Morgunblaðið - 16.03.2003, Qupperneq 48
MINNINGAR
48 SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Á einum sólríkum,
björtum degi sl. sumar
fórum við Valgerður
tvær saman í eftir-
minnilega sumarferð.
Fyrir margar sakir var
ferðin svo sérstök því þar sýndu sig
mörg af Valgerðar sterku sérkenn-
um: trú, von, kærleikur, staðfesta,
dugnaður, þor, áræði, félagslyndi og
gleði.
Í miklum veikindum Valgerðar
fyrir rúmu ári kom ég til hennar á
sjúkrahúsið. Fagnaði hún mér mjög
og spurði hvenær við ættum að fara í
ferðina sem ég hefði lofað. Minntist
ég ekki þessa loforðs míns en hét-
umst við þess í sameiningu að ferð-
ina skyldi fara ef líf og heilsa leyfðu.
Ósk Valgerðar að fara austur í
Grafning þegar grænka færi kom
mér ekki á óvart enda lífshlaup
hennar og starf umvafið náttúruöfl-
um þessarar fögru sveitar.
Valgerður náði á skömmum tíma
betri heilsu og hélt upp á níræðisaf-
mæli sitt í mikilli gleði með hjálp
dætra sinna. Um Jónsmessuna fór-
um við síðan í sumarferðina, stopp-
uðum við fyrsta bæ í Þingvallasveit,
Fellsenda, en héldum svo heim á
hlað í Stíflisdal þar sem Valgerður
og Snorri höfðu starfað og búið
VALGERÐUR
HANNESDÓTTIR
✝ Valgerður Hann-esdóttir fæddist
á Stóra-Hálsi í
Grafningi 18. maí
1912. Hún lést á
Landspítalanum 2.
mars síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Selfoss-
kirkju 8. mars.
ásamt dætrum sínum
ungum. Margs var að
minnast, ævisporin
endurnýjuð og ýmis
kynni af hörku og feg-
urð staðarins. Valgerð-
ur hafði á orði að þarna
hefði sér liðið vel þrátt
fyrir einangrun staðar-
ins í þá tíð.
Þingvallasveitin
skartaði sínu allra feg-
ursta, ég held okkur til
heiðurs, og nutum við
hverrar stundar með
smástoppum og lítilli
lautarferð til að teyga
orku gróðurangans.
Vinnumennskan á Króki var ofar-
lega í huga Valgerðar og mann-
gæska húsbænda þar.
Að Nesjum fórum við og tók Örn á
móti okkur að sveitasið. Nesjavellir
urðu líka tilefni ýmissa endurminn-
inga og þá sérstaklega vinskapur
Valgerðar og Guddu.
Næst bönkuðum við upp á hjá
Sigga á Villingavatni, bróður Val-
gerðar. Gleði hans og undrun við að
sjá Valgerði systur sína svo hressa
komna heim í hlað á Villingavatni var
mikil. Rætt var vítt og breitt um
landsins gagn og nauðsynjar en helst
um breytingar á búskap og nýtingu
landsins fyrr og nú. Áhugaverð sjón-
armið að heyra fyrir mig náttúru-
unnandann og borgarbarnið.
Á Úlfljótsvatni blessaði Valgerður
minningu Snorra síns og annarra lát-
inna ástvina.
Sérstaka kyrrðarstund áttum við í
kirkjunni, þar sem við opnuðum
sálmabókina og lásum hvor sinn
sálminn. Þann sið hef ég í heiðri og
Mig langar að
kveðja hana Guggu
mína með nokkrum
orðum. Ég trúi því
varla ennþá að hún
Gugga sé dáin. Það er svo stutt síð-
an hún hjálpaði mér með ýmislegt
en hún var alltaf boðin og búin til
þess. Veikindi hennar bar svo brátt
að og mér þykir svo leiðinlegt að
hafa ekki farið til hennar á spít-
alann. Hún Gugga var meira en
æskuvinkona okkar systranna úr
næsta húsi í Skipasundi, hún var
líka að mörgu leyti örlagavaldur í
mínu lífi. En ég kynntist frænda
hennar í gegnum hana og hennar
fjölskyldu og eignaðist strákana
GUÐBJÖRG
HERMANNSDÓTTIR
✝ Guðbjörg Her-mannsdóttir
fæddist í Reykjavík
3. desember 1950.
Hún lést á líknar-
deild Landspítalans í
Kópavogi 7. mars
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Digraneskirkju
14. mars.
mína tvo með honum.
Hægt væri að tala
lengi um alla persónu-
kosti Guggu sem voru
margir og dýrmætir
en hún hefði ekki kært
sig um langar lofræð-
ur. Minning hennar lif-
ir. Ég vil votta hennar
nánustu innilega sam-
úð mína og megi guð
geyma hana.
Sigurrós Jóhanns-
dóttir (Sirra).
Við urðum þeirrar
ánægju aðnjótandi að fá að kynnast
Guðbjörgu Hermannsdóttur, hlýju
hennar og velvilja í garð þeirra sem
lent hafa í erfiðleikum í lífinu af
einhverjum orsökum.
Guðbjörg tók starfsemi Janusar
endurhæfingar upp á arma sína.
Hún gerði sér grein fyrir því að
hún hafði kunnáttu, reynslu og
þekkingu úr fjármálaheiminum sem
atvinnuendurhæfing í landinu hefur
þörf fyrir. Hún lagði ómælda vinnu
á sig við að aðstoða þátttakendur
Janusar til að auka möguleika
þeirra á því að fóta sig í lífinu á
nýjan leik. Guðbjörg var með góðar
hugmyndir um það hvernig hægt
er að byggja upp nýja leið í hag-
kerfi okkar til þess að aðstoða
þessa einstaklinga enn frekar.
Aldrei mátti hún heyra minnst á að
þiggja laun fyrir vinnu sína, þrátt
fyrir að ósjaldan notaði hún frítíma
sinn til þess að sinna þessu góða
málefni. Guðbjörg hafði áform um
að gefa sig enn frekar að þeirri
uppbyggingu sem hún var byrjuð á
og vorum við að skipuleggja hvern-
ig staðið yrði að þeirri framkvæmd
í desember síðastliðnum. Ákvarð-
anir hins almáttuga föður eru oft
óskiljanlegar.
Gylfa, Sigmundi, Davíð, Guð-
rúnu, Mörthu, Sigurbjörgu, Maríu
og öðrum aðstandendum vottum
við okkar dýpstu samúð. Megi
Guðs blessun hvíla yfir ykkur og
veita ykkur styrk.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Starfsfólk
Janusar
endurhæfingar.
Mig langar til að
minnast hans afa míns
í nokkrum orðum. Afi
var spaugsamur,
hjartahlýr og mjög natinn við börn,
hann var líka mjög skipulagður og
svona „pottþéttur“ maður. Hann var
svona eins og afar eiga að vera. Þeg-
ar ég var krakki var ég öll sumur og
og alla páska hjá ömmu og afa á Ak-
ureyri, mér fannst það svo gaman að
ég vildi helst ekki fara heim þegar
komið var að brottfarardegi en þá
sagði afi alltaf að ég mætti koma aft-
SIGÞÓR BJÖRGVIN
SIGURÐSSON
✝ Sigþór BjörgvinSigurðsson
fæddist í Háagerði á
Sjávarbakka í Arn-
arneshreppi hinn 28.
ágúst 1927. Hann
lést á heimili sínu
laugardaginn 8.
febrúar síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Akureyrar-
kirkju 19. febrúar.
ur í næsta skólaleyfi og
það var nóg til þess að
ég pakkaði niður og fór
á flugvöllinn og/eða
rútustöðina með bros á
vör. Mér er það mjög
minnisstætt að ef
amma ætlaði að fara
eitthvað að reyna að
halda uppi einhverjum
aga á manni þá sagði
afi alltaf: Halla, leyfðu
stelpunni þetta, því
ertu að nöldra þetta í
henni? Það var næst-
um því sama hvað það
var, ég mátti bókstaf-
lega allt, enda gilda engar reglur hjá
ömmu og afa, eða hvað? Afi Tóti,
eins og við systurnar kölluðum
hann, var eini maðurinn í fjölskyld-
unni sem kallaði mig Höllu litlu og
ég man að eitt skipti varð ég svolítið
pirruð á því þá var ég svona 8–9 ára
og ég spurði hann af hverju hann
kallaði mig alltaf Höllu/Hallveigu
litlu og þá sagði hann að það væri til
Elsku amma, nú ertu
farin frá okkur og kem-
ur ekki aftur. En við
eigum alltaf minning-
arnar um þig. Þú átt alltaf eftir að
vera með okkur, í huga okkar, minn-
ingum og þegar við tölum um þig,
segjum börnum og barnabörnum frá
þér, hversu vel þú fórst með líf þitt,
þú gerðir svo margt og hugsaðir vel
um okkur öll og passaðir upp á að
okkur gengi vel í öllu því sem við
HELGA
HANSDÓTTIR
✝ Helga Hansdóttirfæddist á Ketils-
stöðum í Hörðudal í
Dalasýslu 7. nóvem-
ber 1924. Hún lést á
hjúkrunardeild
Hrafnistu í Reykja-
vík hinn 11. febrúar
síðastliðinn og var
útför Helgu gerð í
kyrrþey að ósk hinn-
ar látnu.
tækjum okkur fyrir
hendur.
Þegar ég var ellefu
ára fór ég að æfa á
hljóðfæri, klarinett
varð fyrir valinu og
fannst öllum að ég væri
sem frægur klarinett-
leikari. Á sjötugsaf-
mælinu þínu, elsku
amma, þá spiluðum við
Helgurnar fyrir þig og
aðra gesti, ég á klarin-
ettið og Helga á hljóm-
borð. Þú fékkst ekki að
vita af þessu á undan,
en þú varst svo glöð og
sagðir að þetta væri það fallegasta
sem þú hefðir nokkurn tímann heyrt,
þú varst svo stolt.
Tíminn leið, ég gaf klarinettið upp,
en byrjaði að æfa á saxafón. Þú sagð-
ir að ég væri með svo gott eyra fyrir
tóninum, ég skildi það ekki, en þú út-
skýrðir fyrir mér. Því gleymi ég
aldrei. Og ferðin sem þú fórst með
okkur til Bandaríkjanna þar sem Ás-
laug systir þín bjó, mánaðardvöl sem
leið eins og vika, það var svo gaman.
Daginn sem ég var í bænum með
mömmu, pabba og Hákoni, sem þá
var fjögurra ára. Ég varð veik og
pabbi keyrði mig heim. Þar biðuð þið
Áslaug eftir mér í dyrunum þegar
við keyrðum inn í innkeyrsluna. Þið
voruð svo áhyggjufullar. Vinkona
Áslaugar var í heimsókn. Þið voruð
búnar að baka saman og ég fékk
köku. Þessu gleymi ég aldrei.
Í mínum huga ert þú hér ennþá, og
á ég eftir að segja börnum mínum og
barnabörnum allar sögurnar um þig,
sem ég geymi sumar í huganum og
enginn veit, og aðrar sem ég segi öll-
um og ég er svo ánægð með allt.
Tristan Ingi sonur minn var svo
glaður síðast þegar við komum í
heimsókn, og hann hoppaði og hló,
og þú brostir og sagðir hvað hann
væri fallegur og vel lukkaður dreng-
ur og að ég yrði að passa vel upp á
hann og ala hann vel upp. Það ætla
ég að gera, elsku amma mín.
Núna ert þú orðin engill og vakir
yfir okkur. Þú og Áslaug systir þín
eruð aftur saman, þið voruð svo sam-
rýndar og þú varst alltaf að segja
einhverjar skemmtilegar sögur frá
því að þið voruð litlar. Hvað þið hljót-
ið nú að vera glaðar. Við gleymum
þér aldrei, elsku amma. Ég elska þig.
Hvíl í friði.
Þitt barnabarn,
Helga Kristín Helgadóttir,
Gunnar Trausti Ingason og
Tristan Ingi Gunnarsson.
Elsku Bjössi. Það er
með mikinn söknuð í
hjarta sem ég sé á eft-
ir þér, elsku bróðir.
Við áttum svo margar
góðar stundir saman
sem ég reyni að kalla fram fyrir
reiðina yfir því að þú þurftir að yf-
irgefa okkur svona fljótt.
Það er ekki hægt að segja að við
höfum verið bestu leikfélagar heima
á Barkarstöðum enda sjö ár á milli
okkar. Þú skildir mig eftir fyrir neð-
an Lambhúshólinn þar sem litla
BJÖRN
RAGNARSSON
✝ Björn Ragnars-son fæddist á
Hvammstanga 3.
apríl 1966. Hann lést
á heimili sínu í
Reykjavík 23. febr-
úar síðastliðinn og
var jarðsunginn frá
Bústaðakirkju 6.
mars.
systir gat ekki gengið
jafn kröftuglega heim
frá skólabílnum. Einn-
ig þurftu dúkkurnar
mínar að lúta í lægra
haldi fyrir þér.
Vinskapur okkar
hófst eiginlega ekki
fyrr en við fluttumst
öll til Kaupmannahafn-
ar. Þú og Álfheiður
drifuð ykkur í að
sækja um á öllum
mögulegum og ómögu-
legum stöðum fyrir
okkur Simma að búa á.
Síðan kom ég út og bjó hjá ykkur
fyrsta mánuðinn áður en við Simmi
fengum okkar eigin íbúð. Lífið í
Köben varð miklu skemmtilegra og
léttara á allan hátt með ykkur sem
stoðir okkar og styttur. Það var al-
veg sama hvort okkur vantaði svör
við smá spurningum eða að mála
eina íbúð þá voruð þið fyrst til að
leggja hönd á plóg.
Við héldum mörg jól, áramót,
páska og annars konar fagnaðar-
stundir saman. Og allar stuðla þess-
ar samverustundir að því að kalla
fram góðar minningar.
Eftir að þið fluttuð til Þýskalands
og svo seinna til Íslands þá urðu
samverustundirnar færri.
Síðastliðið sumar komuð þið til
okkar á Suður-Jótland og áttum við
alveg yndislegan tíma saman. Þú
komst og spurðir hvort þið gætuð
fengið Báru Dís lánaða einn dag,
eins og þú kallaðir það, og átti hún
ógleymanlega ferð til Legolands
með ykkur.
Það sem einkenndi þig var hrein-
skilni, hlátur, stór faðmlög, einlægni
og eiginleiki til að sökkva þér niður
í þá hluti sem þú fékkst við og fá
það fólk sem var nálægt þér til að
gera það sama.
Megi Guð styrkja Álfheiði, Úlfar
Þór, Freyju Björt og Arndísi Úllu í
sorg þeirra og fylla upp það stóra
tómarúm sem eftir þig stendur í
hjörtum okkar allra.
Helga systir.
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent
sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun
að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og
heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær
berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling
birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera
lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar).
Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta
kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri
grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Elsku amma og
langamma.
Þú veist að ég gæti
skrifað heila bók um
allt sem að við höfum
gert saman. En í staðinn ætla ég að
kveðja þig á minn hátt og segja ástar
MARGRÉT ELÍN
ÓLAFSDÓTTIR
✝ Margrét ElínÓlafsdóttir
fæddist á Eyrar-
bakka 29. júlí 1929.
Hún lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut hinn 25. febr-
úar síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Eyrar-
bakkakirkju 8. mars.
þakkir fyrir allar þær
stundir sem við höfum
átt saman.
Ég veit að þú fylgist
með okkur, mér, Victo-
ríu Þóreyju og Ísabellu
Heiðrúnu sem þú
fékkst því miður ekki
að sjá. Vonandi eru til
prjónar og nóg af garni
í himnaríki því að þá
veit ég að þér mun ekki
leiðast.
Megi Guð geyma þig.
Þínar stelpur í Nor-
egi
Bylgja Björk,Victoría
Þórey og Ísabella Heiðrún.