Morgunblaðið - 16.03.2003, Qupperneq 49
HUGVEKJA
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 49
HINN 21. mars 1960gerðist það í Suður-Afríku, nánar til-tekið í Sharpeville,að lögregla hóf
skothríð að hópi fólks, sem var að
mótmæla á friðsamlegan hátt að-
skilnaðarstefnu þarlendra stjórn-
valda. Alls féllu þar 69 í valinn.
Til minningar um þann hörmu-
lega atburð gerðu Sameinuðu
þjóðirnar fljótlega umræddan
dag að alþjóðlegum baráttudegi
gegn kynþáttahyggju. Hann er
enn við lýði.
Í tímaritinu Vinnan (4. tbl.
2001) er fróðleg lesning um þetta
efni, og ber hún yfirskriftina
„Kynþáttamismunun í öllum
heimsálfum“. Vegna alvarleika
málsins finnst mér ástæða til að
birta lungann úr þeirri sam-
antekt. En þar segir m.a.:
Átök kynþátta í Afríku, spenna milli
kynþátta í Norður-Ameríku, höfnun
erlendra verkamanna og útskúfun er-
lends verkafólks í Evrópu, einangrun
indíána í Suður-Ameríku og efnahags-
leg kúgun farandverkafólks í Asíu.
Litlu skiptir hvert litið er. Kynþátta-
hyggja virðist síst á undanhaldi í
heiminum.
Samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóð-
anna frá 1998, er ekkert svæði í heim-
inum undanskilið þegar rætt er um
vaxandi ofbeldi vegna kynþátta-
hyggju. Ástandið er mjög alvarlegt í
Afríku, þar sem ættflokkar stríða og
meðlimir sumra eru reknir frá til-
teknum landssvæðum með harðri
hendi. Vöxturinn hefur verið gríð-
arlegur í ríkjunum sunnan Sahara.
Skemmst er að minnast þjóðarmorðs í
Ruanda.
Nefnd um jöfn atvinnutækifæri í
Bandaríkjunum skilaði skýrslu í des-
ember á síðasta ári. Í henni kemur
fram, að tilvikum þar sem fyr-
irtækjum er stefnt fyrir rétt vegna
kynþáttamismununar á vinnustöðum
hefur fjölgað verulega á undanförnum
árum. Kóka Kóla-fyrirtækinu var t.d.
gert að greiða 200 milljónir dollara í
bætur til 2000 svartra starfsmanna
sinna vegna slíkra mála. Texaco og
Boeing-flugvélaverksmiðjunum hefur
einnig verið stefnt fyrir rétt vegna
slíkra mála.
Í plaggi sem Evrópuráðið tók saman
til að undirbúa ráðstefnuna í Durban
lýsti Evrópuráðið áhyggjum sínum
vegna vaxandi kynþáttahyggju í álf-
unni. Sérstaklega er bent á stöðu sí-
gauna. Ennfremur er bent á nýlegar
ofsóknir á hendur Kosovo-Albönum,
stöðu verkamanna frá Norður-Afríku
á Spáni, tyrkneskra verkamanna í
Þýskalandi og fleira.
Í rómönsku Ameríku eru milljónir
manna fórnarlömb kynþáttafordóma
og -mismununar. Í fjölmörgum til-
vikum eru það svertingjar, sem sums
staðar hafa litlu betri stöðu en þrælar.
Í Brasilíu t.d. verða svartir fyrir mik-
illi mismunun á vinnumarkaði. Meðal
þeirra er mun meira atvinnuleysi en
hjá öðrum hópum og þeir sem hafa
vinnu, njóta að jafnaði talsvert lægri
launa en aðrir. Meira en fjórðungur
svartra íbúa Brasilíu er án atvinnu, á
meðan hlutfallið hjá öðrum hópum er
um 18%. Laun annarra en svartra eru
40% hærri en svartra.
Talið er að um sex milljónir asískra
farandverkamanna, aðallega frá Kína,
Nepal, Bangladesh, Filippseyjum og
Indlandi ferðist um í leit að vinnu. Um
30–40% þeirra eru án löglegra pappíra
og mikill fjöldi þeirra er hnepptur í
þrældóm af umboðsskrifstofum sem
sjá um að útvega þeim starf, en hirða
drjúgan hluta launanna í staðinn. Að-
stæður þessa fólks eru oft og tíðum
skelfilegar.
Á sama tíma og þetta er að
gerast ytra ályktar félag á lítilli
eyju í norðurhöfum, með hugann
í einhverjum rósrauðum drauma-
heimi, að brýnt sé að „hindra
frekara landnám útlendinga af
öðrum en evrópskum uppruna
hér á landi“ og „viðhalda, vernda
og efla tungu, menningu og
manngerð íslensku þjóðarinnar
ásamt því að hefja þjóðern-
ishyggju aftur til vegs og virð-
ingar“. Slagorð þess er „Ísland
fyrir Íslendinga“. Um það má
nánar lesa á http://notend-
ur.centrum.is/~fith/.
Því er til að svara, að kirkjan
getur aldrei tekið undir rök ís-
lenskra þjóðernissinna. Það
myndi ganga algjörlega í ber-
högg við eðli hennar, tilgang og
markmið. Aukinheldur er leiðtogi
hennar af semískum rótum kom-
inn.
Hvað varðar íbúa þessa lands,
benda rannsóknir til að við séum
að mestu af landnámsfólki sem
ættað var frá Skandinavíu, en þó
virðist sem meirihluti kvennanna
hafi verið af breskum ættum. Að
ganga um með þá flugu í koll-
inum, að við séum af einhverjum
hreinum kynstofni er því beinlín-
is fáránlegt. Við höfum frá önd-
verðu verið sambland margra
þjóðabrota.
Eflaust mætti til sanns vegar
færa, að ef ekki hefðu komið til
áhrif útlendinga á land og þjóð
fyrr á öldum og síðar, byggjum
við líklegast enn í torfi klæddum
moldarkofum, þrammandi um í
sauðskinnsskóm, grálúsugir. Í
það minnsta hefði framþróuninni
seinkað allnokkuð.
Samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár
1. desember 2002 voru 86,6%
íbúa skráðir í þjóðkirkjunni, 4,2%
í fríkirkjum, 4,2% í öðrum skráð-
um trúfélögum, 2,7% í óskráðum
trúfélögum og með ótilgreind
trúarbrögð og 2,3% utan trú-
félaga. Kristnir eru hér í stórum
meirihluta og kynþáttahyggja
eða önnur aðgreiningarhugsun
mun aldrei líðast í þeirra röðum.
Verum í fylkingarbrjósti þjóða,
sem hafna dilkadrætti.
Íslendingar eru þeir, sem eiga
hér ríkisfang, óháð litarhafti eða
menningarlegum uppruna. Og
svoleiðis á það að vera áfram.
„Æ em a væking!“
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
„Hver maður er bor-
inn frjáls og jafn öðr-
um að virðingu og
réttindum,“ segir í
Mannréttinda-
yfirlýsingunni frá
1948. Sigurður Æg-
isson leitar á þau
mið í tilefni þess að
föstudagurinn næst-
komandi er alþjóð-
legur baráttudagur
gegn kynþátta-
hyggju.
M
al
lo
rc
a
Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100
Alltaf
ód‡rari!
Ver›dæmi Spariplús
Mallorca
36.340 kr.
á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11 ára, ferðist saman.
Innifalið: Flug, gisting í 1 viku á Pil Lari Playa, íslensk fararstjórn, ferðir
til og frá flugvelli erlendis og flugvallarskattar.
Ef 2 ferðast saman: 43.830 kr. á mann.
Krít
50.382 kr.
á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11 ára, ferðist saman.
Innifalið: Flug, gisting í 1 viku á Skala, íslensk fararstjórn, ferðir til
og frá flugvelli erlendis og flugvallarskattar.
Ef 2 ferðast saman: 60.670 kr. á mann.
Portúgal
39.990 kr.
á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11 ára, ferðist saman.
Innifalið: Flug, gisting í 1 viku á Sol Doiro, íslensk fararstjórn, ferðir til
og frá flugvelli erlendis og flugvallarskattar.
Ef 2 ferðast saman: 54.055 kr. á mann.
opna nú aftur sálmabókina í minn-
ingu Valgerðar.
Sælir þeir, er sárt til finna
sinnar andans nektar hér,
þeir fá bætur þrauta sinna,
þeirra himnaríkið er.
Sælir þeir, er sýta’ og gráta,
sorgin beizk þó leggist á.
Guð mun hugga, Guð mun láta
gróa sár og þorna brá.
(Vald. Briem.)
Fagur dagur að kvöldi kominn,
haldið heim á leið.
Ég kveð Valgerði Hannesdóttur,
fyrrverandi húsfreyju á Torfastöð-
um, með hlýhug, þakklæti og djúpri
virðingu.
Elínu, Björgu, fjölskyldum þeirra
og öðrum aðstandendum sendi ég
einlægar samúðarkveðjur.
Sigríður Ingólfsdóttir.
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
(Úr 23. Davíðssálmi.)
Ég var svo lánsöm á sjötta ára-
tugnum að vera í mörg sumur í sveit
á Torfastöðum hjá Valgerði og
Snorra. Í dag finnst mér þetta hafa
verið forréttindi að hafa haft tæki-
færi til að kynnast náttúrunni, dýr-
unum og vinna bæði úti- og innistörf.
Fyrstu sumrin mín var t.d. ekki raf-
magn á bænum og var farið á traktor
með kerru á annan bæ í sveitinni til
að þvo stórþvott, því mannmargt var
á sumrin hjá þeim hjónum, því þau
tóku að sér mörg börn til dvalar. Var
oft glatt á hjalla og margt brallað.
Aðstandendum sendi ég innilegar
samúðarkveðjur.
Árný V. Ingólfsdóttir.
að amma mundi fatta að hann væri
að tala við mig en ekki hana og þá
yrði hún ekki ringluð svo ég leyfði
honum alltaf að kalla mig þetta, al-
veg fram til dauðadags. Ég man
þegar ég komst á unglingsárin og
afi var orðin hjartasjúklingur og
honum var skipað að hætta að
reykja, þá laumaði minn maður sér
bara inn á klósett og reykti þar eins
og herforingi og hann hélt að enginn
fattaði það, svo fann ég sígarettu-
pakka inni í eldhússkáp heima hjá
þeim en þegar ég spurði afa út í það
þá sagði hann að einhver hlyti að
hafa gleymt þeim þarna, en samt
var þetta tegundin sem hann reykti.
Ég man hvað hann varð spenntur í
haust þegar ég sagði honum að ég
ætti von á barni, hann hlakkaði svo
til að verða langafi í þriðja sinn en
hann fær víst ekki að kynnast þessu
barni en ég veit að hann á eftir að
vera hjá okkur í anda eins oft og
hann getur. Svona eru nú góðar
minningarnar um hann afa minn
sem nú er farinn frá okkur og hvílir
á góðum stað.
Elsku afi, takk fyrir allar góðu
stundirnar og tímann sem við áttum
saman.
Þín Halla litla.
Hallveig Fróðadóttir.
MINNINGAR
AFMÆLIS- og minningar-
greinum má skila í tölvupósti
(netfangið er minning@mbl.is,
svar er sent sjálfvirkt um leið
og grein hefur borist) eða á
disklingi. Ef greinin er á disk-
lingi þarf útprentun að fylgja.
Nauðsynlegt er að tilgreina
símanúmer höfundar og/eða
sendanda (vinnusíma og heima-
síma). Ekki er tekið við hand-
skrifuðum greinum.
Um hvern látinn einstakling
birtist ein aðalgrein af hæfi-
legri lengd á útfarardegi, en
aðrar greinar séu um 300 orð
eða 1.500 slög (með bilum) .
Frágangur
afmælis-
og minning-
argreina