metnaðarlítil sjálfsánægja
Sjálfstæðisflokkurinn hefur síð-
ustu 20 árin farið næstum óslitið með
menntamálin. Hvernig hefur honum
tekist til? Forystumenn flokksins á
því sviði tala eins og þeir hafi lyft
grettistökum. Metnaðarlítil sjálfs-
ánægja er besta lýsingin á viðhorfum
þeirra til eigin „afreka“. Þeir skilja
eftir menntakerfi, sem stenst ekki
samjöfnuð við þau bestu í grannlönd-
unum. En hið besta hlýtur jafnan að
vera viðmið Íslendinga.
Alþjóðleg rannsókn leiddi í ljós, að
íslenskir nemendur standa jafnöldr-
um sínum að baki í lykilgreinum. Í 8.
bekk grunnskólans voru íslenskir
nemendur í 20. sæti af 25 þjóðum í
náttúrufræðum. Í annarri grundvall-
argrein, stærðfræði, voru íslensku
nemendurnir í 21. sæti. Í samræmdu
prófunum í 10. bekk ná 40% af nem-
endunum ekki lágmarkseinkunn.
Engin viðbrögð eru merkjanleg hjá
stjórnvöldum í formi aukinna fjár-
veitinga eða annarra aðgerða til að
breyta því að á landsbyggðinni eru
einkunnir oft lægri á samræmdu
prófunum en á höfuðborgarsvæðinu.
Þó liggur fyrir að sterkt samhengi er
á milli einkunna á samræmdu próf-
unum og hlutfalls þeirra sem ljúka
stúdentsprófi. Í reynd þýðir þetta, að
stjórnvöld láta afskiptalaust þó
menntunarstig landsbyggðarinnar –
sem ræður líka tekjustiginu – sé
lægra en í þéttbýlinu.
Sárt er að sjá, hvernig Sjálfstæð-
isflokkurinn skilur við framhaldsskól-
ann. Einstaklega vel menntað og gott
starfslið megnar ekki að vega upp
fjársvelti sem kemur jafnt niður á
uppbyggingu skóla, samningu nýs
námsefnis, sem þróun fjarkennslu.
Staðreyndirnar tala sínu máli: Hér á
landi stunda færri nám á framhalds-
skólastigi en á Norðurlöndunum.
Einungis 56% Íslendinga á aldrinum
25 til 65 ára hafa lokið framhalds-
skólaprófi meðan þetta hlutfall er
78% á öðrum Norðurlöndum.
Einn harðasti dómurinn yfir við-
skilnaði Sjálfstæðisflokksins, er svo
brottfall nemenda úr framhaldsskól-
unum, sem er með því allra hæsta á
Íslandi. Þessu til viðbótar blasir svo
við, að rannsóknir Jóns Torfa Jónas-
sonar og Kristjönu Stellu Blöndal
sýna, að á Íslandi ljúka aðeins 40% af
hverjum árgangi framhaldsskóla-
prófi. Þetta á sinn þátt í því, að miklu
hærra hlutfall Íslendinga er einungis
með grunnskólapróf, eða 45%, en
meðal annarra Norðurlandaþjóða.
Verknám hefur einnig mjög látið und-
an síga í tíð Sjálfstæðisflokksins. Á
liðnum árum hefur sveinsprófum
fækkað um 14%. Bágborið ástand
iðn- og tæknináms er farið að grafa
undan útrás iðnfyrirtækja, og standa
uppbyggingu atvinnulífs og sam-
keppnishæfni þess fyrir þrifum.
Skyld staða er á háskólastigi. Mun
færri stunda nám í háskólum á Ís-
landi en í nágrannalöndunum. Mun
færri hafa háskólapróf, hvort sem
borið er saman við Norðurlöndin eða
öll lönd í V-Evrópu. Aðeins um 17%
Íslendinga milli 25–65 ára hafa þann-
ig lokið háskólaprófi.
Lök staða íslenska menntakerfis-
ins í alþjóðlegum samanburði skýrist
hins vegar þegar horft er til þess, að
undir forystu Sjálfstæðisflokksins
hefur töluvert minna fé verið varið
hlutfallslega til menntamála á Íslandi,
en meðal frændþjóða okkar á Norð-
urlöndunum. Í skýrslu OECD, sem
kom út fyrir nokkrum árum, kom
fram að Svíar verja 6,8% af lands-
framleiðslu til menntamála, Norð-
menn 6,6%, Danir 6,5% og Finnar
6,3%. Við Íslendingar verjum aðeins
um 5,1% landsframleiðslunnar til
menntamála. Í því tilliti stöndum við
frændþjóðunum langt að baki.
Styttum framhaldsskólann
Eitt metnaðarfyllsta verkefni Sam-
fylkingarinnar á næsta kjörtímabili
verður því að standa fyrir markviss-
um umbótum á öllum stigum skóla-
kerfisins. Sem foreldri ungra dætra
og sem gamall háskólamaður get ég
óhikað sagt að íslenski leikskólinn er
eitt merkasta stig skólakerfisins í
dag. Hann gæti orðið enn mikilvæg-
ari sem frumskref menntunar.
Tengslin á milli leikskóla og grunn-
skóla eru of veik. Samfylkingin vill
auka samstarf á milli skólastiganna
tveggja. Nú þegar á sér stað frábær
kennsla á ýmsum þáttum móðurmáls
í leikskólanum, þar sem börnum eu
kennd ljóð, þulur og söngvísur.
Kennslu í frumfögum, svo sem lestri,
skrift, jafnvel undirstöðu stærðfræði
og nýs tungumáls, mætti einnig
kynna á leikskólastiginu. Breytingar
af þessu tagi þarf að skipuleggja í
samráði við samtök leikskólakennara,
og vitanlega myndu þær kalla á
aukna menntun þeirra og launabreyt-
ingar í takt.
Fyrstu ár grunnskólans þarf að
nýta betur. Við teljum að aukna
áherslu megi leggja á upplýsinga-
tækni, raungreinar og tungumál í
lægri bekkjum grunnskólans, meðan
börnin eru hvað næmust fyrir nýjum
orðum og abstrakt hugsun. Samfylk-
ingin telur að efla þurfi stoðkerfi
grunnskólanna – og raunar allra
skólastiga – vegna fatlaðra nemenda
og nemenda með sérþarfir. Sömuleið-
is þarf sérstakt átak til að tryggja
eðlilega námsframvindu þeirra barna
sem ekki hafa íslensku sem fyrsta
mál. Reynslan sýnir, að þau detta
fljótt úr skóla, þannig að hér er um
mannréttindamál að ræða.
Samfylkingin stefnir að því að fyrir
lok næsta kjörtímabils verði búið að
stytta framhaldsskólann um heilt ár.
Það myndi leiða til að stúdentsefni og
aðrir sem ljúka framhaldsskóla, út-
skrifast ári fyrr. Þetta er brýnt mál til
að stytta leiðina á vinnumarkaðinn og
jafna aðstöðumuninn, sem að því leyti
er á íslenskum nemendum og evr-
ópskum. Í framtíðinni ber jafnframt
að skoða, hvort ekki sé rétt að stefna
að því að íslenskir nemendur geti að
jafnaði útskrifast 18 ára, líkt og í
Bretlandi. Það kallar þó á breytingar
sem ná dýpra en til bara framhalds-
skólans.
Nýi framhaldsskólinn –
nýtt tækifæri
Samfylkingin mun beita sér fyrir
aukinni fjárfestingu til að byggja upp
framhaldsskólann, bæði í þéttbýli og
á landsbyggðinni. Sömuleiðis er
brýnt að veita auknu fé til námsefn-
isgerðar, og til að virkja betur upplýs-
ingatækni í þágu bæði nemenda og
kennara. Sérhver skólastofa landsins
þarf að verða nettengd.
Í dag er á meðal brýnustu verkefna
í menntamálum að grípa til aðgerða
sem sporna við sóuninni á mannauð,
fjármagni og lífsgæðum einstakling-
anna sem felast í hinu gríðarlega
brottfalli á framhaldsskólastiginu.
Stefna Samfylkingarinnar er því að
stórauka námsráðgjöf, auka breidd-
ina á námsframboði á skólastiginu,
efla iðnnám, tækninám og styttri
námsbrautir. Sömuleiðis þarf að stór-
efla listnám í framhaldsskólanum.
Þetta fjölgar valkostum, og dregur úr
því að námsmenn finni sér ekki nám
við hæfi. Sérstakt átak þarf að gera til
að gera veg verknáms meiri, og þar
hefur Samfylkingin beitt sér sérstak-
lega.
Samfylkingin hefur lagt fram fjöl-
margar hugmyndir, sem má fella
saman undir hugtakið „Nýi fram-
haldsskólinn“. Hann byggist á því að
fjarnám um Netið er ofið við kennslu
ákveðins grunnkjarna í héraði. Ung-
lingum verður því gert kleift án tillits
til búsetu að stunda framhaldsskóla-
nám í héraði. Slíkar menntunarmið-
stöðvar ættu jafnframt að veita skjól
og aðstoð fyrir þá sem stunda háskóla
í fjarnámi, endurmenntun og fullorð-
insfræðslu, og síðast en ekki síst til að
veita þeim tugum þúsunda lands-
manna sem ekki hafa nema grunn-
skólapróf eða minna, nýtt tækifæri til
náms. Á það leggjum við höfuð-
áherslu. Á landsbyggðinni mætti
hugsanlega tengja menntunarmið-
stöðvarnar við frumkvöðlasetur sem
Samfylkingin hefur á stefnu sinni að
koma upp sem víðast.
Efling háskólastigsins –
Lánasjóðurinn
Samfylkingin mun styðja við sam-
keppni á háskólastigi, og ýta þannig
undir bætta kennslu, aukið náms-
framboð og auknar rannsóknir. Há-
skólastofnanir sem skara fram úr
eiga að njóta þess í fjárframlögum.
Við viljum einnig laða fyrirtæki til að
stórauka framlög sín til háskóla og
rannsókna með því að gera slík fram-
lög frádráttarbær frá skatti með þeim
hætti, að verulegur hvati felist í því
fyrir fyrirtækin að styrkja háskóla.
Stóreflt rannsóknartengt fram-
haldsnám við alla háskóla landsins er
á stefnu Samfylkingarinnar. Við
hyggjumst efla það bæði með aukn-
um fjárveitingum og eins með því að
stórauka tengslin milli rannsókna-
stofnana ríkisins og viðeigandi há-
skóla og háskóladeilda. Tengt þessu
er sú ákvörðun Samfylkingarinnar að
beita sér fyrir auknum framlögum til
rannsóknasjóða hins opinbera, ekki
síst til að ýta undir möguleika ungra
fræðimanna til að hasla sér völl hér
heima að framhaldsnámi loknu.
Hvað námsmenn varðar, þá hefur
Samfylkingin lagt fram ítarlega
stefnu í málefnum Lánasjóðsins, þar
sem meginatriðin eru að námslán
verði greidd fyrirfram, endur-
greiðslubyrði verði minnkuð, 30%
námslána geti orðið styrkur og að
ábyrgðarmannakvöðinni verði aflétt.
Í dag eru 630 námsmenn á biðlista
eftir húsnæði. Það fólk munar um ef
Samfylkingin sest í ríkisstjórn, því
hún hefur lagt fram hugmyndir um
sérstakt átak í byggingu lítilla íbúða
fyrir ungt fólk, þar á meðal náms-
manna.
Það segir allt sem segja þarf um
forgangsröðun Sjálfstæðisflokksins
að eftir næstum óslitna 20 ára stjórn
hans á menntamálum þjóðarinnar
fær íslenskur landbúnaður, beint eða
óbeint, meira fjármagn frá hinu op-
inbera en allir framhaldsskólar lands-
ins, auk Háskóla Íslands, fá saman-
lagt. Það verður eitt af
forgangsmálum Samfylkingarinnar á
næsta kjörtímabili að tryggja stór-
auknar fjárfestingar í menntakerfinu,
og umbætur á öllum stigum þess.
METNAÐARLÍTIL SJÁLFS-
ÁNÆGJA EÐA FRAMSÝN
MENNTASTEFNA
Eftir Össur
Skarphéðinsson
„Það verður
eitt af for-
gangsmál-
um Samfylk-
ingarinnar á
næsta kjörtímabili að
tryggja stórauknar fjár-
festingar í mennta-
kerfinu, og umbætur á
öllum stigum þess.“
Höfundur er formaður
Samfylkingarinnar.