Morgunblaðið - 16.03.2003, Page 37

Morgunblaðið - 16.03.2003, Page 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 37 Opið hús Laufrimi 6 89 fm 3ja herb. íbúð með sérinng. Til sýnis og sölu sérlega glæsileg, stílhrein og vel umgengin 89 fm 3ja herbergja íbúð á 1. hæð með sérinngangi í átta íbúða húsi. Eigninni fylgir sérmerkt bílastæði. Eign í algjörum sérflokki. Verð 12,9 millj. Áhv. 4,9 millj. Brunabótamat 10,6 millj. Kristín og Haukur taka vel á móti gestum í dag, sunnudag, milli kl. 14.00 og 18.00. Sjón er sögu ríkari. Fasteignasala Brynjólfs Jónssonar, sími 511 1555. Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Lilja ætlar að sýna 131 fm einbýlishús á vinsælum stað þingholtum með bakgarði. Húsið er á þremur hæðum. 3-4 svefnh. Góðar stofur. Mikið endurnýjað. Staðsett á einum besta stað í Þingholtunum. V. 16,3 m. 3415 Opin hús í dag kl. 14 - 16 Akranes Freyjugata 25a - Lækkað verð Minnie ætlar að sýna 85 fm rúmgóða 3-4 herbergja íbúð á 2.hæð í góðu fjölbýli. Snyrtileg sameign. Stutt er í skóla og alla þjónustu. Mjög góður staður fyrir barnafólk. V. 10,9 m. 3850 Austurberg 30 Sigríður og Óli ætla að sýna 272,7 fm fallegt einbýli. Nánast allt á einni hæð með innb. 42 fm bílskúr. Glæsilegar parketlagðar stofur og vandað eldhús. Fimm svefnherbergi. Vandaðar innréttingar. Gróin lóð og umhverfi. Mjög gott fjölskylduhús á frábærum stað. V. 21 m. 3896 Reynigrund 24 Ingólfur og Heiðrún ætla að sýna 234,7 fm mjög gott, mikið endurnýjað og vel við haldið einbýli sem er kjallari hæð og ris, auk 33,6 fm bílsk. á grónum og rólegum stað. Stórar og bjartar stofur. Endurn. eldhús. Parket og flísar á aðal hæð. 4 svefnh. Baðh. á rishæð nýstands. Nýlegur sólpallur og falleg lóð. Hiti í bílaplani og stéttum. Möguleiki á sér- íbúðaraðstöðu í kjallara. V. 15,9 m. 3897 Brekkubraut 15 90,8 fm 3ja herb. Penthousíbúð í lyftubl. Stórglæsileg íbúð á besta stað í bryggjuhverfi með útsýni yfir höfnina. Íbúðin skiptist í 2 svefnh., stórt opið og bjart rými, baðh. flísal. í hólf og gólf, þvottah., opið eldh. Útsýnissvalir. Sigurður sýnir. Naustabryggja 54-56 „TÍMINN læknar öll sár“ – „Þetta líður hjá“. Þessi orð voru sögð við mig í huggunarskyni, af samúð og velvild, þegar ég missti dóttur mína af völdum fíkniefna fyr- ir rúmum sex árum. En hversu fjarri er það ekki sannleikanum? Slík reynsla gleymist aldrei. Hún líður ekki hjá og læknast ekki held- ur. Hvernig mætti það vera? Það stríðir á móti öllum náttúrulögmál- um að lifa barnið sitt. Afkomandinn á að fylgja manni til grafar en ekki öfugt. Maður reynir þó að læra að lifa með þessa beisku lífsreynslu í farteskinu, en sársaukinn hverfur ekki, hann verður áfram til staðar. Minningarnar dofna ekki, þær leita á hugann við minnsta tilefni. Jólin, afmælið hennar og dánardægur, allt eru þetta sorgarperlur á svörtu bandi. Þá stend ég hnípinn við gröf hennar og hugsa um allt það sem hefði getað orðið ef þessi ófreskja, því þannig upplifi ég þetta, hefði ekki læst klónum í hana. Þráin eftir barninu mínu lifir, óskin sem aldrei getur ræst brennur í hjartanu, óskin um að fá hana aftur, að fá að faðma hana þó ekki væri nema einu sinni enn. Núna mun hún aldrei eldast, hún verður alltaf 24 ára. Ég fæ ekki að upplifa það að sjá hana eflast, þrosk- ast, verða kona, eiginkona, móðir og jafnvel amma. Fæ ekki að horfa á hana hasla sér völl í tilverunni, henni, sem var svo margt til lista lagt. Mun ekki njóta kærleika henn- ar þegar aldurinn færist yfir mig. Hún mun ekki fylgja mér til grafar þegar minn tími kemur. Að missa barn sitt í klær eitur- lyfja er trúlega það versta sem for- eldri getur hent. Þar liggur alltaf harmsaga að baki, að vísu mislöng saga. Erfið barátta, andvökunætur, tár og tómleiki, reiði og sorg, sjálfs- ásakanir og efasemdir og ómælan- legur sársauki. Og spurningar. Þeim linnir ekki. Af hverju, hvers vegna? Hvers konar þjóðfélag er þetta eig- inlega? Það er þyngra en tárum taki að horfa upp á ungt fólk, vel af guði gert, fara þannig með líf sitt. Og eitrið skemmir ekki bara þann sem þess neytir, heldur hefur það áhrif á alla sem að neytandanum standa. Feður, mæður, systur, bræður, afa, ömmur, vini og vandamenn og þar með allt þjóðfélagið, við erum jú öll svo skyld og tengd. Allir verða þátt- takendur í þessum harmleik, þótt enginn óski þess eða vilji. Hvaða fjölskylda í þessu smáa samfélagi okkar hefur ekki komist í snertingu við áhrif sölumanna dauðans á einn eða annan hátt? Það er einnig skelfilegt að per- sónuleiki fólks í neyslu breytist og stundum er maður að tala við ókunnuga manneskju í líkama síns eigin barns. Það er hræðileg upp- lifun sem ég óska ekki neinum. Hjá einstaklingi í neyslu bregst dóm- greindin, tengslin við raunveruleik- ann rofna og siðarlögmál eru brotin, af völdum og í þágu hins harða hús- bónda – vímunnar. Hvað er til ráða? Við hrópum á hjálp! Stórt er spurt og svörin ekki auðveld. Forvarnir eru eina leiðin og þar geta fjölskyldur a.m.k. stuðlað að heilbrigðum áhugamálum barna sinna og stutt þau í því jákvæða sem þau taka sér fyrir hendur. Fordæmi og fyrirmyndir eru líka stór þáttur. Bæði „fræga fólkið“ og við hin „venjulegu“ getum lagt línurnar. Sýnt að það er flott og töff að vera ekki í neyslu. Vera edrú og æðisleg- ur. Skólakerfið þarf að sinna fræðslunni sem líka er nauðsynleg. Það væri líka til bóta ef fjölmiðlar tækju þann pól í hæðina að fjalla meira um það sem ungt fólk gerir gott, þar er af svo mörgu að taka sem hægt væri að fjalla um, fremur en útisamkomur og sukk. Tökum saman höndum til að bjarga manns- lífum, hvert líf er dýrmætt í litlu landi. Það er ekki síður mikilvægt að næg og góð úrræði séu fyrir hendi til hjálpar þeim sem vilja koma sér úr vandanum, ásamt aðstoð fyrir að- standendur. Það hefur sem betur fer mikið áunnist í þeim málum á síð- ustu árum, en betur má ef duga skal. Það er því fagnaðarefni þeim sem þessi mál brenna á, að UMFÍ og Kammerkór Reykjavíkur hrinda nú af stað átaki undir merkinu „Fíkn er fjötur“ til þess að vekja athygli á málefninu og styðja það. Því sem betur fer hafa margir rat- að aftur á rétta braut. Það enda ekki allir eins illa og hún dóttir mín gerði, en vissulega eru þeir alltof margir. Og við hlið hvers einstaklings sem þannig fellur frá er hópur fólks sem á um sárt að binda. Þetta fólk á alla mína samúð og finn til samkenndar með því. Ég veit af reynslunni hvað það glímir við, veit að það líður ekki svo glatt hjá. En eitt verðum við að muna að trúa á: Það er hægt að losna undan álögum vímunnar. Fjölmörg dæmi sýna það og sanna. Margir þeir sem hafa hætt neyslu og náð bata hafa snúið sér að því að hjálpa öðrum, sem enn hafa ekki losnað úr klóm ófreskjunnar, og það er vel. Að endingu þetta: Það er alltaf von, það er von allt þar til rekunum er kastað og jörðin tekur við fórn- arlömbunum. Dótturtorrek Eftir Hákon Jens Waage „Að missa barn sitt í klær eitur- lyfja er trú- lega það versta sem foreldri get- ur hent.“ Höfundur er leikari. HERNAÐURINN gegn hálend- inu er hafinn - fyrir alvöru. Óvígur her fjölþjóðlegra verktaka með framandi nöfn, undir forystu her- stjóra Landsvirkjunar, í umboði ríkisstjórnarinnar, sérhæfður í skemmdarverkum á náttúrunni, kostaður af þjóðinni, hvort sem henni líkar það betur eða verr, býst til atlögu við Dimmugljúfur. Við Dimmugljúfur - Hafrahvam- magljúfur - eitt tilkomumesta náttúruundur á Íslandi. Nú verður dýnamitið látið „tala“ sem aldrei fyrr. Dimmugljúfrum skal fórnað - hvað sem það kostar. Þeir sprengdu við Dimmugljúfur á dögunum. Gljúfrin komu engum vörnum við, þrátt fyrir sína stór- brotnu tign og mikilfengleik, sína voldugu hamra og meitlaða berg. Sjálf Jökla mátti sín einskis gegn þessari atlögu. Gljúfrin hafa engar varnir gegn dýnamiti - nema okk- ur. Við getum gert við þau það sem við viljum; sprengt þau í tætl- ur, lagt þau í rúst í eitt skipti fyrir öll eða varið þau, varðveitt þau, notið þeirra, dáðst að þeim, tignað þau - um alla framtíð. Þeir sprengdu við Dimmugljúfur á dögunum. Sprengingin, reyndar tvær frekar en ein og fleiri fram- undan, var sýnd í Sjónvarpinu, oft- ar en einu sinni. Í einni spreng- ingu losuðu þeir tugþúsundir tonna, eða voru það megatonn eða gígatonn, úr bökkum Dimmu- gljúfra. Þetta var mikil „fylla“ sem losnaði úr gljúfurbarminum og hneig í Jöklu í miklu rykskýi. Sprengingin kom fram á jarð- skjálfamælum. Gljúfrin eru ekki söm eftir þessa atlögu. Þau verða aldrei söm eftir þessa atlögu. Og herförin er rétt hafin. Þjóðin verð- ur aldrei söm eftir þessa atlögu. Aldrei hefur landið - og þjóðin - fengið á sig þyngra högg af manna völdum. Þeir sprengdu við Dimmugljúfur á dögunum. Það virtist sem Gljúfr- in þögnuðu um stund, stæðu á öndinni. Jökla rofnaði um tíma við jarðvegsstífluna. Einmana rjúpa hrökk upp með andfælum. Þetta voru „vel heppnaðar“ sprengingar. Fagurlega formuðum hluta Dim- mugljúfra, hluta af merkri jarð- sögu landsins, hafði verið breytt í hundrað þúsund tonna haug af mold og grjóti, sem Jökla mun skola til hafs. Þjóðin var agndofa. Fólki hnykkti við. Fólki blöskraði. Sumir grétu. Þjóðin var miður sín. Er það þetta sem þeir ætla að gera við Kárahnjúka? Er þetta „nútíma“ byggðastefna? Er þetta „vistvæn“ og „sjálfbær“ orkuöfl- un? Er þetta „græn“ ferðaþjón- usta? Er það þetta sem við viljum? Ég segi nei! Að höggva landið – og þjóðina Eftir Ólaf Karvel Pálsson „Þeir sprengdu við Dimmu- gljúfur á dögunum.“ Höfundur er fiskifræðingur. Alltaf á þriðjudögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.